Dagblaðið - 23.08.1977, Blaðsíða 8
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 23.
AGUST
1977.
Helgi Ágústsson:
„Ólaunaðir starfsmenn sem
spara okkur mikla vinnu”
„Þetta eru algjörlega ólaun-
uð störf og ræðismennirnir
greiða meira að segja fyrir sig
farið hingað,“ sagði Helgi
Ágústsson, ritari hjá utanríkis-
ráðuneytinu, en nú stendur yfir
fundur íslenzkra stjórnvalda og
viðskiptaaðila með ræðismönn-
um tslands erlendis. „Hingað
eru komnir 100 ræðismenn
víðs vegar að úr heiminum, en
við íslendingar höfum ræðis-
menn á 149 stöðum um allan
heim.“
Helgi sagði, að þetta væri
annar fundurinn, sem haldinn
væri með ræðismönnunum,
hinn var haldinn árið 1971.
tsland greiðir allan uppihalds-
kostnað fyrir þátttakendurna
hérlendis, bæði utanríkisráðu-
neytið og svo hin ýmsu útflutn-
ingsfyrirtæki, sem hvað mest
samskipti hafa við ræðismenn-
ina.
„Ræðismennirnir eru fyrst
og fremst fræddir um stefnu
okkar í utanríkis- og viðskipta-
málum, “ sagði Helgi ennfrem-
ur. „Störf þeirra erlendis spara
okkur mikið umstang, hverjum
nöfnum sem það kann að nefn-
ást, bæði hvað varðar þau at-
riði, er koma kunna upp varð-
andi einhver vandræði vegna
íslendinga erlendis, vegna við-
skiptamála, landkynningar-
mála o.s.frv."
t samræmi við það hafa verið
haldnir fyrirlestrar fyrir ræðis-
mennina, en þinghaldið fer
fram á Loftleiðum. Einar
Agústsson, utanríkisráðherra,
hefur gert grein fyrir utanríkis-
stefnunni, Þórhallur Asgeirs-
son hefur rætt utanríkisverzlun.
tslendinga og Jón Sigurðsson,
forstjóri Þjóðhagsstofnunar-
innar, hefur rætt efnahagslíf
okkar tslendinga. Þá var sér-
stakur fundur haldinn í
morgun um hin margþættu
störf ræðismanna, þar sem
ýmsir forvígismenn utanríkis-
ráðuneytisins þinguðu með
ræðismönnunum.
Á morgun fara þingfulltrúar
í ferðalag til Norðurlands og
munu þá heimsækja Akureyri
og Húsavík m.a.
Þinginu lýkur á fimmtudag-
inn og munu þá flestir ræðis-
mannanna halda heimleiðis.
Fréttamaður tók nokkra full-
trúa okkar víða að úr heiminum
tali í gærdag. Fara viðtölin hér
á eftir:
„Ræðismennirnir veita
ómetanlega aðstoð," segir
Helgi Ágústsson, ritari í utan-
ríkisráðuneytinu.
DB-myndir: Hörður.
Dallas,Texas:
Bordeaux, Frakklandi:
„Byrjaði hjá Coldwater” „Aðallega vínkaup”
„Um 30 fjölskyldur ís-
lenzkar, eða af íslenzkum upp-
runa, búa í og við Dallas í
Texas,“ sagði David H.
Watkins, ræðismaður okkar þar
í borg í viðtali við Dagblaðið.
„Við höfum reynt að halda sem
mestusambandivið þær og kom-
um a.m.k. saman einu sinni á
ári. Þá var mikið um dýrðir hjá
okkur á 1100 ára afmælinu."
David sagði, að hann hefði
hafið störf með tslendingum er
hann vann hjá Coldwater í New
York. „Síðan fór ég sjálfur út í
matvælaiðnaðinn og fluttist til
Dallas, en er ennþá umboðs-
maður fyrir Coldwater, svo ég
hef mikil viðskiptasambönd við
Island."
„Öflugt félagslíf í Dallas,“
segir David H. Watkins ræðis-
maður í Dallas í Texas.
„Viðskipti Islendinga i
Bordeaux eru nú ekki mikil,"
sagði Bertrand Balguerie,
ræðismaður þar í borg. „Aðal-
lega eru þau í formi vínkaupa
og annars áfengis."
Bertrand sagði, að fyrirtæki
eins og Sambandið væri að
reyna að komast inn á fisksölu-
markaðinn þar, en það hefði
gengið erfiðlega.
„Faðir minn var ræðismaður
Islendinga og ég tók við því
embætti er hann lézt,“ sagði
Bertrand ennfremur. „Ég ætla
að dvelja eitthvað lengur hérna
eftir fundinn, en hef enn ekki
gert neinar áætlanir um ferða-
lög.“
Bertrand Balguerie, Bordeaux:
„tsiendingar kaupa aðallega
vín hjá okkur.“
Kýpur:
„Var talinn uppreisnarmaður”
„Ég kom hingað til lands
árið 1959 til þess að kynna mér
samvinnuhreyfinguna," sagði
hress og snaggaralegur ræðis-
maður íslands í Nicosiu á
Kýpur, Savvas Johannidis í við-
tali við DB. „Þá ferðaðist ég
víða um landið og hreifst mjög
af því, sem ég sá.“
Savvas Johannidis er einn af
stofnendum samvinnusamtak-
anna á Kýpur, en varð að
hrökklast frá eynni vegna þess
sem hann segir hafa verið mis-
skilning Breta. „Ég hóf að gera
fólki grein fyrir því, að margt
mætti betur fara í eínahags- og
þjóðmálum og Bretar héldu
Uruguay:
„Höfum ekki efni á
íslenzkum fiski”
„Viðskipti okkar við Island
eru þvi miður orðin litil nú
orðið.“ sagði Walter R. Kolton-
ski, aðalræðismaður i Monte-
video, Uruguay. „Við keyptum
af ykkur þorsk hér um árið og
fluttum ull tii Islands, þótt
undarlegt megi virðast. Nú
orðið höfum við ekki efni á að
kaupa fisk og erum því að
reyna að hressa upp á útgerð
okkar sjálfra.”
Walter sagði, að sú uppbygg-
ing gengi hægt og sígandi og að
fiskveiðar þeirra „væru að ná
sér.“
„Ég er búinn að vera ræðis-
maður Islands frá þvi árið 1955
og verð að segja, að bau við-
skipti hafa verið sérlega
ánægjuleg," sagði Walter enn-
fremur. „Síðast kom ég hingað
árið 1958 og viðbrigðin eru
gffurleg og mjög jákvæð."
mig vera hálfgerðan upp-
reisnarmann. Þá fór ég í ferða-
lag um Evrópu og kom þá m.a.
til Islands."
Þetta er í fjórða skiptið sem
Johannidis kemur til landsins
og hefur hann ritað fjölmargar
greinar um Island í tímarit og
dagblöð á eynni, eftir að Kýpur-
búar fengu sjálfstæði.
„Eg er mjög ánægður með þá
/yrirlestra, sem hafa verið
fluttir fyrir okkur,“ sagði Jo-
hannidis ennfremur. „Ég verð
hér nokkra daga í viðbót eftir
að ráðstefnunni lýkur og ætla
þá að ná mér i ýmsar viðbótar-
upplýsingar um þróunina hér-
lendis undanfarin ár.“
Haugasund,
Noregi:
„Aldrei lent f
vandræðum
með
íslendinga”
„Viðskipti okkar í Hauga-
sund við íslendinga standa á
gömlum mérg,“ sagði öivind
Wendelbo Aanensen ræðis-
maður. „Fyrir og eftir fyrra
stríð fluttum við mikið af fiski
frá íslandi til Suður-Evrópu og
salt til Islands."
Öivind sagði, að eftir að við
íslendingar hefðum sjálfir
tekið við þessum flutningum,
hefði sambandið alls ekki-
rofnað og væri hann nú um-
boðsmaður fyrir Samband isl.‘
samvinnufélaga þar.
„Við höfum reynt að halda
sambandi við þá tslendinga,
sem búa I og við Haugasund, en
þeir eru fáir, ekki nema tveir
eða þrír,“ sagði öivind. „Við
unnum allmikið f sambandi við
söfnunina vegna eldgossins í
Vestmannaeyjum og ég vil
einnig taka það fram, að ég hef
aldrei lent í neinum vand-
ræðum út af íslenzkum sjó-
mönnura eða öðrum Islending-
um, sem til Haugasunds hafa
komið.“
„Hef mikil samskipti við
Islendinga," segir ræðis-
maðurinn i Haugasund í
Noregi, Öivind Aanensen.
þarna séu um 10 manns við
nám. Afskipti mín eru fyrst og
fremst viðskiptalegs eðiis."
Tokyo, Japan: „10 íslendingar
búaíTokyo”
„Við Japanir neytum fisks í
ríkum mæli, en eigum á
margan hátt við sömu vanda-
mál að stríða í sambandi við
fiskveiðar okkar og þið íslend-
ingar,". sagði Raijiro Nakabe
aðalræðismaður Islands í
Tokyo. „Utflutningur íslend-
inga til Japans hefur aukizt til
muna á undanförnum árum og
eins höfum við selt mikið til
ykkar."
Nakabe sagðist svo sem ekki
hafa mikil samskipti við þá Is-
lendinga sem búa i Tokyo,
„enda eru þeir fáir, ég held að
Walter R. Koltonski, I ruguay:
„Seldum ull tli fslant'
Savvas Johannldls, Kýpur:
„Bretar töldu mig uppreisnar-
mann.“
„UHarútflutningur er að
aukast til Japans,“ segir
Raijiro Nakabe, ræðismaður f
Tokyo.