Dagblaðið - 25.08.1977, Page 2

Dagblaðið - 25.08.1977, Page 2
2 DAGBLAÍMi). KIMMTUDACUK 25. AUUST 1977. Deilt á elskhugann 0311-0303 hringdi: Mig langar til að deila hart á sjónvarpsleikritið sem var flutt á mánudagskvöld. Blóðrauða sólarlagið okkar hefur fengið mjög óvægna dóma en mér fannst það hátíð miðað við þetta. Leikritið var með öllu óskiljanlegt og fáránlegt. Helzt virtist það vera um tvo geð- veika menn sem lifðu i drauma- heimi og þorðu ekki að horfast í augu við raunveruleikann. Ég get einfaldlega ekki fengið annað út úr þessu og er svo ugglaust um fleiri, Ekki meira af svona, takk. Sólnes og Sjallinn AJH skrifar: Laugardaginn 6. ágúst sl. var ég stödd á Akureyri og hugðist bregða mér ásamt vinkonu í Sjallann, eins og Sjálfstæðis- húsið er kallað á alþýðumáli. Biðum við í hálftíma fyrir utan húsið í röð en um ellefu leytið var uppselt. Biðum við dágóða stund lengur með von um að seinna yrði hleypt inn. Þá brá fyrir kunnugum manni sem bankaði á dyr og fékk að fara inn. Og í tilefni af því var vísan ort sem er hér á eftir: Báru dömur dögg á kinn dærni sönn ég þekki. Sólnes fékk að fara inn en fagrar meyjar ekki. KIRKJUNNAR Víða um helm liflr fólk við kjör svipuð þessu. Hvað gætu ekki vestrænar þjóðir fyrir það gert? kina sem fá ekki matarbita heilu dagana. Þeir dagar eru langir dagar. Hver kannast ekki við eftir- farandi setningu sem Jesú sagði í Matt. 25:34-46: „Því að hungraður var ég og þér gáfuð mér að eta... nakinn var ég og þér klædduð mig. Sjúkur var ég og þér vitjuðuð mín.... Sannlega segi ég yður, svo framarlega sem þér hafið gjört þetta einum minna minnstu bræðra, þá hafið þér gjört mér það.“ Hver er það sem vill ekki gera Kristi eitthvað gott fyrir þann yndislega boðskap og öll þau heit sem hann gaf okkur? Hjálparstofnun kirkjunnar er með þeim guðdómlegustu stofnunum hér í heimi og með ofanritaðar setningar Jesú í huga þarf enginn að efast um þau góðverk sem hún lætur af sér leiða. Því ætla ég að vona að forráðamenn hjálparstarfsins sendi út fleiri menn og við Is- lendingar höfum tækifæri til að þakka frelsara okkar með slíku starfi. Guð blessar þá sem það gjöra. Einar I. Magnússon skrifar: Ekki alls fyrir löngu rakst ég á smárit frá Hjálparstofnun kirkjunnar og minntist þess þá að langt er siðan Smáíbúðar- hverfið hefur fengið heimsókr. frá þeirri stofnun. En einnig má vera að ég hafi verið að heiman er síðasta söfnun gekk yfir, en hvers vegna ekki að reyna aftur? Miðast kannski starf ykkar, kæru bræður, við vetrartímann? Verið nú röskir, bræður, og safnið handa öllum þeim lýð sem er að deyja úti í heimi. Vera má að það sé fjöldinn allur af fólki sem bíður eftir að sjá ykkur og láta af hendi pen- inga sem hjálpað gætu mörgu barninu. Því þó lítið sé látið af hendi rakna í hvert sinn þá safnast þegar saman er lagt og því ætti svona góðgerðarstofn- un að koma lítið við þá sem í velmegun lifa. I þessu litla riti sá ég að fyrir tvö þúsund krónur var hægt að gefa einum bágstöddum bróður eða systur skólagöngu í tiltek- inn tíma eða veita að mig minnir 30 börnum mjólkur- skammt. Holdsveikur maður getur ^ fengið sjúkrahúsvist í marga % mánuði fyrir 5000 krónur og svo mætti lengi telja. Yrðir þú ekki glaður í hjarta þínu ef þú vissir að peningar þeir sem þú annars hefðir farið með i tveggja tíma bíósýningu hefðu uppfyllt vonir margra barna sem biðu kannski eftir einum bolla af indælli, frísk- andi mjólk? Hugsum okkur hve svöng við erum orðin, fáum við ekki mat í heilan dag. Setjum okkur í spor vina okkar og syst- LEÐUtf- STÍGVÉL Svo mjúkog teygjanlegaö þau passa á flesta fætur Verðaðeins kr 9950 Litir: Svart Brúnt Leggirmrad ofan eru 29 cm sverirog leggirnir til vinstri eru 42 cm sverir Laugavegi 69 simi168SU Miðbæjarmarkadi — simi 19494 HUGLEIÐING UM HJÁLPARSTARF J J MУQ of7 eff/tt f)0 fiptjq se/z. FMCrF, HÉn -4 /SL'MOr '

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.