Dagblaðið - 25.08.1977, Page 8

Dagblaðið - 25.08.1977, Page 8
DA(JBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 25. AíJUST 1977. ----------;----------------- Skuldir Islendinga erlendis: Fimm manna fjöl- skyldan skuldar háíft íbúðarverð Hver fimm manna fjölskylda í landinu skuldar nú rúmlega tvær og hálfa milljón erlendis. Þetta er útkoman ef skuldum — íslendinga erlendis er deilt á landsmenn. Þetta er næstum helmingur af verði á lítilli íbúð. Erlendu skuldirnar eru 520.680 krónur á hvert manns- barn i landinu. Skuldirnar námu í lok júní 114.550 milljónum alls, það er um 114,5 milljörðum króna. Ný lán hafa verið tekin er- lendis fyrir nærri hálfa milljón á hverja fimm manna fjöl- -xjmK&sm mk Já, þau taka þessu dálítið mis- jafrilega, þegar þeim er sagt hvað þau eru skuldug. skyldu á þessu ári, eins og Dag- blaðið skýrði frá í gær. Nýju lánin hafa alls verið 20,8 þúsund milljónir í ár. Frá því á sama tíma í fyrra hafa skuldirnar vaxið um nálægt 36 þúsund milljónum. - HH Vandi frystihúsanna: Völlurinn og hitaveitan bjarga íbyrjun — atvinnuleysið aðeins íVogunum „Verulegur samdráttur í vinnu frystihúsanna og annarra fisk- vinnslustöðva mundi fyrst og fremst bitna á kvenfólkinu," sagði Karl Steinar Guðnason for- maður Verkalýðs- og sjómanna- félags Keflavikur i viðtali við DB. „Mér er kunnugt um að nokkr- ar konur eru komnar á atvinnu- leysisskrá hér i Keflavík, þó þær séu ekki margar enn þá,“ sagði Karl Steinar ennfremur. Hann sagði að nokkur þensla hefði verið á vinnumarkaðinum á Suðurnesjum á undanförnum mánuðum og töluverð eftirspurn eftir starfsfólki, þó aðallega karl- mönnum. „Hefur þar aðallega verið um að ræða störf hjá Islenzkum aðal- verktökum á Keflavíkurflugvelli og hjá Varnarliðinu. Nú og svo er töluvert um að vera hérna vegna lagningar hitaveitunnar," sagði Karl Steinar. Ef um alvarlega og langvarandi stöðvun fiskvinnslustöðvanna yrði að ræða mundi þó syrta mjög í álinn. ,,Á okkar félagssvæði er ástandið líklega einna verst í Vog- unum. Þar er búið að loka öðru frystihúsinu og nokkuð um at- vinnuleysi vegna þess.“ Karl Steinar sagði að lokun ' frystihússins í Vogum væri sér- staklega bagaleg vegna þess að verkafólk ætti erfitt með að sækja vinnu annars staðar á svæðinu vegna f jarlægðar. „Við vonum auðvitað að málin snúist öll til betri vegar,“ sagði Karl Steinar Guðnason. „En það virðist alveg ljóst, að ef ríkis- stjórnin gerir ekkert til úrbóta í atvinnumálum hér á Suðurnesj- um þá stefnir hér í atvinnulega auðn.“ -ÓG Flugvandræðin á Lundúnaflugvöllum: Fella þarfniöur flugtil London á sunnudaginn Aðgerðir aðstoðarmanna flug- umferðarstjóra á flugvöllunum við London verða til þess að Flug- leiðir neyðast til að draga úr ferðum til borgarinnar. Er þetta gert samkvæmt tilmælum flug- vallarstjórnanna. Þannig verður flug 214/215 til og frá London á sunnudaginn fellt niður af þess- um sökum. önnur flug verða flog- in, en búast má við seinkunum og erfiðleikum fyrir farþegana eins og verið hefur síðustu dagana. - JBP Flestir bckkjarfélaganna lögðu kennslu fyrir sig, eftir að námi lauk. Héldust þeir misjafnlega við og eins og upptalningin hér að neðan sýriir eru 14 þeirra 29 við kennslustörf í dag. C-bekkurinn í Kennaraskólanum 1966-70: Undanfarin ár hefur vaxandi kennaraskortur orðið æ víðtæk- ara vandamál um land allt. Kennaraskortur hefur að vísu lengi verið landlægur úti á landsbyggðinni og hafa skóla- yfirvöld orðið að gera mikið til þess að fá kennara til þess að setjast að úti á landi. En þótt frítt húsnæði og jafnvel fæði hafi verið í boði auk staðarupp- bóta hefur þeim haldizt illa á kennurum til langframa. Nú er hins vegar svo komið, að orðið hefur vart við kennara- skort á höfuðborgarsvæðinu. Er það i fyrsta sinn í mörg ár, enda eru skólar í Reykjavik og nágrenni almennt taldir betur búnir tækjum og aðstaða til kennslu yfirleitt talin betri en víðast hvar annars staðar. Á árunum 1966-72 voru eitt- hvað á annað þúsund J<ennarar útskrifaðir frá Kennaraskóla lslands. Skólinn hafði þá ný- verið verið „opnaður“ eins og sagt var, takmörkunum á nem- endafjölda var aflétt að ein- hverju Ieyti og möguleiki á þvi aðtaka stúdentspróf frá skólan- um varð að veruleika. Nú er sagt að um 300 kenn- ara vanti til þess að allar lausar kennarastöður verði fullskip- aðar. Segja skólayfirvöld að fyrirsjáanlegt sé að ekki takist að ráða tilskilinn fjölda kenn- ara fyrir haustið. Og hvað veldur? Flestir sem hætt hafa kennslu segja auð- vitað: launin. Byrjunarlaun kennara með kennarapróf eða stúdentspróf er í dag 109.988 krónur, fyrir 33 stunda kennslu í yngri deildum en 30 í hinum eldri. Síðan fer þetta stighækk- andi og flestir kenna eitthvað í yfirvinnu. Samt verða þetta ekki talin há laun og starfið er lýjandi. C-bekkurinn 1966-70 Mánaðarlaun þeirra kennara, sem útskrifuðust árið 1970, eru að meðaltali um 125 þúsund krónur, án nokkurrar eftir- vinnu. Því er talað hér um kennara frá 1970 að hér birtist mynd af C-bekknum í Kennara- skólanum 1966-70. Myndin er tekin skólaárið ’66-’67 og með því er hægt að skýra hár- greiðsltt og klæðaburð þessa föngulega hóps. En sú spurning vaknar, hversu margir þessara nemenda stunda kennslu í dag? Blaðamaður DB fór á stúfana, kannaði málið og vonar, að fyrrum bekkjar- félagar hans fyrirgefi honum þessa myndbirtingu. Og hér kemur upptalningin: . Efsta röð f.v.: Eyvindur Bjarnason vinnur við tré- smiðar, Guðmundur B. Krist- mundsson æfingakennari og kennir við Kennaraháskólann. Guðjón Skúlason viðskipta- fræðingur, Öniar Garðarsson hvarf frá námi og er lögreglu- þjónn í Vestmannaevjum. Páll Björnsson nemur liigfræði. Magnús Júliusson kennari i Hafnarfirói, Helgi Pétursson blaðamaður hjá Dagblaðinu. Snorri Jóhannesson hvarf frá námi og er bóndi og Gunnar Kl. Gunnarsson stundar nám i félagsráðgjöf. Miðriið f.v.: Arni Magnússon sölumaður, Jou Þórarinsson kennari í Reykjavík, Kolbrún Þórðardóttir kennari, Helga Reinhards hvarf frá námi og er húsmóðir, Agnes Björnsdóttir húsmóðir, Guðrún Þ. C.uð- mannsdóttir húsmóðir. Björg- vin Bjarnason starfar við Spari- sjóðinn á Bolungarvík, Albert Steingrímsson kennari í Hafnarfirði og Daði Ingi- nuindarson skólastjóri á Pat- reksfirði. Neðsta röð f.v.: Sigríður Ölafsdóttir kennari á Sel- tjarnarnesi, Rannveig Lund kennari i Revkjavik. Sigrún Ásta Sigurðardóttir kennari i Reykjavík, Valgerður Eiriks- dóttir kennari í Reykjavík. Asgerður Olafsdóttir kennari i Ves t tn an n aev j u m. G u ð r ú n Kristjánsdóttir húsmóðir i Sví- þjóð. Svanborg Siggeirsdóttir kennari i Stykkishólmi. Stefania Júliusdóttir húsmóðir i Þýzkalandi og Kristrún Stephensett kennari í Hafnar- firði. A myndina vantar Sigurlin Sveinbjarnardóttur sent stundar háskólanám. - IIP Hversu mörg hlýða sínu kalli og kenna?

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.