Dagblaðið - 25.08.1977, Qupperneq 11
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 25. AGUST 1977.
11
Samar eiga sögu sem er
miklu eldri en víkinganna
enn má finna nokkra sem reika
um með hjarðir sínar og halda
sig á vissum svæðum eftir árs-
tíðum.
Um það bil 50 þúsund Samar
búa nú á norðlægum slóðum.
Þeir búa í Noregi, Svíþjóð og
Finnlandi. Einnig eru nokkrir á
Kolaskaganum og í Sovétríkj-
unum. Þaðan hafa tölur hins
vegar ekki fengizt um tölu
Sama.
I Svíþjóð eru nú um 15 þús-
und Samar, en aðeins um 600
þeirra lifa á því að halda
hjarðir hreindýra. Það má
segja að sífellt verði þeir færri
sem hafa afkomu sina af hrein-
dýrum. Þrátt fyrir að kjötið
hækki sífellt í verði þá er ekki
um það að ræða að Samarnir fái
neina verulega tekjuhækkun.
Ef um stóra hjörð er að ræða,
um það bil 500 dýr, þá eru
tekjur Samans af hjörðinni
helmingurþess semnámuverka-
maður hefur í Kiruna í Svíþjóð.
Svíar vilja ekki láta Sömum
eftir viss landsvæði. En Samar
hafa í mörg ár farið fram á að
fá sitt eigið land í nyrztu héruð-
um Svíþjóðar, Noregs og Finn-
lands. En þrátt fyrir það að það
hefur ekki fengizt, þá hefur
sænska ríkið gert margt fyrir
þennan minnihlutahóp sem
byggir nyrztu héruð landsins.
Svíar hafa aðstoðað við upp-
byggingu menntakerfis og lagt
áherzlu á aðstoð við hinar fornu
handíðir Sama. Eins og áður
segir hafa þeir alltaf verið
miklir snillingar við að gera
listaverk úr mjög einföldu efni.
Þess ber þjóðbúningur
Ef Orkustofnun hefði á undir-
búningsstigi játað reynsluleysi
sitt og vangetu til úrlausnar
ýmsum vanda, sem borun á
háhitasvæðum kann að hafa í
för með sér, þá hefði engi'nn
treyst henni til verkanna og
enginn skaði væri skeður."
Ekki veit ég hvað Ingvar á
við með almennri árás sinni á
vísindi og tækni. Hann er
kannski að hugsa um
seiðkvendi það sem sérfræðing-
ur Kröflunefndar fékk hingað
til lands með spákvist í svörtum
kassa til þess að segja fyrir um
atburðarásina á Kröflu-
svæðinu, en það er rétt, að
Orkustofnun hefur sem betur
fer aldrei beitt slíkum
aðferðum. En sé talað í alvöru
er Orkustofnun merkasta
vísindamiðstöð íslendinga og
hefur m.a. langa og góða
reynslu af „bortæknimálum".
Þessa stofnun mótaði öllum
öðrum fremur Jakob Gíslason,
fyrrverandi orkumálastjóri, af
stórhug og raunsæi og safnaði
að sér kjarna hinna hæfustu
vísindamanna. Orkustofnun
nýtur svo mikils álits á alþjóða-
vettvangi að keppst hefur verið
um að fá íslenska sérfræðinga
til starfa erlendis; þeir hafa
starfað í Norður- og Suður-
Ameríku og í Afríku. Meðan ég
gegndi störfum orkumálaráð-
herra kom hingað mikill fjöldi
erlendra vísindamanna, m.a.
hópur bandariskra visinda-
manna, til þess að kynnast
sérfræðingum Orkustofnunar
og störfum þeirra. Þeir er-
lendir sérfræðingar sem ég
hitti áttu naumast nógu sterk
orð til þess að lýsa aðdáun sinni
á þvi hve Islendingar byggju
yfir mikilli reynslu og
þekkingu á sviði orkumála.
Eftir að bandarísku
sérfræðingarnir komu í
upphafi olíukreppunnar,
óskaði orkumálaráðherra
þeirra merki um. Hráefnið sem
þeir notuðu hér áður fyrr var
eingöngu þær afurðir sem hægt
var að fá af hreindýrunum.
Einnig voru jurtir og tré notað,
en jurtirnar notuðu þeir til að
lita ullarband, sem þeir gerðu
snilldarlega.
Það eru eflaust að eflast
tengsl milli þjóðabrota í ein-
stökum löndum, sem vilja halda
tungu sinni og menningu
óskertri, með því að halda al-
þjóðaráðstefnu um málefni sem
þessum þjóðum eru sameigin-
leg.
Samar eru þekktir fyrir hversu miklir hagleiksmenn þeir eru og á víkingaöld fundust hvergi betri skipasmiðir en í þeirra röðum.
Bandaríkjanna eftir því að fá
að gera samning við hérlendan
kollega sinn um samvinnu á
sviði orkumála og orkutækni;
síðan kom hún hingað og slíkur
samningur var undirritaður.
Ummæli Ingvars Gíslasonar um
Orkustofnun eru órökstutt
svartagallsraus, sem virðist
sprottið af einhverri til-
finningaheift og hefur hún
naumast hjálpað honum við
störf í Kröflunefnd
Ingvar Gíslason segir í grein
sinni að því hafi verið haldið
fram að Orkustofnun hafi
varað við því að ráðist yrði í
varmaaflsvirkjun við Kröflu.
Ekki man ég eftir slíkum stað-
hæfingum og eru þessi ummæli
vafalaust til marks um andlega
vanlíðan Ingvars. Allir
kunnugir vita að ákvörðunin
um Kröfluvirkjun var byggð á
rannsóknum Orkustofnunar og
áformuð samkvæmt mati sér-
fræðinga hennar. Orkustofnun
var hinsvegar svo varkárað hún
batt ekki virkjunina við Kröflu-
svæðið eitt heldur vildi hafa
fleiri valkosti. Þegar þessar
ákvarðanir voru teknar gegndi
ég starfi orkumálaráðherra og
ræddi mikið við sérfræðinga
Orkustofnunar og forustumenn
hennar; við höfðum þann hátt á
eins og oftast endranær að
ræða óformlega saman án þess
að spjallið væri bókað. Eg
heyrði á þeim að þeir vildu fara
að framkvæmdum með gát,
vegna þess hve miklu máli
skipti að fyrsta stór’a varmaafls-
virkjunin tækist sem best. M.a.
vildu þeir að upphaf virkjunar-
innar yrði í námunda við 15
MW til þess að safna frekari
reynslu. Eg var sammála þess-
um vinnubrögðum, en ekki var
tímabært þá að taka nokkrar
formlegar ákvarðanir um
áfanga. Tíminn til fram-
kvæmda virtist einnig vera
nægur, því að fyrrverandi rikis-
stjórn hafði ákveðið að hefjast
handa um stofnlínu milli suður-
lands og norðurlands haustið
1974 og aflað bæði búnaðar og
fjármuna, svo að næ'g orka átti
að vera tiltæk um skeið eftir að
Sigölduvirkjun tæki til starfa.
Það var hins vegar fyrsta
verk Gunnars Thoroddsens
V
Kjallarinn
Magnús Kjartansson
núverandi orkumálaráðúerra
að láta hætta við lögn stofn-
línunnar. Þá kom upp annar-
legur áhugi á því að flýta
Kröfluvirkjun og virkja hana í
einum áfanga (og raunar 5 MW
betur). Gunnar Thoroddsen tók
ákvörðun um þau vinnubrögð,
þvert gegn aðvörunum
Orkustofnunar; hann vildi ekki
fara eftir þeirri stefnu sem
Ingvar Gíslason varar sérstak-
lega við: „að treysta í blindni
vísindum og tækni heldur
réðu einhver önnur viðhorf.
Afleiðingarnar þekkir þjóðin
öll.
Um framkvæmdir við Kröflu-
virkjun kemst Ingvar Gíslason
þannig að orði:
„Framkvæmdir og starfs-
aðferðir Orkustofnunar eru
Kröflunefnd óviðkomandi.
Orkustofnun er sjálfstæður
framkvæmdaaðili og starfar á
engan hátt á ábyrgð eða í um-
boði Kröflunefndar. Þaðan af
síður er Kröflunefnd undir
Orkustofnun gefin “ Einnig
minnist hann á að Rafmagns-
veitur ríkisins hafi átt að sjá
um lögn háspennulínu milli
virkjunarstaðar og Akureyrar.
Svo er að sjá af orðavali Ingv-
ars sem þessir þrír aðilar hafi
getað anað áfram hver um sig
án þess að hyggja að öðrum.
Þetta er auðvitað hrokafullur
misskilningur. Þessar þrjár
stofnanir eru aðeins fram-
kvæmdaaðilar sem allir lúta
yfirstjórn orkumálaráðherra;
það var verkefni hans að sam-
hæfa framkvæmdir og taka
ákvarðanir ef ágreiningur
kæmi upp. Ingvar Gíslason
verður, hvort sem honum líkar
betur eða verr, að sitja uppi
með það, að hann var enginn
ákvörðunaraðili um Kröflu-
framkvæmdir, heldur var hann
aðeins starfsmaður Gunnars
Thoroddsens. Þess vegna hef
ég beint gagnrýni minni að
ráðherranum en ekki að
Ingvari. starfsmanni hans.
Ég minntist á það áðan að
upphaf Kröfiuótíðindanna
hefði verið sú ákvörðun
Gunnars Thoroddsens að stöóva
lögn stofnlínu milli suðurlands ■
og norðurlands. Ingvar Gísla-
son var samþykkur lögn stofn-
línu í tíð fyrri ríkisstjórnar en
virðist snúast eins og skoppara-
kringla um leið og ný ríkis-
stjórn tók við. Við afgreiðslu
fjárlaga í vetur flutti ég
breytingartillögu þess efnis að
ríkisstjórnin aflaði fjár til
að leggja stofnlfnur milli suður-
og norðurlands, til vestfjarða
og austfjarða. Þessi tillaga var
felld af öllum þingmönnum
stjórnarflokkanna, þar á meðal
Gunnari Thoroddsen og Ingvari
Gíslasyni. Nokkrum mánuðum
seinna birtust í fjölmiðlum
fregnir um það að orkumála-
ráðherra hefði samt ákveðið að
láta leggja stofnlínu milli
suðurlands og norðurlands,
vafalaust með samþykki Ingv-
ars Gíslasonar. Það er alltaf
gott þegar menn læra af
reynslunni, en í þessu tilviki
hefur lærdómurinn verið
óhemjulega dýrkeyptur, enda
sumir tornæmir.
Fyrir þó nokkru ósk-
aði Orkustofnun eftir
nokkrum hundruðum milljóna
króna til þess að bora á nýjum
stöðum í samræmi við þá
reynslu sem fengist hefur.
Orkumálaráðherra hafnaði
þeirri ósk. Ekki er vitað hvort
þar hefur komið til neitun
Matthíasar fjármálaráðherra,
sem hafi allt í einu viljað fylgja
þeirri fornu aðferð að spara
eyrinn en eyða krónunni, svo
að notað sé óhemjulega forn-
eskjulegt orðalag, eða hvort
þarna var að vérki seiðkonan
með svarta kassann. Þess vegna
hefur verið unnið að því um
skeið að hreinsa fyrri borholur,
en Jakob Björnsson orkumála-
stjóri hefur sagt að í því fælist
þekkingaröflun, en ekki
orkuöflun. Svo er að sjá í grein
Ingvars Gíslasonar sem hann sé
mjög ánægður með þessa
ákvörðun, kannski er hann
farinn að hugsa um Kröflu-
mannvirkin sem minnisvarða á
borð við pýramídana á Egypta-
landi.
Magnús Kjartansson,
alþingismaður.
\
/