Dagblaðið - 25.08.1977, Blaðsíða 12
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 25. AGUST 1977.
12
d
Iþróttir
Iþróttir
Iþróttir
iþróttir
íþróttfi
Tueart
óstöðvandi
— þegar Manch. City
sigraði Aston Villa
ígær
Munc’h. City vann stórsigur á
Aston Villa í Birmingham í gær í
1. deildinni ensku, 1-4, þar sem
leikmenn Viila réðu ekkert við
enska iandsliðsmanninn Dennis
Tueart. Hann skoraði þrennu i
leiknum. Strax á 5. mín. náði
Villa forustu með marki Deehan
en aðeins tveimur mín. síðar
jafnaði Tommy Booth. Leikmenn
Villa voru að ná undirtökunum í
leiknum þegar Tueart skoraði
stórgiæsilegt mark á 28. mín.,
spyrnti knettinum aftur fyrir sig
í markið. A fimm síðustu mín.
leiksins skoraði hann svo tví-
vegis.
Úrslit í gær urðu þessi:
1. deild:
A. Villa-Man. Citv
Chelsea-Birmingham
Derby-Ipswich
Leeds-WBA
Leicester-West Ham
Man. Utd.-Coventry
Norwich-Middlesbro
2. deild:
Biackburn-Tottenham
Stoke-Southampton
3. deild:
Lincoln-Walsall
4. deild:
Aldershot-Stockport
1- 4
2- 0
0-0
2-2
1-0
2-1
1-1
0-0
1-0
2-2
2-1
1 deildabikarnum vann Cariff
Torquay 2-1. I skozka deilda-
bikarnum vann Rangers St.
Johnstone 3-1.
Leeds virtist stefna í öruggan
sigur gegn WBA í gær, komst í 2-0
með mörkum Joe Jordan og
Gordon McQueen. En á síðustu
30 mín. leiksins tókst Cross tví-
vegis að skora fyrir WBA og
jafna.
Enski landsliðseinvaldurinn
Ron Greenwood, sem lék hér á
fsiandi fyrir 26 árum með Brent-
ford, var á leik Manch. Utd. og
Coventry. Þar var lítið sem gladdi
augað. Gordon Hill skoraði fyrsta
mark United úr vítaspyrnu en
Wallace jafnaði fyrir Coventry á
30. mín. David McCreery skoraði
sigurmark United á 72. mín. og
Man. Utd. hefur fjögur stig eftir
tvær fyrstu umferðirnar. Aðeins
tvö önnur lið hafa náð þeirri
stigatölu, Ulfarnir og Nottingham
Forest. Liverpool og Manch. City
hafa þrjú stig.
I leik Chelsea og Birmingham
misnotaði Finneston vítaspyrnu
fyrir Chelsea. Það kom ekki að
sök. Þeir Stanley og Lewington
skoruðu tvö mörk fyrir Lundúna-
liðið.
Þrenn gull-
verðlaun USA
Sundkeppnin hófst í gær á
heimsleikum stúdenta í Sofia í
Búigariu í gær — en þá var
níundi keppnisdagurinn á heims-
ieikunum. Bandariskt sundfólk
sigraði í þremur af fimm grein-
um sem keppt var í til úrslita í
gær.
Rich Hannula, USA, sigraði í
400 m skriðsundi á 4:02.17 mín.,
en annar varð Nikheyev, Sovét-
ríkjunum, á 4:03.78 mín. Ausandi
rifning dró taisvert úr árangri. í
100 m baksundi kvenna sigraði
Studeenikova, Sovét, á 1:06.68
mín., en McCully, USA, varð
önnur á 1:07.25 mín. í 100 m
fiugsundi karla sigraði Mike
Curringon, USA, á 55.58 sek. Dan
Thompson, Kanada, varð annar á
57.05 sek. og landi hans, van
Buren, þriðji á 57.12 sek. í 100 m
skriðsundi kvenna sigraði Jutta
Meeuw, V-Þýzkalandi, á 57.80
sek., Sue Hinderaker, USA, varð
önnur á 58.93 sek. I 4x100 m
skriðsundi karla sigraði sveit
USA á 3:31.49 mín., sveit V-
Þýzkalands varð önnur á 3:31.75
mín. og sveit Sovétríkjanna í
þriðja sæti á 3:33.24 mín.
Sundfólk frá Austur-
Þýzkalandi tekur ekki þátt í sund-
keppninni.
Guðmundur Baldursson, ungur nýliði i marki Fram, stóð vel fyrir sinu á Laugardalsvelii í gær. A DB-mynd Bjarnleifs bjargar hann eftii
hættulega sókn KR.
KR féll í fyrsta sinn
en með fánann við hún
— Fram og KR gerðu jafntefli á Laugardalsvelli ígær, 1-1
Bezta knattspyrnuféiag islands
gegnum árin, Knattspyrnufélag
Reykjavíkur, KR, kvaddi 1.
deildina í fyrsta skipti í sögunni í
gær. Þá iék iiðið siðasta leik sinn
á þessu leiktímabiii á Laugardals-
veili við Fram. Jafntefli varð, 1-1,
þar sem Örn Óskarsson skoraði
jöfnunarmark KR rétt fyrir leiks-
lok. KR-ingar börðust mjög loka-
kafla leiksins og tókst að ná
markmiði sínu: að jafna. Það má
því segja að KR hafi fallið með
fánann við hún og ekki þarf að
efa að vera KR í 2. deild verður
stutt. Við spáum því að KR-ingar
komi upp í 1. dei>'d a ný næsta
haust, tviefldir.
Þetta var aldrei neinn stór-
leikur á Laugardalsvellinum í
gær. Jafntefli var að mörgu leyti
sanngjörn úrslit. í bæði lið
vantaði þekkta leikmenn eins og
Magnús Guðmundsson, Ottó
Guðmundsson og Hauk Ottesen
hjá KR, Árna Stefánsson, Pétur
Ormslev og Ágúst Guðmundsson
hjá Fram. Utsendari frá norska
liðinu Start, sem Fram leikur við í
Evrópukeppni, var á leiknum og
því vel skiljanlegt að Fram stillti
ekki upp sínu bezta liði.
Fram skoraði fljótlega í leikn-
um. Eftir aðeins 10 mín. lék
Sumarliði Guðbjartsson inn í víta-
teig KR og var brugðið af Berki
Yngvasyni. Dómarinn, Hreiðar
Jónsson, dæmdi á stundinni víta-
spyrnu. Kristinn Jörundsson tók
spyrnuna — spyrnti himinhátt
yfir. En markvörður KR, Halldór
Pálsson, hafði hreyft sig og
dómarinn lét endurtaka spyrn-
una. Þá urðu Eggert Steingríms-
syni ekki á nein mistök.
Leikmenn Fram voru yfirleitt
sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og
léku á stundum netta knatt-
spyrnu. KR-ingar fengu þá sín
færi og Vilhelm Fredriksen átti
skot i þverslá. A lokamínútu hálf-
leiksins lék Simon Kristjánsson,
bakvörður Fram, upp og gaf vel
fyrir. Sumarliði skallaði í mark af
stuttu færi. En flestum til undr-
unar dæmdi dómarinn þetta
ágæta mark af.
Framan af síðari hálfleiknum
voru leikmenn Fram betri en
voru klaufar að skora ekki, áttu
til dæmis tvívegis einir við mark-
vörð KR. En eftir því sem leið á
leikinn urðu KR-ingar harðskeytt-
ari og stefndu ákveðnir í að jafna
í blankalogninu á Laugardals-
velli. Það tókst þeim líka þegar
örn Óskarsson, sem hafði komið
inn sem varamaður eftir leik-
hléið, skoraði af stuttu færi. Þá
voru fjórar min. til leiksloka.
KR hlaut 10 stig í leikjunum 18
í fyrstu deildinni í sumar og það
nægði auðvitað ekki. Liðið er því
fallið niður í 2. deild, varð næst-
HALLUR
SlMONARSON
íþróttir
Bein símalína til
umsjónarmanna
íþróttasíðunnar er
83764
neðst, en Þór, Akureyri, í neðsta
sæti með sex stig. Fram varð
þriðja neðsta liðið með 14 stig og
kom bað á óvart eftir að liðið
hafði tryggt sér Reykjavíkur-
meistaratitilinn í vor. Beztu menn
Fram í gær voru Símon Kristjáns-
son bakvörður, markvörðurinn
ungi, Guðmundur Baldursson, og
Sumarliði í fyrri hálfleik. Asgeir
Elíasson var að venju drjúgur —
en ekki nálægt því, sem hann
hefur sýnt að undanförnu. 1 liði
KR bar mest á Birni Péturssyni
framan af en Sigurður Indriðason
og Stefán örn Sigurðsson áttu
einnig ágætan leik.
hsfm.
Hvar er knötturinn? Hann er alveg horfinn þessum ungu piltum á
Laugardalsvelli í gær.