Dagblaðið - 09.09.1977, Blaðsíða 2
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 9. SEPTEMBER 1977.
SLÖKKTU Á TÆKINU ÞOR-FINNUR
Opiðtil kl.7 íkvöld
9-12 la
Lára Guðbrandsdóttir hringdi:
Mig langar til að svara Þor-
finni unga ef hann er ekki
búinn að átta sig á hvers konar
grein hann á í DB 5. sept. Þar
hefur hann Jón Múla til
skýjanna, en bannfærir Pétur
Pétursson.
Já, aumingja litli Þorfinnur
hefur hann ekki annað að gera
en að hlusta á morgunútvarpið
og vega og meta þulina. Þar að
auki búinn að fá meirihluta
þjóðarinnar til liðsinnis við sig
að hans sögn. Þetta hefur alveg
farið fram hjá mér og mínum
Þakkir til Péturs
H.H. hringdi:
Mig langar að koma á fram-
færi þakklæti til Péturs Péturs-
sonar útvarpsþular fyrir góð
lög á morgnana. Þessir ungling-
ar vilja ekkert annað en popp
en ég og fleiri kunnum vel að
meta gömlu lögin. Pétur hefur
lag á að blanda þessu tvennu
saman á mjög góðan og
skemmtilegan hátt.
og held ég þó að ennþá tilheyri
ég þjóðinni. Og engan hef ég
talað við sem séð hefur þetta
bænaskjal. En þetta örvænting-
aróp er svo ámáttlegt að það
runnu á mig tvær grímur. Það
fólk sem ég talaði við hló að
barnagauli þínu. Hefur þér
aldrei dottið í hug að slökkva á
tækinu þínu þegar þú heyrir að
það er Pétur Pétursson sem í
það skiptið er þulur? Reyndu
það nú Þorfinnur litli og
skeyttu þínu morgunsúra skapi
ekki á útvarpsþulnum Pétri
Péturssyni þvl hann er líklega
bezti útvarpsmaður og þulur
sem við eigum.
Jón Múli er einnig ágætur,
en heyrt hef ég hann spila rúss-
nesk þjóðlög, jass og kórlög
strax á morgnana. En hvað
kallar þú meirihluta
þjóðarinnar. Ert það þú og
vinir þínir í svipuðum dúr eða
ert það bara þú?
Því skrifar þú ekki undir
fullu nafni? Það vantar föður-
nafn. Ég sé að þú vilt bara bera
nafnið Þor-finnur. Finnur
hefði dugað. Eg segi, Þor-
finnur, að þú standir ekki
undir nafni en mér finnst á öllu
að þetta nafn muni vera
gervinafn.
MEIRA AF JOLALOGUMI
MORGUNÚTVARPIÐ, PÉTUR
Pétur er líka
góður
Markús Þorgeirsson skipstjóri i
Hafnarfirði hringdi:
Þorfinnur ungi skrifar i DB
5.9. Hvar er Jón Múli? Ég er
ekki sammála ummælum sem
hann hefur um okkar vinsæla
útvarpsmann, Pétur Pétursson.
Ég get ekki, sem hlustandi út-
varps, gert upp á milli þessara
tveggja manna sem ræsa
þjóðina á hverjum morgni. Þeir
eru báðir ómissandi.
Enn fremur vil ég færa Páli
Heiðari sérstakar þakkir fyrir
þætti hans um menn og
málefni, ekki sízt úr sjómanna-
stétt. Jónasi Jónassyni þakka
ég einnig og get ekki sem hlust-
andi gert upp á milli þeirra.
Um Svavar Gests vil ég aðeins
segja að hann er ómissandi
húmoristi.
OUT skrifar:
Alveg er ég steinbit á þessum
Þorfinni unga, sem skammast
út í Pétur Pétursson, þann
yndislega útvarpsþul, I Dag-
blaðinu á mánudag. Og það er
bara alls ekki satt að hann spili
eintóma rússneska bassasöngv-
ara, karlakóra eða leiðindasarg.
Til dæmis spilaði hann nokkur
jólalög núna um daginn,
sennilega rétt fyrir mánaða-
mótin ágúst/september og ég
er viss um að maður vaknar
ekki betur við neina tónlist á
þeim árstíma.
Mér er líka minnisstætt um
daginn, þegar Pétur lék heila
siðu af nýju sólóplötunni hans
Gunnars Þórðarsonar. Reyndar
voru öll lögin eftir Ólaf Þórðar-'
son, sem söng þau jafnframt, en
ég er viss um að hann hefur
verið undir áhrifum frá
Gunnari þegar hann samdi þau.
Það skiptir ekki heldur máli þó
að Gunnar hafi hvergi komið
nálægt gerð þessarar sólóplötu
sinnar, söm er gerðin.
Að lokum, um leið og ég óska
Pétri Péturssyni gleðilegra
jóla, skora ég á hann að fara nú
að bursta rykið af einhverri
páskamúsik. Og endilega leiktu
nú Uti I bæ á öskudag og ein-
hver jólalög sem fyrst, Pétur
minn, það eru ekki nema fjórir
mánuðir þangað til jólin koma.
Pétur og Presley
Guðmundur Gottskálksson á
Selfossi skrifar:
Mig rak í rogastanz, ef svo má
að orði komast, þegar einhver
ungur höfðingi sem nefndi sig
Þorfinn unga skrifaði í Dag-
blaðið og ákallaði Jón Múla og
sagði að þjóðin heimtaði hann
en fordæmdi Pétur Pétursson
þul.
Þar finnst mér að sá hái
herra hafi heldur betur skitið I
buxurnar. Þó að Jón sé góður á
sína vfsu þá er ekki þar
með sagt að þjóðin heimti hann.
Hins vegar veit ég að Pétur
Pétursson er mjög vinsæll í
morgunútvarpinu og það á við
um alla aldursflokka
þjóðarinnar og ekki sfzt þá sem
eru á mínum aldri og eldri.
Þarf ekki að gera eitthvað fyrir
þálíka?
Ég held að ef Pétur Péturs-
son hrykki allt i einu upp af
yrði svipað með hann og
Presley, hann yrði guð f augum
þjóðarinnar. Svo yrði sennllega
með þá báða þulina og ég held
að útvarpið sé mjög vel sett að
hafa þessa menn i morgunút-
varpi.
Pétur Pétursson útvarpsþulur.
Raddir
lesenda
Umsjón
Dóra
Stefánsd.
Landsmálasamtökin STERK STJORN Laugavegi 84 - Sími 13051 Opiðkl. 5-7 alladaga