Dagblaðið - 09.09.1977, Side 7
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 9. SEPTEMBER 1977. 7
r “ \
Amin var enn meðvitundarlaus ímorgun:
Liggur á sérstoku sjúkra-
húsi fyrir sérstakt folk
ASSEN, HOLLANDI:
Enn óeirðir í nótt í
hverfum Mólúkka
fimmtán leiddir fyrir aftöku-
sveit. um klukkan eitt í dag.
Ekki er þó víst að af aftökunni
verði, vegna heilsuleysis leið-
togans.
Ugandaútvarpið minntist
ekki einu orði á heilsu Amins í
gær. Síðan hann tók við völdum
árið 1971 hefur hann lifað af
fjölda fyrirsáta og uppreisnar-
tilrauna.
—réttarhöldunum lýkur í dag—dóms
að vænta eftir fjórtán daga
Leiðtogar Gyðinga i Vestur-
Þýzkalandi og Vestur-Berlín
hafa látið frá sér fara varnaðar-
orð um þá nasistatízku, sem
stöðugt ryður sér meir og meir
til rúms þar í landi. 1 tilkynn-
ingunni, sem birt er i tilefni
áramóta Gyðinga, segir að það
sé óbærilegt fyrir þýzka
Gyðinga að sjá morðingja for-
eldra þeirra og ættingja gerða
að hetjum í kvikmyndahúsum.
Með þessu er átt við nýja
heimildakvikmynd um lif
Hitlers, sem laðað hefur að sér
mikinn fjölda áhorfenda.
að séu afleiðingarnar af því að
hann þjáðist um margra ára
skeið af sárasótt.
Eitt af siðustu verkum
Amins, áður en hann lagðist á
sjúkrahús, var að undirrita
dauðadóma fimmtán manna.
Tólf þeirra eru ásakaðir um að
hafa ætlað að steypa honum af
stóli. Ef allt fer samkvæmt
áætlun verða mennirnir
Hollenzka lögreglan skiptist á
skotum við suður-mólúkkanska
óeirðaseggi í borginni Assen í
nótt, aðra nóttina i röð. Ein kona
særðist í átökunum og nokkrir
voru teknir höndum. Læti þessi í
Assen eru tilkomin vegna réttar-
haldanna yfir átta Suður-
Mólúkkum, sem tóku á annað
hundrað gísla fyrir þrem
mánuðum og héldu þeim í nítján
daga í barnaskóla og kyrrstæðri
járnbrautarlest.
Lögreglan greip á það ráð í nótt
að setja hverfi^ Suður-Mólúkka í
Assen í hervfk og gerði upptæk
öll þau vopn, sem unnt var að
finna. Hverfið var orðið rólegt
undir morgun.
Suður-Mólúkkarnir átta, sem
eru nú fyrir rétti, eru úr hópi
40.000 Mólúkka, sem mynda
—sagði einn af undirmönnum hans
sterkt samfélag í Hollandi. Loka-
yfirheyrslur í máli þéirra fara
fram í dag. Þeir eiga von á allt að
tíu ára fangelsi fyrir ólöglegan
vopnaburð og að hefta frelsi al-
mennra borgara. Lokaræður
sækjanda og verjenda fara einnig
fram í dag. Dómurinn verður
síðan birtur að fjórtán dögum
liðnum.
Réttarhöldin hófust á þriðju-
dag. Síðan hafa Mólúkkarnir
rakið áætlun sína, hvernig þeir
fóru að því að taka gíslana og svo
framvegis. Þeir ásökuðu holl-
enzku stjórnina harðlega fyrir að
halda ekki orð sín og leyfa þeim
að komast á brott eftir að um eitt
hundrað börnum var sleppt á
fjórða degi umsátursins. Þá voru
börnin reyndar öll komin með
miklar magakvalir, vegna óþekkts
vírus, sem herjaði á þau.
Nokkur blöð og tímarit hafa
einnig upp á síðkastið birt
langar seríur um líf og starf
nokkurra látinna framámanna í
Nasistaflokknum gamla.
Willy Brandl fyrrum kansl-
ari Vestur-Þýzkalands ritaði
Helmut Schmidt núverandi
kanslara nýlega bréf, þar sem
hann varar alvarlega við örum
uppgangi nýuasislaiiupa í land-
inu. Þar sakar Brandt Schmidl
um að stjórnvöld geri ekki nóg
til að hefta útþenslu þessara
hópa.
Idi Amin Ugandaforseti var
enn meðvitundarlaus snemma í
morgun, eftir því sem bezt var
vitað. Sovézkur læknir skar
hann upp i gær, en ekki hafa
fengizt neinar uppýsingar um,
hvað ami að Amin. Allar fréttir
um hann berast frá Kenya.
Forsetinn var í gær fluttur
með þyrlu til sjúkrahúss á eyju
úti á Viktoríuvatni. Þetta var
að sögn embættismanns í stjórn
hans gert af öryggisástæðum.
Sami embættismaður, sem
staddur er í Cape Town Villas
stjórnarhótelinu á strönd
Viktoríuvatns, kvaðst vera í tal-
stöðvarsambandi við sjúkra-
húsið á eynni og bíða eftir til-
kynningu um líðan leiðtoga
síns. Er honum var tjáð að sér-
fræðingar í Kenya um Uganda
vissu ekki um neitt sjúkrahús á
þeim slóðum, sem Amin er
sagður vera á, svaraði hann:
„Þetta er sérstakt sjúkrahús
fyrir sérstakt fólk.“
Idi Amin gekkst undir upp-
skurð í október síðastliðnum,
en ekkert fékkst heldur upp-
gefið þá, hvað amaði að honum.
Vmsum getum er leitt að
heilsuleysi hans. Helzt hallast
menn að þvf að veikindi hans
séu á einhvern hátt sálræn.
Amin er nú 49 ára að aldri og
hefur verið hraustur sem naut
lengst af. Líkamlega er hann
mjög hraustbyggður. Hann er
195 sentimetrar á hæð og með
vaxtarlag, sem gefur vel til
kynna að hann var i níu ár
meistari í hnefaleikum í þunga-
vigt, er hann var lágtsett blók í
Ugandaher.
Þrátt fyrir þessa ímynd
hreystinnar, hefur hann öðru
hvoru gengizt undir smáað-
gerðir. .
IDI AMIN — karlmenni
að burðum, en eitthvað
virðist heilsan vera farin
að versna — bæði andleg
og iíkamleg.
1 ágúst 1975 fór hann til
dæmis til Líbýu og lét fjarlægja
úr sér hálskirtlana. Þá má ekki
gleyma þvi, að stöðugar sögu-
sagnir eru á lofti um andlega
vanheilsu hans. Bæði læknir
hans og heilbrigðisráðherra,
sem eru flúnir til Vesturlanda,
fullyrða að hann sé gjörsam-
leg^ geðveikur. Það telja þeir
aðfa nysmð
af flauelis-
Einnigflauelis
mussurog
leóurjakka
dömu og herra
Póstsendum.
talinn
Bergstaðastræti 4. Sími 14350
VESTUR-ÞÝZKALAND:
GYÐINGALEIÐTOGAR
VARA ALVARLEGA VIÐ
NÝRRINASISTATÍZKU