Dagblaðið - 09.09.1977, Blaðsíða 24

Dagblaðið - 09.09.1977, Blaðsíða 24
Viðbúnaður Almannavarna: Almannavamanefndir á Húsavík og Akureyri settar f viðbragðsstöðu þegarálitið varumtíma að flytja þyrfti alla íbúa Reykjahlíðar- hverfisins ábrott Viðbúnaður rtimannavarna- n'efndar Skútustaðahrepps og Almannavarna rikisins vegna eldsumbrotanna á Kröflu- svæðinu hófst um kl. hálf fimm I gær, þegar skjálftavirkni fór að aukast að marki, að sögn Hafþórs Jónssonar, fulltrúa Al- mannavarna ríkisins, í inorgun. „Þeir fyrir norðan og við settum okkur þegar í viðbragðs- stöðu,“ sagði Hafþór i samtali við DB, „og fyrst i stað byggðist þetta aðallega á þvi að fylgst var með þvi sem þarna var að gerast. Strax og vitað var um að gos væri hafið, rétt fyrir kl. sex, voru gerðar ráðstafanir til að kanna í hvaða átt hraunið rynni. Þær upplýsingar fengust fljótlega frá flugvélum, sem þarna fóru yfir.“ Hafþór sagði að augu manna hefðu beinzt að Bjarnarflagi um leið og þar hefði farið að bera á óróa og hefði um tíma verið álitið að flytja þyrfti burtu alla íbúa Reykjahlíðar- hverfisins. „Almannavarnanefndirnar á Húsavík og Akureyri voru þá þegar settar i viðbragðsstöðu," sagði Hafþór Jónsson, „ef svo færi að þær þyrftu að taka á móti íbúunum og koma þeim fyrir. En upp úr þvi fór að draga úr gos- og skjálftavirkn- inni. Undir miðja nótt hafði dregið það mikið úr umbrot- unum að talið var í lagi að létta á mesta viðbúnaðinum," sagði Hafþór. „Undir morgun voru vísinda- menn orðnir á einu máli um að þetta væri búið í þetta sinn.“ Viðbúnaður Almannavarna byggist fyrst og fremst á því að vera viðbúinn, sagði Hafþór, gera ákveðnar ráðstafanir fari svo að þær verði nauðsynlegar. ÓV Gasstrókurinn logaði glatt og i fyrstu var haldið að hér væri um eldgos að ræða i Bjarnar- flagi, næsta nágrenni Mývatns- byggðar. tbúarnir héldu engu að síður ró sinni en voru við öilu búnir. Hér sjáum við gas- strókinn eins og hann leit út i nótt. m „Þó vatnið „Þótt vatn hafi farið úr annarri þrónni við Kísiliðjuna þarf það ekki að hafa eins afdrifarikar afleiðingar og virðist," sagði Vésteinn Guðmundsson Verk- smiðjustjóri i viðtali við DB, eii hann var staddur 1 Reykjavik I morgun. „Kísilgúrinn í þrónni sezt til á 4—6 vikum og hann verður eftir að mestp, þótt vatnið fari. Sllks eru mörg dæmi frá fyrri árum. Og þó skarð sé i barmi síðustu þróar- innar sem vatn er i ætti hún að halda svo fremi að ekki verði framhald á jarðhræringunum, þvl hún er sterkbyggðust allra þrónna. Er grjótfylling 1 veggjum upp fyrir vatnsborð, sem ekki er 1 hinum. Hún má þvi við mestu og ætti að standa sig þó skarð komi i barminn. Slikt skarð er fljótlegt að fylla og treysta vegginn." Vésteinn sagði að I hverri þró 'væri 10—11 þúsund tonn af kisilgúr. Verksmiðjan reiknar hvert tonn á 1000—1200 krónur. Verðmæti í hverri þró er þvi minnst 10—11 milljónir kfóna. ASt. Gaseldamir i Bjamarflagi: „EINSOGOLÍU- ELDURÍEYÐI- MÖRKUM ARABÍU” „Mikili hávaði var í gasgosinu f holu 4 í Bjarnarflagi. Eldur upp úr holunni var stórfenglegur — minnti á oliueld á eyðimörkum Arabíu. Engin furða þótt það fyrsta sem mönnum datt I hug væri eldgos, sem síðan reyndist misskilningur. „Þarna hlýtur hraunkvikan að vera komin í beint samband við gufuholurnar. Vatnsefnið, sem frá kvikunni streymir kemur þvi upp um holuna og I þvl kviknar er það kemst í samband við súrefni andrúmsloftsins,“ sagði Eysteinn Tryggvason jarðeðlisfræðingur I viðtali við DB I morgun. Hann sagði að hitinn, sem upp úr holunni streymdi væri alls ekki minni en 400 gráður, Taldi hann liklegast að hann væri um 600 stig. Eldur I eiturgufum af hrauni væri algengur. Benti Eysteinn á að hraunið sem rann á Leirhnúks- svæðinu I hittifyrra hefði til dæmis logað. ÓG i frjálst, óháð riaghlað FÖSTUDACUR 9. SEPT- 1977 t fari er Á gúrinn eftir” — segirverksmiöju- stjdrinn t t i i i i i i i i i i i i i i i i i i á Rannsókn hafin á tollsvikum við innfiutning notaðra bifreiða Tollstjóraembættið I Reykja- vík hefur þegar krafið eigend- ur nokkurra bifreiða um greiðslur á aðflutningsgjöldum, sem undan var skotið rpeð því að falsa skjöl um árgerðir. Rannsókn stendur nú yfir á innflutningi notaðra bifreiða frá fleiru en einu frameiðslu- landi vegna gruns um undan- skot á réttmætum aðflutnings- gjöldum. Með því að falsa árgerðir hefur a.m.k. nokkrum innflytj- endum tekizt að komast hjá þvl að greiða lögmælt gjöld af ein- hverri mestu hátollavöru, sem til Islands er flutt. Samkvæmt gildandi reglum er svokallað tollmat innfluttra bifreiða miðað við framleiðslu- ár þeirra að vissu marki. Þannig er t.d. bifreið, sem er keypt erlendis frá þriggja ára gömul, tolluð mun lægra en ný árgerð sömu tegundar. Munar þannig um hvert aldursár I að- flutningsgjöldum, sem nema hundruðum þúsunda króna af dýrustu gerðum bifreiða. Tolia- deild ríkisendurskoðunannnar hefur stöðugt eftirlit með öllum innflutningi. Það eftirlit er fyrst og fremst bókhaldslegt og miðast því við þau skjöl, sem lögð eru til grundvallar inn- flutningi vöru. Nú er sérstök endurskoðun gerð á innflutn- ingi notaðra bifreiða með tilliti til hugsanlegrar fölsunar skjala, sem tilgreina árgerð og aðflutningsgjöld eru reiknuð eftir. Lögreglurannsókn hefur þegar verið gerð á hluta þessa innflutnings á notuðum bifreið- um. Grunur leikur á þvl, að árgerðafölsun á notuðum bif- reiðum hafi verið iðkuð um nokkurt árabil með þeim ár- angri, að fengist hefur lækk- un á aðflutningsgjöldum. A þessu stigi er ekki unnt að vita með neinni vissu, hversu um- fangsmikill þessi innflutningur hefur verið. Sem fyrr segir, er innflutn- ingur með þessum hætti ekki bundinn við eitt framleiðslu- land og marga kaupendur not- aðra bifreiða erlendis frá. Bifreiðaeftirlit rikisins hefur veitt virka aðstoð við rannsókn þessa. Hjá því er að sjálfsögðu að finna skrá yfir þessar bif- reiðir sem aðrar. Er meðal ann- ars rannsakað, hvort kaup- endur, sem komizt hafa hjá lög- mæltum greiðslum innflutn- ingsgjalda, hafa slðar reynt að bæta enn frekar hlut sinn með því að fá bifreiðir sinar „yngdar upp“ I skráningu, þegar að endursölu var komið á bilamarkaðnum hérlendis.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.