Dagblaðið - 21.09.1977, Blaðsíða 8
8
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 21. SEPTEMBER 1977.
Dýraspítalinn enn læknislaus:
ENSKUR DYRALÆKNIR FÆR
EKKIATVINNULEYFIHÉR
ein ástæðan sú að hann talar ekki íslenzku
Landbúnaóarraouneytið
hefur, að fengnu áliti yfirdýra-
læknis, nú synjað beiðni
eigenda Dýraspítalans um að fá
að ráða þar til starfa brezkan
dýralækni. Er þvi enn ekki ljóst
hvenær eðlileg starfsemi getur
hafizt í spítalanum en hann var
gefinn hingað til lands af
enskum dýravini, Mark
Watson, fyrir nokkrum árum.
„Eignaraðilarnir sex, sem að
spítalanum standa, þ.e. Reykja-
víkurborg, sveitarfélögin á
Reykjanesi, Dýraverndunar--
félag Reykjavíkur, Samband
dýraverndunarfélaga á íslandi,
Hundavinafélagið og Hesta-
mannafélagið Fákur, kusu sér
nýja stjórn spítalans hinn 20.
maí sl.“ sgði Sigríður'Asgeirs-
dóttir, formaður stjórnarinnar,
—
í viðtan við Dagblaðið. „Við
hófum þá þegar eftirgrennslan
eftir dýralækni og auglýstum
hér í dagblöðum eftir lækni.
Ennfremur ræddum við málið
við Brynjólf Sandholt héraðs-
dýralækni, sem hefur verið
okkur mjög innan handar, og
ræddum við þrjá dýralækna-
nema sem eru að Ijúka námi
erlendis. Ekkert kom samt út
úr því.“
Sagði Sigrlður að stjórnin
hefði þá gripið til þess ráðs að
auglýsa eftir dýralækni í
brezku dýralæknatímariti og
hefðu borizt sjö umsóknir. „Að
fengnu áliti sérfræðinga þar-
lendis var einn umsækjenda
valinn úr hópnum og sóttum
við því um atvinnuleyfi fyrir
hann hér,“ sagði Sigríður.
„peirri umsókn hefur nú verið
synjað á grundvelli þess m.a. að'
maðurinn talar ekki islenzku."
Sigriður sagði að stjórninni
gremdist mjög þessi málalok,
fjárhagur spitalans væri góður
núna eftir dýrasýninguna
miklu, sem haldin var í Laugar-
dalshöllinni, og svo hefðu þau
ekki vitað betur en að Dýra-
læknafélagið væri hlynnt
umsókninni og að borgarstjórn
hefði verið jákvæð.
„Ég setti einfaldlega þau
skilyrði fyrir ráðningunni sem
sett eru gagnvart öllum dýra-
læknum," sagði Páll Agnar
Pálsson yfirdýralæknir í viðtali
við Dagblaðið um þetta mál.
„Vissulega þurfa dýralæknar
að geta skilið fólk það sem
kemur með dýrin til lækninga,
eða hringir, og auk þess er
námi dýralækna í Bretlandi
öðruvísi háttað en gerist á
Norðurlöndum og í Þýzkalandi,
þaðan sem flestir íslenzku dýra-
læknarnir koma úr námi. T.d er
lyfjalöggjöfin allt öðruvfsi og
ég vil taka það fram að það er
ekki aðeins hægt að veita
manninum leyfi til þess að
starfa við dýraspítalann einan
sér, fái hann atvinnuleyfi á
hann að geta starfað um allt
land.“
Sagði Páll að það væri
vaninn að hafa nýútskrifaða
dýralækna „undir handar-
jaðrinum“ fyrsta árið en siðan
væru þeir sendir til starfa.
„Eg vil einnig benda á það í
þessu sambandi," sagði Páll,
„að von er á a.m.k. fjórum eða
fimm nýjum læknum heim frá
námi á næstunni, þrír koma um
jólaleytið og síðan koma nýir
dýralæknar með vorinu.
Oskandi væri einnig að
starfssvið Dýraspítalans yrði
rýmkað frá því að vera
eingöngu fyrir gæludýr, éins og
hunda og ketti'. Það er varla
formandi fyrir okkur, sem
eigum að sinna öllum dýrum,
að aðeins einn dýralæknir
sinnir öllum Vestfjörðum og á
meðan eigum við að fara að
sinna gæludýraspítala í Reykja-
vík, þar sem sú tvöfeldni
borgaryfirvalda rfkir að banna
annars vegar hundahald en
leyfa síðan að dýraspítali sé
reistur innan borgarmark-
anna.“
HP
Vetrardvöl á Spáni fyrir ellilaunin
— Hagkvæm lausn ídýrtíðinni
Eftirlaunafólk fær nú gott
tækifæri til að lifa af fremur
rýrum eftirlaunum sínum og það i
vellystingum praktuglega. Ferða-
skrifstofan Sunna tók upp þá
nýjung í fyrra að gefa eftirlauna-
fólki tækifæri á hagstæðum
orlofsdvölum í sólarlöndum á
þeim tíma sem hinn almenni
ferðamannastraumur er ekki í
hámarki. Farnar hafa verið 2ja
vikna ferðir en nú í haust er tekin
upp sú nýbreytni að efna til
tveggja mánaða dvalar og kostar
tveggja mánaða dvöl í íbúð og
flugferðirnar 98 þúsund
krónur.þannig að eftirlaun og at-
vinnubætur frá tryggingum
nægja fyrir dvölinni. Þá er hægt
að dvelja á hóteli í þessa tvo
mánuði með fullu fæði og kostar
sú dvöl með flugferðum 129
þúsund krónur.
Sunnu hefur tekizt með aðstoð
spánskra stjórnvalda að komast
að hagstæðum samningum við eitt
af vinsælli hótelum á Mallorka,
Hotel Helios við Arsenal bað-
ströndina. Með í förinni eru sér-
stakir fararstjórar og læknir sem
mun hafa daglegan viðtalstíma.
Sérstök dagskrá verður fyrir elli-
lífeyrisfarþegana.
Dagblaðið hafði samband við
Guðna Þórðarson forstjóra Sunnu
og sagði hann að ef áhugi yrði á
þessum ferðum væri líklegt fram-
Skóli
Emils
Kennslugreinar:
Munnharpa,
harmóníka,
melodika,
píanó—orgel—gítar.
Emil Adólfsson Nýlendugötu 41, sími 16239.
Áríðandi tilkynning frá
Frjálsu framtaki hf.
Dregið hefur verið úr réttum svörum í
getraunasamkeppni Frjáls framtaks
sem haldin var á sýningunni Heimilið 77.
Vinningurinn, 100.000 krónur, kom á
svarseðil mírner 01777.
Handhafi svarseðilsins getur vitjað
vinningsins. r
FRJALST FRAMTAK
Gamla fólkið hefur þörf fyrir sólskinið ekki síðui en aðrir og eflaust mundu margir hafa gott af meiri
fjörefnum sólarinnar en völ er á hér á landi. Svíar hafa boðið öldruðu fólki hið sama og hefur það
fyrirkomulag hlotið hinar mestu vinsældir þar í landi. Myndin sýnir nokkra sólþyrsta Reykvíkinga af
eldri kynslóðinni.
hald á þessu. Það sem gerði þetta
mögulegt væri ódýrt flug þar sem
vélarnar færu nær tómar út að
sækja siðustu sumarfarþegana.
Eftir áramótin eru möguleikar a
1'á—3 mánaða dvöl á sömu
kjörum. Guðni sagði að raunveru-
lega væri ekkert því til fyrirstöðu
að aðrir hópar, eða einstaklingar
gætu notið sömu kjara.
Veðráttan á Mallorka á þessum
tlma er eins og íslenzkt sumar
gerist bezt. Heitir sólardagar,
20—28 stig, en getur kólnað á
milli og hitinn þá farið niður í 10
stig og skýjað. Regntími er enginn
þar. Helzti munurinn frá sumrinu
er að kvöldin eru svalari og meiri
hitamismunur dags og kvölds. En
sem dæmi um veðráttuna á
þessum árstíma má geta þess að
appelsínuuppskeran er í janúar
og sítrónuuppskeran í febrúar.
JH
BLINDHRÍÐ Á SJÓNVARPSTÆKJUM GRUNDFIRÐINGA
Grundfirðingar eru heldur
óhressir með sjónvárpsmynd þá
sem birtist á tækjum þeirra. Þar
er stöðug snjókoma, svo jaðrar við
hríð. Endurvarpsstöðin við
Grundarfjörð er orðin 11 ára
gömul og úr sér gengin en hún
mun hafa verið reist fyrst allra
endurvarpsstöðva í dreifbýli.
Grundfirðingar vilja því vita
hvort þeir eiga von á bót, eða
hvort sjónvarpsgjöldin verða
felld niður.
Landsfmi íslands sér um dreifi-
kerfi sjónvarpsins og hafði Dag-
blaðið samband við Harald
Sigurðsson hjá Landsímanum og
spurði hann um stöð þeirra
Grundfirðinga. Ilann sagði að því
miður hefði verið óvenju mikið
um bilanir i loftnetabúnaði
stöðvarinnar í haust. Endurvarps-
stöðin er á bráðabirgðastað og
verður væntanlega flutt á næsta
ári og þá sett upp ný stöð. Með
þeirri stöð fá Grundfirðingar
sömu sjónvarpsskilyrði og aðrir. I
vetur verður aftur á móti reynt að
hafa ástandið þolanlegt þannig að
væntanlega verða Grundfirðingar
að greiða afnotagjöldin eftir sem
áður.
JH
SUS-þing:
Stjórnin átti að hugleiða aðstöðugjald á varnarliðið
A þingi ungra sjálfstæðis-
manna, sem haldið var í Vest-
mannaeyjum um síðustu helgi,
kom meðal annars fram tillaga
um að varnarliðið yrði látið greiða
aðstiiðugjald fyrir veru sína hér á
landi.
Tillagan var rædd og samþykkt
var að vlsa henni til stjórnar sam-
bandsins til athugunar og frekari
afgreiðslu.
Ekki var rétt eins og sagt var í
DB á mánudaginn að þingið hafi
beint þessum tilmælum til
forustu Sjálfstæðisflokksins.
Sömu afgreiðslu hlutu tillögur
um auðlindaskatt og tilmæli um
að niðurgreiðslum á landbúnaðar-
vörum yrði hætt enda var um þau
mál fjallað í ályktunum þingsins.
Nánar verður sagt frá ályktun-
um | ings ungra sjálfstæðismanna
í DB siðar.
ÖG