Dagblaðið - 21.09.1977, Blaðsíða 14

Dagblaðið - 21.09.1977, Blaðsíða 14
14 DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 21. SEPTEMBER 1977. Ruth Reginalds: Tekst bezt upp i hröðu lögunum RUTH REGINALDS Útgefandi: Hljómplötuútgáfan hf. Stjórn upptöku: Þóröur Ámaton, Vilhjálmur Vilhjálmsson. Upptökumenn: Richard Ashley, Tony Cook, Jónas R. Jónsson, Jón Þór Hannosson. Upptakan fór fram í HljóArita hf. í apríl og maí '77. Það hlýtur að vera einsdæmi að tólf ára gömul stelpa hafi sungið inn á heilar fjðrar hljómplötur á sinni stuttu ævi. Þetta hefur Ruth Reginalds þó gert og fer stöðugt fram. Á nýj- ustu plötu sinni, sem út kom fyrir nokkrum vikum, syngur hún tólf lög, ýmist erlend eða innlend, og ég held að ég hafi heyrt þau flest í óskalagaþætti yngstu hlustendanna. Þar er Ruth langvinsælust. Ef bornar eru saman tvær siðustu plötur Ruthar Reginalds koma ótvfræðar framfarir í ljós. Rödd söngkon- unnar er orðin mun þroskaðri en áður og raddbeiting öll þjálf- aðri. Hún er dálítið hás og getur þvi rifið röddina skemmtilega á viðeigandi stöð- um. Bezt tekst henni upp í hröðum lögum, svo sem Tóm tjara, Rúna og Eg skal. Þó er ekki þar með sagt að rólegu lögin séu léleg — þar sýnir Ruth þó ekki eins mikið öryggi og í hinum. Val útgefenda á erlendu lögunum á plötunum hefur tekizt þokkalega. Flest eru þau vel þekkt og íslenzkir textar við þau eru við hæfi barna. — Þó, ef litið er á plötuna I heild, er hún mun minni barnaplata en til dæmis Simmsalabimm sem kom út í fyrra. — En það eru íslenzku lögin sem athyglin beinist fyrst og fremst að. Lag Jóhanns G. Jóhanns- sonar, Tóm tjara, er tvímæla- laust bezta lag plötunnar og jafnframt það bezta sem heyrzt hefur frá Jóhanni G. það sem af er þessu ári. Þetta er létt lag og skemmtilegur texti sem auðvelt er að syngja með, hvort sem er í huganum eða upphátt. Jóhann er ekki sérlega sleipur í gerð íslenzkra texta, en þarna hefur hann sannarlega verið í stuði. Jóhann semur tvö lög til við- bótar á plötunni. Þau eru Lík- aminn er mitt hús og Lalli. í því fyrrnefnda syngur listamaður- inn sjálfur með Ruth. Þessi lög eru þokkaleg sem slík, en standa tjörunni nokkuð að baki. Þau íslenzku lög, sem þá eru óupptalin, eru Menn eiga að vinna eftir Ölaf Hauk Símonar- son og Komdu niður eftir Jón Sigurðsson. Komdu niður hefur hljómað í útvarpi árum saman og maður er orðinn vanur við það þannig. Kannski er það þess vegna, sem mér finnst lagið ekki eiga heima á þessari plötu og að það stingi nokkuð í stúf við hin lögin. Lag Ölafs Hauks er þokka- legt, en lætur ósköp lítið yfir sér. Hljóðfæraleikur á plötu Ruthar Reginalds er í höndum þeirra Ragnars Sigurjónssonar, Tómasar Tómassonar, Þórðar Árnasonar, Gunnars Ormslev og hljómborðaleikaranna Magnúsar Kjartanssonar, Jakobs Magnússonar^jgg Val- geirs Skagfjörð. Þeir sleppa allir vel frá sínu eins og við er að búast. Mesta athygli vekur þó gítarleikur Þórðar Arna- sonar, léttur og skemmtilegur. Þá er komið að stærsta galla plötunnar — bakröddunum. Þær sér Vilhjálmur Vilhjálms- son aðallega um, en einnig Magnús Kjartansson og Jóhann G. Jóhannsson. Það passar engan veginn við, að fullharðn- aðir karlmenn syngi bakraddir hjá barnasöngkonu. Það styngi álíka í stúf ef Vilhjálmur léti Ruth syngja allar bakraddirnar Utljósmyndir/ Ami Páll. á plötum sínum. Miklu betra hefði verið að fá barnakór til að taka þetta að sér. Það hefði ekki hljómað eins og skrattinn úr sauðarleggnum. Undantekn- ingin frá þessu er í laginu Menn eiga að vinna þar sem Vilhjálmur syngur með Ruth. Þar passar rödd hans vel. - AT- Hyggjast hreinsa til í fátækra- hverfum fyrir ágóðann afplötunni Letfs Clean Up The Ghetto: Niu tónlistarmenn, allir frá borginni Philadelphia I Banda- ríkjunum, hafa tekið höndum saman við gerð hljómplötu sem ber nafnið Let’s Clean Up The Ghetto. Allir gefa þessir músík- antar vinnu sína svo og fyrir- tækið sem gefur plötuna út, en það er Philadelphia International Records. Ágóðanum verður siðan varið til að hreinsa til í fátækrahverf- um Bandaríkjanna, eins og nafn plötunnar bendir til. Þeir, sem þarna eru á ferðinni, eru Lou Rawls, Dee Dee Sharp Gamble, Teddy Pendergrass, The Three Degrees, O’Jays, Billy Paul, Archie Bell & The Drells, Intrud- ers og Harold Melvin & The The Blue Notes. Alls eru tíu lög á plc,unni Let’s Ciean Up The Ghetto. Flest eru þau ný, eða sjö talsins. Þrjú þeirra hafa áður komið áður út á plötum Af þeim mun vera einna frægast lagið Year of Decision sem Three Degrees gerðu vinsælt fyrir nokkrum árum. í titillagi plötunnar sameinast flestir aðilarnir sem að plötunni standa og leggja til söng og leik Þetta lag hefur jafnframt komið ít á lítilli plötu og náði fyrsta sæti soulvinsældalistans í Banda- ríkjunum. Um síðustu helgi var lagið í fjórða sæti og í því fyrsta í Bretlandi. LP platan sjálf var i 17. sæti á bandariska listanum eftir að hafa verið sex vikur á markaðnum. A Let’s Clean Up The Ghetto eru eingöngu soullög, og flest ágæt sem slík. Flytjendurnir hafa verið í fremstu röð síðustu ár á sínu sviði. The Three Degrees munu vera einna bezt þekktar hér á landi, en aðrir eru þó allvel kunnir líka. Þar má helzt nefna O’Jays, BiIIy Paul og Harold Melvin & The Blue Notes. Þessir skemmtikraftar hafa allir átt vinsæl soullög á þessu ári sem leikin hafa verið í diskótekum hérlendis sem erlendis. A bakhlið plötuumslagsins rit- ar sá kunni lagasmiður, Kenneth Gamble, nokkur orð. Þar segir hann meðal annars að fátækra- hverfi stórborganna séu fyrst og fremst til komin vegna andlegrar fátæktar kerfisins, sem viðgengst. Hann segir að eina leiðin til að hreinsa til í fátækrahverfunum, sé að byrja á andlegu fátækra- hverfunum og koma á jákvæðri hugsun. Kenneth Gamble hefur samið fjögur laganna á Let’s Clean Up The Ghetto í samvinnu við félaga sinn, Leon Huff. Þeir útsetja einnig og stjórna upptökum þeirra laga. -AT- L Verzlun Verzlun Verzlun J 'BáUtrwínn Hverfisgötu 76 sími 15102. Sjálfvirk hurðaropnun ..•' Meðeðaán “ radiofjarstýringar Bílgeymslur Einstaklinga Fyrirtæki Stofnanir Stáltœki — Bankastrœti 8 — sími 27510. Viking-Sofasett Austurlenzk undraveröld opin á í Grettisgötu 64 t SIMI 11625 Skrifstotu SKRIFBORD Vönduð sterk skrifstofu skrif- borð i þrem stærðum. A.GUÐMUNDSSON Húsgagnaverksmiöja. Auöbrekku 57. Kópavogi, Simi 43144 Borgarljós Grensósvegi 24 — sími 82660 Baðljós nýkomin Verð fró kr. 1150.- — 3700.- GlæsileglTÖLSK smáborð Kigum gla-silegl úr- val af póleruðum smáhorðum m/- blómaútflúri í borð- pliilu. Kinnig rokóko-horð m/út- skurði og/eða Onix horðplötu. Sendum um allt land. Siminn er 16541. SJSIýja , ©ólsturgGrði i w t AUGAVEGI 134w REYKJA' <

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.