Dagblaðið - 21.09.1977, Blaðsíða 9
9
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 21. SEPTEMBER 1977.
" ""
Tjónidá Akranesi:
BRUNABOTAFELAGIÐ OG
SAMVINNUTRYGGINGAR
BERA MESTAN SKAÐANN
Rannsóknarlögreglumenn
frá ríkislögreglunni og starfs-
menn tryggingafélaga vinna
nú að því að kanna skemmdir á
húsum á Akranesi eftir
sprenginguna miklu er varð í
Flugeldagerðinni sl. sunnudag.
Er talið að nokkur timi líði áður
en unnt verður að gera sér ein-
hverja grein fyrir, hversu tjón-
ið er umfangsmikið, en heyrzt
hefur, að það muni nema
milljónatugum, er rannsókn
verður lokið.
„Allur lager Flugelda-
gerðarinnar var tryggður hjá
okkur,“ sagði Héðinn Emilsson,
deildarstjóri hjá. brunadeild
Samvinnutrygginga í viðtali við
DB. „Við erum að sjálfsögðu
bótaskyldir í þessu tilviki, hvað
varðar bætur á
vörubirgðunum.“
„Samkvæmt samningi er
Brunabótafélag íslands hins
vegar með allar fasteigna-
tryggingar á Akranesi, bæði
hvað varðar tjónið á byggingu
Flugeldagerðarinnar og það
tjón sem orðið hefur á öðrum
húsum vegna sprengingarinn-
ar.“
Sagði Héðinn, að verið væri
að kann tjón á lausafjármunum
í húsum, en þeir eru tryggðir
með heimilistryggingum hjá
hinum ýmsu tryggingafélögum.
Héðinn kvaðst að lokum
alls ekki geta tjáð sig um á
þessu stigi málsins, hversu háar
tjónbótagreiðslurnar yrðu,
enda væri enn verið að kanna
skemmdirnar.
Deilt um veiðirétt á rækju
-HP.
Sporvöruverzlun Póstsendum
Ingolfs Oskarssonar Klapparstíg44 — Sími 11783
Sjávarútvegsráðherra á ekki upp á pallborðið
— hjá íbúum við Axarfjörð
Ibúar á Kópaskeri hafa sagt
sjávarútvegsráðhera stríð á
hendur vegna ákvörðunar
ráðherra að hafa að engu kröfu
ibúanna við Axarfjörð, en hún er
sú að þeir fái að njóta sama réttar
til nýtingar rækjumiðanna í
firðinum og aðrir, en alls staðar
þar sem rækjuveiðar eru
stundaðar innfjarðar við landið
hefur ráðuneytið sett reglur er
tryggja íbúum við viðkomandi
fjörð eða flóa forgang um nýtingu
miðanna.
Ibúarnir halda því fram, að
ákvörðun ráðherra brjóti ekki
aðeins þessa viðurkenndu reglu,
heldur varpi hann fyrir borð
þeim beittustu vopnum, sem
dugðu þjóðinni til sigurs I baráttu
hennar fyrir óskoruðum
forgangsrétti til nýtingar fiski-
miðanna umhverfis landið, þ.e. að
lífsafkoma þjóðarinnar byggðist á
viðurkenningu á þessum for-
gangsrétti hennar, og að þeim
sem mestra hagsmuna hefðu að
gæta væri bezt treystandi til
jákvæðrar nýtingar miðanna.
Ráðherra tók þessa ákvörðun
án þess að ræða við heimamenn
eða að kanna að nokkru aðstæður
að sögn forsvarsmanna Kópaskers
búa. Hafi eitthvað annað en
persónuleg sjónarmið ráðið
ákvörðun ráðherra hafa það verið
sjónarmið þröngs hagsmunahóps
á Húsavík, þ.e. hóps nokkurra
fiskimanna. Ibúar við Axarfjörð
vilja standa gegn þeirri óheilla-
þróun, sem verið hefur í búsetu-
þróun héraðsins, en unga fólkið
hefur leitað burt vegna þess að
atvinnu og félagslega þjónustu
hefur skort I héraðinu. Kópasker
er eini þéttbýlisstaðurinn við Ax-
arfjörð og er og hefur verið
þjónustumiðstöð aðliggjandi
sveita. Um aðra atvinnu hefur
ekki verið að ræða en þá sem
tengd er þessu hlutverki
staðarins. Kópasker er of lítill
staður og hagkvæmni ekki nógu
mikil.
Rækjuverksmiðjan Sæblik á
Kópaskeri var byggð af hrepps-
félögunum, verkalýðsfélögunum,
kaupfélögunum og um 80
einstaklingum. Heimamenn telja
sig fullfæra um að geta nýtt
rækjumiðin á skynsamlegan hátt.
Húsvlkingar sem hafa haft leyfi
til veiða á Axárfirði hafa
möguleika til nýtingar á
rækjuverksmiðju sinni með
veiðum á djúprækju, og ætla
Kópaskersbúar að skilningur sé á
málstað þeirra á Húsavik, sem er
enda miklu stærra pláss og byggir
á mun traustari grunni en Kópa-
sker.
•JH.
Forráðamenn íbúanna við Axarfjörð, Friðrlk Jónsson oddviti
Presthólahrepps, Kristján Armannsson, framkvæmdastjóri rækju-
vinnslunnar Sæbliks og Björn Guðmundsson oddviti Kelduneshrepps.
DB-myndir Hörður.
pumn N'
Handknattleiksskórinn
Kreis, Sprung
blátt rúskinn
rautt rúskinn
og leður.
Stærðir 3-
Kr. 8.630,-
Húsvíkingarsvara:
Kópaskersbiíar sýndu
engan áhuga á samfelldri
rækjuvinnslu ívor
Húsvíkingar telja ekki ráðlegt
að byggja afkomu fyrirtækja og
heils byggðarlags eingöngu á
rækjuveiðum og vinnslu. Benda
þeir meðal annars á þetta í
athugasemd vegna ádeilna Kópa-
skersbúa vegna skiptingar
rækjuveiðikvóta í Axarfirði.
Að bátar frá Kópaskeri eigi að
hafa einkarétt á veiði rækju þar
telja þeir fráleitt. Frá aldaöðli
hafi Axarfjörður verið ein
aðalfiskimið Húsvikinga. Utgerð
frá Kópaskeri hafi reyndar engin
verið fram að þeim tíma, sem
rækjan þar fannst.
Húsvikingar telja þá nágiaiina
sína á Kópaskeri ekki hafa sýnt
sérlegan áhuga á að ná samfelldri
vinnslu í rækjuveri sínu fram að
þessu.
Segjast þeir hafa leitað til
þeirra um hugsanlega samvinnu
um veiðar og vinnslu á úthafs-
rækju. En þá, þ.e. siðastliðið vor,
hafi ekki verið áhugi fyrir hendi,
hjá Kópaskersmönnum. Hafi þeir
látið rækjubát sinn, sm stundaði
veiðar, Iitnda á Akureyri.
Eiiiiliemui segja Húsvíkingar,
að þótt heildarveiðimagn hafi
verið minnkað, sé mjög raunhæft
að skipta því til.helminga.
Enda sé málum nú svo komið að
fyrirsjáanlegt er að ekki verði
hægt að hefja veiðar fyrr en í
nóvember og geti Kópaskers-
vinnslan aldrei annað þeim 650
tonnum, sem leyfð séu á þeim
tíma sem eftir verði af veiðitíma-
bilinu.
-OG.
Crack
bláir riískinnsskör
hrágúmmísóli
Stærðir 5—10V4 Verð kr. 6.200.-
Quebec
bláirrúskinnsskör
mjög léttir,
Stærðir 3—10 Verð kr. 5.200.-
Rauðir
rúskinnsskör
m/hrágúmmísóla
Blue Star
bláir leðurskór
m/hrágúmmisSla
Stærðir 33—41
Targa, svartir
rúskinnsskór
Palma vel fóðraðir
ryðrauðir rúskinnsckór sthærðiT3-7H
Stærðir 3—7. Verð kr. 4.850.- Verð. kr. 5.370.-
Kínverskir leðurskór
hvitir m/bláum röndum
Stærðir 34—45 Verð kr. 1.980.-
Stærðir 3—10V4
Verð kr. 5.495.-
Þorskurinn eins og
minkur íhænsnahúsi
— engin rækja á Axarfirði en því
meira af seiðum
„Athuganir okkar sýna, að
ekki er þörf á að deila um
rækjuveiðar I Axarfirði i það
minnsta um sinn,“ sagði Ingvar
Hallgrímsson fiskifræðingur og
leiðangursstjóri á rannsóknar-
skipinu Dröfn, þegar DB ræddi
við hann í gærkvöldi.
Voru þeir þá staddir á Skaga-
firði við rannsóknir.
„Á Axarfirðinum fannst lítil
sem engin veiðanleg rækja,
aðeins fengust 17 kg á togtíma
en venjulega hafa fengizt
nokkur hundruð kllógrömm á
togtíma á Axarfirði.
Auk þess var mjög mikið af
þorsk- og ýsuseiðum á rækju-
miðunum, en mikið magn
þeirra truflaði einnig veiðar á
Axarfirði í fyrrahaust.
Einu tiltæku skýringuna á
lítilli, veiðanlegri rækju á
firðinumtaldi Ingvar vera þá að
þar væri ovenjumikið áf
sæmilegasta þorski. Fengu þeir
á Dröfn um 500 kg i
rækjutrollið yfir daginn.
„Þorskurinn hagar sér ekki
ólíkt minki í hænsnahúsi, þegar
hann er á rækjuslóðunum,"
sagði Ingvar Hallgrímsson.
Rækjutorfurnar splundrast við
komu þorsksins og verður hún
það dreifð, að ekki er unnt að
veiða hana.
-OG.