Dagblaðið - 21.09.1977, Blaðsíða 7
wMM,
DACiBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAtiUR 21. SEPTEMBER 1977.
7
Erlendar
fréttir
REUTER
Danmörk:
Rifizt á allsherjarþinginu
ut af Kambodiu — þingMscttrgor
Allsherjarþing Sameinuðu
þjóðanna var sett i 32. sinn i
New York í gær. Tvö ný ríki
hafa verið tekin inn í samtökin,
Víetnam og Djibouti. Nú eru
ríkin orðin 149.
Þingið var tveim tímum á
eftir áætlun, vegna þess að rif-
izt var um það hvort Kambódía
ætti að hafa kosningarétt eða
ekki.
Kosinn var nýr forseti, Lazar
Mojsov frá Júgóslavíu.
Kambodía skuldar miklar
fjárhæðir til Sameinuðu
þjóðanna og hefur ekki greitt
árgjald sitt þetta árið. Talið er
að landið skuldi 200 þúsund
dollara til samtakanna. Þessar
skuldir eru að minnsta kosti
tveggja ára, en landið hefur
ekkert greitt til Sameinuðu
þjóðanna síðan Rauðu
khmerarnir tóku þar völdin.
Suður-Afríka hefur ekki haft
atkvæðisrétt síðan árið 1974 en
landið skuldar einnig miklar
fjárhæðir til samtakanna.
LÖGREGLUMAÐUR RÆNDIBANKA
—fór með fenginn burt ílögreglubfl
Lögregluþjónn sem starfaði í
deild þeirri sem hafði með rán að
gera, var nýlega handtekinn fyrir
að hafa framið bankarán. Hann
rændi um 20 þúsund dönskum
krónum úr Andelsbankanum í
Árhúsum.
Lögregluþjónninn kom
vopnaður inn í bankann, með
nælonsokk yfir hausnum. Hann
beindi byssu sinni að gjaldkeran-
um og heimtaði féð af honum.
Fékk hann afhentar um 20 þús-
und danskar krónur og hvarf
síðan á brott í bíl. Bíllinn sem
maðurinn ók á er í eigu lögregl-
unnar, en þegar hann ók burt, þá
náði starfsmaður í Provinsbank-
anum númerinu á bílnum, en sá
banki er í næsta húsi við Andels-
bankann.
Gjaldkeranum í Andelsbankan-
Helt i sig
heimsins
bezta bjór
Munchenarhátíðin stendur sem hæst
Hin árlega hátíð í Miinchen í
Þýzkalandi stendur nú sem
hæst. Þar keppast menn nú við
að hvolfa í sig heimsins bezta
bjór, að ógleymdum öllum þeim
góða mat sem þar er einnig á
boðstólum.
Næstu vikurnar eða svo
munu um fimm milljónir gesta
koma á hátíðina í Munchen, alls
staðar að úr heiminum. Eins og
allir vita er bjórinn aðeins
mældur í lítrum á Miinchenar-
hátíðinni og þar belgja menn
sig út eins og þeir mögulega
geta.
Það lízt ekki öllum á blikuna
þegar þeir eiga að fara að borga
þetta árið, vegna þess að allt
hefur hækkað svo'mikið undan-
farin ár. Þar er ekkert undan-
skilið og lúðrasveitirnar ætla
ekkert að gefa blásturinn þetta
árið.
Sapporo í Japan er vinaborg
Múnchen og þaðan var um 40
gestum boðið á hátíðina.
Að líkindum tæmast margar litrakrukkur af bjór á Miinchenarhá-
tíðinni í Þýzkalandi.
SÍMI í MÍMI ER 10004
Fjölbreytt og skemmtilegt
tungumálanám.
um tókst að ýta á neyðarbjöllu,
sem heyrist ekkert í í bankanum
sjálfum. Lögreglan komst því
fljótt á spor mannsins og fann bíl
hans í bílageymslu lögreglunnar,
en þar hafði ræninginn skilið
hann eftir. Hann tók svo strætis-
vagn heim til sín, en þar geymdi
hann feng sinn.
Við yfirheyrslur játaði lög-
reglumaðurinn að hafa framið
ránið, en hann var dæmdur I
fjögurra vikna gæzluvarðhald.
Maðurinn á yfir höfði sér margra
ára fangelsi.
Jagger Rollingur skilinn
Rollingurinn frægi, Mick Jagg- milljónir króna við skilnaðinn, en Dóttir hjónanna, Jade, sem er
er, og kona hans, Bianca, hafa hún vil einnig fá tæpar tvær fimm ára, verður þar sem hún
ákveðið að skilja. Þau hafa fengið milljónir á mánuði í lífeyri næstu hefur verið hingað til, hjá barna-
sér lögfræðing til að ganga frá þrjú árin. píunni sinni.
málum sinum. Frúin vill fá 900