Dagblaðið - 23.09.1977, Blaðsíða 1

Dagblaðið - 23.09.1977, Blaðsíða 1
r Tugmilljóna tjdn í Reiknistofnun Háskólans ínótt: ELDUR OG REYKUR STÖÐVA VINNU VH> HÁSKÓLATÖLVUNA — kennsla í efnafræði og eðlisf ræði stöðvast vegna bruna Lenti íárekstri við forláta stof uhúsgögn á þjóðvegi — bls.4 Bretarfinna miklar kolanámur á hafsbotni — sjá erl. fréttir bls. 6-7 Logandi eldhafið bryzt á móti slökkviiiðsmönnunum rétt fyrir birt- ingu i morgun og glatt logar í ársbirgðum Reiknistofnunar Háskólans af gatakortum fyrir tölvuna, sem IBM færði skólanum að gjöf. Viðbyggingin við aðaibygginguna við Suðurgötu sem er um það bil 100 fermetrar er nær ónýt. Arsbirgðir Reiknistofnunar Háskólans af gatakortum fyrir tölvu Háskólans urðu eldi, reyk og vatni að bráð í morgun. Á myndinni má sjá að þilplötur eru ónýtar og gleruilar-einangrun iiia farin. Slökkviliðsmaður og lögregla ráða ráðum sinum klukkan 4.30 í morgun. En eldslogarnir léku upp úr tengibyggingu og útbyggingu Raunvísindastofnunar. Eldurinn var farinn að leika um gafla aðalbyggingarinnar og tengibygging úr timbri stóð í ljósum logum þegar slökkviliðið ’ om að byggingu Raunvísinda- deildar Háskólans, næst fyrir sunnan gömlu Loftskeytastöðina við Suðurgötu, klukkan hálffimm í morgun. Einnar hæðar viðbygging, ný- byggð úr timbri, er ónýt og þar hafa ýmis fylgitæki tölvu Háskól- ans eyðilagzt. um, en verkleg kennsla í þeim greinum fer fram í aðalbygging- unni. Slökkviliði tókst að ráða niður- lögum eldsins á rúmum klukku- tíma en allur tiltækur mannafli þess var kallaður út til starfa. Starfsmenn Háskólans eru nú að kanna verksummerki og reyna að gera séf grein fyrir hvað skemmzt hefur og hvað nýtanlegt er af því sem eftir er. Aðalbyggingin, sem er tveggja hæða, er óskemmd en mikill reykur hefur farið þar inn og alls óvíst er hvaða tjón hefur þar orðið á ýmsum rannsóknar- og mælitækjum samkvæmt upp- lýsingum Sigtryggs Guðmunds- sonar starfsmanns Raunvisinda- deildar. Engin næturvarzla hefur hingað til verið í þeim byggingum Raunvísindastofnunar sem skemmdust í morgun. • ÓG Eldsupptök virðast hafa verið í tengibyggingu, þar er mest brunnið ef dæma má af verksum- merkjum. Þar var rafmagnsofn við útvegg en af honum sér ekk- ert lengur. Gólf í tengibygging- unni og útbyggingu, gert af spónaplötum, hefur greinilega ekki verið eldinum þungmelt fæða. Þarna hefur orðið tugmilljóna tjón þó óvíst sé um skemmdir á tækjum sem notuð eru við eðlis- og efnafræðikennslu í Háskólan- íhnefaleik Hún Nína Guðbjörg er ekki há í loftinu. Ekki að undra þótt henni stafi ógn af sjálfum heimsmeistaranum í hnefaleik. Svipur hennar gefur til kynna að hún vill ekki gista hinn ógur- lega faðm meistarans. Leiðir þeirra tveggja lágu saman núna nýlega í London. Meira um þennan fund þeirra Nínu Guðbjargar og Muhammeds Ali eða Cassíusar Clay. — SJÁ BLS. 8. r,------;------ Islendingurinn ungi og heims- meistarinn

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.