Dagblaðið - 23.09.1977, Blaðsíða 7

Dagblaðið - 23.09.1977, Blaðsíða 7
l)A(iliLAt)H). FOSTUDAííuK 23. SKPTKMHKR 1977. 7 Erlendar fréttir 1 REUTER Efkonur armeiri störf...? Ef konur ynnu meira og legðu meira á sig lifðu þær ekki eins oft eiginmenn sína og dæju miklu fyrr, segir Joyce Percy, en hún vinnur fyrir góðgerðarstofnun í Engalndi. Frú Percy sagði þetta á fundi sem fjallaði um það hvernig væri hægt að gera gömlu fólki ellina bærilegri. Frú Percy er ekkja og hún sagði að oft á tíðum lifðu þær ömurlega ellidaga. Hún vill því hvetja konur til að vinna meira og I leggja meira að sér. þá gæti verið að margar konur i slyppu við að eyða ömurleg- um dögum á sjúkrahúsum í I ellinni. Frú Percy telur það vera | æskilegri kost að deyja en liggja í kör mörg ár. „Ef | konur tækju ábyrgðarmikil störf að sér eins og karlar og j bæru einhverja ábyrgð gæti verið að þær fengju að fara á j svipuðum tima og eigin- mennirnir í gröfina." Kolanámur á hafsbotni Talsmaður orkumála- nefndarinnar brezku hefur f sagt að við olíuleit í Norður- sjónum hafi vísindamenn rekizt á miklar kolanámur sem ekki var kunnugt um áður. Jarðlögin sem kolin eru í eru þannig að mjög gott er að vinna þau. Kolalagið er mjög þykkt, 17 metrar, sem er helmingi þykkara en það kolalag sem nú er verið að vinna. Nákvæmar rannsóknir á hversu mikið er af kolum í jarðlögum á hafsbotni, verða ekki hafnar nærri því strax. Vísindamenn gera ekki ráð fyrir að það verði fyrr en seint á næstu öld. Kolanámurnar, sem fundizt hafa í Norðursjó, eru margar mílur úti af ströndum Skotlands á tvö þúsund til ellefu þúsund feta dýpi. Schleyer- máliö Algjört bann hefur verið á fréttaflutningi af Schleyer- málinu. Þetta bann setti vestur-þýzka stjórnin. Walter Scheel forseti landsins kom til Sviss I gær og þá kom það fram að vopn ræningjanna voru svissnesk. Vopnum hefur verið rænt úr vopnabúri hersins og hafa nokkrir menn verið hand- teknir vegna þessa máls. Spánn: Hart deilt um yfirráð yfir Sahara í spánska þinginu — þingmenn gagnrýna harðlega Madrid-samkomulagiö sem Francostjórnin gerði Spánska stjórnin hefur synj- að stjórnarandstöðunni um að endurskoða skuli þá ákvörðun Francostjórnarinnar að veita Marokko og Mðritaniu yfirráð yfir Sþönsku-Sahara, sem var spönsk nýlenda. Utanrikisráðherrann, Marcelino Oreja, sagði í neðri deild þingsins, meðan á umræðum um utanríkismál stóð, að þessi stefna yrði áfram stefna stjórnarinnar. Sósialistaflokkur Spánar, sem er stærsti stjórnarand- stöðuflokkurinn á þingi, vildi láta endurskoða þennan samning sem gerður var í Madrid 14. nóvember 1975. Samningurinn felur í sér yfir- ráð landanna yfir Spönsku- Sahara. Landsmenn vilja sjálf- stæði og Polisariohreyfingin hefur barizt með oddi og egg fyrir sjálfstæði landsins í mörg ár. Þingmenn Sósíalistaflokksins fóru . einnig fram á að stjórnin birti Madridsamkomu- lagið svokallaða í heild sínni, en það hefur aldrei verið gert. Þessari tillögu sósíalista var fagnað af þingmanni kommúnista, Ignacio Gallego, sem fór þess á leit að stjórnin hætti vopnasendingum til Marókko, en þau' eru notuð í baráttunni gegn frelsis- fylkingunni Polisario. Margir aðrir þingmenn tóku til máls og voru flestir sammála um að Madridsamkomulagið væri fyrir neðan allar hellur, eða ósiðlegt, eins og Paul Morocco, sagði um samkomu- lagið milli Spánar, Marókkó og Máritaníu um yfirráð yfir Vest- ur-Sahara. íbúar Spönsku Sahara hafa farið í kröfugöngur þar sem þeir krefjast sjálfstæðis til handa landi sínu. Afvopnunarviðræður Sovét- manna og Bandaríkjamanna Carter forseti Bandaríkjanna heldur sinn fyrsta fund með sovézkum ráðamönnum í dag um afvopnunarmál. Þetta er fyrsti fundur Carters og Sovét- manna um þessi mál. SALT samningur Bandaríkjanna og Sovétmanna rennur út eftir 10 daga. I fréttaskeytum segir að Carter ætli að reyna að ná sam-' komulagi um þau atriði sem ekki var samið um í siðasta samningi um afvopnun milli landanna. Utanrikisráðherra Banda- ríkjanna, Cyrus Vance sagði að Bandaríkjamenn ætluðu að halda fast við samkomulagið frá 1972 þar til samið verður upp á nýtt. Talið er að svipuð yfirlýsing komi frá Sovétmönn- um áður en langt um líður. Eftir fundi með hinum ýmsu ráðamönnum Sovétríkjanna mun Carter ræða við Andrei Gromyko um afvopnunarmálin. NÚ Sýnír reykvísl iðnaður hvers hann er megnugur Þér býðst að skoða og smakka, - og Gjöf til gests dagsins í dag: kaupa á sérstöku kynningarverði, bæði matvöru og annað. Ferðin getur margborgað sig. Og ekki leiðist þér á meðan, því nú er kátt í Höllinni. Kræsingar, tískusýningar, iðnaðarbingó, maður dagsins. Barnagæsla síðdegis. Kórónaföt eða ullarkápa frá Hildu h.f. Hittumst í Höllinni og tökum þátt í fagnaðinum. ■ IÐNKYNNING „ ■- LAUGARDALSHOLL

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.