Dagblaðið - 23.09.1977, Blaðsíða 11

Dagblaðið - 23.09.1977, Blaðsíða 11
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 23. SEPTEMBER 1977. 11 Á Alþýðuflokkurínn að vera lítill eða stór? Margir velta því fyrir sér hvers vegna launþegaflokkur eins og Alþýöuflokkurinn er ekki stærri en raun ber vitni. Hvarvetna á Noröurlöndum eru sósíaldemókratar stærstu stjórnmálaflokkar viðkomandi landa. Vitaskuld liggja til þessa margar ástæður, klofningur margskonar í Alþýðuflokknum, samvinnuhreyfing sem ekki er sósíaldemókratísk og íhalds- flokkur sem telst töluvert vinstrisinnaður. En því má heldur ekki gleyma að til þess að ná hljómgrunni almennings þarf kröftugt málgagn og árvakra forystu. Því miður hefur mér þótt skorta hvoru- tveggja hjá Alþýðuflokknum. Blað flokksins er of dauft og hefur litla útbreiðslu og for- ystumenn flokksins ekki nógu einarðir. Flokkur blómstrar ekki nema fyrir hann veljist menn er standa og falla með sínum málstað. Því skora ég á almenning að taka þátt í próf- kjöri Alþýðuflokksins. Hvað mun gerast ef Alþýðuflokkur- inn þurrkast út? Þá fá flokkar eins og Framsóknarflokkur dómsmálaráðherrans og Alþýðubandalagið — íslenzkir kommar sem eru meiri harð- línumenn en ítalski kommún- istaflokkurinn — lykilaðstöðu í íslenzkum stjórnmálum. Og finnst íslenzkum launþegum Sjálfstæðisflokkurinn hafa staðið sig svo vel að undan- förnu að hann verðskuldi traust? Hér um daginn átti ég tal við róttækt fólk eins og það kallar sig. Ég benti því á að málgagn þess, Þjóðviljinn, stæði yfirleitt með spilltustu öflum þjóðfélagsins, samanber síendurtekið lof um Ólaf Jóh. og samstöðu Ragnars Arnalds við Jón Sólnes í Kröflu. I eina t'ðskrifaðiblaðamaðm á Þ.iáð- viljanum hvassa gagnrýni um skattamál. Hann var rekinn vegna þess að skot hans hitti engan betur en Lúðvík Jóseps- son. Því spyr ég: Hver er róttækur í dag? Ekki Alþýðu- bandalagið. Enn skírskota ég til almennings að veita þeim brautargengi, sem vilja sporna við þessari öfugþróun. f Grindavík eru m.a. rekin tvö hraðfrystihús, annað rekið af almenningi, Hraðfrystihús Grindavíkur, hitt af fáum ein- staklingum, Hraðfrystihús Þór- kötlustaða. Grindvíkingar segja mér að rekstur og umsvif þess- ara fyrirtækja sé mjög svip- aður. Aftur á móti er það segin saga gegnum tíðina að Hrað- frystihús Grindavíkur hefur ætíð borið hærri gjöld til hins opinbera. Hvers vegna? Á sama veg eru í Kefla- vík tvö kvikmyndahús, annað rekið af einstaklingi hitt af verkalýðsfélagi. Sama er þar uppi á teningnum og í Grinda- vík. Hver skyldi vera skýringin á því að verkalýðsbíóið greiðir sí og æ hærri gjöld, enda þótt aðsókn og sýningafjöldi sé jafn- vel meiri í hinu kvikmyndahús- inu? öngþveitið 1 skattamálum er í brennidepli. Þar hefur flókið skattakerfi alið á allskyns spillingu. Bezta og happadrýgsta leiðin eru óbeinir skattar — skattar teknir af neyzlunni. Sjálfstæðisflokkur- inn boðaði þetta mál í síðustu kosningum en sveik það eins og svo margt annað. Þjóðin rambar nú á barmi gjaldþrots, erlendar skuldir aldrei hærri. Samt er lítið sem ekkert gert af hálfu stjórn- valda til að hvetja til spar- semi. Lítill vafi er t.d. að hægt er að draga verulega úr útgjöld- um með því að stytta skóla- skylduna. Eitt það bezta er gert hefur verið í menntamálum er upptaka fjölbrautakerfisins. Þar er námsval mikið og hægt að hefja nám hvenær sem er á ævinni. Margir unglingar eru sjálfum sér og kennurum til ama og leiðinda. Þessir unglingar eiga að fara út í at- vinnulífið í stað þess að hírast í skólum. Ef þeir finna hvöt hjá sér síðar að auka skólagöngu sína, þá stendur það öllum til boða. Einnig hygg ég að hægt sé að spara stórfé í heilbrigðis- málum með auknu aðhaldi og meiri skynsemi í rekstri sjúkra- húsa og lyfjaverzlana. En fyrst og síðast verður að hafa gát á framkvæmdum hins opinbera, að þar sé ekki anað út í ævin- týri eins og Kröflu. Ég ætla ekki að draga úr þætti pólitík- usa í því hneyksli en sér- fræðingar eiga þar sinn ómælda hlut. Verðbólga er nú hér meiri en Kjallarinn Hilmar Jónsson í nokkru öðru landi í Evrópu. Launþegar vinna myrkranna á milli til að hafa i sig og á. Alþýðúflokkurinn er fyrst og fremst flokkur þeirra og smáat- vinnurekenda. Alþýðuflokkn- um ber skylda til að standa fast með málstað launþega. Fram til baráttu gott fólk, gerum Alþýðuflokkinn að öflugum flokki, launþegaflokki sem segir spillingu stríð á hendur og þorir að leggja málin undir dóm þjóðarinnar. Hilmar Jónsson bókavörður, Keflavík. LISTASMIÐUR UODA: ROBERT LOWELL AÐALSTEINN INGÓLFSSON .uH ii :@|Í 1 1 , i i f Bók menntir 1 eftirminnilegri ritgerð skipti gagnrýnandinn Philip Rahv bandarískum rithöfundum, lífs og liðnum, í tvo meginflokka, „bleiknefi" og „rauð- skinna", en sú skipting samsvarar nokkurn veginn skilgreiningu þýska heimspekingsins Nietszche á tví- eðli mannsins, „appólón" og „dýónísusi“. Bleiknefir eru höfundar eins og Henry James sem fella reynslu sína í ákveðið kerfi, — fast bókmenntalegt form sem útilokar hið óræða og tilviljunarkennda og endur- speglar það sem Rahv mundi kalla rökhyggju hvíta mannsins. Rauðskinnar eru hins végar menn eins og Melville Whitman og Edgar Allan Poe, höfundar sem ekki trúa á fastmótaða heimsmynd og var meira í mun að finna og tjá hin dular- og duttlungafullu öfl sem lágu að baki tilverunni, án þess að fella þau í fyrir- fram gefna bókmenntalega beinagrind og því stóðu þeir nærri náttúrutilbeiðslu og forlagatrú hins amer- íska indjána. Rauðskinni Það er vart hægt annað en minnast á tískuorðin „opinn“ og „lokaður" í þessu sambandi og mundi Henry James því vera talsmaður reglubundinnar og lokaðrar söguritunar en Melville aðhyllast opna og afar persónulega skáldsagnagerð þar sem upplifun höfundar stjórnar formi verksins en ekki öfugt. Ýmsir annmarkar eru að vísu á svo víðri kenningu sem þessari, en þó er hún ekki alveg ónýt sem lausleg viðmiðun. Ljóðskáldið Robert Lowell sem er nýlátinn aðeins sextugur að aldri, mundi þá vera í flokki einhvers staðar þarna á milli. Hann var bleiknefur í íhaldssamri söguskoðun sinni, í stolti og meðvitund um ættartengsl sín (tengdur rithöfundunum Amy Lowell og James Russell Lowell og hinni aldagömlu Lowell fjölskyldu) og með dvöl sinni í faðmi kaþólsku kirkjunnar. Én rauðskinni var hann í þeim efasemd- um sem sífellt ásóttu hann og rufu þann múr sem hann byggði í kringum sig, — í seinni heimsstyrjöld skarst hann úr leik af samviskuástæðum og sat í fangelsi fyrir og á tímum Víetnams stríðsins tók hann virkan þátt i mótmælastarfsemi friðarsinna. Sannfœring og orðsnilld Efi hans og meðvitund um þann ofsa sem hann fann innra með sér — ofsa sem hann á köflum taldi nálgast vitfirringu, setja því sterkan svip á ljóð hans og gefa þeim einstakan þrótt. Sannfæring hans og orðsnilld fara hönd í hönd og ljóð hans eiga sér varla hliðstæðu meðal þess skáldskapar sem ritaður hefur verið á enska tungu síðastliðin 20 ár. Fyrsta ljóðabók hans „Land of Unlikeness" kom út 1944 og sýnir í ljóðform- um greinileg áhrif frá Suðurríkjaskáldunum svo- nefndu, John Crowe Ranson og Allen Tate, —hend- ingar eru stuttar og hnitmiðaðar, en innan þeirra er samlikingum og innrími raðað svo þétt að þau virðast sprengja hið ytra form ljóðanna. Að inntaki eru Ijóðin eins konar leit að andlegri endurlausn, en þá var Lowell að yrkja sig frá púritanskri arfleifð og yfir í kaþólsku, en öll sú leit virtist þrungin tregablöndnum efasemdum. Þetta er einnig inntak næstu bókar hans, „Lord Weary’s Castle” sem kom út 1946, nema hvað mál þeirrar bókar virðist enn samaþjappaðra og þétt- ara, liklega fyrir áhrif hins breska Jesúíta Hopkins. Til heimahaga í næstu bók Lowells, „The Mills of the Kava- naughs“, frá 1951 verður meðferð hans á yrkisefni sínu ögn hlutlausari en þá fer hann fyrir alvöru að leita til heimaslóða sinna, Nýja Englands, og þess fólks sem þar býr og notar það efni bæði sem líkingar fyrir heim á hverfanda hveli og ok sem hann. þarf að losna undan. í bókinni eru sjö dramatískar einræður, lagðar í munn ýmissa persóna og þótt þær séu sumar ívið langdregnar eru þær mikilvægur áfangi á þróunarferli Lowells og beina honum í átt fulls þroska og persónulegra einræðna sem er form margra bestu ljóða hans. En alls staðar í þessum ljóðum er auðséð leikni skáldsins og lærdómur. I einni og sömu hend- ingunni vitnar hann í Biblíuna, klassísk ljóð og sögu- sagnir frá Nýja Englandi. Gott dæmi er brot úr ljóðinu „Mother Marie Therese” sem fjallar um drukknaða príorinnu (aftur snertir af Hopkins) og er lagt i munn annarrar nunnu: Often, when sunset hurt the rocks Off Carthage, and surprised us knitting socks For victims of the Franco-Prussian War, Our scandal’d set her frowning at the floor, And vespers stuck like lightning through the gioom And oaken ennui of her sitting room. It strikes us now, but cannot re-inspire, False, false and false, I mutter to my fire. Sjálfstraust og ró I „Life Studies” (1960) upphefur Lowell loks eigin rödd svo ekki verður um villst. Ljóðin eru opnari að formi, e.t.v. fyrir tilstilli William Carlos Wilíiams og skáldið hleypur án áreynslu milli samtalshrynjandi og magnaðra Iýsinga og leikur hans með innrím og enda- rím er hvergi uppáþrengjandi. Sálarstríð skáldsins víkur um sinn fyrir sjálfstrausti og ró, nema í þeim fáu ljóðum þar sem Lowell drepur á samband karls og konu enda þá hans eigið hjónaband á bláþræði. En í heild er lífsspeki skáldsins sannfærandi, játningar hans hvergi í þeim yfirgengilega stíl sem einkenna t.d. Berrymann og Sy'víu Plath og lýsingar hans á eigin lífi, fjölskyldu, vinum og umhverfi fullar þokka. Það er jafnvel létt yfir Ijóðinu „Memories of West Street and Lepke” þar sem Lowell minnist fangelsisvistar sinnar á árum síðara stríðs: These are the tranquillized Fifties, And I am forty. Ought I to regret my seedtime? I was a fire-breathing Catholic C.O., and madc my manic statment, telling off the state and presid.ent, and then sat waiting senlence in Ihe bull pen beside a Negro boy with curlicues of marijuana in his hair. Útsetningar Þessi ljóðabók virtist leysa úr læðingi allar hliðar á sköpunargáfu Lowells því ári síðar kom út „Imitations”, útsetningar hans á ljóðum eftir Villon, Baudelaire, Rimbaud, Rilke, Montale, Pasternak og m. fl. Eg segi „útsetningar” því varla er hægt að tala um beinar þýðingar. Lowell fellir persónuleika sinn að hverju ljóði þessara forvera sinna — virðir verk þeirra, en tekur sér ýmis skáldaleyfi í endursögn þeirra. Arangurinn er í einu orði sagt snilldarlegur. Hér er t.d. ljóð eftir Villon: . I have loved — all I could — when I try love again, diseases ring iike bells through my liver and blood, and warn me off this road. Seli love to someone else, who puts away more food — dancing’s for fatter men.. Áleitinn vísdómur I bókinni „For the Union Dead“ (1964) má síðan finna meiri háttar ljóðskáld, en þar fjallar Lowell um flestar þær gátur sem brunnið hafa í hugum manna frá örófi alda, — um trú, þróun mannkyns, ástina og dauðann og gerir það af einstöku öryggi sem hvergi er yfirborðslegt. í línum sem virðast hluti af hversdags- legu rabbi kviknar allt í einu áleitinn vísdómur — „we have talked our extinction to death“. Hvert Ijóð er umfram allt listasmíði, t.d. titilljóð bókarinnar sem er, eins og svo mörg þessara ljóða, um tímans tönn: Parking spaces Iuxuriate iike civic sandpiles in the heart of Boston. A girdle of orange, Puritan-pumpkin colored girders braces the tingling Statehouse, Shaking over the excavations, as it faces Colonel Shaw and his bell-cheeked Negro infantry on St. Gaudens’ shaking Civil War relief, propped by a plank splint against the garage’s earthquake. Játningar Lowells fá síðan á sig nýtt yfirbragð f „Notebook 1967-68“, (með viðbæti 1970) sem er safn ljóða í sonnettuformi um allt mögulegt, — Víetnam, dauða Che Guevara, morð Martin Luther King og Roberts Kennedy, stúdentauppreisnir í Frakklandi og ýmsa þekkta menn. Fólk og atburðir endurspegla leit skáldsins, afsíða kaþólskunni, að sannindum í vitfirrt- um heimi og hér má greina lengi niðurbælda bölsýni Lowells í sinni skýrustu mynd. Hvergi er haldreipi að finna, segir skáldið — nema ef til vill í Ijóðinu sjálfu og í þeirri trú treystir hann innviði þess til hins ýtrasta. Þegar Robert Lowell lést, hafði verið tilkynnt um komu nýrrar ljóðabókar eftir hann, „Day by Day“. Þykir mér ólíklegt að þar komi fram annar tónn en sá sem hljómar i „Notebook", en hann á sitt upphaf þegar i fyrstu bók Lowells.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.