Dagblaðið - 23.09.1977, Blaðsíða 14

Dagblaðið - 23.09.1977, Blaðsíða 14
14 DAdBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 23. SEPTEMBER 1977 Sannleikurinn um Peter og Margréti kemur í Ijós eftir áramótin Eftir áramótin er væntanleg á markaðinn í Bret- landi bók eftir Peter Townsend höfuðsmann. Er þetta ævisaga höfuðsmannsins, en í henni segir hann „allan sannleikann" um ástarævintýri sitt og Margrétar Rose Bretaprinsessu. En eins og elztu menn rekur minni til var þeim meinað að eigast á sínum tíma. Hvorki prinsessan né systir hennar, drottningin, hafa fengið tækifæri til þess að skoða bókina áður en hún kemur út. PeterTownsend, er nefur verið búsettur í París í mörg ár, sagði í blaðaviðtali vegna útkomu bókar- innar, að þar sem Margrét prinsessa hefði verið stór hluti af lífi hans væri það ekki nema eðlilegt að hún kæmi við sögu er hann skrifaði ævisögu sína. Hann fullvissaði jafnframt alla um að i bókinni stæði ekkert það sem brezka konungsfjölskyldan þyrfti að skammast sín fyrir eða kæmi sér illa fyrir hana. „Eg ber alltof mikla virðingu fyrir þeim, að ég fari aö sverta fjölskylöuna,“ sagði hann. „En mér finnst engin ástæða til þcss að ég fari að sýna einhverjum bókina áður en hún kemur út. Enginn frá Bucking- hamhöll eða Margrét prinsessa hafa farið fram á að sjá hana og ég ætla svo sannarlega ekki að bjóða þeim að glugga í hana,“ segir Peter. Peter Townsend er nú orðinn sextíu og tveggja ára gamall. Hann er kvæntur belgískri konu, Marie Luce, og eiga þau þrjár dætur sem eru á táninga- aldri. I bókinni segir Peter frá því hvað gerðist raunverulega þegar Margrét ákvað loks að giftast honum ekki árið 1955. „Eg hef aldrei áður látið hinar sönnu tilfinn- ingar mínar í ljósi,“ segir Peter Townsend. Hann var á sínum tíma starfsmaður Georgs VI., föður Margrétar prinsessu. Konungurinn leit jafn- an á Peter sem son sinn og hafði fengið honum hús til íbúðar í Windsor Park árið 1946. Prinsessan var hálfgerður unglingur og yfir sig ástfangin af þess- um aðstoðarmanni föður síns. Ekki gat komið til mála að neitt yrði á milli þeirra því Peter var kvæntur maður. Honum var þó veittur skilnaður vegna framhjáhalds eiginkonu hans árið 1952, en allt kom fyrir ekki. Talsmaður konungsfjölskyldunnar i Bucking- hamhöll hefur látið hafa eftir sér að ekki sé nokkur ástæða fyrir höfuðsmanninn að láta ibúa hallar- innar ritskoða bók sína. Þýtt A.Bj. ER A HRAÐRILEIÐ A VERRILISTANN Margrét Rose var ekki nema hálf- gerður krakki þegar hún varðyfir sig ástfangin af aðstoðarmanni föður síns, Pcter Townsend. (Jti í hinum stóra heimi eru árlega kosnar bezt klæddu konur þessa eða hins landsins og einnig verst klæddu kon- urnar. Það þykir ekki neinn sérstakur heiður að komast á síðarnefnda listann. Ein af þeim sem talin er líkleg til þess að komast á hann er Carolina Kennedy, dóttir Jackie Onassis og Kennedys forseta. Hún sást i þessum kjól nýlega í samkvæmi i New York. Hann er úr mjög þunnu og nærri gagnsæju efni og til þess að kóróna allt var hún ekki í brjóstahaldara innanundir. Carolina er nú orðin tvítug. Hún þykir stundum hafa sýnt að fatasmekkur hennar er ekki alveg í samræmi við það sem hefði mátt ætlazt til af henni. 1 sumar mætti hún í samkvæmi í svo flegnum kjól að það þótti jaðra við að vera ósæmilegt. A.Bj. Verzlun Verzlun Verzlun ) Austurlenzk undraveröld opin á Grettisgötu 64 SIMI 11625 Skrífstofu SKRIFBORD Vönduð sterk skrifstofu skrif boró i þrem stæróum. Á.GUÐMUNDSSON Húsgagnaverksmiója, Auóbrekku 57. Kópavogi, Simi 43144 Borgarljós Grensósvegi 24 — sími 82660 Baðljós nýkomin Verð fró kr. 1150.- — 3700.- GlæsileeÍTÖLSK smáborð Kigum gla'silegl úr- val af póleruðum smáborðum m/- blómaúlflúri i borð- plölu. Kinnig rokóko-horð m/úl- skurði og/eða Onix horðplölu. Sendum um alll land. Síminn er 16541. SJSJýja SólsturgGröi i LAUGAVEGI 134W REYKJA' < Hverfisgötu 76 sími 15102. Sjálfvirk hurðaropnun Meðeða án radiofjarstýringar Fyrir: Bflgeymslur Einstaklinga Fyrirtæki Stofnanir Stóltoeki — Bankastrœti 8 — sími 27510.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.