Dagblaðið - 18.10.1977, Side 6

Dagblaðið - 18.10.1977, Side 6
DAGBLAÐIÐ. ÞRiÐJUDAGUR 18. OKTÓBER 1977^ Erlendar fréttir 19 brennuvargar íBoston Kveiktu íhúsum til hagnaðar Lögreglan í Boston í Banda- ríkjunum akærði í gær 19 manns fyrir að vera í hópi brennuvarga. Eiga þeir að hafa kveikt í húsum til að hagnast a tryggingabótum. Nítjanmenningarnir eru sakaðir um að hafa valdið sex milljón dollara tjóni a síðustu fjórum arum. Samsvarar það nærri einum og haifum milljarði íslenzkra króna. Alllir þeir akærðu eru sakaðir um íkveikju en sumirþeirramega einnig eiga von a ákærum fyrir morð og fjarsvik. Yfirvöld segja að í nokkrum húsbrunanna, sem orðið hafi af íkveikjum hópsins, hafi fólk brunnið inni. En flestar íkveikjurnar munu hafa verið í yfirgefnum íbúðarbyggingum. Hinir 19 akærðu lýstu sig allir saklausa, þegar þeir komu fyrir rétt í gær. Flugránið: Andartaks leifturárás og 3 ræningjar féllu — Allir f arþegar lifðu—f lugst jórinn lézt—einn ræningi handtekinn Er Schleyer látinn? Lok flugransins a vestur- þýzku farþegaþotunni voru jafn óvænt og snögg og byrjun- in. Rétt eftir miðnætti að stað- artíma réðust sérþjaifaðar sveitir vestur-þýzkra hermanna inn f flugvélina i myrkri nætur- innar. Þær sprengdu upp öryggisút- ganga vélarinnar með sérstök- um sprengjum, sem blinda og gera fólk heyrnarlaust f um það bil 6 sekúndur. Það nægði 60 manna hópnum vestur-þýzka, sem verið hefur 1 þjaifun gegn skæruliðum sfðan a Ólympíuleikunum f Miinchen arið 1970. Þa réðust arabískir skæruliðar a fsraelska hópinn a leikunum og létu nokkrir Isra- elar lífið. Þjóðverjunum tókst strax að skjóta tvo skæruliðana til bana, einn þeirra særðist og dó skömmu sfðar á sjúkrahúsi. Einn úr hópnum var hand- tekinn og er nú f höndum yfir- valda í Sómaliu. Fimm mínútum eftir að rað- izt hafði verið inn i flugvélina voru allir komnir út úr henni. Þar voru 44 karlmenn, 31 kona, 7 börn og 4 lifðu af áhöfninni. Flugstjórinn, 37 ara gamall Vestur-Þjóðverji, var skotinn í gær þegar vélin var a leið fra Aden til Mogadishu í Sómalíu. 10 farþeganna munu hafa hlotið minni hattar skrámur þegar árasin varð gerð og nokkrir hlutu taugaáfall, eng- inn þó alvarlegt. Schmidt kanslari Vestur- Þýzkalands var strax íatinn vita þegar tekizt hafði að na far- þegaþotunni úr höndum ræn- ingjanna. Þakkaði hann þá sérstaklega þa aðstoð sem yfirvöld í Sóma- líu hefðu veitt við aðförina að flugræningjunum. Farþegar flugvélarinnar sem rænt var munu lagðir af stað aieiðis til Vestur-Þýzkalands. Allt þykir nú f tvfsýnu með hvort Hans Martín Schleyer formaður vestur-þýzka vinnuveitendasambandsins er enn a lffi eða ræningjar hans hafa nú gefið upp alla von með að fa nokkru áorkað með kröfur sínar. Helmuth Schmidt kanslan Vestur-Þýzkalands skoraði f nótt a ræningja Schleyers, sem haft hafa hann f haldi sfðan 5. september sfðastliðinn, að íata hann lausan. Þeim mætti vera það ljóst eftir síðustu atburði, að kröfur um að íata hryðjuverkamenn lausa yrðu ekki teknar til greina þó svo að mannránum væri beitt til fram- gangs kröfunum. Fjölskylda Schleyers gratbað yfirvöld í Vestur-Þýzkalandi um að gera allt sem hægt væri til að frelsa hann en ræningjarnir höfðu gefið sfðasta frest til klukkan átta í fyrrakvöld. Þa sögðust þeir ætla að drepa gisl sinn et ekki hefði verið gengið að kröfum þeirra um að láta 11 félaga þeirra lausa úr fangelsi. Óðagot í Sómala- flugvél Farþegaþotu fra flugfélagi Sómaliu var i ofboði snúið aftur til Rómar 90 mínútum eftir að hún hafði lagt upp þaðan aieiðis tilMogadishuhöfuðborg- ar Sómalfu i nótt. Ástæðan var að svo virtist sem farþegar um borð væru einum fleiri en pappírar áhafnarinnar gerðu ráð fyrir. Vegna undanfarandi flug- rána hefur ahöfnin ekki viljað taka neina áhættu og ákveðið var samstundis að snúa við. Sfðar kom í ljós að um mis- skilning eða mistalningu var að ræða og tilkynnt var að flug- vélin mundi fara aftur til Sómalfu eins og áætlað hafði verið. Grunuð um ránið á 5 ára stúlkunni Karlmaður og kona voru hand- tekin f Zofingen f Sviss f gær og eru þau grunuð um að vera viðriðin rán fimm ara gamallar stúlku fra heimili sinu við Genfarvatn. Stúlkan kom fram heil á húfi 11 dögum eftir að henni var rænt, en þá hafði faðir hennar Jorge Ortiz, auðugur fornmunasali og erfingi að tinauðæfum upprunnum f Bolivíu, greitt nærri jafnvirði 500 milljóna fslenzkra króna f lausn- argjald. Lögreglan skipti sér ekkert af ráninu fyrr en barnið var komið fram og var það að kröfu ræningja: sem faðirinn féllst a. Ekki er vitað mikið um fólkið sen) handtekið var f gær en sagt er að það séu erlendir ríkisborg- arar og hafi ýmsir grunsamlegir hlutir fundizt f fórum þess en engir fjarmunir. Voru karlmaðurinn og konan handtekin, þegar þau ætluðu að stíga upp í Alfa Romeo bifreið, svipaða og grunur leikur á að notuð hafi verið við ranið. C0NC0RDE í NEW Y0RK - ÆFINGAR HEFJAST í DAG Tilrauna- og æfingaflug brezk-frönsku Concorde far- þegaþotanna mun að öllum líkindum hefjast a morgun eða hinn daginn á Kennedyflug- velli við New York. Virðist þar með lokið bar- attunni um hvort flugvélar af þessari tegund eigi að fa lendingarleyfi a vellinum en deilur hafa staðið um það í tæp- lega tvö ar. Hæstiréttur Bandarfkjanna ákvað f gær að öllum takmörkunum a flugi Concorde a Kennedyflugvöll skyldi hætt og nú geta eigendur flugvallar- ins aðeins komið f veg fyrir lendingu þessarar flugvélar- tegundar með því að setja mun strangari reglur um hávaða fra flugvélum en hingað til hafa gilt þar Andstæðingar leyfisveiting- arinnar, þar a meðal íbúar nálægt vellinum, hafa hótað að beita sér fyrir mótmælum gegn lendingarleyfi til Concorde á Kennedyflugvelli. Forsvars- menn sögðu i gær að ekki mundi koma til neinna mót- mæla fyrr en að haifum manuði liðnum. Frönsku og brezku flug- félögin sögðu f gær að áætlunarflug til New York með Concordeþotum, sem eru hljóð- fráustu farþegaþotur í heimi, mundi hefjast 22. nóvember næstkomandi. Bæði hafa félögin talið að iendingarleyfi í New York væri algjör grundvöllur fyrir að hægt væri að reka þessa flug- vélartegund með einhverjum arangri. Ymsir telja þó að þó hún fái flug- og lendingarleyfi a þessari fjölförnustu flugleið yfir Atlantshafið muni það ekki duga til og Concorde avallt verða baggi a eigendum sfnum. Rætt hefur verið um að auka mjög kröfur um hve flugvélar sem lenda a Kennedyflugvelli eigi að vera hljóðiatar. Ein tillagan gerði rað fyrir að kröfur verði svo strangar að Concorde og jafnframt þrjar af hverjum tíu flugvélum, sem lenda þar nú, verði útilokaðar vegna havaða. Ekki eru þó taldar llkur á að þessar tillögur fáist samþykkt- ar. Hæstiiéttur Bandarfkjanna úrskurðaði að flugvallaryfirvöld hefðu leyfi til þess sjálf að ákveða havaðamörk við flug- velli sfna. Eina skilyrðið var að allar tegundir flugvéla sætu þa við sama borð 1 þeim efnum. Stýrimaður sfldveiðar Vanan stýrimann vantar á 220 lesta síldarbát frá Þorlákshöfn. Uppl. gefur Glettingur hf., símar 99-3757 og 99- 3787. Nýkomið: Plísenið pils, margirlitir Elízubúðin Skipholti5 Gúmmí- hand- lampar Pöstsendum Með 5 og 10 metra kapli. — Einnig án kapals Smyrill Ármúla 7 Sími 84450.

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.