Dagblaðið - 18.10.1977, Síða 7

Dagblaðið - 18.10.1977, Síða 7
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 18. OKTOBER 1977. J BRETAR í FISKVERND ARH AM: Takið ekki matinn frá munnum bamanna okkar —Vilja 50 mflna einkalögsögu Bretar gerast nú helztu for- svarsmenn fiskverndar og fiski- menn og aörir sem hagsmuni hafa af fiskveiðum hófu í gær mikla áróðursherferð fyrir því að Bretar fai 50 mílna einka- fiskveiðilögsögu innan 200 mflna lögsögu Efnahagsbanda- lagslandanna. Herferðin var hafin undir kjörorðunum: Takið ekki mat- inn frá munnum barna okkar — (Don’t give our fish — and our children’s food — away). Astæðan fyrir því að 50 milna herferð Bretanna hefst nú er að í næstu viku hefst í Luxemburg ný rSðstefna Efna- hagsbandalagsríkjanna um fiskveiðistefnu bandalagsins. Búizt er við að reynt verði að fá reglur um fiskveiðikvóta fyrir hvert ríki og þar muni brezkir þegnar eiga að njóta Hjartaígræðslan: Simpansahjartað dugði ekki Benjamín Fortes sem lifað hafði með simpansahjarta í líkama sínum asamt sínu eigin gamla hjarta lézt í gær, 82 klukkutímum eftir hjarta- flutninginn. Fortes, sem var 59 3ra gamall afrískur endurskoðandi, gekkst undir uppskurð vegna hjarta- flutningsins a fimmtudaginn var, en honum stjórnaði Christian GULL- HÖLLIN Verzlanahöllin Laugavegi 26 101 Reykjavflt Sími17742 Fijót, gdð og örugg þjónusta Eyrnalokkar Hringir Armbönd Hálsmen Skírnargjafir Víravirki, handunnið Allt ímiklu úrvali Gull- og silfurviðgerðir. Þræðum perlufestar. Gyllum — Hreinsum Gefið góðargjafír, verzlið hjá gullsmið einhverra forréttinda. Forraðamönnum brezkra fiskveiðimanna þykir lítið til hugmynda um veiðikvóta koma og i gær var haft eftir formanni samtaka fiskiskipaeigenda að kvótareglur mundu a eng- an hatt stöðva veiðar Hollend- inga, Dana og Frakka á ókyn- þroska fiski, sem í flestum til- fellum færi I bræðslu. Formaðurinn sagði einnig að aður fyrr hefðu verið margar hrygningarstöðvar fyrir síldina i Norðursjónum. Sjómenn þekktu þessar hrygningarstöðv- ar vel og hver þeirra héti sinu nafni. sagði formaðurinn. Nú eru aðeins þrjar hrygn- ingarstöðvar síldarinnar enn við lýði i Norðursjónum og við verðum að vernda þær og koma í veg fyrir að þær verði upp- rættar. Bretar telja að innan 200 milna Efnahagsbandaiagsins megi afla fisks fyrir 3.500 mill- jón dollara á ári ef hugað er nægilega að fiskvernd. Sam- svarar þessi upphæð 700 mill- jörðum Islenzkra króna. Bretar telja sig eiga heimt- ingu a að fá að veiða sex tíundu af þessum afla. Barnard, hinn frægi skurðlæknir- sem fyrstur reyndi slíka hjarta- flutninga a mönnum. 1 yfirlýsingu fra Groote Schuur ■jjúkrahúsinu í Suður-Afriku var sagt að líðan Fortes hefði farið að; versna í fyrrinótt og tókst ekki að koma því lagi a blóðrásina sem nauðsynlegt var og lézt sjúkling- urinn 1 gærmorgun. Batnandi mönnum erbezt aðlifa Bretar eru heldur betur búnir að skipta um skoðun f fiskverndar- málum frá því þeir vildu helzt skarka hér við land á togurum sínum og helzt alla leið upp í kálgarða, að því er sumir sögðu. Nú er áróðurinn urn frelsið á úthafinu gleymdur eða í það minnsta geymdur, því Bretar vilja nú nytja sfn heimamið sjálfir en ekki þurfa að deila þeim með félögum sínum í Efnahagsbandalaginu. Geislavirkar tunnur leka í Kyrrahaf inu Rannsóknakafbátur lagði upp frá San Francisco í gær til að kanna hvort tunnur með geisla- virku efni, sem sökkt var í sjó 50 mílur suðvestur af borginni fyrir 30 arum, séu farnar að leka. , Um borð eru sérfræðingar frá Umhverfisverndarráði Banda- ríkjanna og er ætlunin að na upp tveimur tunnum og kanna rifur sem sagðar eru komnar a þær en þar á geislavirkt efni að geta kom- izt út. A þessu svæði mun um 45.000 tunnum með úrgangi hafa veriö sökkt en einhverjar eru nú orðnar lekar vegna mikils þrýstings í haf- dýpinu þar sem þær eru. Vísindamenn telja litla hættu a að geislavirku efnin f tunnunum a hafsbotninum muni menga um- hverfi sitt-en segjast vilja kanna orsakir lekans og hvemig tryggja megi í framtíðinni að enginn skaði verði af honum. Bandaríkin og önnur ríki heims sökktu geislavirkum efnum í haf- ið til skamms tíma. Hefur sá siður nú að mestu lagzt af og Bandarikin hafa ekki losað sig við geislavirkan úrgang á þann hatt sfðan árið 1970. Setti heimilisfang sitt áhótunarbréf Nýjung hér á landi úr steinsteyptum einingum Ný framleiðsla okkar gerir ykkur kleift að byggja hagkvæmt atvinnuhúsnæði, hlöður, verkfæra- geymslur og aðrar stærri byggingar, sem kalla á mikla lofthæð. Einnig er rétt að minna á framleiðslu okkar, hin hefðbundnu íbúðarhús og bílskúra o. fl. Áratuga reynsla í byggingu einingahúsa. Gerir pantanir tíman- legar og komið með óskir ykkar. EININGAHÚS HF. Hraunhólum 3 — Garðabæ — Sími 5-21-44 Kvöldsími milli kl. 8 og 9 4-29-17 — Box 142. Honum varð heldur en ekki a f messunni atvinnulausa Vfnarbú- anum, sem var orðinn leiður a peningaleysinu og ákvað að gera eitthvað róttækt I maiinu. Hann sendi banka einum í Vfnarborg bréf þar sem hann tilkynnti að ef honum yrðu ekki afhentar 360 milljónir schillinga — jafnvirði 4,2 milljarða fslenzkra króna — mundi bankinn verða sprengdur f loft upp. Hinum 38 ára gamla Alfred Finster, en svo heitir maðurinn, urðu aðeins a ein mistök. Undir hótunarbréfið skrifaði hann fullt nafn og heimilisfang, svo það voru hæg heimatökin fyrir lögregluna að sækja hann heim til sfn. Of mikill hraði á megruninni og tveir dóu Franska lögreglan stöðvaði ný- lega rekstur heilsuræktarstöðvar nærri borginni Broyes vegna þess að tveir gesta hennar höfðu látizt af völdum ,,hraðmegrunarkúra“ þar. Var stöðinni lokað að kröfu fjölskyldna sjúklinganna. Annar þeirra 25 ara þjónn, var sagður hafa verið aðeins 29 kllógrömm þegar hann lézt a sjúkrahúsi 1 London. Hinn sjúklingurinn sem dó var að sögn lögreglunnar 65 ára gam- all Svisslendingur. Yfirlæknir stöðvarinnar og eig- andi hafa baðir verið yfirheyrðir af lögreglunni en vilja hvorugur kannast við að dauði mannanna tveggja sé af völdum megrunarað- gerðanna a sjúkrahúsi þeirra. Hafi þeir báðir yfirgefið sjúkrahúsið við góða heilsu og ánægðir með árangur megrunar- innar. Hún mun meðal annars vera fólgin f þvf að sjúklingarnir fá aðeins vatn að drekka fyrstu dagana, en enga fæðu af neinu tagi. Samkvæmt fregnum varð að bera nokkra sjúklingana a börum út úr sjúkrahúsinu vegna þess að þeir voru of mattfarnir til að ganga.

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.