Dagblaðið - 18.10.1977, Blaðsíða 13

Dagblaðið - 18.10.1977, Blaðsíða 13
12 DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 18. OKTClBER 1977. | DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 18. OKTÖBER 1977. m STAÐAN r 11. DEILD Urslit leikja í 1. deild Islandsmótsins í gærkvöld urðu: KR — (R 24-20 Valur — Haukar 14-16 Staðan í 1. deild er nú: Vikingur 2 2 0 0 43-30 4 Haukar 3 1 2 0 55-53 4 FH 1 1 0 0 21-19 2 Kft 2 10 1 41-39 2 Valur 3 1 0 2 51-52 2 Fram 2 0 1 1 40-42 1 ÍR 2 0 1 1 38-41 1 Armann 1 0 0 1 12-24 0 Markhæstu leikmenn Islandsmótsins eru nú: Brynjólfur Markússon ÍR 20/7 Jón Karlson Val 17/11 Björn Pétursson KR 15/10 Olafur Einarsson Víkingi 14/2 Eiías Jónasson Haukum 14/1 Viggó Sigurðsson Víkingi XI/2 Jón Pétur Jónsson Val 11/1 Haukur Ottcsen KR 10/- Ármann mætir bikarmeisturum FH Það verður aðeins einn ieikur í 1. deild íslandsmótsins í handknattieik í kvöld — þá mætast nýliðar Armanns í 1. deiid og bikar- meistarar FH. Armann er nú eina liðlð I 1. deild án stiga — tapaði í sínum fyrsta leik fyrir Víking, 12-24. FH er hins vegar ðsamt Víking eina liðið í 1. deild, sem ekki hefur tapað stigi — sigraði Fram i fyrsta leik sínum, 21-19. Leik- ur Armanns og FH hefst ki. 21 — en á undan leika Fram og Haukar í 1. deild (slands- mótsins i handknattieik kvenna og hefst leik- ur þeirra kl. 20. Panthinaikos hótar að draga sigúr l.deild Panthinaikos hefur nú forustu í 1. deild grísku knattspyrnuiínar en óvíst er hversu lengi það varir. Panthinaikos hefur nefni- iega hótað að draga sig út úr 1. deildinni vegna ágreinings við griska knattspyrnusam- bandið — en það dæmdi Panthinaikos tii að leika þrjá næstu lelki féiagsins i minnst 150 kílómetra fjarlægð frá heimavelli sfnum. Astæðan er sú að til mikilia uppþota kom er Panthinaikos iék við Oiympiakos á ieikvelli Olympiakos. Þegar skammt var til ieiksioka var staðan 1-1 — en þá skoraði Panthinaikos sigurmark leiksins, umdeilt mark. Ahorf- endur létu sér það ekki líka, tii mikilla óiata kom og varð lögregla að skerast i leikinn. Knattspyrnusambandið dæmdi bæði lið í sektir og gerði þeim að leika næstu leiki sína að heiman. Þetta vill Panthinaikos ekki sætta sig við — og hefur því hótað að draga sig út úr 1. deildinni. Þrátt fyrir þetta mál vann Panthinaik»sstóransigurum helgina — 5-0 gegn Panionios. Félagið hefur nú forustu í 1. deild, með 8 stig að loknum 5 umferðum ásamt Kastoria og AEK. Stúdentar mæta Val íHagaskóla Reykjavíkurmótinu í körfuknattlelk verður fram haldið í kvöld eftir hlé verkfallsins. Fram mætir (slandsmeisturum (R kl. 19.30 — en lítill meistarablær er yfir (R nú — hefur misst marga af sínum sterk- ustu ieikmönnum og eru greinilega erfið- leikar í vændum hjð ÍR í vetur. Að loknum lcik Islandsmeistara ÍR og Fram eigast við stúdentar og Valur — bæði lið hafa ð að skipa bandariskum leikmönnum og vissulega spurningamerki i tslands- mótinu i vetur. Oliklegt er að Dirk Dunbar leiki með stúdentum í kvöld — en hann meiddist a æfingu skömmu fyrir helgi. 1X2 1X2 1X2 Stórgóð byrjun ÍR dugði ekki gegn KR — KR sigraði ÍR 24-20—fyrsti sigur KR í vetur í 1. deild íslandsmótsins íhandknattleik Fyrsti ósigur Barcelona Barcelona tapaði sinum fyrsta leik á keppnistimabiiinu á Spáni — og fékk fyrstu mörkin á sig í deildinni — Barcelona beið 1-2 ósigur fyrir Hercules en Real Madrid vann á meðan stórsigur yfir Elche, 5-1. Las Palmas er nú i þriðja sæti eftir 3-2 sigur gegn bikarmeisturum Real Betis og í f jórða sæti kemur Hercuies. En úrslitin á Spáni á sunnudag urðu: Burgos-Sporting 0-0 Real Madrid-Elche 5-1 Espanoi-Vallecano 2-1 Seviila-Vaiencia 1-0 Salamanca-Real Sociedad 0-0 Las Palmas-Real Betis 3-2 Hercuies-Barcelona 2-1 Racing-Atletico Madrid 2-1 Atletic Bilbao-Cadiz 6-1 Staða efstu liða er nú eftir sjö umferðir: Real Madrid 7 6 0 1 19-4 12 Barcelona 7 4 2 1 8-2 10 Las Palmas 7 3 3 1 10-8 9 Hercules 7 3 2 2 7-11 8 Nýliðar KR unnu sinn fyrsta sigur f 1. deild Islandsmótsins f handknattleik i gærkvöld— fyrstu stig KR í 1. deild í vetur eru staðreynd eftir sigur gegn iR 24-20. Fleiri eiga eftir að fylgja f vetur — KR er eftir lægð undanfarinna ára greini- lega að eignast frambærilegt lið f 1. deild f handknattleik, tveir fyrstu leikir liðsins í 1. deild sanna það. Þrátt fyrir hroðalega byrjun KR gegn ÍR í gærkvöld stóðu KR-ingar uppi sem sigurveg-. arar. Fjögur fyrstu mörk leiksins voru ÍR — KR misnotaði vitakast. KR-ingar létu þó ekki bugast — hvöttu hver annan dyggilega og náðu að sýna sitt rétta andlit. Fyrsta mark KR kom síðan á 10. mfnútu — á 16. mínútu höfðu nýliðar KR unnið upp forskot IR. Eftir það litu leikmenn vesturbæjarliðsins aldrei aftur — þrjú mörk yfir í leikhléi, 13-10, og öruggur sigur í lokin, 24-20. Já, KR hefur loks fram- bærilegu liði á að skipa, liði sem að sjálfsögðu a enn talsvert f land til að ógna efstu liðum — en liði, sem virðist ætla að standa af sér baráttu 1. deildar. Haukur Ottesen var KR drjúgur í gærkvöid, skoraði 7 mörk gegn ÍR. Félagið hefur á að skipa ungum DB-mynd Hörður Vilhjálmsson. leikmönnum er enn hafa ekki Sex þjóðir sækja um úrslit EM1980 hlotið eldskírn í 1. deild, þar er átt við hina efnilegu yngri flokka KR. Sigur KR í gærkvöld byggðist fyrst og fremst a skynsemi — og jú, baráttu leikmanna, sem hvöttu hvern annan dyggilega. Leikgleðin til staðar — þessir þættir verða liðinu areiðanlega heilladrjúgir í vetur. Reynslu vantar KR-inga enn — í lokin virtust leikmenn aiita leikinn unninn, skot, ótímabær skot en ÍR-ingar náðu ekki að ganga á lagið. IR a við erfiðleika að etja í vetur — alla breidd vantar í liðið. Brynjólfur Markússon er nánast sá eini, sem getur skorað — aðrir leikmenn hafa ekki náð að fylla f það skarð, sem rofið var við brottför Ágústs Svavarssonar. Mark- varzlan í gærkvöld var ákaflega slæm — nanast engin a köflum. Þrátt fyrir stórgóða byrjun ÍR- inga, þegar þeir beinlínis virt- ust ætla að kafsigla reynslulítið lið KR, naðu leikmenn ekki að fylgja því eftir. Sóknar- leikurinn einhæfur — alltof mikið byggt upp á Brynjólfi Markússyni. ÍR hefur a að skipa ungum leikmönnum — efnilegum, en þeir hafa enn ekki náð að uppfylla þær vonir er við þá eru bundnar. ja, ÍR fékk stórgóða byrjun — komst í 4-0 — eftir aðeins 8 mfnútna leik. Leikmenn börðust vel — komu vel út a móti í vörninni og trufluðu sóknarlotur KR-inga, sem attu erfitt með að átta sig á hlutun- um. En iR-ingar hættu að koma út a móti f vörninni — KR-ingar fundu leið í gegn- um vörnina — og markvarzla Jens Einarssonar var i molum, n KR naði undirtökunum. Eftir aðoins 16 mfnútna leik hafði KR tekizt að jafna, 5-5 — síðan var jafnt upp : 10-10 — KR þó avallt a undan að skora. 3 síðustu mörk haifieiksins voru KR — staðan i leikhléi 13-10. Og KR skoraði þrjú fyrstu mörk síðari hálfleiks — eftir það var nánast aldrei spurning um hver yrði sigurvegari, KR hafði leikinn i hendi sér. IR náði að vísu að minnka muninn í 18-15 — en bæði var eigin klaufaskapur í upplögðum færum og eins að gæfan var alls ekki á bandi ÍR. KR jók síðan muninn aftur — og sigraði 24- 20. Markhæstu leikmenn KR voru — Björn Pétursson 10, 5 víti, Haukur Ottesen, 7, Símon Unndórsson 4, Þorvarður Guð- mundsson 2 og Sigurður Páll Öskarsson 1 mark. Brynjólfur Markússon var markhæstur ÍP.-inga með 11 mörk, 2 víti. Hann er nú markhæsti leikmaður tslands- mótsins, með 20 mörk úr tveim- ur leikjum. Jóhannes Gunnars- son, Ársæll Hafsteinsson, Vil- hjálmur Sigurgeirsson skoruðu tvö mörk hver. Sigurður Gisla- son og nafni hans Svavarssson, og Ölafur Tómasson skoruðu eitt mark hver. Leikinn dæmdu Oli Ólsen og Björn Kristjánsson. -h. halls. — íknattspyrnu — Sex lönd hafa nú sótt um að halda úrslitakeppni Evrópu- keppni landsliða sem fram fer 1980. I úrsiitakeppninni þá verð- ur gerð grundvallarbreyting — átta þjóðir leika til úrslita. Allar þjóðir Evrópu hafa nú tilkynnt þátttöku sína í Evrópukeppni landsliða — utan tvær, Albanía og Lichtenstein. Þjóðirnar sex sem sótt hafa um að halda keppnina eru England, Grikkland, Italía, Holland, Sviss og V-Þýzkaland. Margir telja að Englendingar hreppi hnossið — vegur Evrópukeppni landsliða hefur vaxið mjög á undanförnum misserum. Englendingar hafa ekki fengið stóra keppni síðan 1966 — en þa var héimsmeistara- keppnin haldin þar. Nanast er talið útilokað að V-Þjóðverjar fai að halda keppnina vegna þess að siðasta heimsmeistarakeppni í knattspyrnu fór fram í V- Þýzkalandi svo og Ólympíuleik- arnir. Líklegt að Englendingar hreppi hnossið Italir héldu úrsiitakeppnina í Róm 1970—og því telja margir að Englendingar hljóti hnossið. Hins vegar er síður en svo loku fyrir það skotið að „litlu" þjóðirnar Holland, Sviss og Grikkland haldi keppnina — en þar verður ekki til að dreifa þeirri miklu aðsókn sem búizt er við að yrði ef keppn- in yrði haldin a Englandi. Núverandi Evrópumeistarai eru Tékkar — en þeir sigruðu í keppninni sumarið 1976 í Júgó- slaviu. Þar kepptu þa Hollending-^ ar, Júgóslavía, V-Þýzkaland og‘ Tékkar — og nijög a óvart skaut lið Tékka baðum úrslitaliðunum frá sfðustu heimsmeistarakeppni, V-Þýzkalandi og Hollandi, ref fyrir rass — og sigraði a vita- spyrnukeppni við V-Þjóðverja. Engin þjóð hefur nað að sigra oftar en einu sinni í Evrópu- keppni landsliða — en Sovét- menn urðu sigurvegarar 1960 — sigruðu Júgóslava f úrsntum f París 2-1. Arið 1964 sigruðu Spán- verjar, unnu Sovétmenn 2-1 í Madrid. Arið 1968 var keppnin haldin f Róm og þa urðu sigurveg- arar Italir, sigruðu Júgóslava 2-0. V-Þjóðverjar urðu Evrópumeist- arar 1972, sigruðu Sovétmenn 3-0 f Brussel — og loks voru Tékkar og V-Þjóðverjar f úrslitum í Bel- grad 1976. Jafntefli varð 2-2 — og Tékkar sigruðu 5-3 í vltaspyrnu- keppni. íþróttir VIÐBÚNAÐURíP0RTÚGALER UNITED KEMUR í HEIMSÓKN Vinningsröð: llx — xll— 221 — lxl 8. leikvika — leikir 15. október 1977. 1. vinningur: 12 rétlir — kr. 239.000.- 30647 (Seyðisfjörður) 32155+ 2. vinningur: 11 réttir — kr. 5.500.- 297 2552 30527 31776+ 32489 40381 83! 1296 30696(2/11)31934 32580 40552 1962 ..»233 30796+ 31977 32762+ 40602 294l» 7790 31355 32152+ 32768 3108 30033 31616 32421 32861++ nafnlaus 3141 30036 31761 + 32436 40172 Ka'rufrestur er til 7. nóvember kl. 12 á hádegi. Ka'rur skulu vera skriflegar, kærue.vðublöð fást hjá umboðs- mönnum eða aðalskrifstofunni. Vinningsupphæðir geta hekkað, ef ka-rur verða teknar til greina. Vinningar fyrir 8. leikviku verða póstlagðir eftir 9. nóv. Handhafar nafnlausra seðla verða að framvísa stofni eða senda stofninn og fullar upplýsingar um nafn, heimilisfang til Getrauna fvrir greiðsludag vinninga. GKTRAUNIR — Iþróttamiðstöðinni — RKYKJAVÍK í Evrópukeppni bikarhafa á morgun Manchester United mun, sam- kvæmt beiðni portúgalska sendiráðsins í Lundúnum, senaa aðelns eina flugvél áhangenda liðsins liðsins tll Portúgals — en Manchester United mætir á miðvikudag portúgalska liðinu Porto frá Oporto. Það munu fara um 300 manns til Portúgals — og þegar hafa verið gerðar strangar öryggis- ráðstafanir f Portúgal til að taka á móti áhangendum United. Spurzt hefur að um 1000 áhangendur liðsins séu a leið til Portúgals en lögreglan f Portúgal mun vera við öllu búin. Við viljum ekki koma fram við ahangendur United eins og þeir væru dýr f búri — en hið slæma nrð. sem af þeim fer leiðir óhjákvæmilega til öryggis- raðstafana. Ahangendum Manchester United lenti illa saman við ahang- endur St. Etienne f Evrópuleik liðanna í 1. umferð Evrópubikars bikarhafa. Manchester United var bönnuð frekari keppni i Evrópu — en þvf banni var aflétt og Manchester United avann sér rétt f 2. umferð keppninnar — eftir að hafa orðið að fallast a að leika í minnst 200 kilómetra fjarlægð fra Manchester. Plymouth varð fyrir valinu og United sigraði 2-0, eftir 1-1 iafntefli f Frakklandi. Brezkir knattspyrnuáhuga- menn hafa getið sér mjög slæmt orð a meginlandi Evrópu — Leeds United var bönnuð keppni í Evrópu eftir ólæti ahangenda félagsins í Parfs fyrir þremur arum. En þa tapaði Leeds 1-2 fyrir Bayern Munchen í úrslitum Evrópubikarsins. Sfðan þa hafa fylgismenn enskra iiða verið al- ræmdir — áhangendur enska landsliðsins gengu berserksgang um Luxemburg eftir 2-0 sigur Englands þar fyrir skömmu. Sannarlega mikil læti í brezkum ahorfendum. Ofbeldi hefur í mörg ar verið landlægt fyrir- brigði a knattspyrnuvöllum Eng- lands. Vörn Vals galopin og Sigurgeir Marteinsson brýzt f gegn en tókst þrátt fyrir það ekki að skora. DB-mynd Hörður Vilhjálmsson. Glæsimarkvarzla Gunnars sökkti meisturum Vals —og Haukar sigruðu íslandsmeistara Vals 16-14 í Laugardalshöll í gærkvöld Gunnar Einarsson, landsliðs- markvörður Hauka bókstaflega sökkti meisturum Vals er Haukar mættu Val i 1. deild (siandsmóts- ins i gærkvöld. Haukar sigruðu 16-14 — Gunnar hreint óstöðv- andi í markinu. Hann varði fimm vítaköst Valsmanna, auk þess sem sjötta vítakast Vals lenti f stöng. Hvað eftir annað varði hann af hreinni snilld — og Haukar, sem náðu afbragðsbyrjun, komust í 5- 1, sigruðu meistara Vals 16-14. Fögnuður leikmanna Hauka var mikill eftir leikinn — sannarlega óvæntur sigur í höfn. Já, Haukar naðu mjög góðri byrjun — eftir 10 mínútna leik var staðan orðin 5-1. Valsmenn virtust ekki vita hvaðan a sig stóð veðrið — hver stórskytta Vals- manna af annarri brást. Annað- hvort varði Gunnar Einarsson skot þeirra eða þau fóru framhja. Vörn Valsmanna hafði alls ekki sama sannfæringarkraft og sfðast- liðinn vetur — markvarzlan f mol- um og þvf missti varnarleikur Valsmanna sannfæringu sfna þeg- ar vantaði vissuna fyrir því að að baki stæði Olafur Benediktsson f essinu sínu. Nei, Ölafur Bene- diktsson var fjarri góðu gamni f Svíþjóð. Hin stórgóða byrjun Hauka virtist koma þeim jafnt a óvart og Valsmönnum — hvað eftir annað urðu leikmönnum Hauka a ákaf- Iega klaufalegar sky.ssur i sókn- inni. Eftir að staðan var orðin 9-4 Haukum í vil virtist haifgerð feimni hlaupa í Haukana — f stað akveðni i sókninni komu vand- ræði, vandræðalegur leikur en Valsmenn náðu e.kki að nýta sér það — sex mörk skildu f leikhléi, 11-5. Rétl eins og í byrjun fyrri haif- leiks, hyrjuðu Valsmenn hinn sí6..i i .ikal'lega illa — rétt eins og gegn Víkingum a dögunum. Tvö fyrstu mörk voru Hauka — staðan breyttist í 13-5 — átta marka mun. Tvívegis á upphafsmfnútum misnotuðu Valsmenn vfti — Gunnar Einarsson öllu heldur hafði lftið fyrir að verja. Vals- menn færðu sig framar f vörninni —hik og óákveðni hljóp í leik Hauka, ElfasiJónassyni var skipt út af. Og f kjölfar fylgdu hreint ótrúlegar villur — hvað eftir ann- að brunuðu Valsmenn upp og a skömmum tíma breyttist staðan.f 13-9 — fjögur mörk skildu að um miðjan siðari hálfleik. En Gunnar kom félögum sínum til bjargar — varði þrívegis vítaköst a næstu 7 mínútum. Haukar naðu að auka muninn f fimm mörk, 15-10 og sigur nánast í höfn. Valsmenn söxuðu drjúgt á forskot Hauka en það var allt um seinan. Jón Karls- son fann leiðina fram hja Gunn- ari í vftaköstum, skoraði úr þrem- ur vftakiistum a lokamínútunum, en allt var um seinan. Haukar stóðu uppi sem sigurvegarar — 16-14. Valsliðið með alla sfna stjörnu- leikmenn, alla sfna landsliðs- menn, gerði sig sekt um hreint ótrúlegar skyssur. Bókstaflega enginn leikmanna hélt haus — landsliðsmenn Vals virkuðu sem sjö einstaklingar a vellinum en ekki liðsheild eins og einkenndi liðið síðastliðinn vetur. Þorbjörn Guðmundsson hóf stórskotahrfð að marki Hauka — en Gunnar Einarsson varði skot hans auð- veldlega. Síðan fylgdu f kjölfar hans Jón Pétur Jónsson, Gfsli Blöndal, Jón Karlsson og Björn Björnsson.. Gunnar atti hreint f engum erfiðleikum með að verja skot þeirra — eða þa að skotin fóru framhja. Haukar börðust mjög vel — bæði f sókn og vörn. Ekkert íanaðist hja Valsmönnum. Þar munar mestu að lykilleik- menn hafa alls ekki náð sér á strik f haust. Þeir Þorbjörn Guð- mundsson og Jón Pétur Jónsson, sem stóðu sig svo vel siðastliðinn vetur, eru nú aðeins skugginn af sjaifum sér — ótimabær skot bæta ekki þar um. Ekkí er sami léttleikinn yfir Jóni Karlssyni — en mestu munar að varnarleikur- inn er í molum, markvarzlan er í molum. I upphafi leiksins gegn Haukum lak bókstaflega allt inn — sama hvort var úr biahorninu eða langskot, allt lak inn. Fyrir vikið missti vörnin þann öryggis- blæ, sem hefur einkennt Vals- menn — panik hljóp í leik liðsins, rétt eins og skora ætti mörg mörk f hverju hraðaupphlaupi. ja, Valsmenn eiga í erfiðleikum. Haukar hafa sannarlega komið a óvart — eru ósigraðir f vetur eftir þrjá leiki. Haukar geta fyrst og sfðast þakkað mikilli baráttu sigurinn i gærkvöld — og Gunn- ari Einarssyni, sem varði hreint ótrúlega. Hann var sannarlega f essinu sinu, drengurinn sá — hvað eftir annað varði hann hreint ótrúlega. Þó held ég að markvarzla hans hafi náð há- punkti þegar hann varði vftakast fra Jóni Pétri Jónssyni — Jón fékk knöttinn aftur einn fyrir framan markið en Gunnar gerði sér lítið fyrir og varði skot hans aftur — ja, slík var markvarzla Gunnars. Ymsir spáðu Haukum jafnvel falli í 2. deild í vetur þar sem þeir höfðu misst tvo máttarstólpa. Þa Hörð Sigmarsson og Jón Hauks- son — en Haukar hafa komið mjög a óvart með mikilli baráttu leikmanna. Þar eru ýmsir ungir leikmenn — og Elías Jónasson potturinn og pannan í öllu spili íiðsins. Fall verður áreiðanlega ekki hlutskipti Hauka þó liðið eigi enn talsvert f land í meistaratitil — en hvar væru Haukar nú ef þeir hefðu Ilörð og Jón — þá væru þeir lið, sent knýja mundi fast að dyrum meistaratitils. Mörk Hauka skoruðu : Elfas Jónasson 5, Andrés Kristjánsson 4, 2 víti, Arni Hermannsson 2, Ingimar Haraldsson, Guðmundur Haraldsson, Svavar Geirsson, Sig- urgeir Marteinsson og Þorgeir Haraldsson skoruðu eitt mark hver. Fyrir Val skoruðu: Jón Karls- son 4. 3 víti, Bjarni Jónsson 3, Þorbjörn Guömundsson 2, bæði vfti, Steindór Gunnarsson 2, Jón Pétur Jónsson, Björn Björnsson og Bjarni Guðmundsson 1 mark hver. Leikinn dæmdu Gunnlaugur Hjaimarsson og Jón Friðsteins- son. h.halls.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.