Dagblaðið - 01.11.1977, Blaðsíða 12

Dagblaðið - 01.11.1977, Blaðsíða 12
12 DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 1. NÖVEMBER 1977. Munið Ijósa- stillingu 1977 Bilatún hf. Sigtúni3 Simi27760 Reykjavík Þessi litla eðla er nýr þegn í dýragarðinum í Kaupmannahöfn enda nýlega fædd. Erfitt hefur reynst að fá sum dýr til að geta af sér unga, þegar í dýragarða eru komin cn dýragarðurinn í Kaupmannahöfn hefur vakið athygli fyrir að þar fæðast oftar ungar en annars staðar. A síðasta ári fæddust þar meðal annars litiir fílar, gíraffar og nashyrningar. Blaðburðarböm óskast strax við HRINGBRAUT— MEISTARAVELLI BIADIB Bílapartasalan Höfum úrval notaðra varahluta í ýmsar tegundir bifreiða, til dœmis: Rambler Classic V-8 Vauxhall Viva Dodge Dart Skoda 1000 Fiat 125 Ford Fairlane. Fiat 128 Land Rover Hillman Hunter o.fl. o.fl. Einnig höfum við úrval af kerruefni, til dœmis undir vélsleða. Sendum um land allt. Bílapartasalan ““m GULL- HÖLLIN Verzlanahöllin Laugavegi 26 101 Reykjavík Sími 17742 Fljöt, göð og örugg þjönusta Eymalokkar Hringir Armbönd Hálsmen Skírnargjafír Víravirki, handunnið Alltímikluúrvali Gull- og silfurviðgerðir. Þræðum perlufestar. Gyllum — Hreinsum Gefíðgóðargjafír, verzlið hjágullsmið Eru íslendingar eigin- hagsmunamenn? Nú á dögum hittir maður varla þann mann af yngri kynslóðinni sem ekki er kveinandi og kvart- andi yfir óskaplega lélegum kjörum og að hann geti ekki veítt sér þetta eða hitt sem hann þyrfti nauðsynlega að eiga. Nú er það staðreynd að hvergi í heiminum búa menn við betri lífskjör en á íslandi. Það þýðir ekkert að vera að benda á það að til dæmis i Danmörku hafi menn hærri laun, reiknuð I íslenzkum krónum, því að það segir ekki nema hálfan sannleikann en auk þess er I Danmörku þvi sem næst tiundi hver maður atvinnu- laus. Almenningur á Islandi virðist skiptast i marga mismunandi stóra „þrýstihópa" sem allir hafa það mark og mið að komast eins langt og mögulegt er og hvað sem það kostar. í raun og veru eru það þessir þrýstihópar sem stjórna landinu og efnahagsmálum þess en ekki löglega kosin ríkisstjórn. Það virðist ekki skipta neinu máli hvort rikisstjórn er skipuð mönn- um lengst til vinstri eða lengst til hægri. Sannleikurinn er nefni- lega sá að engin ríkisstjórn getur stjórnað þessu landi nema hugs- unarháttur hvers og eins breytist frá þvi sem nú er. Sfðastliðið vor voru uppi háværar raddir um að efna þyrfti til kosninga til þess að koma að dugmeiri stjórn en þessi er sem nú situr að völdum. Þá átti allt sem aflaga fór að stafa af stjórn- leysi viðkomandi ráðamanna. Það getur svo sem vel vérið að rikis- stjórnin hafi átt einhverja sök á þvi sem aflaga fór. Ég er ekki fær um að dæma um það. Nú hefur sýnt sig að kjörfylgi flokka breyt- ist ákaflega litið í kosningum þótt menn tali digurbarkalega i hvert skipti sem kosningar fara í hönd. Opinberir starfsmenn orðnir þrýstihópur Nú er ástandið hér á landi þannig að hvergi í siðuðu þjóð- félagi er önnur eins verðbólga og i dag skulda Islendingar í erlend- um gjaldeyri hvorki meira né minna en 128 milljarða fslenzkra króna. Náttúrlega á ég eða þú enga sök á þessu. Það gera allt aðrir menn, sennilega mjög vondir menn. Eg vil aðeins hafa mannsæmandi kjör, þótt raunar enginn viti hvað við er átt þegar talað er um mannsæmandi kjör. Þannig er hljóðið i mönnum. Þetta rifjaðist upp fyrir mér þeg- ar stóð yfir lokahrinan í samning- um opinberra starfsmanna við rikisvaldið. Sjálfur hef ég verið opinber starfsmaður í fjörutíu ár en er nú hættur störfum vegna aldurs. Fyrir nokkrum árum tiefði ég aldrei trúað þvi að opin- berir starfsmenn ættu eftir að vera einn þrýstihópurinn en svo virðist nú vera. Að vísu er það staðreynd að opinberir starfsmenn hafa búið við lakari kjör en ýmsir aðrir í sambærilegu starfi. Þrátt fyrir þetta tel ég það mikla skammsýni af forráðamönnum ríkisstarfs- manna að fallast ekki á sfðara tilboðið ríkisstjórnarinnar, það sem boðið var um það leyti er verkfall var yfirvofandi. Eg vil þó ekki ktnna forystumönnum opin- berra starfsmanna um hvernig fór. Þeir eru aðeins oddamenn I ákveðnum hópi. Annars kostaði þetta verkfall alla aðila ógrynni fjár. Um þetta þýðir raunveru- lega ekkert að tala. Þetta er svona og því verður ekki breytt. Kjallarinn Magniís Sveinsson Margir hugsa eins og faríseinn: „Guð, ég þakka þér fyrir að ég er ekki eins og aðrir menn.“ Bæði ég og þú hugsa þannig. Erum við ekki öll því marki brennd að hugsa eingöngu um eigin hag en líta aldrei á veginn framundan? „Arðrœningjarnir“ Ýmsir þeir sem ég hef talað við virðast hafa áhuga á einhverju nýju stjórnarformi. Hvaða stjórn- arform er það? Er það einræði til hægri eða vinstri? Vilja menn sams konar einræði og I Austur- Evrópu eða vilja menn svipað einræði og i Suður-Ameríku? Önnur hvor stefnan hefur ávallt orðið ofan á þar sem öfgahópar verða alls ráðandi. Þetta er íhugunarefni fyrir íslendinga. Það er staðreynd að % hlutar alls mannkyns eru vannærðir. Sjálfsagt finnst ykkur það ekki koma íslendingum neitt við. Við eigum kröfu á því að eiga jafndýr húsgögn . og jafnmarga bíla og fjölskyldan í næsta húsi. Allir sem ekki sjá mér fyrir þessum gæðum eru arðræningjar og óþokkar. Atvinnuvegirnir mega ekki eignast neina varasjóði til þess að halda atvinnurekstrinum gangandi. Svona er hugsunar- hátturinn í dag. Alltaf eru gerðar meiri og meiri kröfur til þess opinbera enda þótt allir viti að ríkissjóður er eign þjóðar og til þess að safna peningum í þennan sjóð verður að fara í vasa al- mennings. Mörg hin sfðari ár hafa átt sér stað stöðugt hjaðningavíg vissra hagsmunahópa, endurvakin Sturlungaöld eins og á þrettándu öld þegar Islendingar misstu sjálfstæði sitt fyrir fullt og allt árið 1262. Það þýðir ekkert að kenna neinum ákveðnum stjórn- málaflokki um ástandið eins og það er. Eiginhagsmunirnir eru alls ráðandi og hver og einn hugs- ar mest um þau gæði og verðmæti sem hann á einn eða annan hátt hefur eignazt. Hvað œtla íslend- ingar að gera? Nú virðast íslendingar vera orðnir svo fákunnandi, að minnsta kosti hinir yngri að þeir vita ekki hvað þjóðin hefur mátt þola á liðnum öldum. Vita menn almennt um þau kjör og það alls- leysi sem almenningur bjó við fram yfir síðustu aldamót? Nú eru aðeins rúmir tveir áratugir eftir af þessari öld og vitanlega vitum við ekkert um veðurfar á komandi árum. Þó má minna á að sagan getur endurtekið sig. Það geta komið svipuð ár á siðustu tugum þessarar aldar eins og var á harðindaskeiðinu um og eftir 1880. Spyrja mætti eftirtalinna spurninga: Hvað ætla Islendingar að gera: 1. Ef hafís leggst að Norður- og Austurlandi svo að engri fleytu verði komið á flot? 2. Ef grasspretta verður í algeru lágmarki, þannig að fella verður búpening í stórum stíl? 3. Ef afla- brestur verður vegna kólnandi veðurfars eins og átt hefur sér stað á liðnum öldum? 4. Ef markaðsmöguleikar versna frá því sem nú er? Þetta eru allt spurningar sem vert er að fhuga í fullri alvöru. Vitanlega er ég ekkert með neinar hrakspár en það er nauðsynlegt að vera við öllu búinn og til þess að mæta svona erfiðleikum þarf sameiginlegt átak allra tslendinga. Ég er þó þeirrar skoðunar að til þess að svo megi veröa þurfi hugsunarháttur þorra manna hér á landi að taka miklum breytingum frá því sem komið er. Magnús Sveinsson, fyrrv. kennari frá Hvítsstöðum.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.