Dagblaðið - 11.11.1977, Blaðsíða 12
DAGBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. NÓVEMBER 1977:
12
................................................
. ................................... ....................
Hesturinn minn,
hann heitir Blesi
Skáldið Megas byrjar nýja
plötu sína á einhvers konar
heilsan eða ávarpsorðum til
heiðvirðs hlustanda: þótt oftast
hafi ekki lag, iðja mín sé sér-
hvern dag að dikta upp brag, í
þjóðarhag, segir þar: Af hund-
ingsspotti höfum vér best næmi
& mörg heilnæm eftirdæmi.
Einhvern veginn þykir mér
þetta skjóta skökku við, nema
verið sé að skensa áheyrandann,
bágt að festa trú á að manni sé í
alvöru ætlað að draga „heil-
næm eftirdæmi" af söngvunum
á plötunni. Þetta breytir ekki
því að Megas er nú sem endra-
nær siðferðislega sinnaður höf-
undur og kveðskapur hans oft-
lega einhvers lags heimsósómi,
glens og háð, spott og spé og
dáragys. Og vel má það vera að
ýmsar hinar sögulegu söng-
vísur á fyrstu plötu hans, til
dæmis, beri að eða minnsta
kosti megi taka sem „ádeilur".
Þar á meðal var býsna gott
kvæði um Jón Sigurðsson sem
reyndar byrjar með einhverri
snjöllustu hendingu sem ég
man úr seinni tima sögulýrik:
Jón Sigurðsson var sveitungi
óþekktrar konu, segir þar. Nú
er kvæðið góða um Jón og sjálf-
stæðisbaráttuna tekið aftur
upp á nýju plötunni, nýtt og
gerbreytt og þó hinn sami
söngur, þannig að báðar gerðir
standa í rauninni réttar, hvor
fyrir sig. En vilji menn endi-
lega hafa ádeilur i og draga
eftirdæmi af skáldskap held ég
að fyrra kvæðið henti betur til
þeirra nota vegna einfaldleika
og beinskeytni sinnar. Nýja
gerðin er svo miklu umbrota-
og útsláttarsamari, geggjaðri ef
taka má svo til einfaldra orða.
Það fer Megasi vissulega líka
vel, en er kannski ekki beinlin-
is praktísk aðferð til umvand-
ana.
Sama held ég að eigi við um
aðra gemsfulla sögulega söngva
á nýju plötunni, af síra Sæma
fróða og kölska. Og raunar mun
sönnu nær að einmitt umvönd-
unarleysið um hans siðferðis-
lega efnivið sé einn styrkur
Megasar. Honum nægir að lýsa
og segja frá, tjá í söng og ljóði
hugarheim og tilfinningariki
engu öðru likt i nýlegum bók-
menntum okkar. Er hann ekki
eiginlega einasta umtalsverða
Ijóðskáld sem hér hefur rutt
sér til rúms á sfðasta áratug eða
svo?
A bleikum náttkjólum er
fjórða hljómplata Megasar og
komu tvær þær síðustu út i
fyrra og hittifyrra. Ekki er mér
ljóst i bili hvað langt er orðið
síðan fyrsta plata hans birtist,
en mestallur kveðskapur á
þeim öllum held ég að komið
Hinn óttalegi leyndardómur
Að Natoríkin, sem hér hafa stóra landsspildu suður á Miðnesheiði til afnota fyrir herdeild þá, sem
ætiað er það mikilvæga hlutverk að vernda hagsmuni Natoríkjanna allra á N-Atlantshafssvæðinu,
taki þátt i uppbyggingu vega, fiugvalla og hafnargerða hér á landi með fjárframlögum og tæknilegri
aðstoð. Til að fyrirbyggja hugsanlegan misskilning, þá er að sjálfsögðu ætlast til, að ísiendingar einir
hafi með höndum allar framkvæmdir.
Því verður ekki neitað, að nefndar framkvæmdir eru að verulegu leyti tengdar vörnum landsins.
Þannig ályktuðu Bandaríkjamenn a.m.k. þcgar þeir voru hér á stríðsárunum. Þá óskuðu þeir eftir að
mega leggja varanlega vegi víðsvegar um landið og ennfremur að byggja stórskipahöfn í Njarðvík, en
var synjað um leyfi til þeirra framkvæmda. Flugvellina tvo, Reykjavíkur- og Keflavíkur, byggði
herinn, án þess að orða það við einn eða neinn. Efiaust hefði þeim einnig verið neitað um leyfi til
þeirra framkvæmda. Á þessum árum mótuðust ákvarðanir stjórnmálamanna okkar mjög af sovéskum
áróðri, þjóðfélagsrembingi og hroka.
Innrás Breta 1940
1 byrjun síðari heimsstyrjald-
ar, nánar tiltekið aðfaranótt
föstudagsins 10. maí um
klukkan 3, heyrðist flugvéla-
gnýr mikill yfir Reykjavíkur-
borg. Var slíkur hávaði mjög
sjaldheyrður í þá daga og setti
því ugg að þeim, sem á ferli
voru, enda reyndist hann fyrir-
boði þess, er siðar kom fram.
Um svipað leyti ösluðu sjö her-
skip, tvö beitiskip og fimm
tundurspillar inn sundin hér
við höfuðborgina. Fimm þeirra
staðnæmdust á ytri höfninni,
en tvö héldu rakleitt inn á
Elliðavog. Nokkur vafi lék í
fyrstu á, hverjir væru þar á
ferð, sem þó fljótlega skýrðist,
m.a. er í ljós kom, að ræðis-
menn Breta voru þá um nóttina
á höttunum niðri við höfn.
Um klukkan fimm lagðist
einn tundurspillanna upp að
hafnarbakkanum fyrir framan
Hafnarhúsið og lék þá enginn
vafi lengur á, hvert þjóðerni
komumanna var. Hópur
breskra hermanna með alvæpni
gekk þegar á land og fylkti
liði á hafnarbakkanum. Um
sama leyti tók innrásarherinn
togarana Sindra, Gylfa og
breska togarann „Faraday“
sem hér lágu 1 höfninni her-
skildi og flutti með þeim
fjolda hermanna, mikinn far-
angur og hergögn á land úr
herskipunum, sem á ytri höfn-
inni lágu. Fylkingar hermanna
stækkuðu þvf óðum og í dögun
héldu þær með alvæpni inn í
borgina, dreifðu úr sér og her-
verðir voru settir á allar mikil-
. vægar umferðaræðar. Samtimis
ruddist sveit hermanna inn í
síma- og útvarpsstöðina við
Kirkjustræti og hervörður var
settur við 'pósthúsið og öll
stærstu hótel borgarinnar.
Jafnframt var öllum Þjóðverj-
um, sem hér dvöldu og sumum
þótti vera óeðlilega margir,
sópað saman á örskammri
stund og þeir teknir til fanga.
Einn hermannahópurinn hélt
rakleitt upp i Túngötu og tók
sér stöðu umhverfis bústað
þýzka ræðismannsins, dr.
Gerlach. Það kom fljót,t i ljós,
að ræðismaðurinn hafði fengið
njósnir um komu breska flot-
ans, áður en hann tók hér land,
og þegar hermenn Breta
ruddust inn I sendiráðið, komu
þeir að honum þar sem hann
stóð önnum kafinn við að
brenna leyndarskjöl í baðher-
bergi hússins.
I stuttu máli sagt: A ör-
skömmum tíma hafði innrásar-
herinn tekið hér allar þýðingar-
miklar byggingar á sitt vald,
sett hervörð á flestar götur
borgarinnar og allar samgöngu-
æðar til og frá borginni, sópað
saman öllum Þjóðverjum, sem
til náðist, og flutt þá ásamt
þýzka ræðismanninum og fjöl-
skyldu hans út í breskt herskip.
— Framkvæmd allra nefndra
aðgerða tók aðeins örfáar
stundir og að þeim loknum var
Island hernumið land.
Hlutleysi íslands brotið
Þegar daginn eftir hernámið
afhenti íslenzka utanrfkisráðu-
neytið breska sendiherranum í
Reykjavík mótmæli vegna her-
náms Reykjavíkur, er hlutleysi
íslands var freklega brotið og
sjálfstæði þess skert og benti
síðan á tilkynningu, sem hún
mánuði áður (11. aprfl) hafði
sent bresku ríkisstjórninni
formlega, um afstöðu islensku
ríkisstjórnarinnar til tillögu
Breta um að veita Islandi
hernaðarvernd og mótmælti
Síðan kröftuglega ofbeldi þvf,
sem hinn breski herafli hafði
framið og segir siðan „þess er
að sjálfsögðu vænst, að bætt
verði að fullu tjón og skaði, sem
leiðir af þessu broti á löglegum
réttindum Islands sem frjáls og
fullvalda hlutlauss rikis“.
Svar Breta við mótmælum
íslensku ríkisstjórnarinnar
birtist f Morgunblaðinu 17. maf.
Er það mjög hógvært og leggur
breska stjórnin áherslu á, að
yfirvofandi hafi verið innrás
Þjóðverja f landið og því lifs-
nauðsyn fyrir Breta að skapa
sér hér hernaðaraðstöðu, og að
viðbættu þvi, að það sé ekki
síður mikil nauðsyn fyrir
íslensku þjóðina, ef koma
mætti í veg fyrir hernaðarátök
hér á landi, sem án efa
hefðu orðið ef Þjóðverjar hefðu
framkvæmt áætlun sina um
landsetningu hers á Islandi,
áður en bresku hersveitirnar
komu. Þá hefði orðið
nauðsynlegt að reka burt þýska
herinn, en af því myndi hafa
leitt, að ísland hefði orðið
orustuvöllur og að tjón hefði
orðið á lifi og eignum i landinu.
Því var ennfremur oftlega lýst
yfir af bresku stjórninni, að
landtaka herliðs þeirra hér,
væri ill nauðsyn vegna
styrjaldarástandsins og þeirrar
þróunar, sem skapast hefði við
innrás þýska hersins í Dan-
mörku og Noregi. Engin áætlun
eða áhugi væri fyrir þvt, að hér
yrði á friðartímum her og alls
ekki ætlunin að blanda sér að
neinu leyti i stjórn landsins.
I ávarpi, sem forsætis-
ráðherra, Hermann Jónasson,
flutti þjóðinni f rfkisútvarpinu
um þessar mundir, tók hann
fram, að markmið bresku rikis-
stjórnarinnar með hernámi
Islands sé eingöngu það að
hindra Þýskaland í að breiða út
styrjöldina til íslensks forráða-
svæðis, og að lokum sagði for-
sætisráðherrann: „Eins og nú
stendur á, óska ég, að íslenska
þjóðin skoði hina bresku
hermenn, sem komnir eru til
tslands sem gesti og samkvæmt
því sýni þeim eins og öðrum
gestum fulla kurteisi I hvf-
vetna.“
Þetta er í stórum dráttum
gangur mála um hernám
tslands. Breski herinn hóf hér
þegar hernaðaraðgerðir, dreifði
eftirlitsmönnum til hinna ýmsu
staða víðsvegar um landið og
hlóð upp sandpokavirkjum á
þeim stöðum, sem taldir voru
hernaðarlega mikilvægir.
Stærstu og þýðingarmestu
framkvæmdir þeirra munu þó
hafa verið áform og upphaf
byggingar Reykjavíkurflug-
vallar. — Mánuðir ifða og dag-
legt líf breytir um svip. At-
vinnuleysi, sem hér var
nokkurt á þessum árum, a.m.k.
á vissum árstíðum, hvarf með
öllu og laun fólks hækkuðu.
Bandarískt herlið
gengur á land
Þau straumhvörf urðu hér á
hervörnum landsins, að þann 7.
júlí 1941 gengu á land banda-
riskar hersveitir og tóku við
vörnum landsins úr hendi
Breta. Fyrr um daginn flutti
forsætisráðherrann Hermann
Jónasson, útvarpsumræðu, þar
sem hann skýrði þjóðinni frá
þvi sem gerst hafði i þessum
málum og sem var í stuttu máli
sem hér segir: Breski
sendiherrann í Reykjavík hafði
þann 24. júni gengið á fund
ríkisstjórnarinnar og tjáð
henni að mikil þörf væri fyrir
breska setuliðið annars staðar
og um leið, að forseti Banda-
rikjanna, Roosevelt, mundi
vera reiðubúinn til að senda
hingað herlið frá Bandaríkjun-
um í stað breska hersins, ef
islenska ríkisstjórnin mæltist
til þess. Eftir að hafa fhugað
málið, hefði ríkisstjórnin fallist
á að fela Bandaríkjamönnum
hervernd Islands, ef fullnægt
yrði vissum skilyrðum, m.a. þvi
„að Bandaríkin skuldbindi sig
til að hverfa burt af Islandi
með allan herafla sinn á landi, í
lofti og á sjó undir eins o’g
núverandi ófriði er lokið.“
Bandarikjaforseti tjáði sig
samþykkan settum skilyrðum,
og var þá Alþingi hvatt saman
og samþykktur með 39 at-
kvæðum gegn 3 hervarnar-
samningur rfkisstjórna
Islands og Bandaríkjanna. Um
leið hófust meiri umsvif i
undirbúningi hervarna hér-
lendis en áður höfðu þekkst.
Þeirra merkust er bygging
Keflavlkurflugvallar. — Allar
götur siðan, að nefndur varnar-
samningur var gerður, hefur
bandariskur her verið
staðsettur hér að einhverju
leyti.
Þess verður að geta, að mikil
ólga var hér í stjórnmálum að
styrjöld lokinni, vegna áfram-
haldandi setu bandarískra her-
sveita, sem miklum meiri hluta
þjóðarinnar þótti ekki ráðlegt
að visa úr landi, vegna tilkomu
hins svokallaða kalda strfðs, og
ótta við að upp úr kynni að
sjóða, hvenær sem var og
styrjöld hefjast að nýju. Sér-
staklega urðu mikil átök um
flugvallarsamning, sem gerður
var við Bandaríkin 1946 og
veitti þeim afnot af Keflavíkur-
flugvelli f sex og hálft ár. En
bæði var samningur þessi svo
og önnur samkomulagsatriði,
sem gera þurfti vegna veru
Bandaríkjamanna hér,
samþykktur með miklum
meirihluta atkvæða á Alþingi.
Marshall-aðstoðin
Varla er hægt að rifja upp
gang mála á fyrstaáratugi <‘ftir
heimsstyrjöldina, án þess að
minnast þeirra áhrifa sem
Marshallaðstoðin hafði á gang
mála, jafnt hérlendis sem í öðr-
um vestrænum löndum. I
ávarpi, sem George Marshall,
þáverandi utanríkisráðherra
Bandarfkjanna flutti við
Harvard háskóla I júnf 1947, er
hann bauð fram efnahags-
aðstoð Bandarfkjanna til allra
þeirra Evrópurikja, sem að
miklu eða öllu leyti lágu
flakandi f sárum eftir stríðið
komst hann m.a. að orði á þessa
leið: „Bandaríkjunum ber að
gera allt, sem í þeirra valdi
stendur til að stuðla að þvi að
koma aftur á heilbrigðu efna-
hagsástandi f heiminum, þvi að
án þess þróast ekkert öryggi f
alþjóða stjórnmálum, né heldur
varanlegur friður." Og enn-
fremur „áform okkar beinast
ekki gegn nokkru landi eða
stjórnmálastefnu, heldur gegn
hungri, fátækt, uppgjöf og
glundroða." Þess má geta að
George Marshall hlaut friðar-
verðlaun Nóbels fyrir þessi
mannúðlegu sjónarmið, sem
honum tókst að koma í fram-
kvæmd.
öllum Evrópulöndum, nema
Spáni, var boðin þátttaka i
viðreisnarsamstarfinu. 18
Evrópulönd tóku boðinu og
stofnuðu með sér Efnahagssam-
vinnustofnun Evrópu með
aðsetur í París. Járntjalds-
löndin, með einvaldann i
Kreml.Josep ‘Stalin f forystu,
höfnuðu boðinu. Ætli það sé
ekki einsdæmi i veraldar-
sögunni, að utanríkisráðherra
þjóðar, sem hrósað hefur sigri í
styrjöld, skuli bjóða fram mikl-
ar fjárhæðir til að rétta hag
þeirra sigruðu og forða á þann
hátt milljónum manna frá
hungri, fátækt og vesöld.
Öðruvísi leit einvaldurinn i
Kreml á málin. Hann hugðist
notfæra sér eymdina og ör-
birgðina til pólitfsks framdrátt-
ar, og það er einmitt það hugar-
far og sú stefna, sem er orsök
þess, að hér á landi er enn
erlendur her rúmum þrjátíu
árum eftir lok heimsstyrjald-
arinnar
Hvort muna menn ekki eftir
þeim alvarlegu átökum, sem
áttu sér stað, þegar Sovétmenn
stöðvuðu alla flutninga á landi
til V-Berlinar. Víst má telja
að markmiðið hafi verið að
innlima V-Þýskaland f áföngum
inn í umráðasvæði Sovét-
ríkjanna, þrátt fyrir að það
stangaðist á við það samkomu-
lag, sem gert hafði verið milli
sigurvegaranna í heims-
styrjöldinni í striðslok. Banda-
rfkjamenn höfðu þá þegar flutt
obbann af herliði sinu heim, en
tóku skjót viðbrögð, þegar séð
var, hvert stefndi og að svelta
átti V-Berlinarbúa til hlýðni á
sama hátt og Stalfn hafði áður
gert við bændastéttina i Rúss-
landi. — Og loftbrúin fræga
V-Berlin — V-Þýskaland varð