Dagblaðið - 11.11.1977, Blaðsíða 13
13
DAGBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. NÓVEMBER 1977.
hafi á prent f þremur söngva-
heftum hans 1973. Hitt man ég
vel hve framandi og torkenni-
legur bæði ljóð- og söngstíll
Megasar virtist á þessari fyrstu
plötu, þótt hún um leið fangaði
hug manns við fyrstu áheyrn. A
við hina striðu söngva á seinni
plötunum finnst manni nú
margt á þessari fyrstu plötu
einskær einfeldni og þýðleiki
og hvert orð auðnumið sem
áður þurfti að leggja eyrun
vandlega við. En þannig
breytist auðvitað heyrnin með
tímanum og vel má vera að um
leið hafi eitthvað misst sig af
hneykslunar- og hæðnisgildi
söngvanna, hvað sem er um
nýja áheyrendur þeirra nú. En
Megas hefur sjálfur, að ég held,
aldrei endurtekið neitt sem
áunnist hefur, en komið nýr
fyrir með hverri nýrri hljóm-
plötu, eins og dæmið hér á
undan um Jóns kvæði Sigurðs-
sonar kann að vera til marks
um. Margt á seinni plötunum,
Millilendingu og Blindgötunni,
var býsna tyrfið í framsetningu
og óaðgengilegt þess vegna,
fyrir utan hin klúru og rudda-
legu frásagnarefni og flutn-
ingsmáta. Þar fyrir var sannar-
lega tilvinnandi að leggja eyru
við kveðandi skáldsins, bitru
ljóðrænu og beisku fyndni sem
þar gat að heyra.
Nýja platan, A bleikum nátt-
kjólum, finnst mér að marki
einhvers konar þáttaskil á söng-
ferli Megasar. Vera má að það
stafi af því að samvinna við
Spilverk þjóðanna á nýju plöt-
unni hafi gefist honum betur
en samverkamenn á tveimur
þeim fyrri. Þar var stundum
eins og myndaðist barningur á
milli texta og tónlistar sem
bældi eða kæfði að minnsta
kosti sum kvæðin. Hér er tón-
listin í flutningi auðheyrilega
samin af smekk og næmi að
ljóðunum og söng höfundarins.
En líka er eins og söngmáti
sjálfs hans hafi breyst, orðið
allur frjálslegri, óþvingaðri og
látlausari um leið en á undan-
förnum tveimur plötum, þótt
mig bresti söngnæmi og lær-
dóm til að útlista breytinguna
nánar. Nýja piatan nýtur góðs
af sama eðlisþokka tónlistar-
innar og undarlegu kímni,
óvæntu og óþvegnu kveð-
skapar- og frásagnarefnum og
fyrstu söngvar Megasar sem
orðið hafa áheyrendum sínum
svo hugarhaldnir. Um leið kann
hún að vera ávöxtur reynsluvits
og þroska í millitíð. I millitíð er
Megas orðinn húshæfur i út-
varpi og kominn á gang í óska-
lögum. En skyldi samt ekki
nýja platan, eins og hinar fyrri,
vera þess umkomin að vekja
upp á móti sér hneykslun og
bræði og jafnvel heift úr ein-
hverjum stað?
Eins og fyrri plötur Megasar
reynist A bleikum náttkjólum
býsna fjölbreytt verk þegar á
hana er hlustað. Hitt er kannski
misskilningur að skáldskapur
(eða öllu heldur: skáldgáfa)
Megasar sé allténd jafn nýr og
hann sýnist nýstárlegur. Eins
og algengt er í skáldskap fer
hann að sínum hætti, undir
eigin lagi, með ýmis hefðbund-
in og klassísk yrkisefni og
skipar sér í ýmisleg hefðbundin
skáldleg gervi i söngvunum.
Saga úr sveitinni er til að
mynda pastóral, hjarð- eða
sveitasæluljóð að sínum kostu-
lega hætti, en í Ötumholt&hóla-
blús birtist skáldið í nútíma-
gervi hins klassíska bóhems
með vinu sína og flösku sér við
hönd og huga. Annað er alvöru-
gefnara eins og Fátækleg
kveðjuorð, undarlega einfalt
ástaljóð undir rómantísku
revíulagi. Ekki man ég dæmi
um ektari örvæntingu í nýlegri
ljóðlist en hér má nema í Para-
dísarfuglinum, undir tónlist
sem mér skilst að kallist púnk-
rokk, einhverju magnaðasta
ljóði sem ég hef lengi heyrt eða
séð. Þetta held ég að sé hvor-
tveggja nýtt hjá Megasi og þá
ekki síður hið dásamlega kvæði
um Orfeus og Evridís, sem að
svo komnu er fyrir minn smekk
metféð á plötunni. Þar fer
margt saman í senn sem vel
sýnir af hve margvíslegum
rótum skáldskapur Megasar
rennur; ölvísur, ástavísur og
hestavísur í skopfærðri og þó
um leið svo innilegri tilfinn-
ingalýrik sem leiðir hin klass-
ísku yrkisefni öldungis ný til
áheyrnar.
Vel veit ég að fánýtt er að
tilfæra texta Megasar einan
Bók
menntir
ÓLAFUR
JÓNSSON
Kjallarinn
Ólafur E. Einarsson
til. Það voru átök og yfirgangur
á borð við nefndar ráðstafanir,
sem urðu til þess, að Norður
Atlantshafsbandalagið (Nato)
var stofnað árið 1949. Víst er að
ótti V-Evrópubúa við yfirgang
Sovétmanna og óánægja með
Sameinuðu þjóðirnar, þar sem
fulltrúar Rússa beittu þá sí og
æ neitunarvaldi og felldu á
þann hátt hverja tillöguna af
annarri, sem til samvinnu og
friðar stefndi meðal þjóða
Evrópu, átti stærstan hlut í því
að Island gerðist aðili að
Atlantshafsbandalaginu við
stofnun þess, og allar götur frá
þeim tfma hafa Nato-ríkin haft
hersveitir staðsettar hérlendis.
Þótt mikill meirihluti
islensku þjóðarinnar sé
fylgjandi vestrænni samvinnu,
svo sem sannast hefur við
skoðanakönnun, þá er ekki
nema eðlilegt að ágreiningur
geti skapast manna á meðal
vegna hersetu i landi voru.
Auðvitað er það öllum ljóst, að
langvarandi herseta hjá
fámennri þjóð getur hæglega
haft truflandi og skaðleg áhrif,
sé ekki vel um hnútana búið.
Gildir þá einu, hvað mennirnir
heita og hvaðan þeir koma.
Árósir á ísland
Þvf var lengi haldið fram, að
hlutleysisyfirlýsing okkar væri
og ætti að vera okkar eina land-
vörn gegn ásælni annarra
þjóða. Hafi yfirlýsing um hlut-
leysi einhvern timann náð til-
ætluðum árangri, þá er það þó i
dag talin fjarstæða að hugsa sér
slíkt og raunar hlægilegt eins
og ástand í heimsmálum er nú.
A fyrri öldum, þegar ísland var
eitt einangraðasta land heims
og varnarlaust, þrátt fyrir að
við vorum undir danskri stjórn,
áttu sér stað hér margir
hrollvekjandi árekstrar og yfir-
gangur. Við skulum líta á
spjöld sögunnar: 1614, enskir
víkingar fara með ofbeldi og
ránum f Vestmannaeyjum í
tvær vikur, grönduðu ekki
fólki, en stálu klukkum Landa-
kirkju og messuskrúða öllum.
Tyrkjaránið 1627. Víkingar frá
Algeirsborg ræna fólki og
myrða. Námu þeir á brott allt
að 400 manns, myrtu 40 og
rændu miklum verðmætum.
1667-8 ganga víkingar á land í
Loðmundarfirði, rændu 3 bæi
>og urðu einum manni að bana.
1809: Bylting á Islandi. Bretar
koma á herskipi til Reykja-
vfkur, handtaka stiftamtmann
og lýsa yfir að lokið sé yfir-
ráðum Dana hér. Leiðtogi
byltingarinnar var JÖrgen
Jörgensen, danskur ævintýra-
maður. Byltingunni er þannig
lýst: Sunnudaginn 25. júnf um
það bil sem guðsþjónusta stóð
yfir í Dómkirkjunni, var settur
á flot stór bátur úr freigátunni
„Margaret and Ann“ og settust
12 skipverjar undir árar. Tóku
þeir fyrst danska skipið
„Orion“ herfangi og drógu upp
breska fánann, reru þeir sfðan í
land, en biðu f bátnum uns
guðsþjónustunni var lokið. Er
hringt var frá messu um
klukkan 2, komu 13 manns í
land, vopnaðir byssum og
korðum, tóku stiftamtmanninn,
eins og áður segir, og fluttu um
borð f freigátuna. Settu sfðan
nokkra vopnaða menn á vakt f
miðbænum og Jörgen
Jörgensen (Jörundur hunda-
dagakonungur) lýsti þvf yfir,
að hann væri hæstráðandi hér
til sjós og lands. Ætli þessi fáu
dæmi sýni mönnum ekki, hve
hlutleysisyfirlýsing eða
einangrun er lítils virði, þegar
ribbaldar eiga í hlut.
Hugsum okkur að iand okkar
væri alls óvarið og að
harðsnúnum hryðjuverka-
mönnum dytti í hug að tylla sér
hér niður. Varla mundu þeir
þurfa öllu fleiri menn til að
hernema landið en Jörundur
beitti fyrir sig og tæpast mundu
þeir sýna þá tillitssemi að bíða
með aðgerðirnar þar til að
lokinni guðsþjónustu, ef svo
stæði á, þegar þeir lentu hér,
eins og Jörundur karlinn gerði
þó.
Að þessum hugleiðingum
loknum skulum við lita á þær
staðreyndir, að hér eru erlend-
ar herstöðvar Natóríkjanna, og
að þær eru hér samkvæmt
samningi, sem samþykktur var
á Alþingi 1951 og undirritaður
var af þáverandi utanríkis-
ráðherra Islands, Bjarna Bene-
diktssyni og sendiherra Banda-
rfkjanna á Islandi.
Öðrum þjóðum
greitt aðstöðugjald
Mörg ár eru liðin sfðan fyrst
var farið að hugleiða þá
möguleika, að Natorfkin
greiddu aðstöðugjald hér t.d. i
formi uppbyggingar á vega- og
flugvallakerfi landsins. Ekki
hafa þessi sjónarmið fengið
hljómgrunn innan veggja
gömlu . stjórnmálaflokkanna.
Það mun hafa verið Aron
Guðbrandsson, sem fyrstur
manna þorði að standa fast á
þessari skoðun á opinberum
vettvangi og á hann þakkir skil-
ið fyrir þá einurð og festu, sem
hann hefur sýnt í þvf máli.
saman, ljóð og lag er hjá honum
óaflátanlega samfléttað og
stenst sjaldnast nema saman.
Samt get ég ekki að mér gert að
tilfæra hér niðurlag kvæðisins
til marks um sígilt yrkisefni i
nýrri meðferð — þótt hún sé
ekki öll fyrr en f flutningi:
Sólin kemur upp f austri
en f vestri sest hún niður
f dalnum þar sem ég opnaði
augun
f árdaga rfkir kyrrð og friður
hesturinn minn hann heitir
blesi
höfum við sömu lifað árin
ég held áfram en hún styttist
nú
óðum leiðin fyrir klárinn
blesi minn f brekkunni góðu
búinn er þér hvílustaður
einhvern tfma ái ég með þér
örþreyttur gamall vonsvikinn
maður
En þannig mætti lengi halda
áfram að telja og vitna um nýju
plötu Megasar og gömul og ný
skáldskaparefni og aðferðir
sem þar getur. Það þykir mér
liklegt að hér séu bókmenntir:
skáldskapur, sönglist sem betur
mun endast en margt sem
hærra kann að vera hampað á
markaðstorgi tómleikans.
Afstaða gömlu stjórnmála-
flokkanna er þvf undraverðari,
sem það er ljóst, að vestrænar,
vinveittar þjóðir hafa ekki
fúlsað við þeirri aðstoð undir
svipuðum kringumstæðum. Má
þar nefna Norðmenn, Grikki,
Tyrki, Spánverja, Portúgala og
ítali. Engin þessara nefndu
þjóða hefur sýnt það stærilæti
að hafna aðstoð til uppbygging-
ar og, velferðar sinna lands-
manna. — Er þvf stefna allra
gömlu flokkanna furðuleg. Ein-
hvern veginn finnst manni það
tilheyra vörnum landsins, að
lagt sé fullkomið og varanlegt
vegakerfi um landið allt og
byggðir traustir flugvellir.
Lftum snöggvast aftur til
áranna 1948-’53, en þá tók
fslenska ríkisstjórnin við 30.
milljón dollara gjöf frá Banda-
rfkjamönnum í gegnum
Marshall-hjálpina, án þess að
fúlsa við, og 8 milljón dollara
láni til 35 ára, svo til vaxtalausu,
og stóð þó hagur þjóðarinnar
betur þá en nú, þegar allt er að
sökkva f skuldafeni. Að vfsu
dundu fljótt yfir erfið ár þegar
aflabrestur varð á bolfiski og
síldin bókstaflega hvarf af
miðunum. Komu þessar
milljónir sér þá vel, enda voru
þær þá einnig vel nýttar til
eflingar atvinnuvegunum, t.d.
fór stór hluti til raforku-
kerfisins, byggingar áburðar-
verksmiðju, Sogs- og Laxár-
virkjana og ýmissa höfuðat-
vinnugreina landsmanna.
Hinn óttalegi
leyndardómur
Það má telja furðulegt, að
þeir hinir sömu menn, sem
tóku útréttum höndum við
Marshall-gjöfinni á sínum tfma,
skuli fáum árum síðar kúvenda
f þessum efnum og taka upp
einhvers konar þjóðrembings-
stefnu einmitt, þegar þeir
höfðu aðstöðu til að ræða og
semja við Natoríkin á jafn-
réttisgrundvelli. Þessi stefnu-
breyting þarfnast vissulega
skýringar og rannsóknar.
Um árabil hefur undir-
ritaður velt fyrir sér og reynt
að komast til botns f þvf, hver
ástæðan er fyrir stefnu stjórn-
málamanna okkar i þessum efn-
um. Akveðinn hóp þeirra er
hægt að skilja, nefnilega þá,
sem vilja Natosamtökin feig og
þjóðfélagskerfi okkar einnig.'
En þá, sem eru stuðningsmenn
vestrænnar samvinnu, er
erfiðara að skilja, þó þokast
nokkuð f rétta átt f þessu efni.
Við lestur margra greina' og
bæklinga, sem um þessi mál
fjalla og ennfremur viðræður
við fróða og skýra menn, bæði
hér og erlendis, hefi ég orðið
nokkurs vísari, og ég trúi því,
að fyrr en sfðar, fái ég viðun-
andi svar við spurningunni. —
Samt lft ég enn f dag á þetta
viðfangsefni, sem hinn óttalega
leyndardóm.
Ólafur E. Einarsson
forstjóri.