Dagblaðið - 11.11.1977, Blaðsíða 7

Dagblaðið - 11.11.1977, Blaðsíða 7
DAGBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. NÓVEMBER 1977. KYNÞATTAKUGUN: Suður-Afríka einangrast í íþróttum Nefnd á vegum Sameinuðu þjóðanna, sem kannað hefur kynþáttaaðgreiningu í íþrótt- um, mælti með því einróma í gær að þjóðir sem slíkt stund- uðu yrðu útilokaðar frá alþjóða- samskiptum. Alyktun nefndarinnar er sér- staklega beint gegn Suður- Afríku. Það er þó ekki sérstaklega tekið fram í tillögunni heldur tekið fram að hver sú þjóð sem mismuni kynþáttum verði rekin úr öllum alþjóðasamtök- um vegna íþróttastarfsemi. Áður en hægt er að telja áyktunina samþykkta af Sam- einuðu þjóðunum, verður að ræða hana og afgreiða á Alls- herjarþinginu. Þar er ekki talinn vafi á að hún verði samþykkt. t nefnd- inni, sem ályktunina gerði, var hiín samþykkt samhljóða. Kemur hún aðeins nokkrum dögum seinna en samþykkt öryggisráðsins um vopnasölu- bann á stjórn Suður-Afríku. t ályktuninni um íþróttasam- skipti er gert ráð fyrir að gerðar verði sérstakar ráð- stafanir gagnvart þeim íþrótta- hópum og einstökum iþrótta- mönnum sem ekki færu eftir væntanlegri samþykkt. Ákvæði eru um að hinir brotlegu ættu engan rétt á að- stoð frá alþjóðaíþróttasamtök- um, fengju ekki að taka þátt í keppni á íþróttavöllum og mættu ekki taka við neinum verðlaunapeningum eða al- þjóðaviðurkenningum. Nefndin gerir einnig ráð fyr- ir að allar olympíunefndir ríkja innan Sameinuðu þjóðanna geri ráðstafanir til að ekki fari fram keppnir gegn íþróttafólki frá Suður-Afríku. Fjórir Svíar íhass- leiðangri í Frakk- landi Fjórir ungir Svíar voru hand- teknir í gær í borginni Toulon í Frakklandi. Eru þeir sakaðir um fíknilyfja- smygl og að sögn frönsku lögregl- unnar fundust 110 kilógrömm af hassi I báti sem þeir komu á. Er talið að þeir hafi tekið hassið um borð í bát sinn i Gíbraltar en það var í 250 gramma töflum, sem vafðar voru innan í vatnsheldan dúk. Yfirvöld segja fíkniefnin af lé- legri tegund. Hassið væri frá Marokko og virði þess talið um það bil 450.000 dollarar eða jafn- virði um það bil 100 milljóna fs- lenzkra króna á svörtum markaði. Verðið sem Svíarnir greiddu fyrir vöruna er þó ekki talið vera nema jafnvirði tæpra 5 milljóna króna. Bifreiðastillingar NIC0LAI Brautarhotti 4 — Séni13775 Tilsölu: Búðargerði 4ra herb. sérhæð, suðursvalir, harðviðarinnréttingar, tvöfalt verksmiðjugler. Verð 14 millj- ónir, út. 9—10 milljónir. Granaskjól Mjög góð 4ra herb. íbúð um 113 ferm. Sérhiti, sérinngangur. Verð 10,5 milljónir, útb. 7—7,5 milljónir. Garðahreppur Húseign á stórri sjávarlóð. Hús- ið skiptist þannig: Stofa, eld- hús, 3 svefnherbergi og bað. Gott geymslurými í kjallara. Einnig um 40 ferm viðbygging. Teikning og nánari uppl. á skrifstofunni. Vesturberg Glæsilegt endaraðhús á einni hæð. Húsið er fullfrágengið. Utb. 12—13 milljónir. Langholtsvegur 3ja herb. íbúðarhæð, um 80. ferm, ásamt herbergi í risi. íbúðin er nýstandsett. Útb. 8 milljónir. Kaplaskjólsvegur 4ra herb. íbúð um 100 ferm á tveimur hæðum. Á hæðinni er stofa, svefnherbergi, eldhús og bað, 2 herbergi og snyrting í risi. Mjög góð íbúð. Útb. 7,5—8 milljónir. Álfheimar 3ja herb. íbúð um 95 ferm á 2. hæð. Útb. 7,5—8 milljónir. Hóaleitisbraut 4ra herb. íbúð um 117 ferm ásamt rúrrigóðu herbergi með snyrtingu I kjallara. Bílskúrs- réttur. Útb. 8.5 milljónir. Skipti á 3ja herb. íbúð æskileg. Rónargata 2ja herb. kjallarafbúð. Sérinn- gangur. Útb. 3 milljónir. Kleppsvegur 4ra herb. íbúð, um 100 ferm, á 6. hæð. Útb. 7,5—8 milljónir. Kaplaskjólsvegur" 3ja herb. íbúð um 100 ferm. Útb. um 8 milljónir. Akranes Nýbyggt einbýlishús um 138 ferm ásamt 46 ferm bílskúr. Húsið er að mestu leyti frá- gengið. Vel byggt og vandað að öllu leyti. Útb. 7,5 milljónir. Selfoss Einbýlishús um 120 ferm (Við- lagasjóðshús). Skipti á 4ra herb. íbúð í Reykjavík æskileg. Rigningar og vatnsflóð drógu mjög úr kusningaþátttoKu í New York á dögunum. A myndinni sést að mikið hefur rignt því maðurinn, sem er að tala í símaklefa, stendur nærri því upp í mitti í vatni. H il Bahamasveifla íVíkmgasal! Bahaniakynning 10.-16. nóvember í samvinnu við Flugleiðir hf. efnir Hótel Loftleiðir til Bahama- kynningar í hótelinu dagana 10. - 16. nóvember n.k. Framreiddur verður þjóðarréttur Bahamabúa, Conch fritters (skelfiskur). Hin víðkunna hljómsveit Count Bernadion kom beint frá Bahamaeyjum til þátttöku í þessari kynningu. Hljómsveitin flytur fjörug og fjölbreytt skemmtiatriði af þeim léttleika og lífsgleði, sem einkennir íbúa Karabísku eyjanna. Vinningur: Flugfar til Bahamaeyja fyrir tvo. Matarmiði gildir sem happadrættismiði. Vinningurinn.flugfar til Bahamaeyja fyrir tvo verður dreginn út 21. nóvember n.k. Spariklæðnaður Borðpantanir hjá veitingastjóra í síma 22321 HQTEL LOFTLEIÐIR

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.