Dagblaðið - 11.11.1977, Blaðsíða 19

Dagblaðið - 11.11.1977, Blaðsíða 19
DAGBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. NÓVEMBER 1977. 19 Fyrrverandi vinkona Ringós, söngkonan Linsey de Paul, og hann sjálfur. A þeim tíma sem myndin er tekin fékk hann orð á sig fyrir að vera mikill glaumgosi. virðist hann vilja láta það koma fram strax frá byrjun að hann sé aðalstjarnan, ekki einhver annar og það sé hann sem ráði. Hér í eina tíð var alltaf hægt að hlæja með Ringó því hann var mjög fyndinn og sagði brandara eins og að drekka vatn. En þetta er alveg horfið að því er virðist úr skapferli hans. Nú stekkur honum varla bros. Og falli honum ekki við vinnubrögð einhvers sem með honum starfar frystir hann þann mann einfaldlega úti. Þá er eins gott fyrir hann að fá sér aðra vinnu. Vit á seðlum Ringó var líka þekktur fyrir annað hér á meðan Bítlarnir voru og hétu. Það var lítið vit hans á peningum. Fyrrverandi fram- kvæmdastjóri fyrirtækis Bítlanna Apple, Ron Kass, hefur sagt að þeir Ringó og John Lennon hefðu aldrei getað skilið gildi peninga. Þeir vildu bara eyða því jafn- óðum sem þeir unnu sér inn. Þeir vildu helzt troða ferðatösku fulla af seðlum og halda eitthvað út í buskann. Eitt sinn ákvað Ringó að halda upp á afmælið sitt í Grikk- landi. En þangað mátti hann ekki sömdu lögin og hentu þeim á síðustu stundu i Ringó og sögðu honum að „tromma með“. Nú Elsie, móðir Ringós, talar ennþá um Richie eftir upphaflegu nafni hans. koma með nema takmarkað fé og það gat hann hreinlega ekki skilið. Málið lenti í hálfgerðum ógöngum þar sem útvega þurfti peninga eftir á þar sem hann var kominn i skuld við hótelið sem hann bjó á. Nú er Ringó hins vegar farinn að meta peninga og vill helzt lifa fremur sparlega miðað við það sem hann gerði áður. Flestum myndi þó líklega finnast kjör hans nokkuð góð þar sem hann flakkar vítt og breitt um heim- inn. Rótlaus Kass hefur sagt að Ringó lifi núna hálfrótlausu lífi. Hann á ekkert raunverulegt heimili. Hann býr að vísu i Monte Carló en það kallar Kass ekki heimili heldur hús sem búið er alls konar furðuhlutum, sem gerðir eru ein- ungis fyrir augað. . Kass telur þó mjög nauðsynlegt fyrir hann að koma sér upp heimili og grafa rætur sínar djúpt á einhverjum stað. Peningarnir Ringó hefur eins og áður hefur Núverandi vinkonan. Blöðin eru sífellt að skrifa um annað hvort væntanleg giftingaráform eða vinslit. verið sagt frá lært að skilja gildi fjármuna. Hann viðurkennir það núna að hann njóti þess að vera ríkur og þekktur. Þá gfeti hann til dæmis orðið sér úti um sæti á veitingahúsum þegar öðrum sé vísað frá. Hann rifjar þó upp með nokkr- um biturleika að peningarnir geri það að verkum að fólk hugsi um hann á annan hátt en það gerði fyrr. Hann nefnir sem dæmi að eitt sinn er hann hafði lokið sköla- námi átti hann erindi í gamla skólann. En þá mundi ekki nokkur maður eftir því að hann hefði svo mikið sem komið þar inn fyrir dyr. Nú er hins vegar mönnum sýndur stóllinn sem hann sal á og borðió stm hann sat við. Ringó telur að hann eigi auð- legð sfna fyllilega skilið. Það sé ekki sízt honum að þakka að Bítlarnir urðu það sem þeir urðu. Aldrei aftur En Ringó telur að Bítlarnir byrji aldrei saman á nýjan leik. Þeim hefur verið boðið gull og grænir skógar ef þeir gerðu það. „En við byrjuðum ekki saman vegna peninganna þá svo það er rangt að gera það núna. Við hófum að syngja saman af því að við höfðum þörf fyrir það. Nú er sú þörf ekki lengur fyrir hendi. Við höfum farið hver sína leið og eigum ekkert sameiginlegt lengur." DS þýddi og endursagði. w Frá 1. apríl gilda ný afsláttarfargjöld, sem viö köllum „almenn sérfargjöld”. þau eru 25 - 40% lægri en venjuleg fargjöld og eru eingöngu háö því skilyrði aó dvalartími erlendis sé lágmark 8 dagar og hámark 21 dagur (í flestum tilfellum). „ Almenn sérfargjöld” gilda allt áriö á flugleiöum frá íslandi til 57 staöa í Evrópu. 25-40% LÆGRI FARGJÖLD SEM GILDA ALLT ÁRIÐ flucfélac LOFTLEIDIR /SLAJVDS

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.