Dagblaðið - 11.11.1977, Blaðsíða 27
DAGBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. NÓVEMBER 1977.
21
ð
Utvarp
Sjónvarp
Útvarpið íkvöld kl. 19,35:
AKUREYRINGAR VIUA
EKKIMISSA Sin
LEIKHUS Leikhúsþáttur f rá Akureyri
Hinn nýi leikhússtjóri á Akureyri, Brynja Benediktsdóttir.
Leiklistarlíf á Akureyri
stendur með miklum blóma og er
leikhúsið á Akureyri eina at-
vinnuleikhúsið utan höfuðborg-
arinnar. Nýr leikhússtjóri var
ráðinn þangað í haust og er það
Brynja Benediktsdóttir og hefur
eiginmaður hennar, Erlingur
Gíslason, einnig lagt hönd á
plóginn í fyrsta viðfangsefni
leikársins. Er það söngleikurinn
Loftur.
Kl. 19.35 í kvöld koma þau
Brynja og Erlingur fram í út-
varpsþætti og fjalla um söng-
leikinn Loft.
Leikurinn er saminn með tilliti
til Akureyrar, sagði Brynja á sin-
um tima í samtali við DB.
Höfundur talaðs máls er Oddur
Björnsson. Kristján Árnason o. fl.
sömdu söngtextana en Leifur
Þórarinsson tónlistina. í leiknum
koma fram um tuttugu og fimm
manns, leikarar, söngvarar og
tónlistarmenn. Erlingur og
Brynja eru leikstjórar en
Erlingur leikur líka í leikritinu.
í því segir frá Lofti, ungum
manni, kærustunni hans og
móður Lofts og viðskiptum þeirra
við hin illu öfl í heiminum, sem
birtast í liki djöfulsins, eða djöfsa
eins og hann er kallaður i leikn-
um. Brynja sagði að djöfsi væri
Sjónvarp íkvöld kl. 20,35: Kastljós
A Sinfóníuhljóm-
sveitin rétt á sér?
Meginmál Kastljóssins í kvöld
verður að sögn Ómars Ragnars-
sonar umsjónarmanns Sinfóníu-
hljómsveitin. Rætt verður um það
hvort sú ágæta hljómsveit á yfir-
leitt nokkurn rétt á sér. Og það
Eftir Færevjaferð Sinfóníuhljómsveitarinnar var mikið um það rætt á
síðum hlaðanna að hún væri alltof dýr i rekstri fyrir svo fámenna þjóð.
í kvöld kemur í ljós hvort þeir sem vit hafa á telj'i að svo sé.
ekki eins og sá sem við þekkjum
úr þjóðsögunum, heldur miklu
nýtizkulegri djöfsi, sem minnti
nokkuð á Frankenstein kvik-
myndahúsanna.
Leikhúsið á Akureyri hefur átt
við mikla fjárhagsörðugleika að
striða á undanförnum árum því
umskipti frá áhugamannaleikhúsi
yfir í atvinnuleikhús eru
kostnaðarsöm. En nú hefur rætzt
úr þeim málum, meðal annars
með þvi að aðgöngumiðar á leik-
sýningar hafa verið seldir fyrir-
fram og er nærri uppselt á allar
frumsýningarnar í vetur, sem
verða líklega einar f jórar.
En Akureyringar vilja alls ekki
missa sitt leikhús, sagði Brynja 1
samtali við DB. A.Bj.
hverjir eiga að borga.
Ómar sagði að einhver tals-
maður menntamálaráðuneytisins
sæti fyrir svörum. Reynt verður
að fá sjálfan ráðuneytisstjórann,
sem situr í nefnd sem lagt hefur
fram frumvarþ um Sinfóníu-
hljómsveitina. Ráðuneytis-
stjórinn hefur hins vegar ekki
verið á landinu þannig að ekki er
víst að hann geti mætt. En
einhver talsmaður ætti þó að vera
tryggur.
Aðrir sem rætt verður við eru
talsmaður hljómsveitarinnar,
Helga Hjörvar, formaður banda-
lags íslenzkra leikfélaga, Sigur-
geir bæjarstjóri á Seltjarnarnesi
og Ingólfur Guðbrandsson fyrr-
verandi stjórnandi Pólýfón-
kórsins.
Spyrjandi með Ómari í þessum
hluta þáttarins er Stefán Edel-
stein tónlistarkennari.
S'únni hluti þáttarins fer svo í
umræður um Almannavarnir rík-
isins. Raktar vorða garnirnar úr
Guðjóni P'Uersen um starfsemi
þ"irra og tilgang.
-DS.
ARNAÐ HEILLA
Þann 3. sept voru gefin saman í
hjónaband af séra Ólafi Skúla-
syni í Bústaðakirkju Hrafn-
hildur Sigurðardóttir og
Antóníus Þ. Svavarsson.
Heimili þeirra er að Mariu-
bakka 10, Rvík. Ljósmynd
MATS, Laugavegi 178.
Nýlega voru gefin saman í
hjónaband af séra Jóni Auðuns
í Dómkirkjunni Linda Stefanía
de’LEtoile og Jón Gunnar
E$vardsson. Stúdíó Guðmund-
ar, Einholti 2.
Þann 2tj. ágúst voru gefin
saman í hjónaband af séra
Skirni Garðarssyni 1 Hjarðar-
holtskirkju Þóra Elíasdóttir og
Svavar Jensson. Heimili þeirra
er að Hrappsstöðum, Dalasýslu.
Ljósmynd MATS, Laugavegi
178.
Nýiega voru gefin saman í
hjónaband af séra Þorsteini
Björnssyni I Dómkirkjunni Hlif
Erlingsdóttir og Tómas
Rasmus. Heimili þeirra er að
Ránargötu 2, Rvík. Stúdíó Guð-
mundar, Einholti 2.
Þann 6. águst voru gefin saman
í hjónaband af séra Ölafi Skúla-
syni í Bústaðakirkju Birna
Rikey Stefánsdóttir og Birgir
Rúnar Eyþórsson. Heimili
þeirra er að Hraunbæ 118,
Rvík. Ljósmyndastofa Þóris.
Nýlega voru gefin saman f
hjónaband af séra Olafi Oddi
Jónssyni í Keflavíkurkirkju
Ástríður Guðmundsdóttir og
Jón Guðlaugsson. Heimili
þeirra er að Suðurvöllum 4,
Keflavík. Ljósmyndastofa
Suðurnesja.