Dagblaðið - 21.11.1977, Qupperneq 9
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 21. NÖVEMBER 1977.
9
Eldur í rishæð Kexverksmiðjunnar Frón:
Reykkafarar stungu
séríkófið
eftir gashylkjunum
—Sprenging f rá slípivél orsakaði mikið t jón
Reykinn lagði til himins í góða veðrinu og margir bæjarbúar héldu að um stórbruna væri að ræða. —
DB-mynd St.Nik.
Eldur varð laus í verksmiðju-
húsi Kexverksmiðjunnar Frón kl.
13.28 í gær. Var verið að vinna við
slípirokk í rishæð hússins er
sprenging varð og er ennþá ekki
fundin skýring á þeirri spreng-
ingu. Reykjarkófið lagði til
himins og sást lanet að og er
slökkviliðið kom á vettvang var
4€
Rishæðin var illa leikin eftir
brunann. — DB-mynd Hörður
Viihjálmsson.
kominn talsverður eldur i þak
hússins.
Starfsmenn sögðu þegar frá
gashylkium er á hæðinni voru og
hvar þau væru. Reykkafarar
lögðu inn á hæðina og annar
hópur þeirra rauf þakið. Var
tækjunum komið fyrst fram á
gang og síðan úr húsinu án þess
að til tíðinda drægi. Unnið var svo
að slökkvistarfinu bæði utan frá
og innan.
Mjög mikla skemmdir urðu á
rishæð hússins, er hún víða mjög
brunnin og þakið rifið á kafla.
Miklar skemmdir urðu einnig
af vatni og reyk og rann vatn m.a.
um alla stiga og ganga.
Kexbirgðir á efstu hæð fóru ekki
varhluta af vatnsflaumnum.
Reykskemmdir urðu einnig.
A.St.
Eldur og reykjarkóf
í dýrmætum kjallara
Á laugardag var; slökkvilið lagði af mikinn reyk. við þau verðmæti sem í húfi voru
kallað að Matstofu Austurbæjar Slökkviliðið réð fljótlega niður- því í þessum kjallara hafa og
að Laugavegi 116 kl. 10.04. Var þá lögum eldsins og varð ekki mikið birgðageymslur bæði SS-búðin,
eldur laus í kjallaraherbergi, þar tjón af honum en reykur fór víða sem í þessu húsi, er , svo og
sem er kjötvinnsla fyrir matstof- um og kann að hafa valdið sportvöruverzlunin Sportval.
una. Hafði eldurinn komizt í milli skemmdum.. ASt.
í gluggalausum kjallaranum og Tjón er ekki talið mikið miðað
Keiluspilsbrautirnar farnar
utan og komnar aftur
—einstakir f lutningar á sölugóssi af Vellinum
Eins og skýrt var frá i Dag-
blaðinu í sumar er leið, var fyrir-
hugað að settar yrðu upp keilu-
spilsbrautir í Kópavogi þegar
haustaði. Það sem fréttnæmt var
við brautir þessar var það að
Varnarliðið á Keflavíkurvelli átti
þær en var að endurnýja þær og
fá nýjar frá fyrirtækinu AMF i
Bretlandi. Brautirnar átti að
selja upp i nýju brautirnar og
síðan ætluðu Islendingar að flytja
þær inn á nýjan leik. Brautirnar
voru því ekkt boðnar sölu varnar-
liðseigna eins og venja er með
góss af Keflavíkurflugvelli, sem
flutt er inn tollfrjálst.
Það var haft eftir Alfreð Þor-
steinssyni forstjóra Sölu varnar-
liðseigna í sumar að eðlilegur
gangur þessara mála va'ri að
þessar vörur væru fyrst boðnar
Sölu varnarliðseigna til kaups.
Það væri þvi einsdæmi ef þessi
háttur yrði hafður á.
Dagblaðið hafði samband við
annan kaupenda brautanna, Birgi
Þórisson, og spurði hann um gang
mála. Hann sagði að brautirnar
hefðu farið út og síðan verið
fluttar aftur til landsins. Hins
vegar væri búið að leigja
húsnæðið, sem þeir höfðu auga-
stað á í Kópavogi, þannig að þeir
biðu eftir hentugu húsnæði.
Brautirnar eru tilbúnar til upp-
setningar og stefnt er að því að
koma þeim upp hið fyrsta.
JH
Vinnuvélar til sölu--------------
Traktorsgrafa MF 70 74.
Jarðýta CAT 6C 74.
Grafa BR0YT X2b. ’69.
Vegna sölu va'itar vitiriuvélar á söluskrá.
MARKAÐSTORGIÐ - SÍMI28590-
ÚTBOÐ
Rafmagnsveitur ríkisins óska eftir
tilboðum í 35 háspennulínumöstur
fyrir austurlínu, samtals um 120 tonn
af heitgalvanhúðuðu stáli.
Útboðsgögn fást afhent á skrifstofu
Rafmagnsveitna ríkisins Laugavegi
116 Rvk frá og með 21. nóv. 1977.
Tilboðum skal skilað á sama stað í
síðasta lagi fyrir hádegi þriðjudaginn
20. des. 1977.
Tilboðin verða opnuð kl. 14 sama dag.
Rafmagnsveitur ríkisins
Laugavegi 116 — Reykjavík
Dömurathugið
Leikfimi—sauna — Ijós og nudd
Vigtun og kiírar fyrirþær sem vilja.
Hressið ykkur upp fyrir jólaannimar.
Sími42360eftir kl. 2 e.h.
alla virka daga nema fósiudaga
Innritun fyrir janúamámskeiðin hafin —
Símar86178og43724
tfeá
HeilsurœktiaHEBA Auðbrekku 53 sími 42360
Yngsti frambjóðandinn í
prófkjörinu:
Gunnar Jónasson
Það er ennþá tækifæri fyrir unga og
aldna að greiða yngsta frambjóðand-
anum í prófkjöri Sjálfstædisflokksins
atkvæði. Gunnar hefur ekki einungis
áhuga fyrir málefnum ungs fólks
heldur vill hann heils hugar beita sér
fyrir bættum aðbúnaði eldri borgar-
anna.
S^uð'iiigr.mei'1