Dagblaðið - 21.11.1977, Síða 12

Dagblaðið - 21.11.1977, Síða 12
12 DAGBLAÐIÐ. MANUDAGUR 21. NÓVEMBER 1977.^ Blátt f reyðibað á Kópaskeri — Um Ijóðabók Jóhanns Hjálmarssonar ,Frá Umsvölum, útg. Hörpuútgáfan, 130 bls. Bók menntir r m AÐALSTEINN ■c INGÓLFSSON i Mikið hefur verið rætt og ritað um hugtakið „opið ljóð“ meðal skálda og gagnrýnenda hér á landi síðustu árin, en þó hefur engum tekist að skil- greina þetta fyrirbæri til hlítar. Kannski sættast menn aldrei á ákyeðna útlifun þess. En ég held að við getum verið sammála um að ljóólist af þessu tagi sé fyrst og fremst afsprengi þessarar aldar. Fyrir 20stu öldina voru ljóðskáld yfirleitt sátt við að ítreka hið sérstaka eðli ljóðlistarinnar. Hún laut eigin reglum, óskyld- um öðrum bókmenntagreinum, og hún var Ijóðskáldum tæki til að höndla, skilgreina og skilja hið yfir-veraldlega — breyta hinu hvunndagslega í hátíð. A tuttugustu öldinni fóru lista- menn mörgum greinum að efa það að hægt væri að aðskilja hina ýmsu þætti mannlegrar tilveru og héldu því fram að hún væri öll vatn á myllu hins skapandi manns. Ljóð úr strœtinu í myndlist fóru fútúristar, Duchamp og aðrir dadaistar að innlima hversdaglega hluti og jafnvel drasl í verk sín, í tónlist fóru menn eins og Russolo og allt til John Cage að hljóðrita alls kyns hávaða strætisins og fella inn í tónverk sín og í bók- menntum fóru höfundar eins og Mayakovsky.Cendras, Pound og Eliot að nýta slengi, uþp- hrópanir, hversdagsatburði og tilvitnanir í skýrslur eða þá önnur og eldri skáld. Þessi þróun hefur haldið áfram allar götur síðan og þá í rykkjum fremur en óslitið. Það tímabil ,,úthverfrar“ Iistar, sem við lík- lega þekkjum best, eru árin 1950-65 í Bandaríkjunum, tími Beat-skáldanna Ginsburg og Kerouac, hávaða-verka John Cage og popplistar. Þetta er því ekki ný bóla úti í heimi og ekki að heldur í íslenskum bók- menntum. Glöggt má t.d. sjá tilburði i þessa átt í ljóðum Hannesar Sigfúss. Jóns úr Vör, Jónasar E. Svafár ogThors Vilhjálmssonar. Nú virðist þessi alda hafa risið aftur og er nú hugtakið ,,opið ljóð“ oftast nefnt í sambandi við nýjustu bækur þeirra Jóhanns Hjálmarssonar og Matthíasar Johannessen. Ljóð eða annóll Þar er reynt á látlausan hátt að draga fram hversdagsveröld skáldsins og nær engin tilraun gerð til að standa utan við efnið, vega það og meta, ólíkt því sem gerist í ljóðum þeirra skálda íslenskra sem getið er hér að ofan. En er þetta breyting til batnaðar? Eftir lestur nýjustu bókar Jóhanns Hjálmarssonar, Frá Umsvölum, læðist að mér nagandi efi. Eg er nefnilega enn á þeirri skoðun að ljóð- skáld (og Frá Umsvölum er skilgreind sem ljóðabók á saur- blaði) beri mikla ábyrgð gagn- vart því efni sem þeir fjalla um. Þeir eru hvorki annálaritarar eða sögumenn, heldur umskap- endur sem leita að kjarna þess sem þeir sjá í kringum sig og gera að yrkisefni. Þeir geta varla leikið hina ,,píkaresku“ söguhetju og sagt sem svo: Ég er ljóðskáld og því hlýtur allt sem gerist í lífi mínú að vera ljóð. Ljóðskáld verður að greina aðalatriði frá auka- atriðum og fella síðan aðal- atriðin í heillegan stakk. Hann má vera ermalangur, skósíður og stagbættur, svo framarlega sem lesandinn sér hann. í bók Jóhanns, Myndin af langafa, var stakkurinn uppgjör skálds- ins við Stalín og sá sársauki sem fylgdi siðaskiptum þess og þau innskot og þær frásagnir sem þar komu inn í virðust styðja þessa listrænu heild. Á villigötum í Frá Umsvölum á lesandinn hins vegar erfitt með að skynja þungamiðjuna. Felst hún í sögunum af því ágæta fólki sem býr á ofangreindum Umsvölum? Felst hún í skynjun skáldsins á mannlífi norður á Kópaskeri eftir jarðskjálftana? Bæði viðfangs- efnin eru óneitanlega sérstök. Þarfnast þau því ekki sér- stakrar meðferðar? Hér sýnist mér hinn látlausi hversdagsstíll höfundar leiða hann á villigötur. Hvort er mikilvæg- ara, fyrir textann og okkur: Regína sprautar og talar við fólk sem er veikt eða heldur að það sé veikt eða það sem fylgir á eftir: Eg ætla í blátt freyðibað. í morgun keypti ég margar pilsnerflöskur í Kaupfélaginu. Enginn varð hissa. „So what“ hefði Ezra Pound sagt. Kannski er aðeins um sjónarmun að ræða í þessu tilfelli, en þó mundi ég segja að líknarstörf Regínu væru verðugra viðfangsefni en freyðibað Jóhanns. Þannig ganga á víxl lýsingar er sýnast efni í góð ljóð, nöfn er hvergi eru melt (García Lorca, Che Guevara, Ben Bella, Kennedy, Johnson, Sverrir Haraldsson, Flóki, Hagalín, Soffía Loren, Maó, Theodorakis, Mailer, Bellow o. fl. o. fl.) og svo frásagnir sem okkur finnst okkur ekki koma nokkurn skapaðan hlut við — og þar með er allt þetta lagt að jöfnu. Hér finnst mér Jóhann bregðast hinni siðferðilegu og listrænu skyldu hvers ljóðskálds —skyldu sem hann sjálfur hefur sinnt svo ágæt- lega í fyrri ljóðabókum sínum, — þ.e. að draga ályktanir og byggja á þeim ályktunum eigin mannúðarstefnu. Við eigum nóg.af annálariturum en fá góð ljóðskáld. Ur þeim hópi megum við ekki missa Jóhahn Hjálmarsson. ALÞÝÐUBANDALAGIÐ Vetrarvertíð stjórnmála- manna er hafin. Fyrsti róðurinn var faeinn í sjónvarpi þegar formenn þingflokka leiddu saman hesta sína. Raunar er þetta ekki rétt orðalag. Þarna var á ferðinni gömul grammófónplata sem orðin er svo slitin að megin- þorri þjóðarinnar flýr af hólmi þegar hún er sett á fóninn. Ef mál þessara stjórnmálamanna væri skrifað niður væri það eins og fundargerð í mælskulist á grunnskólastigi. Enginn hafðf neitt fram að færa, nema fulltrúi Alþýðubandalagsins. Fulltrúi Alþýðubandalagsins vildi láta lækka vexti eða alla- vega ekki hækka þá. Þetta vakti til umhugsunar um ástand mála á Alþýðubandalagsbænum. Alþýðubandalagið mun hafa um tvö þúsund félagsmenn flokksbundna. Atkvæðamagn þess í síðustu kosningum var hins vegar um tuttugu þúsund. Það gefur því auga leið að margur óflokksbundinn kjósandi kýs flokkinn vegna trausts á forustu hans og stefnu. Það er líka augljóst að und- anfarna mánuði hefur banda- lagið haft byr. Þetta sést best á því að í umræðum manna hefur komið fram sú skoðun að bandalagið bætti við sig einhverjum þingsætum í komandi kosningum. Þessum skoðunum hafa andstæðingar bandalagsins fyrst og fremst imprað á. Stuðningsmenn hafa verið bjartsýnir en varkárir I orðum. Þeir hafa beðið eftir tillögum bandalagsins um lausn vandans. Hverju vill það breyta og hvernig vill það breyta? Þrátt fyrir lestur málgagna bandalagsins hefur ekki verið hægt að koma auga á neinar raunhæfar tillögur. Ekki hefur verið stungið upp á neinni til- færslu fjármuna frá hinum raunverulegu peningamönnum til hinna verr settu. Engar til- lögur um skattamál til að loka einhverjum götum. — Engar tillögur um að halla aftur bakdyrahurð útgerðarmanna og atvinnurekanda annarra. — Engar tillögur um lausn verðbólgu eða aðra þætii í rekstri þjóðfélagsins. Þetta þykir stuðningsmönnum banda- lagsins ekki gott. Þeir vilja svo gjarnan hafa eitthvað annað í höndum í komandi kosninga- baráttu en innantóm slagorð og áratuga gamlar upphrópanir. Það stendur aldrei neitt í stað og allra síst þjóðfélags- þróun. Þó að langur og linnu- laus heimskuáróður dagblaða ætti að vera búinn að slæva öll skilningarvit almennings, þá er það ekki. Fólk bíður eftir raunhæfum tillögum sem tengja má við raunverulegar staðreyndir. Það væri tilbúið í miklum mæli að fylkja sér um stefnu sem komið gæti þjóðfélaginu af því geðveikiplani sem það hefur þróast * á undanfarin ár. Ötrúlegasta fólk hefur beðið Kjallarinn Hrafn Sæmundsson efti'r þvi að forusta Alþýðubandalagsins mótaði slíka stefnu í krafti síðasta kosningasigurs síns. Þetta fólk hrökk óskaplega við í fyrr- nefndum sjónvarpsþætti þegar fulltrúi bandalagsins hafði það \ helst til mála að leggja að færa til fjármuni frá sparifjáreig- endum til atvinnurekenda og braskara. Undanfarin ár hefur tugum milljarða verið rænt frá þessum aðilum. Hér hljóta stuðningsmenn bandalagsins að staldra við. Hvað er að gerast? Hverjir móta stefnuna? Eini aðgangur að upplýsingum eru málgögn bandalagsins. Þar er ekkert að finna. Stuðningsmenn Alþýðu- bandalagsins hljóta að fylgj- ast með því hverjum verð- ur falin forusta í komandi kosningabaráttu. Verða settar á fóninn allar gömlu plöturnar eða verður þeim fjölda ungra bandalagsmanna, sem bæði vilja og geta mótað stefnuna í efnahagsmálum, falin forusta? Alþýðubandalagið hefur í röðum sínum og stuðnings- manna sinna mikla þekkingu og framkvæmdaþrótt. Gæfa þess og gengi veltur á því að það virki þetta afl nú, þegar þjóðfélagið er í sárum og áður en það verður of seint. Hrafn Sæmundsson prentari.

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.