Dagblaðið - 21.11.1977, Side 14

Dagblaðið - 21.11.1977, Side 14
14 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 21. NOVEMBER 1977. Nú ætti enginn að þuría Jólaplötuflóðbylgjan er nú komin vel af stað, sízt minni að vöxtum en í fyrra. Dagblaðinu telst svo til að plöturnar verði alls 27 talsins sem koma út áður en fa'ðingarhátíð frelsarans gengur í garð. Þegar svipað yfirlit var tekið saman um þetta leyti i fyrra varð niðurstaðan 25 plötur, en þá áttu nokkrar eftir að koma. Svo kann einnig að vera að þessu sinni en þó mun listinn vera mjög nærri því að vera tæmandi. Allir munu vera sammála um það að sala íslenzkra hljómplatna er öllu dræmari nú en á síðasta ári. Þrátt fyrir það virðast út- gefendur hvergi bangnir og senda frá sér hverja plötuna af annarri fyrir þessa mestu verzlunarhátíð landsins Stór plata kostar nú út úr búð 3.480 krónur en eldri plötur eru seldar á 3.100 kr. í fyrra kostuðu plöturnar 2.500 krónur. Hækkunin nemur því tæpum þúsundkalli. Útgáfufyrirtækin sem taka þátt í slagnum að þessu sinni eru.tólf talsins. Sum fyrirtækin gefa út eina hljómplötu en sú stærsta sendir frá sér sjö titla. Fjöldi útgáfanna mun vera svipaður og í fyrra. Sjö plötur frá SG hljómplötum. SG-hljómplötur eru stærsti útgefandinn fyrir þessi jól eins og þau síðustu. Sjö plötur koma nú út hjá útgáfunni. Nokkrar eru þegar komnar á markaðinn, aðrar eru á leiðinni. Fyrst skal telja hljómplötu með hljómsveitinni Lúdó og Stefáni. Plata þessi er eins uppbyggð og sú sem kom út með hljómsveitinni í fyrra. Tekin eru fyrir gömul erlend lög sem nutu flest vinsælda í kringum 1960. Má þar nefna lögin Birds And The Bees, Will You Still Love Me Tomorrow og You’re Sixteen, svo að nokkur séu nefnd af þeim tólf sem eru á plötunni. Þá skal nefna plötuna Jörundur slær í gegn. Þar er á ferðinni eftirherman landskunna Jörundur Guðmundsson. Hann flytur á plötunni nokkra gamanþætti eftir Spóa og syngur auk þess þrjú lög. Að sjálfsögðu notar hann ekki eigin rödd við sönginn heldur bregður fyrir sig Geir Hallgrímssyni, Ólafi Jóhannessyni og Halldóri E. Sigurðssyni. Stóra barnaplatan er samansafn 24ra barnalaga, sem komið hafa út hjá SG- hljómplötum á undanförnum árum. Til að gefa smáhugmynd um fjölbreytnina má nefna lög eins og Hláturinn lengir lífið, Hvar er húfan mín? Sól, skín á mig, Sagan af Gutta og Folaldið mitt, hann Fákur. Gísli Rúnar Jónsson sendir frá sér plötuna Blessad stríðið sem gerði syni mína ríka. Þar lof- syngur Gísli hernámsárin sem hann telur reyndar að sé ekki lokið enn. Líki kaupendum ekki tónlistin á plötu Gísla geta þeir gamnað sér við að skoða umslag plötunnar. Þar bregður hann sér í allra stríðskvikinda líki ásamt nokkrum ástandsmeyjum og gangandi vegfarendum. Arlegur viðburður hjá SG hljómplötum er að senda frá sér hljómplötu með söng íslenzks einsöngvara. Að þessu sinni varð fyrir valinu leikarinn og söngv- arinn Jón Sigurbjörnsson. Önnur plata fyrir svipaðan hlustendahóp kemur einnig út hjá útgáfunni. Þar eru Leikbræður á ferðinni. Lögin á þeirri plötu eru sum hver komin til ára sinna, — en gamlar upptökur með kvartettinum sem búið er að dubba upp á. Loks skal getið hinnar eigin- legu jólaplötu SG-hljómplatna. Hún er byggð upp með svipuðu sniði og plötur Fjórtán fóst- bræðra voru á sínum tíma, það er að lögin eru tekin saman í syrpur — Flytjendur þeirra eru hver úr sinni áttinni. Svavar Gests auglýsti á sínum tíma eftir fólki til að syngja á plötunni, Magnús Ingimarsson valdi síðan úr og stjórnar kórnum auk þess sem hann útsetti tónlistina. Lögin á þessari plötu hafa velflest komið áður út á íslenzkum hljómplötum. Fjórar plötur fró Fólkanum hf. Tvær þeirra fjögurra hljómplatna sem Fálkinn stílar á jólamarkaðinn eru komnar út, — hinar eru væntanlegar á næstu dögum. Það var hljómsveitin Mannakorn sem reið á vaðið með plötu sína I gegnum tíðina. Öll lög á plötunni eru eftir gltarleikara hljómsveitarinnar, Magnús Eiríksson, og einnig allir Arni Tryggvason fer með hlut- verk pabbans á plötunni um Emil í Kattholti. textarnir nema einn — Ræfils- kvæðið eftir Stein Steinarr. í gegnum tíðina er önnur platan sem Mannakorn gerir. Hljóm- sveitina skipa, auk Magnúsar, Pálmi Gunnarsson, Baldur Már Arngrímsson og Björn Björnsson. Nú um helgina kom út platan Eintak. Þar syngur Bergþóra Arnadóttir ellefu lög eftir sjálfa sig við texta úr ýmsum áttum. Með Bergþóru leika á plötunni þeir Kristján Guðmundsson, Pálmi Gunnarsson, Sigurður Karlsson, Birgir Guðmundsson og Baldur Már Arngrímsson, sem jafnframt stjórnaði upptökunni. A ströndinni nefnist hljóm- plata með Herbert Guðmundssyni söngvara. Á henni syngur hann lög eftir sjálfan sig. — Herbert söng fyrr á árum með hljóm- sveitinni Eik, Pelican og Dínamit, en hefur ekki verið í sviðsljósinu unt nokkurt skeið. Loks skal getið plötunnar Björk með ungri stúlku, Björk Guðmundsdóttur. Hún flytur lög úr ýmsum áttum, þar á meðal eitt eftir sjálfa sig. Umsjón með gerð plötunnar höfðu þeir Pálmi Gunnarsson og Sigurður Karls- son. Halli og Laddi hjó Hljómplötuútgáfunni Hljómplötuútgáfan hf., sem varð tveggja ára gömul í síðustu viku, sendir þrjár plötur frá sér á jólamarkaðinn. Sú fyrsta sem kemur til landsins er Fyrr má nú aldeilis fyrrvera með grínkörlun- um Halla og Ladda. Þeir bræður fara þar á kostum eins og fyrri daginn og flytja efni, sem þeir hafa samið sjálfir við erlend og innlend lög — Þau innlendu eru þrjú, reyndar öll eftir Ladda sjálfan. Jólastrengir nefnist hin eiginlega jólaplata fyrirtækisins. Þar kemur fram fjöldi fólks, bæði söngvarar og hljóðfæraleikarar. Sem dæmi um söngvara má nefna Vilhjálm Vilhjálmsson, Ruth Reginalds og Berglindu Bjarna- dóttur. Karl Sighvatsson annaðist útsetningar á lögunum sem mörg hver hafa komið út áður á íslenzk- um hljómplötum. Þriðja platan frá Hljómplötuút- gáfunni hf. er safn beztu laganna af tíu fyrstu plötum fyrirtækisins. Safn þetta nefnist Bara það bezta. Steinar senda fró sér A vítamín Steinar hf. senda frá sér tvær plötur fyrir þessi jól. Sú fyrri er komin út fyrir nokkru, — plata Dúmbó og Steina. Hljómsveitin leikur þar nokkur lög frá blóma- skeiði sínu á síðari hluta sjöunda áratugsins. Til viðbótar eru síðan nokkur ný lög á plötunni eftir Finnboga Gunnlaugsson gítar- leikara Dumbó og Jóhann G. Jóhannsson tónlistarmann og málara. Seinni platan frá Steinum hf. mun bera það frumlega nafn A+. Flytjendur hennar eru hljóm- Samsafnsplata með lögum Lonli Blú Bojs frá 1974-76 kemur á markaðinn seinna geta allir sungið Heim i Búðardal yfir hátíðarnar. þessari viku. Nú 1 m •|!f í| ViJ H t i f i'í ll t 1 fíj m |1 S ■ i 11«1 Hijómpíötuútgefe koiann þráttfyrir sveitin Fjörefni. Uppistaða hennar eru þeir félagar Jón Þór Gislason og Páll Pálsson, sem samið hafa öll lög plötunnar og eiga stóran hlut í textum. Aðrir í Fjörefni eru Nikulás Róbertssorí, Jóhann Þórs- son og Eikarmennirnir Tryggvi Híibner og Ásgeir Óskarsson. önnur hlið plötunnar er undirlögð Iögum um Hallæris- planið margfræga, en á hinni eru yrkisefnin ýmiss konar, svo sem læralækurinn og þú. Bókaútgófan Iðunn með tvœr plötur Báðar plóturnar sem Iðunn gefur út fyrir jólin eru komnar út fyrir nokkru. Fyrst skal þar telja plötu Megasar, A bleikum náttkjólum. Þetta er fjórða plata Megasar og sú fyrsta sem Iðunn gefur út með honum. Lista- maðurinn er löngu orðinn þjóð- kunnur fyrir ádeilur sínar og skopskyn, svo að óþarfi er að fjölyrða hér um efni plötu hans. Spilverk þjóðanna lék inn á Á bleikum náttkjölum með Megasi og á stóran þátt í því, hve vel platan er heppnuð. Ut um græna grundu nefnist nýja Vísnabókarplatan. Að henni standa sömu menn og síðast, það er Gunnar Þórðarson, Björgvin Halldórsson og Tómas Tómasson. Er ákveðið var að gera nýja plötu úr Vísnabókinni, fengu þeir eina skipun frá útgáfunni: Gerið betri plötu en síðast. — Það hefur tekizt. Fyrri Vísnabókarplatan, Einu sinni var, hlaut beztar viðtökur allra þeirra hljómplatna sem út komu fyrir síðustu jól, — seldist í um 18.000 eintökum. Aðstandendur plötunnar Gamlar góð flytja lög eins og Nú liggur vel á mér, Ýmir býður upp ó gamlar lummur Ymir, hljómplötuútgáfa Gunn- ars Þórðarsonar, sendir frá sér eina hljómplötu að þessu sinni. Sú nefnist Gamlar, góðar lummur. Flytjendurnir nefna sig I.umrnur og þau eru Ólafur Þórðarson, Valur Emilsson, Linda Gísladóttir, Ragnhildur Gísladótt- ir og Jóhann Helgason. Lögin á plötunni hafa öll komið út áður og nutu mikilla vinsælda fyrir nokkrum áratugum. Nægir að nefna lög svo sem Bisa í Dala- kofanum, Anna í Hlíð, Lóa litla á Brú og Nú liggur vel á mér. Það er hljómplötuútgáfan Steinar sem annast dreifingu Lummanna.

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.