Dagblaðið - 10.12.1977, Blaðsíða 23
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 10. DESEMBER 1977.
(t
Útvarp
23
Sjónvarp
D
Sjónvarp á laugardag kl. 16,30:
FIMLEIKASÝNING 0G FLEIRA GÓÐGÆTI
Aó vanda verður íþróttaþáttur
á dagskrá sjónvarpsins í dag kl.
16.30 og er Bjarni Felixson um-
sjónarmaður hans. Sýnd verður
m.a. mynd frá brezka rallakstrin-
um (RAC) og tekur sýning
hennar um það bil 15 mínútur.
Einnig mun Bjarni spjalla við tvo
meðlimi Bifreiðaíþróttaklúbbs
Reykjavíkur. Voru þessir menn
staddir í Bretlandi er rallakstur-
inn fór þar fram og fylgdust þeir
væntanlega með af miklum áhuga
þar sem Bifreiðaíþróttaklúbbur
Reykjavíkur hefur mikinn áhuga
á að halda áfram rallakstri á
4slandi. Þá verður einnig sýndur
landsleikur i blaki milli íslend-
inga og Færeyinga en þessi leikur
fór fram í gærkvöldi. Að lokum
verður klukkutíma dagskrá frá
fimleikasýningu í Laugardalshöll
sem Fimleikasamband íslands og
íþróttakennarafélag Islands
stóðu fyrir sl. sunnudag. Fim-
leikafólk víðs vegar af landinu
tók þátt i þessari skemmtilegu
sýningu, s.s. frá Vestmanna-
eyjum, Reykjum í Hrútafirði,
íþróttakennaraskólanum Laugar-
vatni og fleiri skólum. Laugar-
daginn 17.' desember verður
framhald á þætti þessum og mun
sýning hans einnig taka u.þ.b.
eina klukkustund.
Kl. 18.55 verður svo enska
knattspyrnan á dagskrá og eru
það lið Derby County og Manch.
United sem keppa að þessu sinni.
rk.
Sjónvarp á sunnudagskvöld kl. 19,00:
Ekki eingöngu fyrir byrjendur
„Það virðist vera nokkuð fit-
breiddur misskilningur méðal
fólks að þessi þáttur sé eingöngu
ætlaður byrjendum í skáklist-
inni,“ sagði Friðrik Ólafsson
okkur um þátt sinn Skákfræðsla
sem er á dagskrá sjónvarpsins í
dag kl. 19.00. Friðrik sagði þann
misskilning líklega hafa komið til
vegna þess að hann byrjaði á því
að kenna mannganginn. Fyrir
u.þ.b. fjórum árum hafði Friðrik'
umsjón með skákþætti fyrir
byrjendur í sjónvarpinu og má
þvi segja að þessir þættir séu
nokkurs konar framhald af þeim
þáttum og því allt eins ætlaðir
þeim sem lengra eru komnir í
skáklistinni. Friðrik styðst við
kennslubók í skák eftir sovézkan
skákmeistara, Alexander
Koblenz, sem nýkomin er út í ísl.
þýðingu á vegum Skákprents, en
hann var þjálfari og aðstoðar-'
maður Tals fyrrverandi heims-
trieistara í skák. Kaflarnir L
kennslubók Koblenz eru fulllang-
ir og hefur Friðrik því tekið það
ráð að fara ekki eftir þeim í einu
og öllu heldur styðst hann við
efni þeirra og bætir ef til vill inn í
eftir eigin brjósti. Sagðist Friðrik
vona að þættir þessir gæfu góða
rauri og sagðist hann vita til þess
að margir fylgdust reglulega með
þeim.
rk.
1»
Umsjónarmaður Skákfræðslu er
Friðrik Ólafsson.
Sjónvarp á sunnudagskvöld kl. 20,45:
Kvenlegur og
léttur fatnaður
Nok_______ ____________ ___________
vetrartizkunni ’77-’78 í sjónvarpinu í kvöld.
Hvernig skyldi nú tízkan vera í vetur? Við fáum einmitt svar við
þeirri spurningu í sjónvarpinu í kvöld kl. 20.45 en þá munu 9 stúlkur
úr Karonsamtökunum undir stjórn Pálínu Jónmundsdóttur sýna okkur
það nýjasta í vetrartízkunni ’77-’78.
Páiína tjáði okkur að um 15 verzlanir hefðu lánað fatnað til sýningar-
innar og er hann bæði innlendur og erlendur. Áherzla mun lögð á að
sýna sem bezt hvers konar efni eru í fatnaðinum og áferð þeirra. Þá
mun einnig sýna töluvert af skófatnaði. Pálína sagði að engin ein lína
rfkti í tízkunni í dag, allir gætu fundið eitthvað við sitt hæfi og verið í
tízkunni. Áherzla er lögð á kvenleg, létt og mjúk efni og mikið er um
stórar og viðar flíkur s.s. stórar peysur og mussur. Litasamsetning er
fjölbreytileg og þar sem þátturinn er í lit verður hann áreiðanlega
meira spennandi fyrir vikið. Kynnir i þættinum verður Magnús
Axelsson og stjórn upptöku er í höndum Egils Eðvarðssonar.
EUert B. Schram var endur-
kjörinn formaður KSÍ og mun
Hermann Gunnarsson ræða við
hann í íþróttaþættinum í kvöld.
UMSJÓN:
Ragnheiður
Kristjánsdóttir
Hljóðvarp á sunnudagskvöld kl. 22,10:
Helztu íþróttavið-
burðir helgarinnar
„Arsþing Knattspyrnusam-
bands Islands var haldið ilm
síðustu helgi og mun ég fá Ellert
B. Schram til þess að segja frá
þessu þingi,” sagði Hcrmann
Gunnarsson okkur, en hann er
með þátt um íþróttir á dagskrá
útvarpsins kl. 22.10 í kvöld. Er
þetta í fyrsta skipti sem þingið er
haldið utan Reykjavíkur en það
var haldið á Hótel KEA á Akur-
eyri. Ellert B. Schram var endur-
kjörinn formaður sambandsins.
Þá mun greint frá helztu íþrótta-
viðburðum helgarinnar. Sagt
verður frá handboltaleikjum og
má geta þess að 21. des. nk.
verður landsleikur í handbolta
við Ungverja. Þá verður sagt frá
leikjnm í körfubolta og einnig er
á dagskrá landsleikur i blaki milli
íslendinga og Fiereyinga.
LAUGARDAGUR
10. DESEMBER
12.00 Duíískráin. Tónloikar. Tilkynn-
injíar.
12.25 Vorturfroíínir og frúttir. Tilkynn-
insar. Tónloikar.
13.30 Vikan framundan Hjalti Jón Svoins*
son sór um daf’skrárkýrininí’arþátt.
15.00 Miðdegistónleikar
15.40 Islenzkt mál. Jón Aóalstoinn
.Jónsson cand. ma«. flytur báttinn.
16.00 Fróttir. 16.15 Voðurfrc«nir.
16.20 Vinsœlustu popplögin Vi«nir
Svoinsson kynnir.
17.00 Enskukennsla (On We Go); áttundi
þáttur. Lcióbeinandi: Bjarni Gunna^s-
son.
17.30 Framhaldsleikrit barna og
unglinga: „Milljónasnáðinn", gert eftir
sögu Walters Christmas (Hljóðritun
frá 1960) Þýðandi: Aðalsteinn Sig-
mundsson. Jónas Jónasson bjó til út-
varpsflutnings og stjórnar honum.
Þriðji og slðasti þáttur. Persónur og
leikendur: Sögumaður / Ævar R:
Kvaran, Pótur / Steindór Hjörloifs-
son, Berti / Guðmundur Pálsson.
Elísabet / Margrót Ólafsdóttir,
Plummer major / Gestur Pálsson,
Lolly / Sigríður Hagalín, Smollert /
Þorgrímur Einarsson, innheimtu-
maður / Jónas Jónasson, Muckelmeier
/ Sigurður Grétar Guðmundsson,
Klemensína frænka / Emelía Jónas-
dóttir.
18.00 Tónleikar. Tilkynningar
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins.
19.00 Fréttir. Fróttaauki. Tilkynningar.
19.35 Tveir á tali Valgoir Sigurðsson
ræðir við Stein Stefánsson fyrrum
skólastjóra á Seyðisfirði.
20.05 Hljómsveitartónlist a. Sinfónfa í Es-
dúr op. 35 nr. 5 eftir Luigi Boccherini.
Filharmóníusveitin i Bologna leikur;
Angclo Ephrikian stjórnar b. Konsert
f D-dúr fyrir kontrabassa og kammer-
svcit oftir Johann Baptist Vanhal.
Ludwig Strcichor leikur mcð kammer-
svoitinni f Inn.sbruck;,Erich Urbannor
stjórnar. c. ,,Moldá‘‘ eftir Bodrich
Smctana. Fílharmónlusvoit Berlínar
leikur; Feronc Fricsay stjórnar.
20.50 Frá haustdögum Jónas Guðmunds-
son rithöfundur segir enn fleira frá
ferð sinni til meginlandsins.
21.25 Úr vísnasafni Útvarpstíðinda. Jón úr
Vör flytur þriðja þátt.
21.35 Tónlist eftir Johann og Josef Strauss
Sinfóníuhljómsvoit útvarpsins f Ham-
borg loikur. Stjórnandi: Willi
Boskowsky. (Hljóðritun frá útvarpinu
í Hamborg).
22.10 Úr dagbók Högna Jónmundar
Knútur R. Magnússon les úr bókinni
..Holdið er veikt“ eftir Harald A.
Sigurðsson. Orð kvöldsins á jólaföstu.
22.30 Veðurfregnir. Fróttir.
22.45 Danslög.
23.50 Fróttir. Dagskrárlok.
SUNNUDAGUR
11. DESEMBER
8.00 Morgunandakt. Herra Sigurbjörn
Einarsson biskup flytur ritningarorð
og bæn.
8.10 Fróttir. 8.15 Veðurfregnir.
Útdráttur úr forustugr. dagbl.
8.35 Morguntónleikar. a. ..Vaknið, Sfons
verðir kalla", sálmforleikur eftir
Bach. Marie-CIaire Alain leikur á
orgel. b. Hljómsveitarsvíta nr. 1 í C-
dúr eftir Bach. Bach-hljómsveitin í
Múnchen leikur; Karl Richter
stjórnar. c. Fiðlukonsert nr. 4 í D-dúr
(K218) eftir Mozart. Josef Suk leikur
einleik og stjórnar Kammersveitinni f
Prag.
9.30 Veiztu svarið? Jónas Jónasson
stjórnar spurningaþætti. Dómari:
Ólafur Hansson.
10.10 Voðurfregnir. Fróttir.
10.30 Píanótónlist eftir Chopin. Hana
Vorcd loikur.
11.00 Messa í Langholtskirkju (hljóðrituð
13. nóv.) Prestur: Séra Kári Valsson.
Organloikari: Jón Ste”fánsson.
Einsöngvari: Sigrfður E. Magnús-
dottir.
12.15 Dagskráin. Tónleikar.
12.25 Voðurfrognir og fréttir. Tilkynn-
ingár. Tónleikar.
13.20 Nútímaguðfrnði. Séra Einar Sigur-
björnsson dr. theol. flytur annað
hádcgiserindi sitt: í leit að samstæðu.
14.00 Miðdegistónleikar.
15.00 „Napóleon Bónaparti", smásaga
eftir Halldór Laxness. Eyvindur
Erlondsson les.
15.50 Lög efftir Mikos Þeodorakis. Maria
Farandouri syngur. John Williams
leikur á gítar.
16.15 Veðurfregnir. Fróttir.
16.25 Á bókamarkaðinum.
17.30 uivarpssaga barnanna; „Hottabych"
eftir Lagín Lazar Jósifovitsj. Oddný
Thorsteinsson lék þýðingu sína. (4).
17.50 Harmóníkulög: Allan og Lars Eriks
son og Jonny Meyer leika með félögum
sínum. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins.
19.00 Fróttir. Tilkynningar.
19.25 Um kvikmyndir; fyrsti þáttur.
Umsjónarmenn: Friðrik Þór Friðriks-
son og Þorsteinn Jónsson.
20.00 Sellókonsert op. 22 eftir Samuol
Barber. Zara Nelsova leikur með Nýju
sinfónfuhljómsveitinni í Lundúnum;
Höfundur stjórnar.
20.30 Útvarpssagan: „Silas Marner" eftir
George Eliot. Þórunn Jónsdóttir þýddi.
Dagný Kristjánsdóttir les (10).
21.00 fslenzk einsöngslög: Eiður Á.
Gunnarsson syngur lög eftir Pál tsólfs-
son og Karl O. Runólfsson. Ólafur
Vignir Albertsson leikur á pfanó.
21.20 Hamragarðar. óli H. Þórðarson
tekur saman þátt um hús Jónasar
Jónssonar frá Hriflu, sem nú er
félagsheimili.
21.40 Tónlist eftir Jean Síbelíus: Frá út-
varpinu í Helsinki a. „Pan og Echo“. b.
„Skógargyðjan". c. Einsöngslög op. 50.
Flytjendur: Sinfóníuhljómsveit út-
varpsins. Stjórnandi;- Okko Kamu.
Einsöngvari: Jorma Hynninen. Píanó-
leikari: Ralf Gothoni.
22.10 íþróttir. Hermann Gunnarsson sér
um þáttinn.
22.30 Veðurfregnir. Fréttir.
22.45 Kvöldtónleikar. a. Pfanótríó op. 32
eftir Anton Arensky. Maria Littauer
leikur á píanó, György Terebesti á
fiðlu og Hannelore Michel á selló. b.
Svíta fyrir klarínettu, vfólu og píanó
eftir Darius Milhaud og Hugleiðing
um hebresk stef op. 34 eftir Sergej
Prokofjeff. Gervase de Peyer,
Emanuel Hurwitz og Lamar Crowson
leika.
MÁNUDAGUR
12. DESEMBER
7.00 Morgunútvarp. Veðurfregnir kl.
7.00, 8.15 og 10.10. Morgunleikfimi kl.
7.15 og 9.05: Valdimar örnólfsson leik-
fimikennari og Magnús Pétursson
píanóleikari. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og
forustugr. landsmálabl.), 9.00 og
10.00. Morgunbæn kl. 7.50: Séra Gunn-
þór Ingason flytur (a.v.d.v.). Morgun-
stund barnanna kl. 8.00: Arnhildur
Jónsdóttir byrjar að lesa „Aladdfn og
töfralampann" ævintýri úr Arabísk-
um nóttum í, þýðingu Tómasar
Guómundssonar. Tilkynningar kl.
9.30. Létt lög milli atriða. Islenzkt mál
kl. 10.25: Endurtekinn þáttur Jóns
Aðalsteins Jónssonar. Morguntónleikar
kl. 10.45: John Ogdon og Konunglega
fílharmóníusveitin í Lundúnum leika
Pfanókonsert nr. 2 f F-dúr op. 102 eftir
Sjostakóvitsj; Lawrence Foster stj. /
Sinfónfuhljómsveitin í Westphalen
leikur Sinfóníu nr. 3 „Skógarhljóm-
kviðuna". op. 153 eftir Joachim Raff;
Richard Kapp stj. / Fílharmóníusveit-
in í Berlfn leikur „Ugluspegil“, hljóm-
sveitarverk op. 28 eftir Richard
Strauss; Karl Böhm stjórnar.
ÍTÖLSKU SEGUL-
LAMPARNIR K0MN!°
UTIR:
GULUR
RAUÐUR
GRÆNN
BLÁR
ORANGE
GYLLTUR
SILFUR
Verð kr. 3.070.- ogkr. 3.450,-
POSTSENDUM
LANDSINS MESTA LAMPAÚRVAL
LJÓS & ORKA
Sudurlandsbraut 12
simi 84488