Dagblaðið - 10.12.1977, Blaðsíða 5
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 10. DESEMBER 1977.
5
Ustahátíðir velta tugum milljóna
,,Með því að byrja nógu
snemma á undirbúningi er
hægt að ná mun betri árangri í
öllum samningum," sagði
Hrafn Gunnlaugsson fram-
kvæmdastjóri Listahátíðar-
innar á fréttamannafundi í
fyrradag. Þetta er í fyrsta sinn
sem nægilega tímanlega hcfur
verið byrjað á undirbúningi
listahátíðarinnar en nú cr um
það bil ár siðan sá undirbúning-
ur hófst.
„Listahátiðir velta tugum
milljóna, velta listahátiðar-
innar í fyrrasumar var um 60
milljónir. Heimsfrægir lista-
menn bóka sig gjarnan citt og
hálft ár fram í timann og
algengt var er við sendum fyrir-
spurnir til þeirra um að koma
fram, að þeir voru löngu
bókaðir því fvrirvarinn var svo
stuttur. En þvi var oft bætt við
að þeir vildu gjarnan koma
næst.
Nú hefur okkur tokizt að fá
toppmenn á tónlistarsviðinu og
allir listamennirnir sem koma
standa á hátindi frægðar
sinnar," sagði Hrafn.
A.Bj.
Hluti framkvæmdanefndar Listahátíðarinnar á blaðamann'afundin-
um. talið frá vinstri: Erik Sönderholm. forstjóri Norræna hússins,
Hrafn Gunnlaugsson framkvæmdastjóri framkvæmdanefndar-
innar, Kristinn Hallsson varafonnaður og Vigdís Finnbogadóttir
leikhússtjóri. DB-mynd Hörður.
Þrjátíu einþáttungar
Framkvæmdanefnd Lista-
hátíðar 1978 efndi til sam-
keppni um einþáttunga. Þegar
skilafresturinn rann út 1.
desember sl. höfðu borizt
hvorki meira né minna en
þrjátíu einþáttungar. sagði
Vigdís Finnbogadóttir leikhús-
stjóri á fréttamannafundi
Listahátíðarinnar.
Vinnur dómnefnd nú að því
að lesa alla þættina og mun
skila áliti um áramótin. Vigdis
benti á að þetta bæri þess
glöggan vott hve listahátiðin
væri mikil hvatning f.vrir
íslenzka listamenn.
Hafa bæði leikhúsin í höfuð-
borginni tilkynnt sig fús að
sýna efni þetta á listahátíðinni.
Maraþontónleikar á Listahátíð
Finn dagskrárliður Lista-
hátíðar 1978 verður Mnraþon-
tónleikar í Laugardalshöll.
Kristinn Hallsson varafor-
maður framkvæmdanefndar-
innar sagði fréttamönnum að
svo skemmtilega vildi til að
Landssambönd hlandaðra kóra
og ísl. karlakóra ættu bæði stór-
afmæli og h.vgðust halda upp á
það með miklu tónleikahaldi. í
ráði er að lokatónleikar þcssara
kóra verði á listahátíðinni.
Einnig hefur verið rætt um að
fram fari lokakeppni í söng-
móti norrænna barnakóra sem
jafnan fer fram á vcgum út-
varpsstöðva Norðurlandanna
annað hvert ár.
Auk þess er ráðgcrt að þarna
komi fram lúðrasveit barna og
cinnig dansarar úr Þjóðdansa-
félagi Reykjavíkur. Verður
þetta framlag áhugamanna til
listahátíðarinnar. Þarna koma
fram hátt í tvö þúsund manns.
Þá hefur verið rætt um að
hljómleikunum ljúki með
poppi.
A.Bj.
Kemur í einkaþotu til að
syngja á Listahátíðinni
Einn frægasti tenór veraldar.
Pavarotti, scm syngja mun á
Listahátíð 1978 syngur nú við
Govent Gardcn óperuna í
London. Hann kcmur hingað í
einkaþotu DECCA hljómplötu-
fyrirtækisins sunnudaginn II.
júní, en þotan mun bíða eftir
honum og flytja hann heim að
loknum tónleikunum. Söngvar-
inn hefur aðeins 24 klukku-
stunda frí í óperunni og notar
hann tímann til þess að koma
hingað á listahátíðina.
Hljómplötufyrirtækið
DECCA hcfur hugsað sér að
hljóðrita tónleikana, sem
haldnir verða í Laugardalshöll-
inni. Er þetta feikilega góð
kynning á listahátíðinni í
Rcykjavík, sem nú þegar er
orðin viðurkennd meðal
umboðsmanna frægra lista-
manna erlendis og erlondra
listahátiða.
A.Bj.
riieOrcuí Paviiroi
Erro á Kjarvalsstöðum
Jafnan hefur verið venja á
listahátíðum að fá íslenzka
listamenn sem búsettir eru er-
lendis til þess að koma hingað
til þátttöku í hátíðinni. Að
þessu sinni verður það Erró er
hingáð kemur en hann er
trúlega einn þekktasti núlif-
andi íslenzki listamaðurinn.
Hann hefur verið búsettur í
París um árabil.
Verk hans munu fylla báða
sali Kjarvalsstaða, en hann fær
lánaðar myndir úr söfnum víða
um heim. Hyggst Erró reyna að
koma þarna á yfirlitssýningu á
verkum sínum.
Einnig er hugsanlegt að
nokkrar nýjar m.vndir Errós
verði til sölu.
t sýningarsölum Norræna
hússins verður sýning á
verkum finnska listamannsins
Seppo Mattinen og konu hans
Helle-Vibeke Erichsen. Þau eru
bæði málarar og grafíklista-
menn.
A.Bj.
Joan Sutherland og Pavarotti í
óperuhlutverkum.
MOSFELLSSVEIT - MOSFELLSSVEIT - MOSFELLSSVEIT - MOSFELLSSVEIT - MOSFELLSSVEIT
#//ör»f*«il
OPIÐ TIL KL. 22ALLA DAGA
Bökunarvörur
á tilboðsverði
Hátiðamatur
á hvers manns borð
Ódýru
reyktu rúllupylsurnar
Hangiframpartar
ágamla verðinu
meðan birgðirendast
Það verða gleðilegjól íKjörvali
VERIÐ VELKOMIN
Þverholti - 270 Mosfellssveit - Sími 66620
íslenzkar bækur. Leikföng frá Airfix, Bambola, Lego, Matchbox,
Playmobile og m.fl.
Jólakort og jólaskraut i úrvali, fallegt jólakort af Lágafellskirkju.
Ritföng. Erlend blöð. Vasabrotsbækur. Filmur, filmuframköllun. Hop-
timistarnir vinsælu. Gjafavara. Opið til kl. 8 alla virka daga nema
föstudaga til kl. 10. Opið laugardaga. Verið veikomin og reynið
viðskiptin.
RADÍÓVAL SF.
MOSFELLSSVEIT - SÍMI66640
Útvarps- ogsjónvarpsverkstœði -
Tiljólagjafa:
verzlun
Mikið úrval af hljómplötum og
kassettum, kassettutöskum.
Plötustatif, hillusett, skúffuskáp-
ar, ferðatæki, segulbönd, tölvuúr,
vasatölvur og m.fl.
Útvarpstæki, kassettutæki, bíl-
tæki, bíltæki m/kassettum, kass*
ettutæki í bíla, hljómflutnings-
tæki, hátalarar í bila, sjónvarps,
loftnet.
Opið 9-8 virka daga, einnig á laugardögum
ÞVERH0LT
MOSFELLSSVEIT
BENSÍNOG OLÍUR
FRÁSHELLOGBP
—Filmur og tóbak—
—ís ogístertur — Gos ogsœlgœti—
A th. Mikið úrval afkonfektkössum
MOSFELLSSVEIT - MOSFELLSSVEIT - MOSFELLSSVEIT - MOSFELLSSVEIT - MOSFELLSSVEIT