Dagblaðið - 14.12.1977, Blaðsíða 13
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 14. DESEMBER 1977
13
Leikfélag Keflavíkur:
Klerkar í klípu í kvöld
Frá vinstri: Rósamunda Rúnarsdóttir í hlutverki Idu vinnukonu, Hrefna Traustadóttir í hlutverki frú
Toop og Sigurður Karisson sem biskupinn af Lax. Siðasta sýning á Klerkum i klípu hjá Leikfélagi
Keflavíkur verður í kvöld. Allur ágóði af sýningunni rennur í Minningarsjóð um Ólaf
Sigurvinsson, félaga í LK, sem lézt í sumar.
Leikfélag Keflavíkur
Leikfélag Keflavíkur sýnir um
þessar mundir gamanleikinn
Klerka í klípu eftir Philip King.
Leikstjóri er Sigurður Karlsson
en hann leikur einnig eitt af
stærri hlutverkum leiksins.
Leikurinn gerist á heimili
ungra prestshjóna í þorpi nokkru
á Englandi. Frúin er fyrrverandi
leikkona og samrýmist hegðun
hennar ekki sem best hugmynd-
um safnaðarins um konu í hennar
stöðu. Presturinn bregður sér í'
stutt ferðalag með kórnum en á
meðan gerast óvæntir atburðir
heima fyrir. Fyrrverandi sam-
leikari frúarinnar, en nú í her-
þjónustu, kemur í heimsökn og að
sjálfsögðu þarf þá endilega að
rekast inn ein af siðavöndustu
frúm safnaðarins. Það er von
á nágrannaprestinum, sem
sétlar að messa þarna daginn
eftir. Biskupinn af Lax, náfrændi
frúarinnar, boðar komu sína.
Einnig er á sveimi þýzkur stroku-
fangi og hermenn að elta hann.
Síðast en ekki sízt kemur svo við
sögu vinnukonan á heimilinu. Er
ekki að sökum að spyrja, að upp
hefst hinn margvíslegasti mis-
skilningur, sem greiðist þó far-
sællega úr að lokum. Þrátt fyrir
nokkurn viðvaningsbrag er
sýningin í heild bráðskemmtileg
og hreint ótrúlegt hvað vel tekst
að halda uppi hraðanum.
Óhætt er því að hvetja
jóla önnumkafna Suðurnesjabúa
til þess að lyfta sér upp eina
kvöldstund með Leikfélagi Kefla-
víkur.
Þótt það sé góðra gjalda vert að
reyna að létta lund manna í
skammdeginu mega leikfélagar
samt ekki afrækja með öllu alvar-
legri verk. Góðir bændur gefa
alltaf nokkurt kjarnfóður með
töðunni, jafnvel þó að hún sé vel
verkuð.
Elsa Kristjánsdóttir
—Smurbrauðstofan
BJORNINN
Njálsgötu 49 - SSmi 15105
5s5
: : L...
LEIKFANGABUÐIN
Laugavegill og 72—Símar26045 og 15395
hreyfanlegu
leikföngin
miklu
úrvali
AURORA-bílabrautir
viöbótarteinar og aukabílar
Verö meö straumbreyti
frákr. 13.175.- -
LONE
RANGER
V,-
LEIKFANGABUÐIN
Póstsendum
Laugavegi llog72—Símar26045 og 15395