Dagblaðið - 14.12.1977, Blaðsíða 14

Dagblaðið - 14.12.1977, Blaðsíða 14
14 t DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 14. DESEMBER 1977. Akureyrar: Fjárhagsvandræðin ógna tilveru félagsins — þrátt fyrir góðan rekstur og ótrúlega aðsókn „Sá tími sem við vorum að færa upp söngleikinn Loft var ákaflega skemmtilegur. Okkur var sérstakt gleðiefni að vinna þetta verk því okkur fannst við vera að búa til eða vinna að verki sem okkur kæmi öllum við, okkur hér á Akureyri," sagði Brynja Benediktsdóttir leikhússtjóri á Akureyri í sam- tali við DB. „Söngleikurinn Loftur er verk sem sprettur upp úr sínu eigin umhverfi. Höfundarnir komu norður og unnu með okkur. Leifur Þórarinsson tón- skáld dvaldist hér allan æfing- artímann og samdi öll söngat- riðin nema þrjú en þau voru tuttugu og sex talsins. Hann æfði einnig hljómsveitina sem var fjögurra manna „beat“- hljómsveit. Kórinn kom úr Tónlistarskólanum og Mynd- iistarskólinn og Menntaskólinn sáu okkur einnig fyrir lista- fólkisagði Brynja. Nú er sýningum á söngleikn- um Lofti lokið en leikurinn var sýndur tólf sinnum, ávallt fyrir- fullu húsi. Eru nú hafnar æfingar á tveimur barnaleikritum, Snædrottningunni, sem byggð er á ævintýri H.C.Andersen, og leikriti með Baldri Georgs, sem nú er búsettur norðanlands. Leikstjóri Snædrottningarinn- ar er Þórunn Sigurðardóttir og leikmyndateiknari er Þórunn Sigríður Þorgrfmsdóttir. Þær unnu báðar að sýningu Leik-i Erlingur og Brynja. Leikritið fjallar um hjón eða fjölskyldu og þeirra stríð og er í þýðingu Kristrúnar Eymunds- dóttur. „Þetta er bæði gott og skemmtilegt vcrk sem við frumsýnum í janúar," sagði Brynja. „Hins vcgar eru fjárhags- örðugleikar leikfélagsins miklir. Eg vil taka það sérstak- lega fratn að það er ekki vcgna þess að leikfélagið hafi verið illa rekið undanfarin ár. Það var þvert á móti ótrúlega vel rekið. En fjárveiting og al- mennt launaskrið hafa langt frá þvi haldizt í hendur þannig að fjárveitingin er fvrir ncðan allar hellur. Eg kæ»ri mig ekki um að gera samanburð við hin leikhúsin því hann er svo geig- vtenlega óhagstæður Aðsöknin að leikhúsinu á Akureyri hefur sannað gildi þess því hún er yfir 100%. Sé mlðað við höfðatölu. Þannig hafa rúmlega allir Akur- e.vringar sótt sitt leikhús. Menn verða að skilja að i samanburði við útlönd er þessi aðsókn ótrúleg. Aftur á móti eru þeir pcningar sem fara af almanna- fé til leiklistar í landinú vægast því sem næst engir." sagði Brynja Benediktsdóttir. Fax/abj. félags Kópavogs á Snæ- drottningunni sem nú er í' gangi. Erlingur Gíslason vinnur með Baldri Georgs að hinu barnaleikritinu. Er það hugsað sem ferðaleikhús fyrir börn og á að þjóna Norðurlandi. Það verk verður hægt að sýna á sama tíma og verið er að sýna önnur verk í leikhúsinu. Þriðja verkið sem nú er verið að æfa á Akureyri heitir Alfa Beta eftir brezkan höfund, Whitehead. Hlutverkin eru aðeins tvö og eru það Sigurveig Jónsdóttir og Erlingur Gíslason sem fara með þau. Leikstjóri er Brynja Benediktsdóttir. Blaðantannakórinn úr söngleiknum Lofti: Björg Baldvinsdóttir,Jóhann Ögmundsson.Þórir Steingríms- son, Aðalsteinn Bergdal og Nanna Jónsdóttir. V ✓ Stærsta billiardmót hérlendis til þessa 32 þátttakendur í Firmakeppninni í billiard 1977, sem háð verður um helgina Stærsta billiardmót hérlendis 'til þessa vcrður um helgina á knattborðsleikstofunni Júnó í Skipholti 37. Þar fer fram Firma- keppnin í Billiard 1977 og munu 32 leikmenn taka þátt í keppn- inni. Keppt verður í fjórum 8 manna riðlum. Helmingur fellur úr fyrri daginn, laugardag 17. desember, og hinn heimingurinn leikur til úrslita á sunnudeginum. Vegleg vcrðlaun verða veitt: Sigurvegarinn fær Kanarieyja-' ferð f.vrir tvo og auk þess fagran farandbikar, sem Rolf Johansen gaf til firmakeppninnar í fyrra. Fleiri verðlaun verða vcitt, eins og vandi er á billiardmótum hér- lendis. Meðal þátttakenda verða sex Akureyringar, en þar eru skæðir billiardspilarar. Með stórskota- liðinu úr Reykjavík verður m.a. nýbakaður íslándsmeistari, Ágúst Ágústsson. Gizkað er á að allt að sex leikmenn eigi jafna mögu- leika á sigri þannig að búast má við harðri og spennandi keppni. Firmakeppnin í billiard 1977 hefst á Júnó kl. 14 báða dagana. -ÓV íslandsmeistarinn i hilliard 1977 Agúst Agústsson. Hann tekur m.a. þátt í Firmakeppninni ’77. Vandratað meðalhófið á Suðurnesjum Oft hefur verið kvartað yftr heldur bragðlitlum og lítt skemmtilegum ræðum sálu- hjálpara vorra. En þegar svo vill til að klerkarnir slá á léttari strengi og segja smáskrítlur þá er líka kvartað. Það er því ekkert spaug að viðhalda sálarheill landsmanna nú á jólaföstu. Það.er enda löngu viðurkennt að skamm- degið hefur duggunarlítið niður- drepandi áhrif á mannskapinn, sem aftur hýrnar með hækkandi sól. Það bar við í ræðu sr. Qlafs Odds Jónssonar sóknarprests í Keflavík, á aðventutónleikum nýverið, að hann fagnaði því að s'óknarbörriin kæmu til kirkju í stað þess að horfa á „Klerka í klípu“ hjá leikfélaginu i Keflavík. Flestir kirkjugesta tóku þennan orðaleik sem góðlátlega kímni en einhverjum leikfélagsmanna varð illa við og töldu þeir klerkinn heldur hafa komið sér í klípu þótti hann ekki um of velviljaður í garð letkfélagsins. Höfðu þeir m.a. samband við prest sinn og tjáðu honum óánægju sína. Dagblaðið hafði samband við sr. Ólaf Odd og sagði hann að þeir leikfélagsmenn hefðu alveg mis- skilið afstöðu hans til þeirra starfs. Hann sagði það mikils virði að leikfélagið starfaði og það reyndar fleiri en eitt. Þeirra starfi bæri að fagna og það væri mjög merkt. Ilins vegar vekti viðkvæmn' Einhverjir sem mikinn áhuga hafa á heyvinnuvélum hafa ráðizt áð vél sem í haust var skilin eftir í Laugardalnum. Hófust skemmdarverkin með því að annað dekk vélarinnar var skorið í sundur og af þeim sökum var hún ekki dregin á brott eins og til stóð. Síðan hafa fingralangir áhugamenn um heyvinnuvélar leikfélagsmanna nokkra furðu hans, þar sem ummæli hans hefðu aðeins verið hugsuð sem orðaleikur eða skritla. Leikritið Klerkar í klípu væri farsi, sem •skaðaði kirkjuna ekki á neinn hátt og væri ekkert ncma gott eitt um það að segja. „En það er eins og ekkert tiicgi segja," sagði sr. Ólafur Oddur. Ég held að þeir ætli áhrif okkar klerkanna nokkuð mikil ef svona ummæli drægju úr aðsókn að leikritinu, enda held ég að kirkjugestir hafi alls ekki litið á málið eins og leikfélagsmenn og af minni hálfu var ckki neikvæð meining með þessu." JH komið á vettvang og stolið af vél- inni tveimur af sex tindahjólum. Nemur það tjón tugum þúsunda króna auk dekksins. Rannsóknarlögreglan hefur rriál þetta nú til meðferðar og biður um upplýsingar — og þeim mætti líka koma til Dagblaðsins ef einhver kýs heldur. ASt/Db-mynd Sv.Þorm. Stuldur og hervirki í Laugardal

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.