Dagblaðið - 14.12.1977, Blaðsíða 15
DAOBLAÐIÐ. MIÐVIKUDACUR 14. DESEMBKR 1977
1
EINAR
SENDI
KNÖTT-
INN
10
SINNUM
r
i
MARK
Heiner MöIIer
skorar hér eitt af
tíu mörkum sínum
fyrir Nettelstedt
gegn Dietzenbach.
Olafur H
Jónsson
Handboltapunktar
n frá V-Þýzkalandi
Axel
Axelsson
Dankersen 5. desemher 1977.
Gummersbach heldur sigurgöngu
sinni áfram i Bundesligunni. Um
siðustu helgi vann liðið Kiel létti-
lega á meðan Grosswallstadt og
Dankersen töpuðu einu stigi með
jafnteflisleikjum sínum í Der-
schlag og Miinchen.
Þessi sigur Gummersbach var tí-
undi sigur liðsins í röð og það er á
góðri leið með að stinga önnur lið af
í meistarakeppninni þetta árið.
Gummersbach á þó erfiða útileiki
eftir til dæmis öll efstu lið deildar-
innar. utan Huttenberg. Úrslit
leikja síðustu helgar urðu sem hér
segir:
Nettelstedt — Dietzenbach 21-14
Gummersbach — Kiel 23-17
Huttenberg — Hofweier 13-12
Göppingen — Rheinhausen 17-19
Hannover—Neuhausen 20-18
Milbcrtshofen — Dankersen 16-16
Ðerschlag —■- Grosswallstadt 12-12
A leið sinni til Míinchen notuðu
leikmenn Dankersen tækifærió að
koma við í Göppingen og horfa á
leik heimaliðsins gegn Rhcín-
hausen. Leikur þi'ssi var hörku-
spennandi frá bvrjun til enda.
Rheinhausen náði strax forystu og
leiddi oftast. Þegar um 5 mín. voru
til leiksloka náði Göppingen að
jafna í 17-17 og átti alla möguleika á
að gera út um leikinn. Svo fór þó
ekki. liðið fór hörmulega illa með
opin tækifæri af línu, auk þess sem
skotgræðgi og cigingirni Peter
Buchcrs varð liðinu örlagaríkt.
Gunnar Einarsson byrjaði ieikinn af
krafti. skoraði'4 mörk í fyrri háif-
lcik, en reyndi Iítið eftir það, lék
reyndar langtímum saman á vinstri
vallarhelmingnum. Rheinhausen
lék mjög skynsamlega. hélt knettin-
um lengi og ekki voru rcynd skot
nema í mjög góðum færum. Allt
annað var uppi á teningnum hjá
Göppingen, upphlaupin of stutt og
ónákvæmni í skotum. Það var helzt
að Gunnar reyndi að byggja upp spil
í sókninni en varð liiið ágengt. Þ<'tta
var þriðji tapleikur Göppingen í
röð, liðið fallið niður í 7. sæti og
verður að taka sig vcrulega á í
næstu leikjum.
Dankersen iék i Miinchen eins og
áður sagðí og lenti þar i miklurn
erfiðleikunt. Milbertshofen státar af
því að hafa ekki. tapað heimaleik
síðustu tólf níánuðina. Leikmenn
Dankérsen fengu svo sannaricga að
finna fyrir klónum á þessum hand-
knattleiksmönnum frá Bæjaralandi.
Þeir spiluðu mjiig ruddalcga allan
leikinn og komust upp með slíkt hjá
lélegum dómurum. Leikur þessi ein-
kenndist af tveimur algjöriega ólík-
um hálfleikjum. í þeim f.vrri voru
yfirburðir Milbertshofen algjörir,
en dæmið snerist gjörsamlega við í
þeim síðari og þá lék Dankersen
aðalhlutverkið. Eftir 20 mín. leik
var staðan orðin 7-1 fyrir Milbcrts-
hofen og í hálfleik ieiddi liðið mcð
9-4.
Dankersen kom mjög ákveðið til
lciks í seinni hálfleiknum. Eftir
aðéins 20 mín. Ieik hafði liðið náð að
jafna i 14-14. Síðustu 10 mín. voru
barátta upp á líf og dauða og áttu
iítið skylt við handknattleik.
Dankersen átti í miklum brösum
með Frank hjá Milbertshofen í fyrri
hálfieiknum, en þá skoraði hann 6
mörk í röð. Frank skoraði mest fyrir
Milbertshofen 8'2. Axel fyrir
Dankersén 5.
Milbertshofen lék heima gegn
Dietzenbaeh. sem er í tólfta sæti
dcildarinnar. Nettelstedt með mark-
vörðinn Karchcr og Heiner Möller
sem beztu menn áttu i litlum erfið-
leikum með siakt lið Dietzenbach.
Þjálfari Dietzenbach, Júgóslavinn
Milkowic (fyrrum landsliðsþjálfari)
sagði að leik loknum að lið sitt hefði
aðeins yfir sjö lcikmönnum að ráða,
er hæfa sig i Bundesiígunni. Það
væri skýringin á lélegum árangri
liðsins til þessa. Þetta eru orð að
sönnu og Dietzenbach er hreinlega*
óþekkjanlegt frá fyrri árum.
Einar Magnússon hjá Polizer
Hannover var heldur betur i ham á
sunnudaginn gegn botnliðinu Neu-
hausen. Hann sendi kniittinn líu
sinnum í netið og lagði þar með
grunninn að nauðsynlegum sigri
liðs sins í botnbaráttunni. Hannover
hefur sótt ntjög i sig veðrið eftir að
Einar byrjaði að leika með liðinu og
er erfitt heim að sækja. Grosswall-
stadt getur þakkað markverði sin-
um. Hoffmann. fvrir það stig er þeir
náðu af Dersehlag. Staða Derschlag
er orðin mjög alvarleg í deildinni.
þegar litið er á það að liðið á mjög
erfiða leiki í seinni umferðinni.
Hofweier tapaði leik sinum í
Húttenberg og er nú búið áð tapa
möguleika sínum á meislaratitlin-
um. Huttenberg lék betur á loka-
mínútunum og tökst að knýja fram
sigur með marki frá Don á siðustu
sekúndunum.
Staðan í dcildinni eftir ellelu um-
fcrðir er nú þessi Gummersb. 11 10 0 1 231-162 20
Grosswailst. 10 7 1 2 164-135 15
Dankersen 11 7 1 3 181-159 15
Nettelstedt 11 6 2 3 198-176 14
Húttenberg 11 6 1 4 168-158 13
Rheinhausen 11 6 1 4 207-216 13
Göppingen 12 6 0 6 193-186 12
Hofweier 11 5 1 5 192-182 11
Kiel 11 4 1 6 174-186 9
Milbertsh. 11 4 1 6 169-181 9
Hannovér 11 4 0 7 165-194 8
Dietzenbach 11 2 2 7 172-200 6
Derschlag 11 2 1 8 176-205 5
Neuhausen 11 2 (1 9 165-211 4
Laurnic fi rá Dersehlag er nú
markhæstur með 78 mörk. en Frank
frá Milbertshofen fylgir honum með
65 niörk.
Auf Wiedersehen
Axel Axelsson
Olafur II. Jónsson.
M0SFELLSS VEIT - M0SFELLSS VEIT - MOSFELLSSVEIT — MOSFELLSSVEIT - MOSFELLSSVEIT
HjÍBMCMÍ
OPH) TILKL. 22ALLA DAGA
Bökunarvörur
á tilboðsverði
Hátíðamatur
á hvers manns borð
Ódýru
reyktu rúllupylsumar
Hangiframpartar
ágamla verðinu
meðan birgðir endast
Það verða gleðilegjól íKjörvali
VERIÐ VELK0MIN
■531 Þverholti ■ 270 Mosfellssveit - Sími 66620
tslenzkar bækur. Leikföng frá Airfix, Bambola, Lego, Matchbox,
Playmobile og m.fl.
Jólakort og jólaskruut i úrvali, fallegt jólakort af Lágafellskirkju.
Ritföng. Erlend blöð. Vasabrotsbekur. Filmur, filmuframköllun. Hop-
timistarnir vinsuelu. Gjafavara. Opið til kl. 8 alla virka daga nema
föstudaga til kl. 10. Opið laugardaga. Verið velkomin og reynið
viðskiptin.
RADÍÓVAL SF.
MOSFELLSSVEIT - SÍMI66640
Útvarps- ogsjónvarpsverkstœði — verzlun
Tiljólagjafa:
Mikið úrval af hljómplötum og
kassettum, kassettutöskum.
Plötustatif, hiliusett, skúffuskáp-
ar, ferðatæki, segulbönd, tölvuúr,
vasatölvur og m.fl.
Utvarpstæki, kassettutæki, bil-
tæki, biltæki m/kassettum, kass-
ettutækf í bila, hljómflutnings-
tæki, hátalarar I bfla, sjónvurpsi
loftnet.
Opið 9-8 virka daga, einnig á laugardðgum
ÞVERH0LT
MOSFELLSSVEIT
BENSÍNOG OLÍUR
FRÁSHELLOGBP
—Filmur og tóbak—
—ís ogístertur — Gos ogsœlgæti—
A th. Mikið úrval afkonfektkössum
MOSFELLSSVEIT - MOSFELLSSVEIT - MOSFELLSSVEIT - MOSFELLSSVEIT - MOSFELLSSVEIT
MOSFELLSSVEIT - MOSFELLSSVEIT - MOSFELLSSVEIT