Dagblaðið - 14.12.1977, Blaðsíða 17
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 14. DESEMBER 1977.
17'
gþróftir
»rth Salem.
rúa Islands
er í gegn
gyrnunni
voru eftir tók hann aftur hornspyrnu.
Anthony Ward-Smith skallaði i mark.
t síðari hálfleiknum skoraði Jón
tvívegis. í fyrra skiptið lék hann upp
ásamt Benowitz — fékk knöttinn út á
kant. Lék í gegn og skoraði. Þremur
mín. síðar náði Jón knettinum eftir
sóknarlotu mótherjanna. Geistist fram
— lék á einn mótherja og rúmum 20
metrum frá marki spvrnti hann á
markið. Knötturinn lenti í markslánni
og inn. Þrumufleygur.
í öðrum leik, sem okkur barst einnig
umsögn um, lék Rye Neck á útivelli við
Brook High. Tapaði þeim leik 3-1 — og
það þrátt fyrir, að Jón Tómasson
skoraði fýrsta mark leiksins. Það var á
11. mín. að hann náði knettinum, sem
spyrnt var frá marki Brook High, og
Jón var ekki að tvínóna við hlutina.
Sendi knöttinn í markið en aðeins 58
sekúndum síðar jafnaði Brook High.
Þeir bræður Jón og Jökul! Tómas-
synir hafa verið um langt árabil í
Bandaríkjunum með foreldrum sinum.
í sumar voru þeir í tiu vikur hér heima
á Islandi — hjá móðurömmu sinni, frú
Önnu Guðmundsdóttur, ekkju Jóns
Sigurðssonar frá Kaldaðarnesi, skrif-
stofustjóra Alþingis hér á árum áður.
Dugnaðarstrákar og góðir námsmenn.
Báðir við störf, þegar þeir dvöldu hjá
ömmu sinni á Hólavallagötunni í
Reykjavík — og tími til knattspyrnu
því ekki mikill. Þeir voru heldur ekki
beint hrifnir af knattspyrnuvöllunum
hér í Reykjavík. Jón starfaði 'á lager
Hans Petersen en Jökull var sendi-
sveinn hjá Rolf Johansen. Þeir héldu
heim í byrjun september — en þá
byrjuðu skólarnir.
- hsím.
, Fridáý, September 30, 1977 C 7
re Neck’s
li Salem
the tenth- the Tigers’ final goal dur-
looped a ing the fourth quarter on a
lastgoalie pass from Bob Pratley,
the Pan- “Fullback Mike Agli-
ire of the ardo also Played a stronS
V,omn fr>r *” f'nwmi*"*
ARBÆJARUÐWISOKN
—sigraði IR á Reykjavíkurmótinu í gærkvöld 17-16. Ármann vann Þrótt
Arbæjarliðið Fylkir, sem
leikur í 2. deild á íslandsmótinu,
er gre'inilega í mikilii sókn i
handknattieiknum undir stjórn
Péturs Bjarnarsonar. í gtgrkvöld
gerði Fyikir sér lítið fyrir og
'sigraði 1. deildarlið ÍR með 17-16
á Reykjavíkurmótinu. Það er
fyrsti sigur Fylkis þar — en liðið
er í efsta sæti i 2. deildinni ásamt
HK. Þá sigraði Armann Þrótt í
gærkvöld 27-22.
Fylkir byrjaði mjög vel gegn
ÍR. Komst strax yfir og jók
muninn mest upp í sex mörk.
Þá fóru ÍR-ingar að taka við sér
og minnkuðu muninn jafnt og
þétt. Það nægði hins vegar ekki.
Eins marks munur skildi að í lok-
in og sigur Fylkis var verð-
skuldaður. IR byrjaði prj’ðilega á
Reykjavíkurmótinu en i síðustu
leikjum liðsins hefur allt gengið á
afturfótunum og það þó Brvnjólf-
ur Markússon — aðalmarka-
skorari ÍR — le.iki með á ný. Hann
var markhæstur í gærkvöld með
sjö mörk, en Ásgeir Elíasson
skoraði fjögur. Hjá Fylki var
Gunnar með flest mörk eða sex —
og Halldór skoraði fjögur.
Talsverð spenna var í leik
Ármanns og Þróttar. Ármenning-
ar náðu forustu í byrjun en
Þróttur vann upp muninn og
komst marki yfir um tíma í síðari
hálfleik. Lokakaflann voru leik-
menn Þróttar slakir eins og oft
áður á mótinu og Ármann vann
öruggan sigur. Ef til vill sat
erfiður leikur Þróttar gegn Fram
kvöldinu áður í leikmönnum. Jón
Vignir var markhæstur Ar-
menninga með 10 mörk. Þráinn
Ásmundsson skoraði sjö og Björn
Jóhannesson þrjú. Hjá Þrótti var
Konráð Jónsson markhæstur með
11 mörk. Trausti Þorgrímsson
skoraði fjögur.
Eftir leikina í gær er staðan
þannig á Reykjavíkurmótinu.
Fram. 7 6 0 1 164-136 12
Víkingur 6 5 0 1 149-118 10
Vaiur 5 4 1 0 107-90 9
ÍR 7 3 0 4 148-148 6
Leiknir 6 2 1 3 148-165 5
Þróttur 6 2 0 4 135-148 4
Armann 6 2 0 4 126-144 4
Fvlkir 5 1 0 4 97-110 2
KR 6 1 0 5 101-137 2
Jólaföndur
Jólamatur