Dagblaðið - 07.01.1978, Qupperneq 1
4. AR<;. — LAIK;ARI)A<;1!R 7. JANÚAR 197S — 6. TBL.
RITSTJORN SÍÐUMÍJLA 12. AUÍILÝSINGAR OG AFGREIÐSLA ÞVERHOLTI 11. — AÐALSlMI 27022.
21 metra pabbinn
20 marka sonurinn
Hreinn var öðru sinni kjörinn
íþróttamaður ársins af íþróttafrétta-
mönnum dagblaðanna
Fræknir feðgar — Hreinn Hall-
dórsson, íþróttamaður ársins
1977, ásamt fimm mánaða syni
sínum, Sindra. Hann er ekki síður
mikið efni í afreksmann — var 20
marka er hann fyrst leit augum
þennan heim. Sindri lítur stytt-
una hýrum augum og hróðugur
ber hann verðlaunapeninginn
hans pabba — sem hann hlaut
fyrir Evrópumeistaratitilinn í
kúluvarpi innanhúss.
Hreinn Halldórsson var i gær
kjörinn íþróttamaður ársins 1977
— nafnbót sem hann sannarlega
er vel kominn að. Hann hlaut 70
atkvæði, raunar hlaut hann öll
atkvæði íþróttafréttamanna, svo
sammála voru fréttamenn.
Hreinn Halldórsson varð Evrópu-
meistari i kúluvarpi — varpaði
kúlunni 21.09 í Stokkhólmi í
sumar, fyrstur Islendinga til þess
að vinna það afrek.
Sjá nánar um afhendingu veg-
semdarinnar íþróttamaður ársins
á bls. 4. - h halls
DB-mynd Bjarnleifur
Hvað hafa landsf eðurnir f laun?
MILUÓN Á MANN
— baksíða
Skotfæraf undur á
Langholtsvegi
Undarlegustu hlutir geta fund-
izt á almannafæri. Þannig bar það
til í gær að ungir piltar fundu
milli‘15 og 20 riffilskot á bilastæði
við Brauðskálann að Langh’olts-
vegi 130. Þeir tíndu skotin saman
og létu lögregluna vita svo ekkert
slys hlauzt af. Var þó fundardag-
urinn heldur óheppilegur, sjálfur
þrettándinn.
Skotin voru 22 calibera riffil-
skot af lengri gerðinni með odd-
mjórri kúlu.
- ASt.
Erlend blöð og tímarit á Islandi:
ANDRÉSÖND
ER VINSÆLASTUR
— baksíða
STARFANDIRANNS0KNAR-
LÖGREGLUMENN Á SKÓLABEKK
,,Eg hef lagt mikla áherzlu á
þessi námskeið og alla þjálfun
rannsóknarlögreglumanna og
vonast til að hægt verði að
halda þessu áfram,“ sagði Hall-
varður Einvarðsson rann-
sóknarlögreglustjóri ríkisins í
samtali við fréttamann DB í
gær um námskeið og námsferð-
ir fyrir starfandi rannsóknar-
lögreglumenn.
Um miðjan desember lauk
fyrsta námskeiðinu. Hallvarður
sagði að meginuppistaða þess
hefði verið sakamálaréttarfar
og refsiréttur. Hefði hann
ásamt Jónatan Þórmundssvni
prófessor verið aðalfyrirlesari
■n auk þess hefði komið til ein-
■.takra fyrirlestra fjöldi lækna,
ögfræðinga og prófessora.
Um miðjan þennan mánuð
tefst annað námskeið fyrir
annsóknarlögreglumenn og
verður þá fjallað um sálarfræði
ig íslenzku. Hallvarður Ein-
varðsson sagðist hafa ákveðið
að taka íslenzku sérstaklega
fyrir þar sem hann legði afar
ríka áherzlu á vandaðan, réttan
og skýran frágang lögreglu-
skýrslna. ,,Menn geta lengi
bætt sig í íslenzku, hvort sem
það eru lögreglumenn eða
blaðamenn," sagði hann.
Þá eru þrír íslenzkir rann-
■sóknarlögreglumenn á förum
•itan til náms og starfs. Gísli
Guðmundsson fer um mánaða-
mótin næstu til Stokkhólms og
verður þar í liðlega mánuð hjá
Rikskriminalpolisen og síðari
hluta þessa mánaðar fara þeir
Haukur Bjarnason og Guð-
mundur Guðmundsson til
Kriminalcentralen í Osló. Þar
verða þeir í þrjár vikur við nám
og starf.
Hallvarður Einvarðsson gat
þess einnig að ýmsir eldri
starfsmenn rannsóknarlögregl-
unnar ynnu um þessar mundir
að ýmiss konar samantekt. svo
sem tölfræðilegri, sem nauð-
synleg væri og nytsöm.
Einn þeirra er Njörður Snæ-
hólm yfirlögregluþjónn sem
vinnur að skriflegri samantekt
um rannsóknaraðferðir í saka-
málum, kriminalteknik.
Njörður vildi f samtali við DB
lítið gera úr þessu starfi sínu,
sagði að um væri að ræða
kennslu- og upprifjunargagn.
„Það er farið í það helzta,“
sagði hann, „svo menn gleymi
ekki á hverju á að byrja."
Hann taldi árangur nám-
skeiða og námsferða rann-
sóknarlögreglumanna þegar
hafa borið góðan árangur og
sagðist vænta góðs af frekari
skólun og þjálfun. „Til þessa
hafa ekki verið til neinir pen-
ingar til þessara hluta,“ sagði
Njörður Snæhólm, „en nú
hefur sem betur fer orðið
breyting þar á til batnaðar."
-ÖV
Tveir í
slysa-
deild eftir
árekstur
Hörkuárekstur varð á
mótum Suðurlandsbrautar
og Skeiðarvogs rétt eftir há-
degið I gær. Varð af bílvelta
og tveir menn sem voru I
sendiferðabíl voru fluttir f
slysadeild eitthvað meiddir.
Hinn bíllinn sem í hlut
átti var af Mustang-gerð og
kastaðist hann við árekstur-
inn langt út f móa.
Skemmdist hann mikið.
- ASt.
i
i
i