Dagblaðið - 07.01.1978, Síða 6

Dagblaðið - 07.01.1978, Síða 6
6 ✓ DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 7. JANUAR 1978. " ' Blaðburöarbörnóskaststrax: Miðtún, Hátún, Skúlagata frá 58, Fjólugata, Sóleyjargata, Bergþórugata, Sörlaskjól, Sunnuvegur. Langholtsvegurfrá 1-100, Kópavogur: Austurbær, Grundir. Upplýsingarísíma27022 MMBIABIB BÍLAPARTASALAN Höfum úrval notaöra varahluta íýmsar tegundir bifreiöa, til dæmis: M. BENZ 220D 1970 SAAB 96 1966 PEUGEOT 404 1967 SKODA 110 1971 V.W. 1300 1970 SINGER VOGUE 1968 Einnighöfum viö úrval af kerruefni, til dæmis undir vélsleöa. Sendum um allt land. BÍLAPARTASALAN Höfðatúni 10 — Simi 11397 jazzBaLLödCaKóLi Bóru Byrjum aftur 9. janúar. líkofn/rcekt Líkamsrækt og megrun fyrir dömur á öllum aldri. Morgun-dag- og kvöldtímar. Tímar tvisvar eða f jórum sinnum í viku. Sérstakir tímar fyrir þær, sem vilja hægar og léttar æfingar. Sérstakir matarkúrar fyrir þær sem eru í megrun. Vaktavinnufólk athugið „lausu tímana“ hjá okkur. Vigtun — mæling — og mataræði í öllum flokkum. Sturtur — sauna — tæki — ljós. Hjá okkur skín sólin allan daginn, alla daga. Munið okkar vinsæia sóiaríum. Upplýsingar og innritun frá kl. 1-6 í síma 83730. , jazzBaLLetdQkóLi bópu Verzlunarmannafélag Reykjavíkur Framboösfrestur Ákveðið hefur verið að viðhafa allsherjaratkvæðagreiðslu um kjör stjórnar trúnaðarmannaráðs og endurskoðenda í Verzlunarmanna- félagi Reykjavíkur fyrir árið 1978. Framboðslistum eða tillögum skal skilað til skrifstofu félagsins, Haga- mel 14, eigi síðar en kl. 12 á hádegi, þriðjudaginn 10. janúar 78. Kjörstjórnin. „ÞARFASTIÞJÓNN” AKUR- NESINGA ÚR LEIK í BILI Akraborgin er gott sjóskip, segir afgreiðslumaðurinn í Reykjavík og hvergi er að finna verra sjóveður en í útsynningi milli Akraness og Reykjavíkur. Akurnesingum og öðrum sem hyggjast heimsækja Skaga bregður við næstu dagana þvi ferjan Akraborg er að fara í slipp nú um helgina. „Það verða alltaf einir átta til tíu dagar sem þetta tekur,“ sagði Lárus Arnason af- greiðslumaður Akraborgar i Reykjavik i samtali við DB í gær. „Það verður reynt að flýta slippdvölinni eins og nokkur kostur er, en það á að fara fram vélahreinsun, báðar vélarnar teknar upp og það tekur alltaf sinn tíma.“ Ætlunin er að sigla Akra- borginni norður til Akureyrar í dag. Lárus sagði að Akraborgin væri prýðissjóskip og engin ástæða til að ætla annað en sú sigling takist vel. „Akraborgin hefur siglt milli landa og staðið sig vel og það getur ekki orðið verra í sjó en á leiðinni frá Reykjavik til Akraness I útsynningi," sagði Lárus. Á meðan Akraborgin verður í slipp þurfa farþegar til og frá Akranesi að fara með áætlunar- bíl. Slík ferð tekur um tvo tíma. Ferðin með Akraborginni á milli tekur tæpan klukkutima. Skipið fer þrjár ferðir á dag á milli á veturna en fjórar til fimm á sumrin. Skipið getur tekið á fjórða hundrað farþega og fjörutíu og fjóra bila i ferð. I Akraborginni eru tvær vélar og er hvor um sig 1040 hestöfl. Ganghraði skipsins er 12-13 mílur. Skipstjóri Akra- borgar er Þorvaldur Guð- mundsson. Siðasta ferð Akraborgar í bili verður frá Reykjavik kl. 15.30 i dag. - A.Bj. Akstur í myrkri II: ÞEGAR ÖKUTÆKIMÆTAST Þegar ökutæki mætast i myrkri, styttist sjónlengd öku- mannsins að nokkru vegna ljós- anna á móti og að öðru leyti vegna þess að hann setur sjálfur lágu ljósin á. Athuganir hafa leitt i ljós að þegar tvö ökutæki mætast á dimmum vegi og báðir aka með lágum ljósum, þá sér hvorugur ökumannanna t.d. gangandi vegfaranda í dökkleitum fötum sem fjær er en 30 metrum framundan, — jafnvel þótt lágu ljósin skini lengra. Til þess að forðast ákeyrslu innan þessara vegalengdar verður að draga úr hraðanum svo stöðvunarvega- lengdin verði innan þessara 30 metra. Með því er óhætt að segja; að á sléttum vegi, í þurru færi, með eðlilegum viðbragðsflýti og hemlum sem eru I lagi, er nauðsynlegt að minnka hrað- ahn niður i 40 km/klst áður og á meðan mæting á sér stað. Með fullkominni árvekni og þar með stuttum viðbragðs- tíma, á þurrum vegi, með góða hemla og gott viðnám við veg- inn, geta menn leyft sér eilítið hraðari akstur. Að aka hraðar er í rauninni að aka i blindni. í hálku, bieytu og þar sem aur er og fita (olía) á akbraut- inni á beygjum og niður brekkur verður að draga til muna úr hraða. Eldri ökumenn verða einnig að aka hægar vegna þess að þeir eru viðbragðsseinni og við- brögð augnanna ávallt hægari, en slikt gerir vart við sig hjá fólki þegar eftir þrítugsaldur. Hafið ávallt stöðvunarvega- lengdina framundan. Þar sem ávallt verður að draga úr hraða þegar ökutæki mætast og þá ekki sist i myrkri verður ökumaður ætíð að reikna með þvi að ökutæki sem á undan eru, hægi skyndilega á ferðinni. Þess vegna er nauðsynlegt að hafa hæfilega stöðvunarvega- lengd, — öryggissvæði — á milli ökutækja og þá sérstak- lega í myrkri. Umferðarráð. 30 m ÞRIRIGÆZLU í HASSMÁUNU Þrir liðlega tvltugir menn sitja nú I gæzluvarðhaldi i Reykjavik vegna rannsóknar á innflutningi og dreifingu á fikniefnum. Mestmegnis er um hass að ræða, en einnig eitt- hvað af amfetamfndufti. Tveir þessara manna voru úr- skurðaðir I gæzluvarðhald seint í gærkvöld, annar í allt að 20 daga, hinn i allt að 30 daga. Sá sem fyrir var hefur setið í gæzlu síðan fyrir jól og var fyrr i vikunni úrskurðaður til að sitja enn í allt að 30 daga. Fjórði maðurinn I máli þessu — eða a.m.k. tengdur þvf — sat í gæzluvarðhaldi um tima en hefur nú verið látinn laus. Allir þessir menn hafa áður komið við sögu fikniefnamála hérlendis. Þeir eru allir úr Reykjavík og nágrenni. Guðmundur Gígja, lögreglu- maður i fikniefnadeild lögregl- unnar, vildi i morgun engu spá um hvert magn fikniefnanna yrði þegar öll kurl væru komin til grafar. Grammið af hassi er nú selt á 1800-2000 kr. -OV Þingeyri: Hvfldinni fegnir eftir mikla vinnu á síðasta ári „Það hefur verið frekar stopult með vinnu hér á ‘Þingeyri siðan um áramót, fólk er búið að vinna einn dag á nýja árinu,“ sagði Páll Pálsson fréttaritari DB. „Fólk er bara almennt ánægt með þetta þvi geysimikil vinna hefur verið hér allt sl. ár og aðeins fallið úr ein vika. Fólk hefur haft góðar tekjur en það hefur líka verið gífurleg vinna. Þetta er fyrst og fremst frysti- húsavinna. Hér eru nú tuttugu útlendingar i vinnu, en það er orðinn fastur liður í bæjarlifinu að útlendingar vinni hér. Þetta eru Astralíubúar og Nýsjá- lendingar sem hafa reynzt alveg framúrskarandi vel og gerir þetta fólk skemmtilega tilbreytingu í bæjarlífinu. Það hefur löng- um fylgt Þingeyri heilmikið út- lendingastand," sagði Páll. -A.Bj. Hver týndi buddu? Lítil svört budda fannst á móts henni til skila. I buddunni voru við Laugaveg 40 siðdegis i fyrra- nokkrir seðlar og smámynt. dag. Finnandinn hafði samband við DB og óskaði eftir að blaðið Upplýsingar um budduna má fá hefði milligöngu um að koma 1 síma 13632.

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.