Dagblaðið - 07.01.1978, Page 23
23
Sjónvarp
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 7. JANÚAR 1978.
1
Utvarp
Sjónvarp íkvöld kl. 21.15: Boccaccio
r r
SOFFIA LOREN, ANITA EK-
BERG OG ROMY SCHNEIDER
—fara á kostum f fyndinni mynd
Bíómynd sjónvarpsins í kvöld
er eiginlega frekar þrjár en ein.
Hún er i þremur hlutum sem hver
um sig er sjálfstæð heild. Þeir
heita Freisting dr. Antonionos,
Starfið og Tombólan. t heild
heitir myndin Bocaccio ’70 og er
ítölsk að gerð frá árinu 1962.
Allir fjalla þættirnir um sam-
skipti kynjanna i léttum dúr. t
Freistingu dr. Antonionos leikur
Anita Ekberg aðalhlutverkið,
fyrirsætu. Sá hlutinn er ádeila á
allan tepruskap í sambandi karls
og konu.
í Starfinu leikur Romy
Schneider aðalhlutverkið, ófull-
nægða eiginkonu. Og f þeim
þriðja er það sjálf Soffia Loren
sem er stjarnan, stóri vinningur-
inn i tombólu ástarinnar.
Þriðji hluti Boccacio ’70 fær
mest lof í kvikmyndahandbók
okkar en myndin í heild fær þrjár
og hálfa stjörnu af fjórum mögu-
legum. Sagt er að Soffia sé mjög
hrífandi og er það ekki að efa.
Tombólan er sögð afskaplega
fyndin og um leið vel leikin.
Leikstjórar myndarinnar eru
þeir Federico Fellini, Luchino
Visconti og Vittorio De Sica. Það
þarf víst engan þeirra að kynna
fyrir tslendingum.
Enskt tal hefur verið sett inn á
myndina eftir á. Hlýtur það
óneitanlega að teljast henni til
lýta þar sem alltaf er óeðlilegur
blær á sllkri dubbun. Þýðandi er
Öskar Ingimarsson.
- DS
Soffia Loren leikur eitt aðaihlut-
verkið f kvikmynd sjónvarpsins f
kvöld.
Sjónvarp í kvöld kl. 20.30: Dave Allen lætur móðan mása
Frábær grínisti
Sá frábæri grínisti Dave Allen
kemur á skjáinn í kvöld flestum
til óblandinnar ánægju. Dave er
alveg einstakur skemmtikraftur
og með þeim betri sem maður
hefur séð. Helztu óánægjuraddir
með þátt hans koma frá þeim sem
ekki eru fleygir og færir í enskri
tungu því grínið fer fyrir ofan
garð og neðan hjá þeim. En við
þvi er lfklega ekkert að gera því
ókleift hlýtur að vera að þýða það
sem Dave segir á góða og fyndna
íslenzku. Jóni Thor Haraldssyni
tekst oftast mjög vel upp við það
vandasama verk en þeir kaflar
koma sem hann ræður illa við
enda von. En nú breytum vér
nærbuxnaskipulagi voru eins og
Allan saeði f sfðasta þætti og bú-
um okkur undir að njóta hans f
litum og öllu.
- DS
1»
Dave Allen.
Sjónvarp á morgun kl. 16.00: Húsbændur og hjú
Stríðið tekur enda
Þá er fyrri heimstyrjöldinni
loksins að ljúka f þáttasyrpunni
Húsbændur og hjú f sjónvarp-
inu. Þátturinn á morgun nefnist
Hildarleiknum lýkur. En hvernig
endalokin verða skal ósagt látið.
A þessari mynd af henni
Georgfnu litlu, sem varla er þó
hægt að kalla litla lengur virðist
þó sem ekki sé allt eins og bezt
verður á kosið. En hvað um það
strfðinu er lokið og þetta átti að
vera striðið sem endi myndi binda
á allar styrjaldir þannig að vonir
hljóta að vakna í brjóstum
manna, karla jafnt sem kvenna.
DS
• x>: .
Laugardagur
7. janúar
12.00 Dagskráin. Tónloikar. Tilkynn-
ingar.
12.25 Veöurfregnir og fréttir. Tilkynn-
ingar. Tónleikar.
13.30 Vikan frannindan Bessí Jóhanns-
dóttir sér um kynningu dagskrár í
útvarpi og sjónvarpi.
15.00 Miðdagistónnlaikar: Spssnsk svita
gftir Albaniz-da Burgos. Nýja fíl-
harmóniusveitin i Lundúnum leikur;
Rafael Frílbeck de Burgos stjórnar.
15.40 islanzkt mál. Dr. Jakob Benedikts-
son flytur þáttinn.
16.00 Fréttir.
16.15 Veöurfregnir.
16.20 Vinsaalustu popplögin. Vignir
Sveinsson kynnir.
17.00 Enskukannsla: (On Wa Go) Leiö-
beinandi; Bjami Gunnarsson.
17.30 Söngvar í léttum dúr. Tilkynningar.
18.45 Veöurfregnir. Dagskrá kvöldsins.
19.00 Fréttir. Fréttaauki. Tilkynningar.
19.35 „Drangurinn og maíblómiö" asvintýri
»ftir Eriing DaviAsson. Höfundur les.
19.55 A óparattukvöldi: „Nótt i Fanayjum"
eftir Jóhann Strauss. Guðmundur
Jónsson kynnir. Flytjendur: Elisabeth
Schwarzkopf. Emmy Loose, Hanna
Ludwig. Nicolai Gedda, Erich Kunz,
Peter Klein. Karl Dönch, Fil-
harmóníukórinn og hljómsveitin.
Stjórnandi: Otto Ackermann.
21.00 Taboð Sigmar B. Hauksson tekur
til umræðu matargeröarlist (gastrono-
mi). Þátttakendur: Ib Wessman. Balt-
hazar og Gunnar Gunnarsson.
21.40 Úr visnasafni Útvarpstíðinda Jón úr
Vör les.
21.50 Létt lög Svend Ludvig og hljóm-
sveit hans leika.
22.10 Úr dagbók Högna Jónmundar
Knútur R. Magnússon les úr bókinni
„Holdió er veikt“ eftir Harald A.
Sigurössonar.
12.30 Veöurfregnir. Fréttir.
22.45 Danalög.
23.50 Fréttir.Dagskrárlok.
Sunnudagur
8. janúar
8.00 Morgunandakt. Pétur Sigurgeirs-
son vigslubiskup flytur ritningarorð
og bæn.
8.10 Fréttir. 8.15 VeÓurfregnir.Útdrátt-
ur úr forustugreinum dagbl.
8.35 Morguntónlalkar.
9.30 Vaiztu svarið? Jónas Jónasson
stjórnar spurningaþætti. Dómari:
ólafur Hansson.
10.10 Veöurfregnir. Fréttir.
10.30 Sónata nr. 1 I G-dur op. 78 aftir
Johannas Brahms. Yehudi Menuhin og
Louis Kentner leika.
11.00 Massa I Dómkirkjunni. Séra Ingólf-
ur Astmarsson prestur á Mosfelli i
Grimsnesi predikar. Séra Hjalti Guö-
mundsson dómkirkjuprestur þjónar
fyrir altari. Fluttur veróur messu-
söngur eftir Ragnar Björnsson dóm-
organista. Dómkórinn syngur. Organ-
leikari: Ragnar Björnsson..
12.15 Dagskráin. Tónleikar.
12.25 Veðurfregnir og fréttir. Tilkynn-
ingar. Tónleikar.
13.15 Út fyrir takmarkanir tölvisinda.
ólafur Proppé uppeldisfræöingur
flytur erindi um aðferðir við rann-
sóknir i uppeldisfræði og mat á skóla-
starfi.
14.00 Miðdagistónlaikar: Frá útvarpinu f
Badan-Badan. Sinfóníuhljómsveit út-
varpsins leikur. Einsöngvari: Halina
Lukomska. Stjómandi: Ernest Bour.
a. Þýzkir dansar eftir Schubert. b.
Fjórir söngvar op. 13 eftir Anton
Webern. c. „Altenberg-ljóð“ op. 4 eftir
Alban Berg. d. Sinfónia nr. 8 I h-moll
eftir Franz Schubert.
15.00 Svart, hvftt og Arabar. Þáttur um
pflagrlmaflug milli Afriku og Saudi-
Arabfu. Umsjón: Steinunn Sigurðar-
dóttir fréttamaður.
16.00 Létt lög fré austurriaka útvarpinu.
16.15 Veóurfregnir. Fréttir.
16.25 „Sólin fyrst, Aþana fyrst og Mikis
mlHjónasti". Friðrik Páll Jónsson
tekur saman þátt um grfska tónskáld-
ið Þeódórakis (Áðurútv. á jóladag).
17.30 Útvarpssaga bamanna: „Hottabych"
aftfr Lazar Lagfn. Oddný Thorsteinsson
les þýðingu sfna (13).
17.50 Harmonikulög. Amstein Johansen,
Swerre Cornelius Lund og Horst
Wende leika.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins.
19.00 Fréttir. Tilkynningar.
19.25 Um kvikmyndir; — þriðji þéttur.
Umsjónarmenn: Friðrik Þór Friöriks-
son og Þorsteinn Jónsson.
20.00 Slnfónfa fyrir sautján hljóðfssri aftfr
Jossph Gossac. Sinfónfuhljómsveitin f
Liege leikur; Jacques Houtmann stj.
20.30 Útvarpssagan: „Silas Mamar" aftfr
Gaorga Eliot. Þórunn Jónsd., þýddi.
Dagný Kristjánsdóttir les (16).
21.00 islanzk ainsöngslög 1900-1930. 1.
þáttur. Nfna Björk Elfasson fjallar um
Sveinbjöm Sveinbjörnsson.
21.25 Gufuaft og gufuskip. Jón R.
Hjálmarsson fræðslustjóri flytur er-
indi.
21.50 Kórsöngur f útvarpssal. Selkórinn
syngur erlend lög. Söngstjóri: Sigur-
óli Geirsson.
22.10 iþróttfr. Hermann Gunnarsson sér
um þáttinn.
22.30 Veðurfregnir. Fréttir.
22.45 Kvöldtónlaikar: Fré hollanzka útvarp-
inu. Metropolhljómsveitin o.fl. leika
létt lög eftir Laws, Parker, Ellington
o.fl.; Dolf van der Linden stjómar.
23.35 Fréttir. Dagskrárlok.
Útvarp annað kvöld kl. 19.35:
Um kvikmyndir
Áróðursgildi kvikmynda
Loksins virðast verá að koma
þeir timar á íslamii að kvik-
myndalistinni er sýnd svipuð
virðing og öðrum iistgreinum.
Meira að segja ríkisfjölmiðlarn-
ir hafa nú tekið kvikmynda-
þætti upp á sína arma. t útvarp-
inu eru það þeir Friðrik Þór
Friðriksson og Þorsteinn Jóns-
son sem sjá um þátt um kvik-
myndir og er sá þriðji af slíkum
á dagskrá annað kvöld eftir
fréttir eða klukkan 19.35.
í fyrsta þættinum voru tekn:
ar fyrir kvikmyndir út frá hag-
fræðilegu sjónarhorni. t öðrum
var svo fjallað um kvikmyndir
á íslandi út frá þeim sem sýna
þær og vinna við að velja þær
til sýningar. Þá var rætt við
Friðfinn Ölafsson forstjóra Há-
skólabíós.
En í þættinum í kvöld er svo
komið að neytandanum. Þá
verður talað um það áróðurs-
gildi sem kvikmyndir hafa og
áhrif almennt. Vitnað verður í
tilraunir sem gerðar hafa verið
á þessum þáttum. Að vfsu er
það svo að á áhrifum kvik-
mynda á fólk erfitt að gera til-
raunir sem svo má heimfæra
upp á raunveruleikann. t til-
raunastofum eru menn við allt
aðrar aðstæður en annars i lif-
inu. Þær tilraunir sem núna
teljast marktækar hvað þessi
atriði varðar eru nokkuð við
aldur og kann þvl eitthvað að
hafa breytzt síðan þær voru
gerðar. Og þeim verðúr að taka
með fyrirvara enda settar fram
sem slíkar.
Þorsteinn Jónsson hefur eins
og allir vita lfklega menntað sig
mikið i kvikmyndagerð og var
meðal annars við nám f Japan f
mörg ár. Friðrik Þór sagðist
hins vegar vera einungis áhuga-
maður um kvikmyndir og vinna
á vegum Fjalakattarins, kvik-
myndaklúbbs menntaskólanna
og Háskólans. Hann er einnig.
ritari Listahátfðar og vinnur nú
við að skipuleggja kvikmynda-
hátfð f tengslum við hana núna
í sumar.
- DS