Dagblaðið - 07.01.1978, Side 24
Hvað fá landsfeðurnir í laun?
Milljón á mánuöi
frfálst, nháð dagblað
Feður þessa lands, eins og
þeir eru gjarna nefndir,
ráðherrarnir, eru að vonum
dregnir til ábyrgðar eða hælt
fyrir flest það sem miður fer
eða vel í þessu þjóðfélagi. Það
eru þeir sem bera ábyrgðina á
kjörum almennings, á efna-
hagsvandanum og þar fram
eftir götunum, eins og alþjóð
veit.
Að öllu jöfnu er þetta ekki
talin öfundsverð aðstaða enda
verður ekki sagt að ráðherratíð
þeirra manna sem nú sitja í
ríkisstjórn hafi verið neinn
dans á rósum.
Það er hins vegar ljóst að
ekki gera mennirnir þetta með
tóman maga. A meðan allur al-
menningur veltir vöngum yfir
þvi hvernig megi framfleyta
sér á um 200 þúsund kr. á
mánuði og þaðan af minna
sýnir lausleg könnun Dag-
blaðsins að ráðherrar vorir
hafa rúma eina milljón króna í
laun á mánuði, bein og óbein.
Bein ráðherralaun eru 392
þúsund krónur á mánuði. Þar
við bætist þingfararkaup,
er þeir halda óskertu, rúm 328
þúsund á mánuði. Bíl fá þeir að
kaupa sér án tolla og söluskatts
í upphafi ráðherratíðar sinnar
og fá til þess lánaðar 350
þúsund krónur til tíu ára á 5%
innflutningur: Andrésönd
langvinsælastur
Það erlenda blað sem selst lang-
mest á Islandi er danska útgáfan
af Andrési önd! I hverri viku
seljast um 5000 eintök af blaðinu
sem kostar 250 kr. í smásölu.
Annars er fluttur hingað til
lands ótrúlegur fjöldi af erlend-
um tímaritum, bæði viku- og
mánaðarblöðum. Haukur Gröndal
hjá Innkaupasambandi bóksala
sagði DB að titlar brezkra blaða
væru milli 150 og 200 en ekki er
ýkja mikið selt af hverju blaði
fyrir sig. Time og Newsweek eru
fréttablöð sem hafa dálitla sér-
stöðu því þau eru að mestu seld í
áskrift og ekki svo mikið i lausa-
sölu. Ekki vissi Haukur gjörla um
áskriftina því hún fer ekki í gegn-
um fyrirtæki hans. Gizkaði hann á
að um 1500 manns keyptu þessi
blöð í áskrift.
Ekki gat Haukur gefið upp ná-
kvæmar tölur um sölu þessara
blaða. Sagði hann að margir
stærri bóksalar flyttu þau inn
beint og væri því erfitt að segja
um hve mikið af þeim seldist,
einnig eru mörg seld beint í
áskrift.
Eitthvað er um dagblaðainn-
flutning, Innkaupasambandið sér
um innflutning á sjö blaðatitlum
frá Danmörku og Bretlandi. Ekki
eru blöð þessi flutt inn í stórum
stíl en sumar bókaverzlanir hafa
sérhæft sig í dagblaðainnflutn-
ingi og hafa á boðstólum blöð
annars staðar frá.
' Innflutningur á blöðum er al-
gjörlega frjáls og ekki er
greiddur tollur af blöðunum.
- A.Bj.
Af brezku blöðunum eru það
blöðin Woman, Womans Own,
íþróttablaðið Shoot og Playboy
sem eru vinsælust.
Dönsku vikublöðin hafa verið
heimilisvinir á Islandi í fjölda-
mörg ár. Langvinsælast er
Hendes Verden en einnig seljast
bæði Familie Journalen og
Kjemmet vel.
tlrval af erlendum
Islandi er gríðarlega mikið en
ekki seljast nema sárafá eintök af
sumum. Andrés önd á metið, selst
í 5000 eintökum á viku hverri.
DB-mynd Hörður.
H
blöðum á
SÍS hef ur f áraraðir
fengið 2% „sölulaun”
af útf lutningsbótunum
— viðskiptahættir sem ætla má
f átíða eða einsdæmi
A undanförnum árum hefur
það verið föst venja, sem á hef-
ur komizt fyrir tilstuðlan þeirra
er mest flytja út af land-
búnaðarafurðum sem útflutn-
ingsuppbóta njóta úr ríkissjóði,
að reikna sölulaun af fullu
heildsöluverði en ekki að
reikna sölulaunin af söluverði
hverju sinni.
Það eru tveir sláturaðilar
sem leyfi hafa til kjötsölu til
annarra ianda, Búvörudeild
SlS og Sláturfélag Suðurlands.
Hefur útflutningur Slátur-
félagsins verið lftill því mest af
kjöti þess hefur farið á innan-
landsmarkað. Búvörudeild SlS
hefur því setið næstum ein að
útflutningi á lambakjöti.
Tíðrætt hefur orðið um lágt
verð á lambakjöti erlendis.
Ríkissjóður hefur hlaupið
undir bagga og greitt mismun-
inn á umsömdu söluverði og
heildsöluverði innanlands.
Þegar íslenzkt lambakjöt er
selt til annarra landa á þetta
350 til 400 krónur hvert kíló,
eða hvað sem það er hverju
sinni, fær söluaðilinn 2% í sölu-
laun.
Ætla mætti að sölulaunin
væru reiknuð af þvi verði sem
selt er á. Svo er nú ekki. Sölu-
launin hverju sinni eru reiknuð
af heildsöluverði hér. Þetta
þýðir með öðrum orðum að
söluaðilinn fær 2% af útflutn-
ingsuppbótunum frá ríkissjóði í
hverri sendingu. Þetta munu
viðskiptahættir sem ekki þekkj-
ast nema f sölu íslenzkra land-
búnaðarafurða sem útflutn-
ingsuppbóta njóta.
- ASt.
N0TAÐIR BÍLAR VERÐA LEYFISVARA
— en rúgm jöl og sykur sett á frílista
Viðskiptamálaráðuneytið
hefur tilkynnt að framvegis
verði unnt að flytja inn rúgmjöl
og sykur án innflutnings- og
gjaldeyrisleyfa.
Jafnframt hefur verið
ákveðið að innflutningur á
notuðum fólksbifreiðum verði
háður leyfum. Eftir sem áður
verður leyfður innflutningur á
bifreiðum í eigu þeirra, er
flytjast búferlum til landsins,
segir í tilkynningu
ráðuneytisins.
*x***Ml
Gerð var könnun á áhrifum
lýsingar á vetrarframleiðslu
blómaplantna en slík framleiðsla
gæti orðið undirstaða útflutnings-
framleiðslu á þessu sviði, aó dómi
vísindamannanna á-vegum stofn
unarinnar.
Niðurstöður tilrauna með
lýsingu á crysanthemum á sl
vetri hafa leitt í ljós að fram-
leiðslumagn græðlinga var
vanmetið við undirbúning ylrækt-
arversins. Við lýsinguna fékkst
10% meira magn af græðlingum
en reiknað hafði verið með og ef
lýsing var enn aukin frá því sem
gert var ráð fyrir í útreikningum
varðandi ylræktarverið, með
auknum kostnaði við lýsingu,
jókst græðiingamagnið enn
meira.
Rafmagnslýsingin hefur því
verið vanmetin og þó ekki verði
af byggingu ylræktarvers í náinni
framtíð geta islenzkir gróður-
húsaeigendur án efa sitthvað lært
og fært sér í nyt af þeim tilraun-
um sem gerðar hafa verið á veg-
um Rannsóknastofnunar land-
búnaðarins.
-ASt.
HHIir undir
heilsugæzlu
stöðá
Hvamms-
því verið mjög misjöfn.
Fari svo að þeir hrökklist frá
völdum eru þeir ekki á köldum
klaka. Eftir 5-8 ára starf fá þeir
40% af launum greidd úr líf-
eyrissjóði ráðherra en eftir 8-12
ára starf allt að 60%.
Þá eru ráðherrar yfirleitt í
lífeyrissjóði þingmanna og fá
sem slíkir 35% af þingfarar-
kaupi eftir 6 ára þingsetu og
hækka i þrepum upp i 70%.
Auk þessa eru ráðherrar
gjarna í öðrum lífeyrissjóðum
og eru dæmi til þess að fyrrver-
andi ráðherra fái laun úr allt að
3-4 verðtryggðum lífeyris-
sjóðum.
-HP.
LAUGARDAGUR 7. JAN. 1978.
vöxtum. Ríkið greiðir síðan
allan rekstur bílsins og laun
bílstjóra en samkvæmt
upplýsingum, sem DB aflaði sér
hjá FlB, mun rekstur
amerískrar bifreiðar, eins og
þeim sem flestir ráðherranna
eiga, kosta um 200 þúsund
krónur á mánuði. Laun bíl-
stjóra erú 160 þúsund kr. á
mánuði.
Bílana mega þeir selja á
frjálsum markaði eftir þrjú ár
og er hagnaðurinh skattfrjáls,
en þeir fá ekki lán til nýrra
bílakaupa nema einu sinni.
Með embættinu fylgir svo
frír sími og risna er greidd sam-
kvæmt reikningi. Hún getur
Ylræktarverið:
Raflýsingar-
þátturinn
var
vanmetinn
Tilraunir sém gerðar hafa verið
á vegum Rannsóknastofnunar
landbúnaðarins á Keldum hafa
sýnt að afkoma ylræktarvers ^á
tslandi hefði verið betri en búízt
var við og reiknað var með á
sínum tíma þegar umræður um
ylræktarver stóðu sem hæst.
»
Borgardómari 1977:
HJÓNASKILNAÐAR-
MÁLUM FÆKKAÐI
— og heldur meiri gætni virðist vera
í réttum greiðslum víxla
Leyfum til skilnaðar að borði
og sæng fjölgaði nokkuð við
borgardómaraembættið f Reykja-
vík árið 1977 miðað við árið á
undan. Sl. ár voru veitt 204 leyfi
til skilnaðar að borði og sæng hjá
embættinu. Árið 1976 voru veitt
188 slík leyfi.
Til borgardómaraembættisins
bárust 561 skilnaðarmál árið 1977
en 652 árið 1976. Hjónavígslur
voru 183 á sl. ári hjá embættinu
en 181 árið 1976.
Þingfest voru 5.578 mál árið
1977 en 5.641 árið áður.
tanga
Skriflega flutt dómsmál skipt-
ust þannig sl. ár: Dæmd 2.197 á
móti 2.186 árið áður. Askorunar-
mál 2.005 á móti 2.109 árið 1976.
Yfirgnæfandi fjöldi þessara mála
voru víxilmál. Sátt var gerð í 397
málum á móti 562 1976. Hafin
voru 483 mál 1977 á móti 347 árið
1976.
Munnlega flutt mál skiptust
þannig að dæmd voru 197 en sætt-
ir tókust i 116 málum. Flest
munnlega flutt mál eru skaða-
bótamál.
- BS
„Öhemju mikið hefur verið
byggt hér á Hvammstanga á
undanförnum árum,“ sagði Karl
Sigurgeirsson fréttaritari DB.
„Byggð hafa verið um tíu hús á
ári, næstum því allt einbýiishús.
Sveitarfélagið hefur látið byggja
eitt hús með fjórum íbúðum sem
eru leigðar út.
Mikið stendur til í heilsugæzlu-
málum okkar. Við erum búnir að
fá inn á fjárlögin 20 milljón króna
fjárveitingu til þess að hefja
framkvæmdir við heilsugæzlustöð
af svonefndri H-II gerð. Þar er
gert ráð fyrir tveimur læknum.
,Búið er að ákveða teikninguna og
er það Jón Haraldsson arkitekt
sem hannaði stöðina. Verður hún
af sömu stærð og stöðvarnar á
Höfn og Dalvík.
Annars hefur okkur haldizt vel
á læknum siðastliðin ár og hafa
tveir læknar verið starfandi hér á
Hvammstanga. En þeir starfa við
mjög erfið skilyrði f ófullkomnu
og gömlu húsnæði.
Fjárveiting þessi er árangur af
margra ára nuddi og baráttu fyrir
að fá þessum málum hrundið af
stað.
Við vonum innilega að á þessu
nýbyrjaða ári verði framkvæmdir
hafnar," sagði Karl.
- A.Bj.