Dagblaðið - 31.01.1978, Page 4
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 31. JANÚAR 1978.
Vegagerðarmenn á Austfjörðum
mótmæla rangsleitni hins pólit'ska
skipunarvalds í Reykjavík
„Mig vantaði ekkert nema fram-
sóknarstimpilinn og hann fæ ég
aldrei,“ sagði Páll Elísson, vegg-
verkstjóri á Reyðarfirði í viðtali
við DB í gær. „Þess vegna var
gengið fram hjá mér við skipun i
starf rekstrarstjóra Vegagerðar
ríkisins á Austfjörðum", bætti
Páll við.
Fastir starfsmenn Vegagerðar-
innar á Austfjörðum héldu fund á
Reyðarfirði sl. föstudag. Sam-
þykkti fundurinn einróma að lýsa
stuðningi við umdæmisverkstjór-
ann á Reyðarfirði, Einar Þor-
varðarson. Hann mælti með Páli í
starfið, sem þrír menn sóttu um í
desember sl.
Fundurinn samþykkti einnig
að mótmæla þeirri ráðstöfun sam-
gönguráðuneytisins að ganga
'fram hjá tveim reyndum starfs-
mönnum Vegagerðarinnar í áður-
greinda stöðu, þvert ofan i tillögu
umdæmisverkstjóra og Vegamála-
skrifstofunnar. í stöðuna var
skipaður yfirlýstur framsóknar-
maður, Guðjón Þórarinsson raf-
virki á Reyðarfirði.
„Ég neita því ekki, að mikil
óánægja sé með þessa skipun,“
sagði Einar Þorvarðarson
umdæmisverkstjóri í viðtali við
DB í gær. Hann vildi ekki stað-
festa að hann hefði sagt upp stöðu
sinni í mótmælaskyni við
ákvörðun samgönguráðherra í
þessu máli. Hann vildi raunar
ekki tjá sig um málið á þessu
stigi.
Egill Jónsson umdæmisverk-
stjóri lét af störfum fyrir aldurs
sakir. Losnaði þvi staða hans. Var
hún auglýst til umsóknar. Þrír
menn sóttu: Páll Elísson, sem
starfað hefur hjá Vegagerðinni í
16 ár, Sigurjón Ölafsson verk-
stjóri, sem starfað hefur hjá
Vegagerðinni í yfir 20 ár, þó ekki
óslitið, og loks Guðjón Þórarins-
son rafvirki. Hann var ekki meðal
starfsmanna Vegagerðarinnar.
„Framsóknarmenn hér eystra
eru hvað harðastir i mótmælum
sínum gegn ráðstöfun samgöngu-
ráðherra," sagði Páll Elísson.
Talið er að margir þeirra hafi sagt
sig úr Framsóknarfélaginu á
Reyðarfirði út af þessu máli. „Það
er þess vegna rétt að það komi
skýrt fram að mótmæli við rangs-
leitni skipunarvaldsins" eru
almenn og ekki bundin við
flokka," sagði Páll Elísson.
„Hér er heldur ekki verið að
ræða verðleika mannsins sem
stöðuna hlaut að öðru leyti en því
að hann er tekinn fram yfir
reynda starfsmenn Vegagerðar-
innar vegna pólitískra skoðana
sinna,“ sagði Páll. „Það er siðle.vsi
veitingavaldsins sem verið er að
mótmæla. Ég hefi að sjálfsögðu
sagt upp starfi mínu hjá Vega-
gerðinni,“ sagði Páll að lokum.
BS
ffiíoBi
Ilitaveita Suðurnesja óskar eftir tilboðum í að b.vggja
þjónustuhús f.vrir varmaorkuver við Svartsengi.
Húsið er 2 hæðir, 666 ferm að grunnfleti og að mestu
leyti reist í forsteyptum einingum.
Verkinu skal lokið á þessu ári.
Útboðsgagna má vitja gegn 50 þús. kr. skilatr.vggingu
frá og með miðvikudeginum 1. febrúar á skrifstofu
Hitaveitu Suðurnesja Vesturbraut 10 A, Keflavík eöa á
Verkfræðiskrffstofunni FJARHITÚN H/F
ALFTAMÝRI 9 Rvík.
Tilboð verða opnuð á skrifstofu Hitaveitu Suðurnesja .
þriðjudaginn 14. febrúar 1978 kl. 14.
>----------
í HITAVEITA
SUÐURNESJA
íMj fit/fr i
MENN
t síöasta sinn gefst kostur á 'B-námskeiði fvrir verðandi
atvinnuflugmenn eftir gamla laginu.
Skilyrði: Einkaflugpróf og 120 flugtímar þ. 15. jan. sl.
ÞETTA TÆKIFÆRI GEFST ALDREI AFTUR.
NAMSKEIÐIÐ HEFST í BYRJUN FEBRÚAR.
Innritun í sima 28122.
PEY5UDEILDIN
Sérverzlun, kjallaranum,
Miðbæjarmarkaðnum,
Aðalstræti 9, sími 10756.
Með vonda samvisku
Sjónvarp:
PÓKER
Sjónvarpskvikmynd eftir Björn Bjarman
Leikstjóri: Stefán Baldursson
Stjórn upptöku: Tago Ammendrup
Björn Bjarman sækir allt sitt
skáldskaparefni suður á Völl,
til mannlífs i kringum kanann í
Keflavík. t sjónvarpsleikriti
sínu á sunnudagskvöld var
hann enn að fást við frásagnar-
efni sem í rauninni var aldrei á
enda kljáð í hinum fyrri sögum
hans, smásögunum í heiðinni
og skáldsögunni Tröllin.Það er
svo sem ekki víst að hann sé í
Póker kominn neitt nær endan-
legri úrlausn þess en áður i
sögunum. Aftur á móti leiddi
sjónvarpið frásagnar- og úr-
lausnarefni höfundarins einkar
skilmerkilega fyrir sjónir.
Eftirtektarverðast við Póker
(og kemur heim við ýms önnur
leikverk í sjónvarpi að undan-
förnu) var raunar vaxandi vald
leikenda og tæknimanna á
þessum miðli, sjálfbjarga
myndrænni frásögn. Iðulega
fannst manni í Póker lýsing
fólks og atvika, manngerða og
kringumstæðna alveg ,,rétt“ —
það sem hún náði. En texti
leiksins, orðræða fólksins kom
ekki allskostar heim við mynd
þess á skjánum, nægði kannski
til að segja frá eða sýna fram á
það, en ekki til að sanna það
sem lifandi fólk og gera þar
með vanda þess ljóslifandi fyrir
áhorfendum. Gá ber samt að
því að kvikmyndarar og leik-
arar komast aldrei lengra en
efniviður höfundarins leyfir
þeim. Úrlausnarefni þeir'ra í
leik og mynd er fólgið í textan-
um þótt ófullkominn sé. ög
Póker varð, þrátt fyrir allt, á
ýmsa lund ásjálegt verk í sjón-
varpinu.
Alli bílstjóri í Póker er eins
og hinar fyrri söguhetjur
Björns Bjarmans maður með
vonda samvisku. Hann er
kominn að vestan, utan af sjó,
en lifir á snatti kringum
kanann og Völlinn lifi sem
honum finnst ekki sæma. Hann
er til þess knúinn að leggjá allt
sitt undir í spili sem hann
getur ekki nema tapað — rétt
eins og forþenustan úr
akstrinum, snattinu, sm.vglinu
gengur öll upp í pókerspili. við
félaga hans á stöðinni. Þótt þáu
Sigmundur Örn Arngrímsson
og Valgerður Dan: konan hans,
Þóra, kæmu prýðilega vel fyrir
í hlutverkunum varð samt
lýsing þeirra langsamlega
óskýrust í leiknum. Þegar kom
að því að láta uppi hug þeirra
og tilfinningar voru þau óðara
farin að tala upp úr vondri bók.
Samt er sá vandi sem þau eiga
við að fást, ánetjuð verðmæta-
mati sem þau innst inni hafna,
lífsháttum sem eru þeim um
megn, eiginlegt úrlausnarefni
Björns Bjarmans í Póker eins
og áður í sögum hans.
Þessi mannlýsing (og hún
var bara ein þótt hjónin væru
svo sem tvær manneskjur) var
í Póker látin uppi í frásögn sem
var broslegri en hún var
beiskjuleg, allt að farsaleik
með köflum. Og það var raunar
hversdagslýsing leiksins sem
f
langhelst gaf honum gildi. Þar
er sagt frá harki Alla i kringum
Völlinn, harðsvíruðum
félögum hans á stöðinni sem
plokka hann i póker, stelpum i
snatti kringum kanann, og frá
viðskiptamanni Alla, Jensen
kana og kvennaraunum hans í
Reykjavík. Þar var farsinn
alveg orðinn ofan á i meðferð
efnisins, en Róbert Arnfinns-
son: Jensen og Kristbjög Kjeld:
Rósa frilla, fóru þann veg með
hlutverkin að það varð ekki
tómur skrípaleikur, þau voru
reyndar manneskjur lika.
Birni Bjarman lét í Póker til
muna betur að lýsa fólki og
manngerðum af því tagi sem
nú var nefnt, en alvarlegum
tilfinningalegum vanda Alla og
Þóru. Og leikarar og tæknilið
komu frásagnarefni hans lipur-
lega og ásjálega fram í sjón-
varpinu. 1 þeim atburðum
leysist líka vandi Alla. Þegar
hann getur sjálfur blöffað í
póker, þá er hann orðinn að
manni. Klandrið með Jensen
verður til að banda honum burt
frá spillingarsvelgnum á
Vellinum þar sem hann vill
hvort sem er ekki vera . í öku-
túr í kirkjugarðinn í Keflavík
(atriði sem var alveg merkilega
vel gert, hverjir léku eiginlega
þessa jarðarför?) er líf hans við
að snúast í martröð. Þá snýr
hann bara frá, drífur sig aftur á
sjóinn þar sem hann á líka best
heima, stendur uppi í stafni í
lokin, og á lífið framundan.
Þessi lausn var nú dálítið
eins og límd upp á leikinn þótt
hún hentaði svo sem frásagnar-
efni og frásagnarmáta hans að
öðru leyti. Til að hún orkaði
l sannfærandi, geymdi lausn á
raunverulegum vanda en ekki
bara leik. hefði til þurft miklu
nánari lýsingu Alla og þeirrar
kreppu lífshátta og tilfinninga
sem vanda hans skapar. Alli er
þrátt fvrir allt ekki einn urn
hana.
Leiklist
. —t. i ’vmm 'wsm: w
Frá upptökunni á Póker: Stefán Baldursson leikstjóri ræðir við
Margréti Helgu Jóhannsdóttur leikkonu. DB-mynd: — emm.