Dagblaðið - 15.03.1978, Síða 2
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 15. MARZ 1978.
sund í blöðum
og sjónvarpi
Bílavörubúðin Fjöðrin h.f.
SkMÍin 2, sími 82944.
15 ára Ægisfélagi skrifar:
Mig langar að koma einni
spurningu á framfæri við fjöl-
miðla, aðallega sjónvarpið.
Teljið þið ekki sund til
íþróttagreina?
Einstaka sinnum hefur verið
minnzt á sund í blöðum, ennþá
sjaldnar í sjónvarpi og eru það
þá yfirleitt smáklausur, þar
sem rétt er minnzt á hvaða mót
þetta var og hvar það var
haldið. Síðan er talið upp hvaða
fólk var í þrem fyrstu sætunum
i hverri grein og búið.
Þetta á þó aðeins við um
stærri mótin, þessi minni er
hreinlega ekkert minnzt á. Ég
get tekið sem dæmi að sunnu-
daginn 12. febrúar var Ung-
lingameistaramót Reykjavíkur
haldið.
Þess var að engu getið I
blöðum og útvarpi, hvað þá í
sjón-varpi.
Þessi Bjarni Felixson sýnir
allt annað en sund í íþróttaþátt-
um sjónvarpsins. í þau fáu
skipti sem hann hefur sýnt
sund er það yfirleitt eða alltaf
bláendirinn á nokkrum grein-
um og siðan hraðlestur á úrslit-
um.
Um daginn fóru þrír krakkar
á Norðurlandameistaramót
unglinga í Noregi. Þar voru sett
Islandsmet og einn íslending-
anna fékk tvö brons.
Af þessu var sagt í blöðum,
eitthvað minnzt á þetta f út-
varpi og fréttaþætti sjónvarps-
ins. Þar var sagt að Bjarni
Felixson mundi skýra nánar frá
þessu í íþróttaþættinum seinna
um kvöldið.
Hvílík undrun kom yfir oss.
Hann minntist á sund (var
neyddur til þess). Eg er viss
um, að ef tími hefði verið tek-
inn af honum meðan á lestrin-
um stóð hefðum við eignazt
annan heimsmeistara.
I þetta sinn í hraðlestri.
Það er ekki hægt að afsaka
sig með því að lítill tími sé fyrir
hendi, þvi ekki veit ég betur en
það séu sýndir heilir og hálfir
handknattleiksleikir, kapp-
akstur og sífellt lengri myndir
af skíðamótum.
Og hverjum er það öðrum að
kenna en fjölmiðlunum að lítil
aðsókn er að sundmótum. Það
er mjög sjaldan eða réttara sagt
auglýst að halda eigi sundmót.
Eg skora því á fjölmiðla að
reyna að bæta úr þessu. Og þú,
Bjarni Felixson, skrepptu nú á
eitt mót, t.d. íslandsmeistara-
mótið í næsta mánuði og taktu
kvikmyndir af nokkrum grein-
um og þeirri stemmningu, sem
alltaf ríkir þar.
Eitt get ég sagt þér, sundmót
eru ábyggilega ekkert síðri til
sýninga en íshokki og kapp-
akgtur, sem fáir hafa áhuga á.
HERSTEHÖVf?: 7/C
'/zj/'O &/& Svo ve,
TREKKJa) ufr/o/ /-/£>.
OG ] A/*)/ J
-