Dagblaðið - 15.03.1978, Qupperneq 10
10
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 15. MARZ 1978.
BIADIÐ
frfálst, úháð daghlað
Útgefandi DagblaAið hf'
Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson. Ritstjóri: Jónas Kristjónsson.
Fróttastjóri: Jón Birgir Pétursson. Ritstjórnarfulltrui: Haukur Helgason. Skrifstofustjori ritstjórnar:
Jóhannes Reykdal. íþróttir: Hallur Simonarson. Aðstoðarfréttastjóri: Atli Steinarsson. Handrit:
Ásgrimur Pálsson.
Blaðamenn: Anna Bjarnason, Asgeir Tómasson, Bragi Sigurðsson, Dóra Stefánsdóttir, Gissur
Sigurðsson, Hallur Hallsson, Helgi Pétursson, Jónas Haraldsson, Ólafur Geirsson, Ólafur Jónsson.
Ómar Valdimarsson, Ragnar Lár.
Ljosmyndir: Árni Páll Jóhannsson, Bjarnleifur Bjarnleifsson, Hörður Vilhjálmsson, Ragnar Th
Sigurðsson, Sveinn Þormoðsson.
Skrif stofustjori: Olafur Eyjólfsson, Gjaldkeri: Þrainn Þorleifsson. Dreif ingarstjori: Mar E.M.
Halldorsson.
Ritsjjórn Siðumúla 12. Afgreiðsla Þverholti 2. Áskriftir, auglysingar og skrifstofur Þverholti 11
Aðalsimi blaðsins 27022 (10 linur). Askrift 1 700 kr. á mónuði innanlands.
í lausasolu 90 kr. eintakið.
Setning og umbrot Dagblaðið og Steindórsprent hf., Armula-5.
Mynda-og plötugerA: Hilmir hff. Síöumula 12. Prentun: Árvakur hf. Skeifunni 19.
Atyjóðleg sanv
vinna um geinv
ferðir hafin
Ostjóm viðurkennd
Afglöp fjármálastjórnar ríkis-
ins hafa nú verið gerð heyrin-
kunn. í bráðabirgðaskýrslu birtist
viðurkenning á, að. ríkisfjármálin
hafa hellt olíu á eld verðbólgunn-
ar á síðasta ári. Hallinn er nú
talinn hafa verið um 2,8 millj-
arðar, sem er tvímælalaust einhver mesti verð-
hólguhvati, sem um ræðir á þessum tíma.
Fögur fyrirheit f jármálaráðherra og ríkis-
stjórnar um að hafa tekjuafgang og spyrna þar
með gegn verðbólgu hafa verið illa svikin.
Hagfra'Óinga greinir ekki á um slíka hluti. í
.ljósi þeirrar vitneskju, að óðaverðbólgan hefur
venð aðalmeinvætturinn í efnahagsmálum,
hefðli verið lágmark, að ríkisstjórnin hefði ekki
halla á rekstri sínum. Því hefur ekki verið
sinnt. Þess í stað hefur verðbólgan verið mögn-
uð.
Þetta skyldi almenningur íhuga sérstaklega,
þegar ráðherrar beina spjótum sínum að laun-
þegasamtökunum og vilja láta svo, sem þau
beri höfuðsökina á óðaverðbólgunni.
í skýrslu verðbólgunefndar, sem stjórnarlið-
ar standa að, felst skýr viðurkenning á verð-
bólgustefnunni í ríkisfjármálunum. Aðeins eitt
af stjórnarárunum, 1976, var lítils háttar tekju-
afgangur, þó innan við hálft prósent af fram-
leiðslu þjöðarinnar. Öll hin árin hefur ríkisbú-
skapurinn verið rekinn með miklum halla.
Hallinn nam 3,3.milljörðum árið 1974, sem voru
3,5 prósent af framleiðslu fyrra árs. Árið 1975
nam hallinn 7,5 milljörðum, sem voru 5,5 pró-,
sent af framleiðslu fyrra árs. Hallinn er tiltölu-
lega nokkru minni á síðasta ári, 1977, en engu
að síður geigvænlegur í ljósi vaxandi verðbólgu
á síðari helmingi þess árs.
Þessi hallabúskapur hefur leitt til sívaxandi
sláttar ríkisins í Seðlabankanum, það er að
s.egja haldlausum austri peninga á markaðinn.
,,Ört versnandi staða ríkissjóðs við Seðlabank-
ann á árunum frá 1973 hefur án efa valdið
mikilli verðþenslu,“ segir í skýrslu verðbólgu-
nefndar. Á tíu ára tímabili, frá 1968 til 1977,
hefur greiðslujöfnuður ríkissjóðs aðeins verið
hagstæður tvisvar sinnum, það er árin 1970 og
1972.
Skuld ríkissjóós við Seðlabankann hefur
vaxið öll stjórnarár núverandi ríkisstjórnar
þrátt fyrir fyrirheit ráðherra um að minnka
skuldina. Skuldin óx um 3,5 milljarða 1974, 5,5
milljarða 1975, 0,9 milljarða 1976 og 2,2 millj-
arða á síðasta ári samkvæmt bráðabirgðatölum
vei'ðbólguskýrslunnar. Enginn ágreiningur er
milli hagfræðinga um þá gífurlegu verðbólgu-
hvatningu, sem slík skuldasöfnun veitir.
Þetta tvennt, hallabúskapur ríkisins og
skuldasöfnunin við Seðlabankann, eru ein hin
mestu afglöp, sem gátu fyrir komið í fjármála-
stjórn ríkis á tímum óðaverðbólgu.
Þau gera að sjálfsögðu marklaust tal ráð-
herra um,,að verðbólgan sé sök annarra. Meira
skiptir fyrir þjóðina, að hún verður að greiða
þessi afglöp dýru verði.
— Tékkneskur geimfari í Soyus 28—f rekara samstarf
s.
fyrirhugað með Intercosmosáætluninni
Nýtt skeið i þróun geimferða
hófst nú i marz með ferð
sovézka geimfarsins Soyus 28
til Salvut 6 geimstöðvarinnar. I
geimfarinu voru tveir geim-
farar, Sovétmaðurinn Alexei
Gubarov og Tékkinn Vladimir
Remek.
Remek er fyrsti geimfarinn,
sem hefur annað ríkisfang en
bandarískt eða sovézkt. Með
þessari ferð markast upphaf
víðtækrar alþjóðasamvinnu um
rannsóknir og könnun geims-
ins. Þeir Gubarov og Remek
fóru til fundar við tvo félaga
sína, sem dvalið hafa um borð í
Salyut stöðinni í 95 daga, eða
lengur en nokkrir aðrir geim-
farar. F.vrra met í geimvist áttu
bandarískir geimfarar, en þeir
dvöldu samtals 84 daga í geimn-
um í Skvlab stöðinni banda-
rísku.
INTERC0SM0S-
ÁÆTLUNIN
I Jurí Gagarín geim-
þjálfunarstöðinni fvrir utan
Moskvu eru nú væntanlegir
geimfarar frá Austur-
Þýzkalandi, Póllandi og Tékkó-
slóvakíu í þjálfun í samræmi
við Intercosmosáætlunina.
Remek er fyrsti fulltrúi þessa
hóps. sem fer í geimferð.
Læknar og aðrir vísinda-
menn velja síðan geimfaraefni
frá Búlgaríu. Ungverjalandi.
Mongólíu, Rúmeniu og Kúbu,
sem einnig munu taka þátt
í Intercosmosáætluninní.
Það er erfitt fyrir hvern sem
er, jafnvel mjög vel þjálfaðan
mann, að fára í geimferð.
Geimumhverfið er ekki mjög
gestrisið, loftleysi, þyngdar-
leysi, sem raunar er verra
viðureignar en ætlað var, loft-
steinahætta og fleira óþægilegt
bíður mannsins utan jarðar-
innar.
ÁHERZLA LÖGÐ Á
LANGTÍMADVÖL
Sovétmenn leggja nú áherzlu
á verkefni i sambandi vió lang-
varandi dvöl áhafna í geim-
stöðvum á braut umhverfis
jörðu. Nýjungar hafa verið
teknar í notkun í tengslum við
Salvut 6 leiðangurinn, sem nú
stendur yfir. Geimstöðin er
búin tveimur tengieiningum og
óntannað .ferjúgeimfar, Pro-
gress — 1. er notað til þess að
fjarlægja sorp og tæki. sem
þegar hafa verið notuð.
Geimför með birgðir hafa síðan
verið send til geimstöðvarinnar
og snúið þaðan til jarðar aftur
með niargs konar upplýsingar
og árangur vinnu þeirra geim-
fara. sem fvrir eru í geimsföð-
inni.
Nú er leitazt við að finna
heppilegustu tímalengd dvalar
manna í þyngdarle.vsi og á til-
búnurn verustað.
Geimfararnir Gubarov frá Sovétríkjunum og Renu-k frá
Tékkóslóvakiu.
Eru þingmenn
skattsvikarar?
Það hafa að undanförnu átt
sér stað miklar umræður og
mikil skrif um kaup og kjör
alþingismanna og er það vel.
Um þau mál, sem og flest önnur
eru að sjálfsögðu skiptar
skoðanir meðal fðlks. Það er þó
einkum tvennt eðá kannske
þrennt, sem fram hefur komið,
sem segja má að séu höfuðatriðj
þessarar umræðna og skrifa.
SKAMMTA
ÞINGMENN SJÁLFIR?
t f.vrsta lagi er sú fullyrðing,
sem flestir virðast slá fastri
sem réttri, að þingmenn
skammti sér laun sjálfir. Hér er
að vísu um misskilning að ræða,
því þingmenn taka laun eftir
ákveðnum launastiga ríkis-
starfsmanna, samkv. lögum frá
1964. En þetta er i mínum huga
ekkert aðalatriði i málinu, þó
að mín skoðun sé sú, að Alþingi
eigi sjálft að ákveða þessa hluti
og þingmenn verði í þessu til-
felli, sem og mörgum öðrum að
taka óvinsælar ákvarðanir, og
standa eða falla með þeim, þá
er hitt aðalatriðið, hvort laun
þingmanna eru á hverjum tima
í samræmi við'laun annarra
þegna þjóðfélagsins.
ÞURFA ÞINGMENN
AÐ KVARTA?
t öðru lagi hafa umræður og
skrif snúist um það, hversu há
laun þingmanna séu og þá einn-
ig og ekki síður unt þá miklu
hækkun. sem þau tóku á sl. ári.
Nú er ég þeirrar skoðunar að
þingmenn þurfi ekki að kvarta
eða bera sig illa undan launa-
kjörum sinum, þó að vitað sé að
stór hópur innan ríkiskerfisins
sé verulega betur launaður en
.þingmenn þá er hitt eigi að
siður staðreynd, að lang-
samlega stærstur hluti launa-
fólks í landlnu býr við margfalt
verri launakjör og það ber
mönnum að hafa í huga, ekki
síst á timum sem nú þegar
kjaraskerðing dynur yfir launa-
fólk fyrir tilstilli valdhafa, sem
ekki þekkja þann kost við að
búa að hafa einungis til hnífs
og skeiðar sér og sínum til
framfæris óg tæplega það.
Varðandi það sem fram
hefur komið um hinamiklu
hækkun á kaupi þingmanna á
sl. ári umfram aðrar stéttir. þá
h.vgg ég að þar hafi fremur
verið um að ræða slys, sem
hægt sé úr að bæta náist réttar
áttir, frekar en að meiningin
hafi verið sú að la'un þing-
manna hækkuðu að mun meira
en annarra stétta í landinu, sem
auðvitað er óréttlætanlegt.
ERU ÞINGMENN
AFBROTAMENN?
I þriðja lagi eru svo þær full-
yrðingar sem fram hafa komið
og |>að sterklega hjá sumum
ritstjórum og eru hvað alvarleg-
astar, að þing menn séu skatt-
svikarar og ættu beinlinis að
vera tugthúslimir af þeim
sökum. Mig minnir að hafa séð
einhvers staðar full.vrt í rit-
stjórnargrein, að hver einasti
þingmaður sé skattsvikari.