Dagblaðið - 15.03.1978, Síða 11

Dagblaðið - 15.03.1978, Síða 11
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 15. MARZ 1978. .. II STRANGAR ÆFINGAR GEIMFARA Vladimir Remek og aðrir geimfarar frá A-Þýzkalandi, og væntanlega Póllandi, hófu nám við þjálfunarstöðina snemma i desember 1976. Fyrsti hluti námsins fólst í fræðilegu námi samfara þotuflugi, líkamsþjálf- un, undirbúningi undir flug í þyngdarleysi, æfingum í að stökkva úr þýrlu til jarðar yfir frumskógi og fjöllum o.fl. Geimfaraefnin verða að gangast undir erfiðar æfingar til þess að læra að nota lítinn neyðarskammt af vatni, fatnaði og matvælum, sem hafður er um borð i geimförunum. Þá verða þeir að dveljast i nokkra daga á túndrum að vetrarlagi eða i vatnslausri eyðimörk, eftir lendingu fjarri fyrirhug- uðum lendingarstað. Þá læra hinir nýju geimfarar undirstöðuatriði aflfræðigeint- flugs, stærðfræði og siglingar- útreikninga, undirstöðuatriði hönnunar geimfarartækja, stjarnfræði, geintsiglingarfræði og notkun tölva. Kennsla þessi er öll á háskólastigi. Annar þáttur þjálfunarinnar hófst í ágúst sl. Hún náði til stjórnunar Sojus geimfara og undirbúnings væntanlegrar heimsóknar í Salyut geimstöð- ina. MIKIÐ STARF FRAMUNDAN Ljóst er að framvegis verður meiri sérhæfing innan hinnar fámennu stéttar geimfara. 1 framtiðinni verða smíðaðar stórar byggingar í geimnum, sólknúnar orkustöðvar, út- varpsbylgjusjónaukar, auk þess sem stöðvar verða byggðar, það- an sem rannsóknarleiðangrar til annarra hnatta verða sendir. Það verður því að þjálfa geimfara, sent eru sérfræðingar i bygginga- og samsetningar- störfum. stjarneðlisfræði og jarðfræðirannsóknum. Yfirborð og undirdjúp VESTANGULPUR GARRÓ. Almenna bókafólagið. Reykjavik 1977. 259 bls. 1 ritaskrá Guðmundar Daní- elssonar er þessi bók hin þrí- tugasta og níunda í röðinni. Ekki man ég til að skáldsaga eftir Guðmund hafi fyrr verið nefnd sakamálasaga, eða krimmi sem orðhagir menn kalla nú svo, en þannig er Vestangúlpur garró skilgreind- ur á kápubaki. Hinn fjölvirki höfundur er því að hasla sér völl á nýjum vettvangi. En reynist þó sjálfum sér líkur sem vænta má. Nú skal ekki spillt fyrir væntanlegum lesendum með því að rekja efni sögunnar. Aðeins er rétt að geta þess að hún gerist á kreppuárum, að mestu á útgerðarstað nokkrum sem í sögunni nefnist Her- borgarstaðahverfi. Aðalpersón- an er piltur undan Fjöllum, Vitkor Hallsson að nafni. Fyrri hluti, Forsagan, segir af upp- vexti Viktors og kynnum hans af kommum í kreppúnni, en sagan sjálf greinir frá því hversu pilturinn kemst i tæri við brall nokkurt sem dregur á eftir sér langan slóða og ófagr- an áður en lýkur. SAGAN OG ÞAÐ SEMBAKVIDBÝR ' Ferill Guðmundar Daníels- sonar er á margan hátt athyglis- verður. Eins og allir vita sem lesið hafa, hefur hann til brunns að hera mikla sögu- mannsgáfu og segir frá oft af ærnum þrótti. Vestangúlpur garró er vafalaust betra dæmi þessarar gáfu en flestar aðrar sögur Guðmundar frá seinni ár- um. En sagan er einnig til marks unt annað sem lesendur Guðmundar þekkja vel frá fyrri tíð. Af stflshætti hans og frá- sagnarsniði er einatt sá keimur sem gerir lesandanum örðugt að taka verkið alvarlega. Höf- undur blandar í mjöðinn efnum sem ekki samlagast honum til fullnustu. Og þess vegna finnst lesandanum oft sem verið sé að byrla sér annað en til stendur, — þótt að visu sé fráleitt að tala hér um eiturveigar. Hvernig á góð saga að vera. — í þessu tilviki sakamálasaga? Slíkri spurningu verður að leiða hest sinn hjá að sinni. enda hafa flestir gert það. En ætli megi ekki ætlast til þess að höfundur kunni að spinna sögu- þráð greitt og lipurlega, og lialdi athygli lesandans vak- andi, eftirvæntingu hans hvað gerist næst: bindi og leysi hnúta sína af hagleik. Þetta eru ærnar kröfur, enda gengur ýmsum illa að uppfylla þær. En þótt Guðmundur Daníelsson sé betur ,,í stakk búinn" til þess, svo að gripið sé til tízkuorðtaks, en flestir aðrir höfundar sem nú eru á dögum vor á meðal, þá nægir honum það ekki. Endi- lega þarf hann að setja inn í Bók menntir verk sitt eitthvert ,,innra óveður“ sem helzt á að skaka sögufólkið til grunna. Fyrir það á að bera einhverja stórfellda andlega reynslu, og lesandinn þarf að komast á snoðir um hana með einhverju móti. Fyrir þvi verða persónurnar gjarnan svo yfirvættis íbyggnar og hátiðlegar að lesandinn er eiginlega búinn að fá sig full- saddan af þeim löngu áður en bók lýkur. HEILOG GEGGJUN Viktor Hallsson frá Brik er einn þessara „dularfullu“ manna i sögum Guðmundar Daníelssonar. Og ekki að furða: Hann er skáld. Þess vegna þræðir hugsun hans ekki al- faraleiðir: „Ég er enn skrifaður í Brík undir Fjöllum, það nægir. Að öðru leyti á ég heima hjá sjálf- um mér — í líkama mínum og hugsun, ef þú skilur hvað ég á við.“ GUNNAR \ STEFÁNSSO Guðmundur Danielsson. „Néi, skolla kornið,“ sagði Billi Billa, „ég er ekki viss um ég skilji þig.““ Og lái honum hver sem vill. Kannski er betra að skilja þessa ræðu: annað mál hversu trúverðug hún er í munni manns sem spjallar við vinnu- félaga sinn: „Hylting er verkn- aður, en ekki orð,“ sagði piltur- inn um leið og hann greip nýj- an fisk úr kösinni og skar af honum hausinn. „Eða kannski eru byltingar fyrst og fremst náttúruhamfarir, — öflugur iarðskjálfti í þjóðlífinu. Það myndast spenna í djúpinu, og loksins springur jarðhellan, og það sem var uppi þrýstist niður. Eftir hamfarirnar er kannski hægt að byggja nýjan heim, þar fyrir er ekki víst hann verði betri en sá gamli. Bylting er ekki ræðuvaðal! eða kvæði, heldur náttúrulögmál og blind miskunnarlaus athöfn. Ef maður bjargar sér ekki sjálfur, þá bjargar manni enginn.“ — Þetta held ég að sé vondur texti i sögu. Og enn eitt dæmi um „gáfulegt" tal Viktors Hallssón- ar. i þetta sinn við matmóður sína? „Ég hef góða matarlyst. en öngvan ákveðinn smekk. Einhvur spámaður heilagrar ritningar liföi vikum saman á stórum útlendum flugum, sem nefnast engisprettur, og varð ekki meint af. í staðinn fyrir hangiketsflot hellti hann út á pöddustöppuna seigfljótandi býflugnahráka. sem oftast er nefndur hunang. Eg treysti mér til að leika þetta eftir spá- manninum, og reyndar öfunda ég hann, — ekki þó af fæðinu, heldur heilagri geggjun hans, sem er himinhá eins og pól- stjarnan í samanburði við þetta sem alme’nningur talar um með búpeningslegum spekingssvip og kallar heilbrigða skynsemi.“ SAMBREISKINGUR Nú mun nóg komið af tilvitn- unum. En þessar línur benda að ég hygg á sérkenni, eða veilu, sem setur mark á alla sagnagerð Guðmundar Daníels- sonar. Og raunar má finna skýr- ingar ef litið er til sögulegrar stöðu höfundar. Hann mótast af sosialrealisma sem ráðandi er í íslenzkum prósaskáldskap við upphaf ferils hans. En Guð- mundur aðlagast aldrei þeirri tízku, samþýðist henni ekki, og virðist ekki vilja það. Hugur hans stendur til stílfærðíar ,,feikna“, djúpsærrar sálkönn- unar. En þess konar hæfir honum ekki. Hann er beztur sem sögumaður þótt hann láti sér ekki nægja þann hlut. Fyrir bragðið klofna sögur hans flest- ar sundur, þótt þær hafi ýmsa kosti. Sá klofningur verður því augljósari sem höfundur kostar meiru til, spennir boga hátíð- leikans með meiri tilþrifum og kafar af meira kappi í hvatalíf fólks. Og það hefur Guðmundur raunar gert meira áður en í þessari sögu: hún er til að mynda laus mestan part við kynóra þá sem sett hafa svip sinn á síðustu bækur höfundar. Vestangúlpur garró gefur ýmsar vísbendingar um afstöðu höfundar til bókmennta og stjórnmála á mótunarskeiði, ef gera má ráð fvrir að skáldið Viktor Hallsson tali máli hans. Annað mál er hitt hvort sagan er l.vkilróman, eins og spurt er á kápubaki. Þeir sem vilja geta reynt sig við það dæmi. En hvað jsem því liður verður þjóðfélags- jmvnd kreppuáranna heldur djarflega máluð i sögunni og yfirborðsleg. Heimildagildi verksins er þvi lítið, enda ber að sama brunni: Hiifundur hefur meiri áhuga á öðrum hlutum. En hitt mun öllu vafa- samara. hvort honum lánast að halda áhuga lesandans vakandi, annaðhvort á Viktori Hallss.vni eða afbrotamáli því sem hann hefur kynni af. Bregðist hvort tveggja er til litils skrifað. Þessar fullvrðingar munu vera fram settar vegna þeirra greiðslna, sem þingntenn fá vegna húsaleigu, dvalarkostn- aðar, ferðakostnaðar í kjör- dæmi og bifreiðastyrks til ferðalaga innan kjördæmis. Að því er þessar greiðslur varðar þá er það þingfarar- kaupsnefnd, sem kosin er af Alþingi og í eiga sæti fulltrúar allra þingflokka nema Samtak- anna, sem ákvarðar þessar greiðslur hverju sinni. Það mun hins vegar vera hefð, að því er fróðustu menn telja, að greiðslur sem þessar séu ekki taldar fram til skatts. En hvað sem þvi líður þá er ég sammála þeim, sem halda þvf fram að éðlilegast sé að allar þessar greiðslur komi fram á skattframtali og alger óþarfi hjá þingmönnum að vera í þessu tilfelli að safna glóðum elds að höfði sér, nóg er nú samt. Eg held hins vegar að hér sé nánast um formsatriði að ræða, frekar en fjárhagsspursmál. því langsantlega stærsta hlut- ann af þessum greiðslum fengju þingmenn frádreginn, eðli málsins samkvæmt, nema að því er tekur-til útsvars, en þar er um að ræða fremur bita- mun en ekki fjár, og heima- byggð síst of gott að njóta þeirra aura, þ.e.a.s. að svo miklu le.vti, sem það nú gerist, því eins og kunnugt er þá eru alltof margir þingmenn dreif- býliskjördæma með lögheimili á höfuðborgarsvæðinu, sem nyti þar af leiðandi kannski stærsta hlutans af þessu. Kjallarinn Karvel Pálmason En eru þetta skattsvik eins og með þetta hefur verið farið? Ég vil ekkert þar um fullvrða én bendi aðeins í þessu sam- bandi á, að árið 1976 fékk undirritaður tilkynningu frá skattstjóra míns skattum- dæmis, um viðbótartekjur mér til handa vegna þessara greiðslna. að visu áætlaðar. Að sjálfsögðu grennslaðist ég f.vrir um það með hvaða hætti á þessu væri tekið í öðrum skatt- umdæmum og kom í ljós, að hvergi annars staðar en i skatt- umdæmi Vestfjarða hafði þetta gerst. Ég vildi að sjálfsögðu láta á það revna hvort ég n.vti sömu réttinda og a.m.k. aðrir þingmenn Vestfjarða, þó búsettir væru hér s.vðra og kærði til rikisskattanefndar. Urskurður hennar var að fella bæri niður þær tekjur. sem við hafði verið bætt vegna þessara greiðslna. Eg vænti þess að ríkisskattanefnd hafi í þessum úrskurði sinum farið að lögum og úr"skurðað í samræmi við lög og reglur. Annað er varla hugsanlegt. Þingmenn verða því varla með neinum rétti flokkaðir til skattsvikara eða tugthúslima, þó að hitt skuli enn undirstrikað að eðlilegast er og raunar sjálfsagt að allar slíkar greiðslur komi fram á skattframtali. HVERJUM ER ALVARA? 1 janúar sl. var birt í Morgun- blaðinu athugasemd frá Sigur- laugu Bjarnadóttur sem á sæti á Alþingi og í þingfararkaups- nefnd, og var athugasemdin birt undir f.vrirsögninni: Er okkur alvara? Við yfirlestur þessarar at- hugasentdar kemur manni í hug að viðkomandi hljóti að hafa verið andvíg þeim hækk- unum. sem urðu á kjörum þing- manna á sl. ári, og hafi þar af leiðandi greitt atkvæði gegn öllu |)essu á þeim vettvangi, sem málið var ákvarðað, þ.e. í þingfararkaupsnefnd. þar sem hún á sæti. A einum stað í at- hugasemdinni segir þing- maðurinn: „Ég hefði talið eðli- legt við ríkjandi aðstæður. að alþingismenn sýndu þann þroska umfram þá kröfuhörð- ustu meðal ríkisstarfsmanna, að þeir færu mun hóflegar i sakirnar — hvað sem líður lögum um þingfararkaup — eða er okkur alvara um að nú sé þörf aðhalds og gætni í launa- málum?" Getur það verið að ég sé einn um að finnast það eitt sam- rýmast þessum skrifum Sigur- laugar, að hún hafi greitt at- kvæði gegn þeim ákvörðunum þingfararkaupsnefndar, að hækka laun alþingismanna mun meira en annarra stétta, eins og hún segir hvað sem líður lögunt um þingfararkaup. Nei. ég held að allir sem lesa þessar athugasemdir Sigur- laugar séu mér sammála um, að það eitt samrýmist þeim, að hún hafi greitt atkvæði gegn þessu i þingfararkaupsnefnd og gerði hún það? O. nei blessuð. Það verður hvergi annað séð en að hún hafi f.vllilega staðið að öllum þess- um ákvörðunum, sem teknar voru og beri á þeint fulla áb.vrgð og er þá óskiljanlegt. hvernig þetta tvennt fer saman hjá henni. En fleira markvert er i þess- um athugasemdum Sigur- laugar. Á einum stað segir: „Mér blöskra einnig allar þær aukagreiðslur og bitlingar til margra einstaklinga innan launakerfis ríkisins (væntan- lega þingmanna líka), sem erú á háum Iaunum fvrir. Þær ætti í mörgum tilfellum að afnema með öllu.“ Þessu er ég hjartanlega sam- mála og í ljósi þess beitti ég mér f.vrir því ásamt nokkrutn öðrum þingmönnum, að afnumdaV væru :!() % lauha- greiðslur til þeirra þingntanna. sem höfðu sinnt kennslustörf- um áður en þeir tóku sæti á Alþingi. en gátu ekki lengur sinnt kennslustörfum að neinu leyti eftir að þeir tóku sæti á Alþingi, en fengu samt 30% launa vegna kennslustarfa. Eg var sjálfur einn af þeim, sem þessara 30%-launa- greiðslna hafði notið og þess vegna beitti ég mér fvrir af- námi þeirra. En ekki minnist ég þess, að Sigurlaug hafi tekið þátt i þvf að fá þetta afnumið, en hún var einnig ein í hópi þeirra, muni ég rétt, sem þess- arar greiðslu naut. Þetta fékkst afnumið árið 1975. þrátt fyrir það að lög geri ráð fyrir. að þessar greiðslur séu inntar af hendi. Eg geri fastlega ráð fyrir því, að þessar launagreiðslur hafi verið afnumdar hjá öllum þing- mönnum, sem þær tóku til, einnig Sigurlaugar og á því ekki von á að hún sé á neinum 30%-aukagreiðslum frekar en við hinir, sem hlut áttum að málinu, þó að hún hafi ekki verið virkur aðili eða þátttak- jandi i þvi aðfá þær afnumdar. En þetta getur Sigurlaug auðvitað upplýst, hvort um nokkurar slíkar greiðslur henni til handa er að ræða nú. Ummæli þingmannsins varð- andi aukagreiðslur og bitlinga sem ég er sammála hljóta að skiljast á þá leið, að um ekkert slíkt sé að ræða. Karvel Pálmason alþingismaður

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.