Dagblaðið - 15.03.1978, Page 22

Dagblaðið - 15.03.1978, Page 22
GAMLA BÍÓ 8<mJ 11475 VILLTA VESTRIÐ SIGRAÐ Kvikmyndir Austurbæjarbío: Marturinn á |)akinu kl. 5 9.15. Bönnurt innan 14 ára. Bæjarbíó: C.ula Emanulk*. kl. 5. H. 10. Bönnuó innan 16 ára. Gamla bíó: Villta vostriö si«raö. kl. 5. 9. Hafnarfjaröarbío: kjarnorkubillinn kl. 9. Haskolabío: Orustan virt Arnhvim kl. 5 oíí 0. Bönnuö Ix'irnum. Laugarasbíó: (loncsis á hljómlcikum. cndur- sýnd kl. 5. 6. 7 (»« K. Crash kl. 9 oy 11. Bönnurt hörnum innan 16 ára. Nýjabíó: Svifdrckasveitin. kl. 5. 7. 9. Bönnurt innan 14 ára. Regnboginn: A. My Fair Ladý. kl. 5. 6.40. 10. C. Khckir kastala|>jönsins. kl. 5.10. 5.10. 7.10. 9.10. 11.10. Bönnuö innan 16ára. D. Pcrsona. kl.5.15. 6. 7.8.50. 11.05. Bönnuöinnan I6ára. H0WTHEWEST 7;Ki 11/ From METR0-G0LDWYN-MAYER and CINERAMA. METROCOLOR Nýtt eintak af þessari frægú og stórfenglegu kvikmynd og nú með íslenzkum texta. Sýnd kl. 5 og 9. Hækkað verð. Bönnuð innan 12 ára. Síöasta sinn. Stjömubíó: Odcssaskjölin kl. 5. 7.30 ofi 10. Bönnuó innan 14 ára. Tónabíó: CauraKanKur í Kafwó: kl. 5. 7. 9. Hjallafiskur Merkið sem vann harðíisknam nafn Farst hjð: LCLLABCÐ Hverfisgötu H ja llu r hf. - Sökisim12 3 4 72 Sjónvarp í dag kl. 18.35: Hér sé stuð með Deildarbungubræðrum: Þættirnir eru móðgun við poppáhugafólk Hér sé stuð heldur áfram i sjónvarpinu í dag og að þessu sinni eru það Deildarbungubræður sem spila i þykjustunni við undirleik nýjustu hljómplötu sinnar Enn á jörðinni. — F.vrsti þátturinn í þessum flokki var sýndur síðasta miðvikudag og ef framhaldið er eitthvað likt þeim f.vrsta er gerð þeirra móðgun við poppáhuga- fólk og sjónvarpsáhorfendur yfirleitt. Undirritaður er hissa á að Egill Eðvarðsson skuli leggja nafn sitt við slíka framleiðslu. Æðsta boðorð sjónvárpsins um að leggja frekar áherzlu á magn en gæði situr svo sannarlega t fyrirrúmi við gerð þáttanna Hér sé stuð. — AT/DB-m.vnd: Arni Páll. DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 15. MARZ 1978. H Útvarp Sjónvarp I Sjónvarp í kvöld kl. 21.00: Vaka Ljósmyndun sem listgrein ,,Þaó er ætlunin að fjalla um ljósmyndun i þættinum í kvöld, kanna aðferðir við ljósmyndun og notkun ljósmynda. Munum við í þeim tilgangi t.d. heimsækja tvær ljósmyndasýningar sem nýlega voru haldnar hér, þær eru Ljós á Kjarvalsstöðum og sýning sem Árni Páll hélt nýlega," sagði Aðalsteinn Ingólfsson okkur. Aðalsteinn er umsjónarmaður Vöku, sem er á dagskrá sjónvarps- ins i kvöld kl. 21.00. „Einnig munum við kanna ljós- myndir Sigfúsar Eymundssonar frá upphafi en hann var fyrsti atvinnuljósmyndari okkar og tðk heimildamyndir. hans og myndir. „Einnig mun ég skoða ljós- myndavélar og alls kyns tæki í sambandi við ljósmyndun allt frá aldamótum og fram til dagsins í dag og ætla þeir Rúnar Gunnars- son og Leifur Þorsteins.son að að- Þá munum við athuga myndir Jóns Kaldals en hann var heiðurs- gestur ljósmyndasýningarinar Ljós. Jón tengir á nokkurn hátt heimildaljósmyndun og listljós- myndun, því að margar ..portrait" myndir hans eru heimildamyndir, en jafnframt svo listalega teknar að telja verður þær einnig með listljósmyndunar." Þá mun Aðalsteinn athuga vinnu hinna svokölluðu ,,concept“ ljósmyndara og einnig mun hann líta inn á auglýsingaljósmynda- stofu og ræða þar við apg- lýsingaljósmyndara uní starf stoða mig við það.“ sagði Aðal- steinn aó lokum. Þátturinn. sem er í litum, tekur um 40 mínútur í flutningi og er Egill Eðvarðsson stjórnandi upptöku. RK meóal þess sem fjallaó verður um í Vöku í kvöld er sýning Arna Páls. Ljósm. Ragnar Th. Sig Útvarpið íkvöld kl. 21.25: Ananda Marga „Ananda Marga er hreyfing sem starfar í um það bil 80 löndum og er upprunnin í Indlandi," sagði Guðrun Guðlaugsdóttir okkur en hún er umsjónarmaður þáttar sem er á dagskrá útvarpsins i kvöld kl. 21.25 og nefnist An'anda Marga. „Félagar í Ananda Marga ''ást við jógavisindi, sem eru fólgin i hug- íeiðslu og réttu mataræði. Þeir hafa sérstakan matseðil til þess.að fara eftir og eru aðalréttirnir grænmeti og kornmatur." Það hefur verið i kringum 1973 sem þessi hreyfing festi rætur hér, og í dag rekur hún leikskóla og verzlunina Kornmarkaðurinn, sem er á Skólavörðustíg 21 a, sem samkvæmt boðskap hreyfingar- innar verzlar m.a. með korn, brauð og eitthvað af ávöxtum. f þættinum mun Guðrún spjalla við nokkra félaga Ananda Marga og munu þeir segja frá JÓGAVÍSINDI hreyfingunni, markmiði hennar. starfsemi leikskólans og rekstri verzlunarinnar. Auk þess verður leikin hljómlist, sem meðlimir hreyfingarinnar hafa samið sjálfir, þannig að auðséð er að þeim er margt til lista lagt. Samkomur eru haldnar innan ihreyfingarinnar og hefur bæklingum með upplýsingum um stárfsemina verið dreift og mun einnig hægt að fá þá í verzluninni að Skólavörðustíg. Þátturinn er hálftima langur. Guðrún Guðlaugsdóttir mun ræða við félaga í hreyfingunni Ananda Marga í útvarpinii í kvöld kl. 21.25. Snöggklippt Emmanuelle Bæjarbíó: Gul Emmanuelle (Yellow Emmanuello). Framleiöandi: Miracle Films, London. Tónlist: Nico Fidenco. Litir: East- mancolor. Leikstjóri: Albert Thomas. Sá misskilningur virðist ríkj- andi að Bæjarbíó sé nú að sýna mynd er höfðar til kynhvatar- innar, og lái ég engum þann misskilning. Emmanuelle myndirnar hafa. allar götur fram til þessa, verið innihalds- litlar og oftast fjallað um fall- egar, lesbiskar stelpur sem stríplast í fögru umhverfi. Þessi Emmanuelle stimpill á heiti m.vndarinnar laðar þá að sem leita eftir kynlífssenum en heldur frá áhugamönnum um hinn raunverulega efnisþráð. George Tayior (Giuseppe Pampigri) er flugmaður sem verður ástfanginn af dr. Emy- Emmanuelle-Wong (Chai Lee) dóttur kir®ersks auðmanns. Ilann slasast og er lagður inn á sjúkrahús þar sem Emy vinnur (dæmigert). Og þegar hann svo nær fyrri heilsu býðst honum húsrúm hjá Helen sem er „starfskraftur" saráa flugfélags i Hong Kong. Helen veitir honum annað og meira en hús- rúmið eitt, hún leyfir honum að leika eins mikið við sig og hann lystir. Eitt skiptið þegar þau njóta ásta niðri á strönd, undir hljóm- um brimrótsins og stórgóðri Kvik myndir GarðarSverrisson tónlist Nico Fidencos, er lista- verkið skemmt meö fáránlegri klippingu og við tekur samtal án undirleiks. Þvílík vinnu- brögð: Karlmaður og kven- maður tvö ein á ströndinni með rómantískt landslag að baki sér og fallega tónlist, þá er klippt í stað þes§ að leyfa áhorfendum að njóta þess er heilbrigt getur talizt. Jæjfe Emy verður hrifin af George en samkvæmt kínversk- um venjum fer hún sér rólega og vill kynnast honum vel áður én lengra er haldið. Þessi af- staða hennar ýtir vafalítið undir hrifningu hans og honum fer að þykja samvera sín og Helen skammgóður vermir. Myndin er þess eðlis að ég tel rangt að rekja efni hennar frekar, og fyrir alla muni lítið ekki í leikskrána f.vrir sýningu. Leikur (Chai) Lee getur varla verið betri. En ' (Giu- seppa) Pampieri kemst ekki nógu sannfærandi frá hlutverki sínu, þrátt fyrir góða spretti. Nú, Nico Fidenco semur mjög góða tónlist sem fellúr vel inní .hinar mismunandi senur mynd- arinnar. Fyrir utan áðurriefnda V <lippingu skemmdu óánægðir strákar sýninguna, auk út- gönguglaðra frakkakarla. Þessi mynd er fallegt ástar- ævintýri er gerist i fögru um- hverfi, laus við klámfengni og aðra ónáttúru. Hins vegar er hún ekki alveg laus við væmni. en er hún ekki tíður fylgifiskur flestra ástarsagna? Án þess að hafa séð þá frægu mynd Love Story — hef k.vnnt mér efnið — tel ég ekki fráleitt að álykta Gulu Emmanuelle stælingu á henni. Garðar Sverrisson.

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.