Dagblaðið - 22.03.1978, Síða 1

Dagblaðið - 22.03.1978, Síða 1
Miðvikudagur 22. marz 18.00 Ævintýri sótrarans (L) Tékknesk leik- brúðumynd. Þýðandi Jóhanna Jóhannsdóttir. 18.10 Bréf frá Karli (L) Karl er fjórtán ára blökkudrengur sem á heima í fátrækrahverfi í New York. Margir unglingar í hverfmu eiga heldur ömurlegt líf fyrir höndum, en Karl og félagar hans eru trúræknir og fullir bjartsýni. Þýðandi Jóhanna Jóhannsdóttir. 18.35 Framtíð Fleska (L). Finnsk mynd um feit- laginn strák, sem verður að þola stríðni félaga sinna i skólanum. Þýðandi Jóhanna Jóhanns- dóttir. (Nordvision — Finnska sjónvarpið). 18.55 Hlé. 20.00 Fréttir og veður. 20.25 Auglýsingar og dagskrá. 20.30 Skiðaæfingar (L). Þýskur myndaflokkur. 6 þáttur. Þýðandi Eiríkur Haraldsson. 21.00 Nýjasta takni og vlsindi (L). Umsjónar- maður Sigurður H. Richter. 21.30 Erfiðir tímar (L). Breskur myndaflokkur 1 fjórum þáttum, byggöur á skáldsögu eftir Charles Dickens 3. þáttur. Efni annars þáttar: Dag nokkurn segir Gradgrínd dóttur sinni, að Bounderby vilji kværiast henni. Hún fellst á ráðahaginn. Bounderby býður ungumstjóm- málamanni, Harthouse höfuösmanni, til kvöldverðar. Greinilegt er, að hann er meira en lítið hríflnn af Lovísu. Félagar Stephens Blackpools leggja hart að honum að ganga i verkalýðsfélagið, en hann neitar af trúar- ástæðum, þótt hann viti, að hann verður út- skúfaður fyrir bragðið. Bounderby rekur hann úr vinnu eftir að hafa reynt árangurslaust að fá upplýsingar um félagið. Þýðandi Jón O. Edwald. 22.20 Dagskralok. Sjönvarp D Miðvikudagur 22. mars 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Veðurfregnir og fréttir. Tilkynningar. Við vinnuna: Tónleikar. Sjónvarp á föstudaginn langa kl. 20.20: Maðurinn sem sveik Barrabas FYRSTA ÍSLENZKA LEIKRITIÐ í LITUM Maðurinn sem sveik Barrabas er eftir Jakob Jónsson frá Hrauni, eins og séra Jakob kýs að kalla sig við samningu skáldverka. Það byggir á frásögn biblíunnar að örlitlu leyti en er annars skáldskapur. Sagt er frá Barrabasi sem með flokk manna hyggst gera uppreisn gegn hinu róm- verska riki. En ekki fer allt eins og ætlað var og kemur maður nokkur að nafni Kristur mikið við sögu. Leikurinn er látinn gerast í Jerúsal- em pg nágrenni siðustu dagana fyrir krossfestingu Krists. Leikstjóri er Sig- urður Karlsson en helztu leikendur Þráinn Karlsson, Ragnheiður Stein- dórsdóttir, Jón Hjartarson og Arnar Jónsson. Þar sem Maðurinn sem sveik Barrabas er fyrsta leikritið sem tekið er i litum í íslenzku stúdíói er mikið í það borið og vandað til þess í hvivetna. En gallinn er sá að i svart/hvitu verður lítið eftir af allri dýrðinni. Menn verða þvi liklega að drifa sig í heimsókn til kunningjanna, eigi þeir ekki litsjón- varp. Á forsýningu sem haldin var á leik- ritinu fyrir blaðamenn og aðstand- endur óskaði höfundurinn sérstaklega eftir því að þakklæti hans kæmi fram í blaðagreinum. Sagðist hann vera ein- staklega þakklátur fyrir þann hlýhug og það góða samstarf sem ríkt hefði við töku leikritsins og að án þessa hefði ekki verið hægt að gera svo góða hluti sem raun varð á. DS Ragnheiður Steindórsdóttir leikur Mikal, unnustu Barrabasar. Föstudagurinn langi er oft skelfilega þungur og leiðinlegur hvað varðar efni I bæði útvarpi og sjónvarpi. En þessi verður ánægjuleg undantekning. Fyrst um daginn er sýnd hin ágæta mynd Þrúgur reiðinnar, gerð eftir sögu Steinbecks. Og um kvöldið eftir fréttir verður sýnt glænýtt íslenzkt sjónvarpsleikrit. Maðurinn sem sveik Barrabas og er það í litum. 14.30 Miódegi&sagan: „Reynt að gleyma” eftir Alene Corliss Axel T horsteinson les þýðingu sina(10). 15.00 Miðdegístónleikar. a. Janet Baker og Dietrich Fischer-Dieskau syngja tvisöngva eftir Franz Schubert; Gerald Moore leikur á pánó. b. Pro Arte kvartettinn leikur Pianó- kvartett í c-moll, op. 60 eftir Johannes Brahms. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregn- ir). 16.20 Popphom Halldór Gunnarsson kynnir. 17.30 Ctvarpssaga barnanna: „Dóra” eftir Ragnheiði Jónsdóttur Sigrún Guðjónsdóttir les (19). 17.50 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki, m.a. sagt frá Skiða móti Islands. 19.35 Gestur i útvarpssal: Þýzki pánóleikarinn Detlev Kraus leikur Fjórar ballöður op. 10 eftir Johannes Brahms. 20.00 Af ungu fólki. Anders Hansen sér um þátt fyrir unglinga. 20.40 „Hörpukliður blárra flalla” Jónina H. Jónsdóttir leikkona les úr Ijóðabók eftir Stefán Ágúst Kristjánsson. 20.50 Stjörausöngvarar fyrr og nú Guömundur Gilsson rekur feril frægra þýzkra söngvara. Niundi þáttur: Richard Tauber. 21.20 Réttur til starfa. Þorbjörn Guðmundsson og Snorri S. Konráðsson stjórna viðtalsþætti um iðnlöggjöf. 21.55 Kvöldsagan: „Dagur er upp kominn” eftir Jón Helgason. Sveinn Skorri Höskuldsson les (2). 22.20 Lestur Passíusálma Jón Valur Jensson guöfræðinemi les 49. sálm. 22.30 Veöurfregnir. Fréttir. 22.50 Svört tónlist Umsjón; Gérard Chinotti. Kynnir: Jórunn Tómasdóttir. 23.35 Fréttir. Dagskrárlok. Q Útvarp _________> Fimmtudagur 23. marz SKÍRDAGUR 8.00 Morgunandakt, Séra Pétur Sigurgeirsson vigslubiskup flytur ritningarorð og bæn. 8.10 Fréttir 8.15 Veðurrregnir. Útdráttur úr forustgr. dagblaðanna. 8.35 Morgontónleikar. a. Horntrió i Es-dúr op. 40 eftir Johannes Brahms. Gerd Seifert leikur á horn. Eduard Drolc á fiðlu og Christoph Eschenbach á pianó b. Píanókvartett i D-dúr op. 23 eftir Antonin Dvorák. Menahem Prcssler leikur á pianó, Isidore Cohen á fiðlu Bernhard Greenhouse á selló og Walter Tramplerá viólu. 9.35 Boðskapur páskanna Viðtalsþáttur i umsjá Inga Karls Jóhannessonar. 10.10 Veðurfregnir. 10.30 Morguntónleikar, — frh. Frá útvarpinu i Baden Baden. „Te Deum” eftir Franz Xaver Richter. Einsöngvarar, kórar og kammersveit- in i Mainz flytja. Stjórnandi: Gúnter Kehr. 11.00 Messa I Háteigskirkju Prestur: Séra Arngrimur Jónsson. Organleikari: Marteinn Hunger Friðriksson. 12.15 Dagskráin. Tónleikar. 12.25 Vcðurfregnir og fréttir. Tilkynningar. Á frívaktinni. Sigrún Sigurðardóttir kynnir óska- lög sjómanna. 14.30 Kristni og þjóðlif; annar þáttur Um- sjónarmenn: Guðmundur Einarsson og séra Þorvaldur Karl Helgason. 15.00 Miðdegistónleikar. a. Fantasia fyrir pianó og hljómsveit eftir Claude Debussy, Pierre Barbizet ogSinfóniuhljómsveit útvarps- ins i Strassburg leika: Roger Albin stjórnar. h. „Þrihyrndi hatturinn”, ballettmúsik eftir Manuel dc Falla tisse. Romande hljómsveitin leikur; Ernest Ansermet stjórnar. Sjónvarp miðvikudag kl. 18.35: Framtíð Fleska „Þetta er finnsk mynd um feitlaginn strák, sem er stritt af skólafélögum sín- um. Krakkarnir eiga allir sína fram- tíðardrauma. Sumir ætla að verða flugmenn og margar stelpurnar ætla að verða hjúkrunarkonur,” sagði Þótt Fleski sé feitur og klunnalegur, leynist margt gáfulegt i kolii hans. Jóhanna Jóhannsdóttir, en hún þýðir myndirnar um Fleska. Jóhanna sagði að jafnframt því sem krakkarnir striddu Fleska, þá fengju áhorfendur að fylgjast með hugsunum hans um framtíðina, og væru þær oft á tíðum mjög frábrugðnar hugsunum hinna skólafélaganna. Einn skóladaginn eru krakkarnir látnir skrifa stíl, og koma þá greinilega i Ijós framtiðardraumar og hugsanir Fleska. Honum verður oft hugsað um stórviðburði sögunnar. Allir dá Napó- leon og ræða mikið um fræðgarverk hans. Fleski vill hins vegar fá að vita hvað allt þetta umstang í kringum þann fræga mann hefur köstað. Hann vill einnig fá að vita hve mikið kostar að framleiða alla þessa bryndreka, sem notaðir eru i hernaði, og hversu margar ibúðir væri hægt að byggja fyrir húsnæðislausa fyrir þá peninga. Af þessu sést m.a. að þótt Fleski sé feitur og klunnalegur, er mikið í hann spunnið. Jóhanna sagði okkur einnig að kl. 18.00 þennan sama miðvikudag hæfi göngu sína tékknesk leikbrúðumynd. Nefnist hún Ævintýri sótarans og sagði Jóhanna þessa leikbrúðumynd sérstaklega skemmtilega, enda væru Tékkar lagnir við gerð slíkra mynda. Bæði myndin um Fleska og Ævin- týri sótaranseru i litum. „„

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.