Dagblaðið - 22.03.1978, Qupperneq 2

Dagblaðið - 22.03.1978, Qupperneq 2
14 DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 22. MARZ1978 ÚTVARP OG SJÓNVARP UM PÁSKANA Sjónvarp miðvikudagskvöld kl. 21.30: Erfiðir tímar Bounderby fær líklegan kokkál heim til sín Siga tekur á seinni hlutann í mynda- flokknum Erfiðir tímar sem gerður er eftir sögu Charles Dickens. Þátturinn í kvöld er sá næstsíðasti og syrpunni lýkur á miðvikudag eftir páska. Síðast var greint frá þvi að Lovísa er aldrei hefur séð aðra karlmenn en föður sinn og gamia herra Bounderby, fær bónorð frá þeim síðarnefnda, flutt með eindregnum stuðningi þess fyrr- nefnda. Hún tekur boðinu þó hálf- nauðug sé og þau gifta sig stuttu seinna. Tómas bróðir Lovisu býr hjá þeim hjónum og er oftast hennar eina huggun eða þar til Harthouse höfuðs- maður kemur til sögunnar. Hann hyggur á mikinn stjómmáiáframa þó að stefnumálin séu hvorki mörg né stór. Hann hrifst mjög af Lovísu. Tómas bróóir Lovisu hefur lengst af verið hennar eina huggun í lifinu. Stefán Blackpool veldur félögum sinum hugarangri með þvi að neita að ganga i verkalýðsfélag það sem verið er að stofna. Þeir neyðast til þess að bindast samtökum gegn honum, þótt þeim sé það á móti skapi. Þegar Bounderby fréttir þetta reynir hann að fá Stefán til að segja sér frá hvar finna megi forsprakkann að félaginu en þegar Stefán neitar rekur Bounderby hann úr vinnu. t þættinum í kvöld fær Harthouse gullið tækifæri til að gera hosur sínar grænar fyrir Lovísu því honum er boðið að dvelja hjá þeim hjónum. Hann reynir að telja hana á að flýja með sér en hún er á báðum áttum. Annað gerist það helzt að banki Bounderbys er rændur. Stefán Black- pool hefur sézt á vappi þar i kring og fellur þegar grunur á hann. Þátturinn Erfiðir tímar hefst klukkan háiftíu i kvöld og er eins og áður þýddur af Jóni O. Edwald. DS Utvarpá morgun, skírdag, kL 16.25: Herra Sigurbjörn Einarsson biskup svarar annaó kvöld spurn ingum Árna Gunnarssonar rit- stjóra í útvarpi. DB-mynd Sv. Þorm. Útvarp á skfrdags- kvöldkL 22.50: Spurtíþaula Á kirkjan aðvera lengur hluti af ríkinu? Málef ni vangef inna á morgun og annan Á morgun, skirdag, verður þáttur helgaður málefnum vangefinna í út- varpinu. Hefst hann á inngangserindi sem Sigríður Ingimarsdóttir fiytur og mun hún fjalla um Styrktarfélag vangefinna, störf og þróun þeirrar starfssemi. Þvi næst mun Kári Jónasson stjórna umræðum um málefni vangefinna. Sér til aðstoðar fær hann Ásu M. Kristinsdóttur og Pétur Þor- gilsson en þau eiga bæði vangefin börn. Ása á barn í Bjarkarási og Pétur á barn á Kópavogshæli. 1 þessum umræðum munu einnig taka þátt tveir dag páska þroskaþjálfar, Gréta Bachmann for- stöðukona í Bjarkarási og Hrefna Haraldsdóttir forstöðukona í Lyngási. Þá mun Bjarni Kristjánsson sérkennari frá Akureyri einnig taka þátt í umræðunum. Helzt mun verða rætt um réttindis- mái vangefirina og er það mál efst á dagskrá aðstandenda vangefinna. Annan páskadag, 27. marz, mun svo Jóhann Guðmundsson læknir flytja erindi i útvarpið er hann nefnir Að eiga vangefið barn. Hefst þaö kl. 13.20. -RK. Kári Jónasson fréttamaóur stjórnar umræðum um málefrii vangefinna 1 út- varpinu annað kvöld. Útvarp á skírdag kl. 20.00: Konungsefnin Var stuðzt við fslenzkar sögur? „Fyrst og fremst verður rætt um tengsl ríkis og kirkju og hvort rjúfa beri þau tengsl eða hvort aðilarnir eigi að starfa saman áfram eins og þeir hafa gert,” sagöi Árni Gunnarsson ritstjóri um við- talsþátt sinn og herra Sigurbjöms Einarssonar biskups. Þátturinn verður á dagskrá útvarpsins annað kvöld að loknum seinni fréttum kvöldsins. „Einnig verður komiö nokkuö inn á þá gagnrýni á kirkjuna sem fram heíur komið á siðustu árum. Þá verður talað um starfshátta- nefnd sem á að endurskoða starfs- hætti kirkjunar. Almennt kirkjustarf i landinu verður einnig til umræðu og ýmsar trúarathafnir. Má þar nefna skírn- ir, fermingar, giftingar og það aö ganga til sakramentis. Staða krist- innar trúar almennt verður einnig tekin fyrir og þá út frá minnkandi kirkjusókn. Afstaða stjórnmálaflokkanna til kirkjunnar verður einnig rædd og sú tregða þingsins sem kirkjunnar menn tala mikið um, tregðan til þess að breyta lögum um prests- kosningar. Af því að þátturinn verður á skírdag verður rætt um páskavik- una sem slíka. Biskup verður spurður að því hvort hann haldi að fólk geri sér almennt grein fyrir því af hverju farið er i fri. Ýmsum vegfarendum verður einnig gefinn kostur á því að spyrja biskupinn spurninga,” sagði Árni. DS Seinni hluti Konungsefnanna eftir Henrik Ibsen verður fluttur á skírdags- kvöld klukkan átta. Fyrri hlutinn var fluttur á fimmtudaginn var og á laug- ardagskvöldið flutti Þorsteinn ö. Stephensen ræðu um skáldið. Er þetta gert vegna þess að á mánudaginn hefði Ibsen orðið 150 ára hefði hann lifaö. 1 fyrri hluta leiksins sagði frá því að Hákon Hákonarson er kjörinn til konungs í Noregi. Skúli jarl telur sig ekki síður réttborinn til þjóðhöfðingja og Nikulás Árnason biskup í Oslo Hákon Hákonarsson konungur Birkibeina er leikinn af Rúrik Haraldssyni. hvetur hann til að hopa hvergi. Biskupinn hefur orðið fyrir margs kyns vonbrigðum og mótlæti á langri ævi. Biturleiki hans kemur fram í refsskap og illgirni. Á banasænginni lætur hann Skúla brenna bréf sem hefði getað sannað rétt hans til konungdóms. Þá hefur Hákon gert Skúla að hertoga og vill greiniiega allt til vinna að ekki komi til innanlandsó- friðar. En Nikulás biskup hefur þegar borið eld að bálkestinum. Ekki er vitað við hvað Ibsen studdist þegar hann samdi Konungs- Róbert Arnfinnsson leikur Skúla jarl. efnin en iíklegt er talið að meðal annars hafi hann notað Hákonarsögu Sturlu Þórðarsonar og Heimskringlu Snorra Sturlusonar. En Ibsen átti í innri baráttu þegar hann samdi Konungsefnin og hefur þaö eflaust haft sitt að segja. Rétt eftir að Konungsefnin voru frumsýnd fór hann í útlegð af eigin hvötum og kom ekki heim alkominn fyrr en nærri 30 árum seinna. Ibsen hefur notið töluverðra vinsælda á íslandi og voru verk hans tiltölulega snemma þýdd. Sýningar á þeim eru líka kiassiskir viðburðir. DS. Nikulás Öslóarbiskup er leikinn af Þorsteini ö. Stephensen. Útvatp á föstudag- inn langa kL 14.00: Requiem eftir WolfgangAmadeus Mozart Varð hans eigin sálu- messa Tónlistin i útvarpinu á föstudag- inn ianga verður ekkert slor. Klukkan tvö eftir hádegi verður flutt sálumessa eftir Wolfgang Amadeus Mozart. Er það vel við hæfi að flytja slíka messu á föstu- daginn langa. Sálumessuna lauk Mozart aldrei við. Hann fékkst við að semja hana eftir pöntun um leið og hann var að eiga við Töfraflautuna og aðra óperu til. Greifinn af Walsegg hafði pantað sálumessuna og ætlaði að eigna sér hana sjálfur. En Mozart fann að heiisan var farin að bila og hann var hálf- hræddur um að sálumessan yrði hans eigin eins og raun varð á. Þegar hann dó svo frá messunni hálfkláraðri tók nemandi hans F. Sílssmayr við og lauk henni. Hann á það sem á eftir Sanctus kemur. Mozart lifði viðburðarríku lífi svö ekki sé meira sagt. Þegar hann var vatni ausinn var hann skírður svo langri nafnarunu að hann sá sér ekki annað fært en stytta hana. Johannes Chrysotomus Wolf- gangus Theophilus Mozart var hann skírður en kaus að stytta Wolfgangus í Wolfgang og Amadeus þýðir hið sama og Theophilus. Faðir Wolfgangs var háifgeggj- aður tónlistarmaður. Þegar hann sá að sonur hans, þá aðeins þriggja ára, hafði hæfileika i tón- list ákvað hann að strákur skyldi hljóta góða ævi. Og í þeim tilgangi hóf hann endalaust flakk með konu sína, Wolfgang og systur hans. Aðeins 6 ára lét hann strák spila við hirðina i MUnchen og á sama ári fyrir austurriska keisar- ann. Ári seinna fóru bömin með föður sinum í tónleikaferðalag um alla Vestur-Evrópu og hafði það mikil áhrif á feril Wolfgangs. Þegar Mozart var aðeins 7-8 ára var hann farin að semja tónverk af fullri alvöru. Og það var ekkert smávegis sem hann kom í verk þó ævin væri ekki löng. 21 árs, þegar Mozart dvaldi í Mannheim, varð hann ástfanginn af Aloysiu Webar sópransöngkonu og samdi mikið fyrir hana.Hún var þó ekki á þeim buxunum að taka bónorði hans. í nokkur ár lét hann kyrrt liggja en sá þá að yngri systir Aloysiu var ekki siður fönguleg og gekk að eiga hana. Hjónaband þeirra varð hið farsælasta. Margir hafa furðað sig á því að þrátt fyrir að Mozart væri sisemj- andi alla ævi og hefði lengst af góða stöðu þá hélzt honum aldrei á fé. Hann lá á vinum og kunn- ingjum til þess að fá lán. Upp hefur komið sú kenning að hann hafi tapað öllu sem honum áskotn- aðist í spil og kvenfólk. Hann mun hafa spilað töluvert og tapað veru- lega. Sumir eru jafnvel svo ósvifnir að segja hann hafi látizt af völdum kynsjúkdóms sem hann fékk af öllu sukkinu. Þetta gæti ef til vill staðizt, en um það veit enginn. Sálumessunni í útvarpinu er ekki stjórnað af neinum væskii. Það er Daniel Barenboim, vinur okkur frá mörgum listahátíðum. ' Enska kammersveitin leikur en Sheila Armstrong (sópran), Janet Baker (alt) Nicolai Geddá (tenor) og Dietrich Fischer Dieskau (bassi) syngja með John Allins kórnum. DS 'H

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.