Dagblaðið - 06.04.1978, Side 4

Dagblaðið - 06.04.1978, Side 4
4 DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 6. APRÍL 1978. Könmin á atvinnuþátttöku háskólakvenna: ADQNS HELMINGUR VMN- UR ÚH ALLAN DAGINN Kostnaðurinn scm fylgir þvi að koma einni konu í gegnum háskðlanám er ekkert smáræði, hvorki fyrir hana sjálfa né þjöð- félagið I heild. En aðeins helmingur kvenna nýtir sér menntun sína mcð því að vinna úti allan daginn. Háskólamenntaðar konur eru upp til hópa mjög ungar. Meirihlutinn undir fertugu. Þær vinna flestar við störf sem menntun þeirra nýtist við og telja sig njóta jafnréttis i launum þó að ekki sé einhlitt að þær geri slíkt hið sama i stöðuhækkunum og öðrum slíkum hlunnindum. En aðeins helmingur kvennanna vinnur fullan vinnudag utan heimilis og aðeins 27% vinna eftirvrnnu. Flestar telja þær að ef barnaheimilum yrði komið I betra form eða þá að vinnu- tilhögun yrði breytt og karlmenn tækju meiri þátt i heimilisstörfum ykist þátt- taka þeirra sjálfra í atvinnulifinu. Þetta allt kemur fram í könnun sem Bandalag háskólamanna lét gera á at- vinnuþátttöku þeirra kvenna sem lokið hafa háskólaprófi, í langflestum tilfell- um B.A. prófi. Sá hængur er á könnun- inni að aðeins 143 konur af þeim 270 sem spurningalistar voru sendir til svara þeim. Er það aðeins 53% og rýrir það gildið talsvert því ekkert er vitað um þann hlutann sem ekki svaraði. Þó má setja fram ýmsar tilgátur um þann hóp og þar með hinn 900 manna hóp háskóla- menntaðra kvenna i landinu. Athyglisverðasta niðurstaðan úr könnuninni er eflaust sú að aðeins rúmur helmingur háskólamenntaðra kvenna skuli vinna fullan vinnudag utan heimilis og aðeins helmingur af þeim fjölda eftirvinnu. Er þetta án efa þveröf- ugt við það sem háskólamenntaðir karlar gera. Um það er þó ekkert vitað og vantar talsvert að slikur saman- burður skuli ekki fylgja. En þá hefði könnunin orðið miklu viðameiri. Freist- andi er sú tilgáta að af þeim hópi sem ekki svarar spurningalistunum séu jafn- vel ennþá færri konur hlutfallslega sem vinna fullan vinnudag. Það hefur marg- sinnis komið I Ijós í könnunum sem gerðar hafa verið að þeir sem vinna mikið og taka virkan þátt i atvinnulífinu svara fremur slíkum spurningalistum en þeir sem koma litt út fyrir heimili sin. Engin ástæða er að minnsta kosti til að ætla að fleiri konur úr hópi þeirra sem ekki svöruðu vinni úti en úr hópi hinna. Ef munur er einhver er líklegra að hann sé I hina áttina. Þar sem meirihluti kvennanna sem svöruðu spurningalistunum taldi at- vinnuþátttöku kvenna mundu aukast með betri dagvistunarstofnunum fyrir börn og jafnframt betri vinnutilhögun ásamt því að karlar tækju meiri þátt í heimilisstörfum er Ijóst hvar % að byrja til þess að fá konur með dýrmæta menntun til þess að starfa fullan vinnu- dag og nýta þá menntun sem þjóðfélagið og þær sjálfar eru búnar að kosta til,- DS Blaðburdarböm óskast: BERGÞÓRUGÖTU, KÓPA VOGAUSTURBÆ, HJALLA UppL í síma27022. BIADIÐ FREEPORTKLÚBBURINN boðar til RÁÐSTEFNU með DR. FRANK HERZLIN eiganda og yftrlækni FREEPORT HOSPITAL um efnið THE FREEPORT PHILOSOPHY FOR SUCCESSFUL LIVING 0 að HÓTEL SÖGU laugardaginn 8. og sunnudaginn 9. apríl 1978 kl. 10-12 og 13.30-16.00 báða dagana Ráðstefnan er öllum opin Þátttökugjald kr. 3.000.00 greiðist við innganginn Kirkjan á Eyrarbakka: ÖÐLAST Á.NÝ SINN GAMLA GLÆSIBRAG Kirkjan á Eyrarbakka vekur athygli þeirra, sem um plássið eiga leið. Falleg trékirkja á tveim hæðum, vegleg bygg- ing og greinilega byggð af stórhug og myndarskap fyrir 87 árum. Byggingar sem svo mjög eru komnar til ára sinna þurfa viðhald, en fé til sliks liggur ekki á lausu. Ríkiskassinn hefur litið fé til þeirra hluta, og vart þýðir að fara á fund bankastjóra til að „slá” lán til endur- byggingar á guðshúsi. Sjóðir kirknanna eru ekki beysnir alls staðar og standa ekki undirslíkum stórvirkjum. „Nú var ekki lengur hægt að fresta viðhaldi eða endurbótum,” segir sóknar- nefnd Eyrarbakkakirkju. Var nú hafizt handa, aðeins treyst á að sóknarbörnin og aðrir velunnarar kirkjunnar mundu leggja fram fjárhagsaðstoð. Sannarlega brást það traust ekki, því nú má lita þessa fallegu timburkirkju í nýjum bún- ingi, og þó hinum upphaflega. Endurbæturnar hófust 1976 með gjöf barna og barnabarna Friðriks Sigurðs- sonar frá Gamlahrauni. Þau gáfu kirkj- unni nýjan predikunarstól til minningar um Friðrik og konur hans tvær og syni þeirra. Þá voru endurbætur gerðar I kirkjunni og sá æskulýðsfélag kirkj- unnar um að fjármagna þær, en hvelf- ingu kirkjuskipsins og kórsins, sem endurnýjuð var, kostuðu þau systkin Vigfúsina og Vigfús Bjarnason til minningar um fósturforeldra sína. Á siðasta ári var hafizt handa um að gera við kirkjuna að utan og var það kostnaðarsamast, eða rúmar 5 milljónir. Alls kostuðu framkvæmdirnar 5.7 millj- ónir. Og enn á að halda áfram endurnýjun inni. Árið 1981 verður kirkjan 90 ára gömul. Og þá er ætlunin að hún verði jafn glæsileg eða glæsilegri en hún var daginn sem hún var vigð, seint á siðustu öld. Sóknarnefndin treystir því að vel- unnarar kirkjunnar stuðli að þvl á marg- Kirkjan hefur verið klædd panelviði cins og hún var i upphafi. an hátt að starfið geti haldið áfram sam- kvæmt áætlun eins og verið hefur, því fjöldinn allur af einstaklingum og sam- tökum hefur styrkt kirkjuna með gjöf- um. Trúlega á kirkjan á Eyrarbakka eftir að vekja athygli ferðafólks, sem um staðinn fer I sumar. - JBP

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.