Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 06.04.1978, Qupperneq 9

Dagblaðið - 06.04.1978, Qupperneq 9
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 6. APRlL 1978. 9 Fréttamaður í róðri með Birtingi NK: Blágóma og tindabikkja — Maharishi Mahesh Yogi KERFIÐ INNHVERF ÍHUGUN TRANSCENDENTAL MEDITATION PROGRAMME Almennur kynningarfyrirlestur um tæknina Innhverf ihugun verður haldinn i kvöld, kl. 20.30 í Arkitektasalnum, Grensásvegi 11 (fyrir ofan verzlunina Málarinn). Tæknin er auðlærð, auðstunduð, losar um streitu og spennu og eykur sköpunargreind. Þetta staðfesta vísindarannsóknir. Öllum heimill aðgangur. íslenzka íhugunarfélagið Vilhjálmur kvaddur Tísku - sýning en sá guli slapp En aðrir viðvaningar en fréttamaður- inn voru líka um borð, tveir ungir piltar úr gagnfræðaskólanum i Neskaupstað. Voru þeir með í veiðiferðinni í starfs- kynningu. Ekki seinna vænna að kynna sér handaverkin til sjós. Aðeins örlaði fyrir sjóveiki hjá þeim, en fréttamaður- inn sjóaður vel, enda gamall í hettunni á varðskipaflotanum. Piltunum tveim lik- aði þó vistin vel og fannst kynnin við sjómennina hin ánægjulegustu. Skipstjóri i þessari veiðiferð Birtings var Jón Jóhannesson, en hann er að jafnaði I. stýrimaður á Birtingi. Togar inn var keyptur frá Frakklandi sl. hausi eftir breytingar, sem gerðar voru I Eng landi. Skipið hefur skilað miklum afla i, land i öllum veiðiferðum, — nema þess föstudag kl. 12.30—13.30. Sýningin, sem verður i Blómasal Hótels Loftleiða, er haldin á vegum Rammagerðarinnar, íslensk heimilisiðnaðar og Hótels Loftleiða. Sýndir verða sérstakir skartgripir og nýjustu gerðir fatnaðar, sem unninn er úr íslenskum ullar- og skinnvörum. Módelsamtökin sýna. Hinir vinsælu réttir kalda borðsins á boðstólum. Verið velkomin. HOTEL LOFTLEIÐIR Sími 22322 Virðuleiki og djúp sorg ríklu i Dórn- kirkjunni sl. þriðjudag. er æltingjar og vinir Vilhjálms heilins Vilhjálmssonar söngvara fjölmenmu þangað lil aó kveða hann hinztu kveðju Séra Birgir Ásgeirsson prestur á Mosfelli llutti minningarræðu og vinur Vilhjálms Magnús Kjartansson tónlistarmaður lék á orgel kirkjunnar. Meðal annars lék hann Unchained Melody. — lagið sem Vilhjálmi þótti skemmtilegast að syngja. Húsfyllir var i Dómkirkjunni. Þar mátti sjá marga þekkta tónlistarmenn. eldri sem yngri, og flugmenn, sem allir áttu það sameiginlegt að hafa starfað með Vilhjálmi Vilhjálmssyni á einn eða annan hátt. Félagar hans hjá Arnarflugi báru kistuna úr kirkju, en tónlistármenn stóðu heiðursvörð. ÁT. í fyrsta hali blasti ekki við neitt glæsi- leg sjón, — nokkrar tindabikkjur, blá- gómur og þvíumlíkt. Vaktin var fljót að afgreiða þennan ófögnuð, en niðri svaf önnur vaktin vært og dreymdi um troll full af þeim gula. í eitt skiptið, þegar trollið kom upp, var það allt í ömurlegum henglum. Þá varð að gripa til varatrollsins, en hitt fór i viðgerð um borð. Nú var fréttamaður- inn ekki beinlínis sérfræðingur í togbún- aði og var hann því settur í nálakörfuna og botnaði hreint ekki mikið í því verki sem þar var unnið. En karlarnir á Birt- ingi kunnu greinilega til verka. Af ótrú- legu öryggi hugar og handa bættu þeir trollið af þvílíkri snilld að færustu saumaklúbbar hefðu naumast getað státað af öðru eins. Trollsaumaskapur er líka list út affyrirsig. ari einu, sem fréttamaðurinn fór með skipinu. Kenndu skipverjar veru frétta- mannsins um hvernig fór um sjóferð þá. -SH/JBP „Það fæst ekki nokkurt kvikindi fyrr Dagblaðsins í Neskaupstað, Skúli en á stórstreyminu,” mátti heyra í tal- Hjaltason, fór í róður á dögunum með stöðvum bátanna, þegar fréttaritari togaranum Birtingi NK 119. Það leit sannarlega ekki veiðilega út, togararnir dreifðir úti fyrir öllu Austur- landi og ekki bein að fá. „Það er of smá- streymt,” sögðu sjómennirnir. Stór- straums var svo ekki að vænta fyrr en eftir að veiðibannið var skollið á og allir komnir á fastalandið. Það var þá helzt að fá karfa eða aðrar fisktegundir, — bara ekki þorskinn, sem allir sækjast eftir. Préfkjör sjálfstæðismanna íMosfellssveit: 12 í framboði til sjö sæta á lista Kynningarfundur frambjóðenda í Hlégarði í kvöld Sjálfstæðisfélagið i Mosfeilssveit efnir til prófkjörs um skipan framboðslista Sjálfstæðisflokksins í sveitarstjórnar- kosningunum í vor sunnudaginn 9. apríl. Kjörfundur hefst kl. 10 árdegis í Hlégarði og stendur til klukkan 10 um kvöldið. Tólf manns eru i framboði en i próf- kjörinu á að krossa við minnst 4 menn og mest sjö. Þá eru einnig tvær auðar línur á kjörseðlinum, þar sem rita má nöfn manna, sem ekki eru á prófkjörs- listanum. Þeir tólf sem i kjöri eru eru þessir og nefndir í röð sem fékkst með útdrætti: Jón M. Guðmundsson oddviti, Hilm- ar Þorbjörnsson lögregluvarðstj., Salome Þorkelsdóttir gjaldkeri, Sæberg Þórðarson verktaki, Páll Aðalsteinsson kennari, Hilmar Sigurðsson viðskipta- fræðingur, Magnús Sigsteinsson bú- fræðiráðunautur, Bernharð Linn vöru- bílstjóri, Svanhildur Guðmundsdóttir húsfrú, Örn Kjærnested rafvirkjameist- ari, Ingunn Finnbogadóttir húsfrú og Einar Tryggvason arkitekt. Allir fulltrúarnir tála á kynningar- fundi sem haldinn verður í Hlégarði i kvöld, fimmtudag, kl. 9.30. Þar svara þeir og fyrirspurnum. t síðustu sveitarstjórnarkosningum hlaut listi sjálfstæðismanna 4 fulltrúa kjörna í hreppsnefnd en sameiginlegur listi óháðra kjósenda hlaut 3 fulltrúa. Hreppsnefndina skipa 7 fulltrúar. - ASt.

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.