Dagblaðið - 06.04.1978, Side 10
10
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 6. APRlL 1978.
mBIABIB
fijálst, óháð dagblað
Útgefandi Dagblaflifl hf.
Framkvœmdastjóri: Svoinn R. Eyjótfason. Ritstjóri: Jónas Kristjánsson.
Fróttastjóri: Jón Birgir Pétursson. Ritstjómarfulltrúi: Haukur Helgason. Skrifstofustjóri ritstjómar
Jóhannes Reykdal. íþróttir: Hallur Simonarson. Aflstoflarfróttastjóri: Atii Steinarsson. Handrit:
Ásgrímur Pólsson.
Blaflamenn: Anna Bjamason, Ásgeir Tómasson, Bragi Sigurflsson, Dóra Stefánsdóttir, Gissur Sigurfls-
son, Hallur Hallsson, Helgi Pótursson, Jónas Haraldsson, Ólafur Geirsson, Ótafur Jónsson, Ómar
Valdímarsson, Ragnar Lár.
Ljósmyndir: Ámi Páll Jóhannsson, Bjomloifur Bjarnlerfsson, Hörflur Vilhjálmsson, Ragnar Th. Sigurfls-
son, Sveinn Þormóflsson.
Skrrfstofustjóri: Ólafur Eyjólfsson. Gjaldkeri: Þráinn Þoriotfsson. Drerfingarstjóri: Már E.M. Halldórs-
Ritstjórn Siflumúla 12. Afgreiflsla Þverholti 2. Áskriftir, auglýsingar og skrifstofur Þverholti 11. Aflal-
simi blaflsins 27022 (10 linur). Áskrift 1700 kr. á mánufli innanlands. í lausasöki 90 kr. eintakifl.
Setning og umbrot Dagblaflið hf. Síðumúla 12.
Mynda- og plötugerfl: Hilmir hf. Slflumúla 12. Prentun: Árvakur hf. Skeifunni 19.
UppreisnSnorra
Flokkseigendafélög og fámennar flokksklíkur ráða
enn stjórnmálaflokkunum. Þetta fyrir- /£
komulag sætir vaxandi gagnrýni
óbreyttra flokksmanna. Dagblaðið hefur
haft forgöngu um að benda á, hvernig
þetta kerfi misþyrmir lýðræðinu. Síðustu
fréttir úr herbúðum Alþýðubandalagsins
sýna, að jafnvel rótgrónum flokksmönnum er farin að
þykja ástæða til að gera uppreisn gegn kerfinu.
Prófkjör hafa í vaxandi mæli rutt sér braut við röðun
á framboðslista flokkanna. Kosningafyrirkomulagið
veldur því, að uppstillingin skiptir öllu máli og útstrik-
anir hafa engin áhrif á, hverjir verða kjörnir. Flokks-
foringjarnir höfðu heitið að breyta þessari skipan fyrir
næstu kosningar, þannig að kjósandinn fengi sjálfur að
ráða frambjóðendum þess flokkslista, er hann kýs.
Listinn væri að öðru leyti óraðaður. Þetta hafa flokks-
foringjarnir svikið.
Þess vegna velta þingsætin enn á, í hvaða röð nöfnum
er raðað, þegar framboð eru lögð fram. Prófkjörin hafa
gefið kjósendum mjög aukið vald, en engan veginn nóg.
Enn sem fyrr er það á valdi flokkseigendanna, hvort
prófkjör fer fram eða ekki.
Alþýðubandalagið hefur sama og engan þátt tekið í
þessari lýðræðisþróun. Þar hafnar flokksklíkan próf-
kjörum. Hún vill öllu ráða og sættir sig ekki við, að
óbreyttir flokksmenn hafi völdin. Flokksforysta Alþýðu-
bandalagsins stendur enn það nærri hugmyndafræði
kommúnismans, að hún tekur ekki í mál, að hinn
ómerkilegi skríll segi henni fyrir verkum. Þjóðviljanum
er stjórnað sem blaði hinnar einu réttu stefnu. Þar eiga
ekki inni þeir, sem í einhverju hafa aðra skoðun.
Fámennar flokksklíkur Alþýðubandalagsins ráða upp-
stillingu á framboðslista.
Þetta hefur knúið Snorra Jónsson, varaforseta
Alþýðusambandsins og gamalgróinn flokksmann, til
uppreisnar. Hann hefur sagt sig úr uppstillingarnefnd
Alþýðubandalagsins í Reykjavík. Með því er Snorri að
mótmæla ofurvaldi þröngrar klíku við uppstillingu fyrir
alþingiskosningarnar. Hann er að mótmæla lokuðum
vinnubrögðum þröngrar forystu, þar sem fámenn nefnd
á vegum klíkunnar ræður uppstillingu.
Snorri mælti með Ásmundi Stefánssyni, hagfræðingi
Alþýðusambandsins, í fyrsta sæti listans. Magnús
Kjartansson hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér, bæði
vegna slæmrar heilsu og þess, að töluverður aðsúgur
hefur verið gerður að honum í innsta hring flokksklík-
unnar. Flokksforystan hefur stefnt að því, að Svavar
Gestsson, ritstjóri Þjóðviljans, fengi fyrsta sætið. Upp-
reisn Snorra Jónssonar byggist hins vegar ekki aðallega
á því, hvaða maður veljist í sætið, heldur er hún
mótmæli við þeim afarkostum, sem hann var látinn sæta
í nefndinni.
V-
r
Meirihluti nefndarinnar, fulltrúar flokksklíkunnar,
vildi ekki láta tillögu Snorra fá eðlilega meðferð og
umræður, heldur skyldi þegar í stað gengið til atkvæða í
hinni fámennu nefnd til að koma tillögunni hið snarasta
út úr heiminum.
Uppreisn Snorra beinir athyglinni að, hversu stein-
runninn stjórnmálaflokkur Alþýðubandalagið er.
Bragð er að, þegar þessi gamalgróni flokksmaður sér ekki
aðra leið en opinskáa uppreisn.
V.
VERKEFNIALÞJÓÐA
HEILBRIGÐISDAGSINS, 7. APRÍL
Baráttan gegn
ofháumblóö-
þrýstingi
— f jandanum sem stöðugt liggur í leyni og ógnar
tíunda hluta mannkynsins
„Gallinn er sá að of hár blóðþrýst-
ingur lætur ekki á sér kræla. Betur
færi ef þeir sem honum eru haldnir
fyndu svolítið til,” sagði vestur-þýzki
læknaprófessorinn Franz Gross.
Hann lét þessi orð falla í ræðu sem
hann hélt nýlega á fundi sérstakrar
nefndar Alþjóðaheilbrigðismálastofn-
unarinnar, sem fjallar um of háan
blóðþrýsting.
Því miður var ein af niðurstöðum
nefndarinnar sú, að enn vita menn
litið um orsakir of hás blóðþrýstings.
Satt að segja virðast framfarir í þeim
efnum sáralitlar á síðastlið.ium fimm-
tán árum.
Enn lítið vitað um
orsakir sjúkdómsins
Hvers vegna eru surnir einstakl-
ingar með of háan blóðþrýsting á
meðan aðrir kenna sér einskis meins i
þeim efnum? Þessari spurningu hefur
ekki enn verið svarað af læknavísind-
unum. Eitt hefur þó áunnizt á þessum
árum. Tíundi hluti mannkyns, sem
sjúkdómnum er haldið, á nú kost á
mun betri og árangursrikari meðulum
til að halda áhrifum sjúkdómsins í
skefjum en áður var.
Vegna þess að talið er að of hár
blóðþrýstingur sé vandamál alls
mannkyns, sem leysa má eða i það
minnsta halda niðri ef samvinna og
skipulag kemst á, hefur Alþjóðaheil-
brigðismálastofnunin ákveðið, að á
degi stofnunarinnar verði of hár blóð-
þrýstingur mál málanna. Fram-
kvæmdastjóri stofnunarinnar Halfdan
Mahler tilkynnti þetta fyrir nokkrum
dögum.
Þessi furðusjúkdómur, sem hvilir í
leyni, þannig að sjúklingurinn þarf
ekkert af honum að vita ef sérstök
rannsókn á blóðþrýstingi leiðir hann
ekki í Ijós, er vandræðahlutur. Orsakir
hans eru óþekktar þó ekki hafi skort
getgáturnar. Arfgengur sjúkdómur,
vegna streitu, af reykingum, vegna
neyzlu of mikillar dýrafitu, of mikils
salts í fæðunni. Allt eru þetta ástæður
sem sérfræðingar hafa slegið fram sem
orsök fyrir of háum blóðþrýstingi. Að
vísu með misjafnlega sterkum rökum.
En — hvort sem okkur likar betur
eða verr — ástæðan er óþekkt. Liklega
er réttara að segja ástæðurnar, því að
öllum líkindum stafar sjúkdómurinn
af mörgum orsökum.
Þrátt fyrir að sérfræðingar séu al-
gjörlega sammála um að hér sé um al-
varlegan sjúkdóm að ræða, þá veldur
hann ekki dauða neins af þeim ein-
staklingum sem honum eru haldnir,
þ.e. ekki á beinan hátt.
Afleiðingarnar eru oft
hjartaslag eða kransæða-
stífla
Aftur á móti veldur hann oft hjarta-
slagi og afleiðingar of hás blóðþrýst-
ings eru oft kransæðastifla en þessir
HIN GÓDU LÍFS-
KJÖR ÍSLENDINGA
ÍHÆTTU
Hróp í eyðimörkinni
Fyrir nokkrum árum var haft viðtal
í sjónvarpi við dr. Ágúst Valfells, og
fjallað var m.a. um lifskjör á íslandi.
Ágúst hélt þvi fram, að lífskjör myndu
fara versnandi á Islandi með fólks-
fjölguninni vegna þess, að minna
kæmi i hvers hlut. þegar lífsgæðunum
væri skipt milli fleiri einstaklinga. Ég
man ekki nákvæmlega orðaskipti dr.
Ágústs og sjónvarpsþular. en ég skildi
það svo, að þá væri miðað við að sömu
atvinnuhættir héldust áfram óbreyttir.
Ég minnist þess, að ýmsir ræddu um
sjónvarpsþáttinn svo ég heyrði, en
enginn þeirra hafði skilið, hvar dr.
Ágúst átti við. Ef þessi þáttur yrði
endurtekinn nú, myndu fleiri skilja.
Það er ekkert einsdæmi á íslandi, að
sannleikurinn sé sem' hróp i eyðimörk-
inni.
Á hverju hafa lífs-
kjörin góðu byggst?
íslendingar hafa nú um árabil haft
sambærileg lífskjör og norðurlanda-
"þjóðirnar og þróuðustu iðnaðarþjóðir
heims. Lifskjörin hafa byggst fyrst og
fremst á þeim auðæfum, sem er að
finna í sjónum, þ.e. fiskstofnunum.
íslendingar hafa tileinkað sér sam-
bærilega tækni og best gerist í fisk-
veiðum og hafa því getað hagnast vel
á sölu á náttúruauðlindum. Afköst og
hagkvæmni í framleiðsluiðnaði og
landbúnaði eru engan veginn sam-
bærileg hér á landi við áðurnefnd við-
miðunarlönd, en arður af sjávarútvegi
hefur brúað bilið. Jarðvarmi til húshit-
unar hefur og verið töluverður þáttur í
góðum lífskjörum, en ódýrt rafmagn
er tæpast enn komið til sögunnar
vegna mikils dreifingarkostnaðar í
strjálbýlu landi. Athugun og saman-
burður á rafmagnsverði í Danmörku
sýnir að orka i fallvötnum íslands er