Dagblaðið - 08.04.1978, Blaðsíða 1

Dagblaðið - 08.04.1978, Blaðsíða 1
4. ÁRG.— LAIJGARDAGUR 8. APRÍL 1978 - 73. TBL. RITSTJÓRN SÍÐUMÚLA 12. AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA ÞVERHOLTI11. — AÐALSÍMI27022. Fundur ríkisstjórnar og vinnuveitenda í gaer. HENDUR í SKAUTI „Það var nú litið rætt um framúr- stefnuna mina,” sagði Davtð Scheving Thorsteinsson formaður félags iðnrek- enda þegar hann gekk út að loknum fundi ríkisstjórnarinnar og atvinnu- rekenda í gær. Ráðherrarnir gáfu á fundinum engin vilyrði fyrir neins konar aðgerð- um til að auðvetda atvinnuvegunum að bæta kjör verkafólks. Þá hafði rikis- stjórnin engan boðskap að flytja um annars konar ivilnanir. Helzt virtust menn ætla að sitja með hendur í skauti og sjá hver framvindan yrði. Á fundinum, sem stóð í klukku- stund, var „skipzt á skoðunum” um fyrirsjáanlegt útskipunarverkfall. Hátt á annan tug verkalýðsfélaga hefur boðað slikt verkfall frá 10. til 15. april að telja. Félög á Vestfjörðum og Reyðarfirði verða ekki með. - HH Vi S-27022 VERÐUR HANN ÞÍN EIGN? Svona litur bíllinn út sem einn af áskrifendum Dagblaðsins hreppir á laugardaginn kemur en þá mun áskriftatölvan draga nafn eins áskrif- anda úr „pottinum”. Hrein flóðalda áskrifta hefur dunið yfir siðustu dagana og um helgina má búast við að hún nái hámarki sínu. Þeir sem gerast áskrifendur næstu dagana fá tækifæri til að vera með i áskrifendaleiknum okkar. Simanúmer blaðsins. er 27022 og þar er hægt að koma á framfæri beiðni um áskrift að blaðinu. Trúlega verður leikurinn til þess að margir láta nú verða af þvi að gerast áskrifendur. Vitað er að fjölmargir hafa hugleitt áskrift I stað þess að kaupa blaðið i lausasölu. Hér er sem sé tækifærið til að fá blaðið heimsent, — og möguleiki á að eignast bílinn sem svo fjöldamargir láta sig dreyma um, rennilegan og kraftmikinn amerískan fjölskyldubíl. Siminn okkar er sem fyrr segir 27022. JBP Hverá að borga hallann af Kröf luvirkjun? — sjá kjallaragrein Magnúsar Kjartanssonar á bls. 10 og 11 An lcelander frá Danmörku — norræn samvinna í verki? — bls. 6 Nýjarogfrjálsari reglur um veitingahús - sjá bis.s Akureyrsk ungmennií höfuðborginni: Tll C/lMá — sagði Reykjavík- I IL OUIflM urlögreglan— bls.7 Kuldaleg helgi framundan „Hann er að ganga I norðanátt og kólna, ætli það verði ekki svo fram yfir helgi,” sagði Guðmundur Haf- steinsson veðurfræðingur er DB spurði hann um helgarveðrið. „Það verður sennilega hvasst á laugardag og éljagangur fyrir norðan og um vestanvert landið. Þá má aftur á móti búast við léttskýjuðu veðri á Austur- og Suðausturlandi. Ég geri mér vonir um að það dragi eitthvað úr norðanáttinni vestanlands og fari að létta til. Á sunnudag má gera ráð fyrir björtu og fjllegu veðri sunnanlands en það verður vafalaust kuldalegt," sagði veðurfræðingurinn. Það viörar þvi varla fyrir garðeig- endur að gera nein meiriháttar garð- yrkjustörf. En vel má taka sér eitt- hvað nytsamlegt fyrir hendur utan- húss, ef menn eru vel klæddir. A.Bj.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.