Dagblaðið - 08.04.1978, Blaðsíða 12

Dagblaðið - 08.04.1978, Blaðsíða 12
12 DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 8. APRIL 1978. Pólverjar heiðra Arthur / Rubinstein Pólverjar hafa löngum þótt gera vel við listamenn sína og eru hrcyknir af þeim mörgum öðrum þjóðum fremur. Arthur Rubinstcin píanólcikarinn heimsfrægi, sem nú er orðinn niutiu og eins árs, er fæddur I Póllandi en hefur um langt skeið haft bandarískan rikis- borgararétt. Pólverjar láta slík formsatriði engin áhrif hafa á sig og hafa nýverið skipað gamla manninum I hóp þeirra sem veitt er eitt æðsta heiðursmerki sem þar er veitt. Athöfnin fór fram I pólska sendiráð- inu i Paris. Arthur Rubinstcin erorðinn niutíu og eins árs en eiginkona hans, Eva, er mun yngri. Þarna eru þau að ræðast við hjónin. Eða er Arthur að mynda sig við að kyssa konuna? Eöa er hún að hjálpa honum á fætur? Allavega eru þetta herra og frú Rubinstein.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.